Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRII-!UDAGUR 14. JULI 1987 35 Rök með f rávísunarkröfu verjenda f ramkvæmdastjóra Haf skips: Þakkarskuld við Albert og bróðir í bankaráði Hallvarður f yllilega hæfur að mati sækjanda MUNNLEGUR málflutningur fór fram í gær í Sakadómi Reykjavíkur um þá kröfu verj- enda sakborninga í Hafskips- málinu að máli ákæruvaldsins gegn framkvæmdastjórum Hafskips verði vísað frá dómi vegna vanhæfis ríkissaksókn- ara, Hallvarðar Einvarðsson- ar. Eftirfarandi atriði voru m.a. lögð til grundvallar kröfugerðinni: 1. Tengsl Hall- varðar við Albert Guðmunds- son. 2. Skyldleikinn við Jóhann 5. Hallvarðsson. 3. Hallvarður hafi áður stjórnað rannsókn málsins. 4. Rannsóknarathafn- ir RLR undir stjórn Hallvarð- ar, er gef i tilef ni til tortryggni. 6. Fordæmi dóms Hæstaréttar í hinu svokallaða bankastjóra- máli. 7. 22. gr. laga 74/1974 um vanhæfi ríkissaksóknara verði skýrð rúmri skýringu með hliðsjón af 36. gr. einka- málalaga nr. 85/1936. Verjendur sakborninga og sækjandi málsins voru með skipt- ar skoðanir á skýringu 22. gr. laga um meðferð opinberra mála 74/1974, som fjallar um vanhæfi ríkissaksóknara; hvort skýra ætti greinina þröngri skýringu eða ekki. Guðmundur Ingvi Sigurðs- son verjandi Björgúlfs Guð- mundssoriar sagði í ræðu sinni, að þegar skoðuð væri framsögu- ræða þáverandi dómsmálaráð- herra Bjarna Benediktssonar um sérstakan ríkissaksóknara, kæmi í ljós sá rauði þráður að með stofnun þessa embættis ætti að eyða allri tortryggni í garð ákæruvalds, en það var áður í höndum dómsmálaráðherra. „Það var ætlun löggjafans að ríkissaksóknari yrði hafinn yfir alla tortryggni og óháður þrýst- ingi og þess vegna voru honum tryggð sömu lögkjör og hæsta- réttardómara og settar strangar reglur um vanhæfi hans, svipað og um dómara." Taldi Guðmund- ur og aðrir verjendur, að réttara væri að skýra ákvæðið rúmt en þröngt og að til hliðsjónar ætti að hafa ákvæði einkamálalaga um hæfi dómara. Benti Guð- mundur á að það hefði þurft dóm Hæstaréttar í máli bankastjóra Útvegsbankans til að sannfæra embætti ríkissaksóknara um að 22. gr. ætti að skýra rúmt. „Van- hæfisregla 22. gr. á ekki bara við þá, sem saksóknari ákærir, heldur einnig þá sem hann ákær- ir ekki," sagði Guðmundur. „Við mat á hæfi verður að miða við afstöðu til allra aðila máls, en ekki bara ákærðu," sagði Ólafur Gústafsson verjandi Helga Magnússonar. Þessum skoðunum hafnaði Jónatan Sveinsson sak- sóknari í varnarræðu sinni síðast í málflutningnum. í þakkarskuld við Albert Allir verjendurnir lögðu mikið upp úr tengslum Hallvarðar við Albert Guðmundsson, fyrrum formann bankaráðs Útvegsbank- ans og stjórnar Hafskips, og var það aðallega lánveiting Alberts Guðmundssonar tíl Hallvarðar úr Lífeyrssjóði ríkisstarfsmanna samkvæmt svonefndum ráð- herrakvóta, sem fór fyrir brjóstið á þeim. Guðmundur Ingvi sagði það í ræðu sinni að þar eð vcrjendun- um hcfði verið meinað um upplýsingar um lán þetta, hefðu þeir farið að rýna í fasteigna- bréf. I ljós hefði komið að þetta lán hefði verið mun hagstæðara en almenn lán úr þessum sjóði, gi'eiðslukjör hefðu verið mun hagstæðari, miðað hefði verið við lánskjaravísitölu, sem hefði verið 6 stigum hagstæðari en þágild- andi vísitala og vaxtafóturinn hefði verið 2% í stað 8%, sem þó hefði verið gildandi samkvæmt landslögum. Einnig kom fram hjá Jóni Magnússyni verjanda Ragn- ars Kjartanssonar að lánið til Hallvarðar hefði verið að upphæð 600.000, sem væri helmingi hærra en almennt tíðkaðist. Verj- endurnir voru sammála um það, að lán þetta væri óeðlilegt og með að sækja um og þiggja þetta lán, hefði Hallvarður tengst Al- bert böndum þakkarskuldar. „Menn hljóta að hika við að ákæra velgjörðarmenn sína," sagði Guðmundur. Jón Magnús- son ítrekaði það, að það að þiggja lán þetta af ráðherrakvótanum væri eitt sér e.t.v. ekki ámælis- vert, menn þyrftu oft stórar fjárupphæðir á skömmum tíma, en hins vegar ítrekaði hann það að lánveiting þessi hafi verið geðþóttaákvörðun ráðherra en ekki eðlileg lánveiting. „Fólki var almennt ekki kunnugt um þessi lán og engin umsóknareyðublöð lágu fyrir, þannig að til þurfti að koma umsókn eða boð ráð- herra. Með þetta í huga er einsýnt að hætta getur verið á því að ríkissaksóknari geti ekki litið óhlutdrægt á málið. Albert var bæði stjórnarformaður Haf- skips og Útvegsbankans, þannig að tengslin eru augljós." Jónatan Sveinsson hrl. og sér- stakur saksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, taldi fráleitt að Hallvarður stæði í sérstakri þakkarskuld við Al- bert Guðmundsson, þó sá síðar- nefndi hefði lánað honum af svonefndum ráðherrakvóta, menn væru ekki með öndina í hálsinum gagnvart þeim, sem lánuðu þeim peninga. Sjálfur fyndi hann ekki til sérstaks þakk- lætis í garð lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna, þó að hann hefði fengið þar lán. Jónatan sagði einnig að sér þætti þessi máls- ástæða fráleit, þar eð Hallvarður hefði fengið þetta lán löngu áður en Hafskipsmálið kom upp. Gagnrýndi hann og að verjendur væru að klifa á þessu máli, þegar úrskurður lægi fyrir að gögn um þessar lánveitingar kæmu ekki málinu við. Verjendur brugðust við þessu með því að benda á að þakkar- skuld Hallvarðar kæmi til vegna þess að lánveitingin væri óeðlileg og Albert þannig sérstakur vel- gjörðarmaður hans. Guðmundur Ingvi bætti svo við, að þeir Jó- hann Einvarðsson og Hallvarður hefðu orðið bræður löngu áður Hafskipsmálið kom upp. Valinkunnir sæmdarmenn Einnig benti Guðmundur á þá yfirlýsingu Hallvarðar í fjölmiðl- um, að Albert væri ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni val- inkunnur sæmdarmaður. „Til þess að geta gefið slíka yfirlýs- ingu, verða menn að þekkja viðkomandi aðila ansi vel." Einn verjendanna benti og á þau tengsl, sem 'fælust í því að Jóhann, sonur Alberts, hefði unn- ið hjá RLR og hefði Hallvarður leiðbeint honum við gerð kandi- datsritgerðar. * Boðvald Utvegs- bankans Verjendur lögðu mikið upp úr því, að tengsl Utvegsbankans og Hafskips hefðu verið það mikil, að bankinn hefði í raun stjórnað fyrirtækinu og framkvæmda- stjórarnir í raun verið undir boðvaldi bankans komnir. Það hefði því verið rangt að skipta málinu í tvo hluta þar eð sýknun bankastjórnarmanna gæti orðið til þess að sakfella framkvæmda- stjóra Hafskips og öfugt. Það kom fram hjá Guðmundi Ingva að bankinn hafði haft frumkvæði að ráðningu Björgúlfs Guð- mundssonar og Ragnars Kjart- anssonar, svo og að ráðinn hefði verið sérstakur tilsjónarmaður með fyrirtækinu frá bankanum. „Jónas Aðalsteinsson verjandi Páls Braga Kristjónssonar sagði, að rekstur bankans og fyrirtæk- isins hefði verið orðinn það samofinn, að bankastjórar og bankaráð annars vegar og fram- kvæmdastjórar og stjórn Haf- skips hins vegar hefðu unnið meira og minna saman að því að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Bróðir minn banka- ráðsmaðurinn Á hinum miklu tengslum bank- ans og skipafélagsins reistu verjendurnir einnig þá skoðun sína að vegna bróðurtengslanna við Jóhann væri Hallvarður van- hæfur, sbr. 2. tl. 36. gr. einka- málalaga nr. 85/1936 (eml). Jón Magnússon: „Seta Jóhanns sem varaformaður bankaráðs Útvegs- bankans tók yfir tímabil, þar sem lánveitingar til fyrirtækisins juk- ust um 400 milljónir og ákæran um blekkingar ákærðu gagnvart bankanum á við tíma, þegar Jó- hann var formaður." Taldi Jón að skyldleikinn væri einn sér nægjanlegur til þess að málinu ætti að vísa frá dómi án kröfu. Guðmundur: „Hafskip laut boð- valdi bankans og þar með Jóhanns, þannig að vanhæfis- reglur einkamálalaga eiga við." Töldu verjendurnir allir að dómur hæstaréttar um mál bankastjóra bankans ætti við í þessu máli, enda yrðu málin ekki aðskilinn. Dómari í eigin sök Verjendurnir héldu allir því fram, að það væri óeðlilegt og andstætt meginreglum laga að Hallvarður sem ríkissaksóknari væri að meta eigin störf sem rannsóknarlögreglustjóri, sér- staklega þegar margar þær rannsóknarathafnir, sem hann hefði framkvæmt væru mjög umdeildar og aðstaða hans gæfi tilefni til tortryggni. Jón Magnússon ræddi um þau ummæli 1. mgr. 36. gr. eml, þar sein segir að dómari víki venju- lega ekki þó hann hafi áður haft afskipti af sakarefni í embættis- nafni. Jón taldi að þetta orðalag benti til þess að þessi ástæða gæti valdið vanhæfi. „Hver eru afskipti Hallvarðar af þessu máli?" spurði Jón og svaraði því til að hann hefði sem yfirmaður rannsóknarlögreglunnar stjórnað farvegi rannsóknarinnar, tekið ákvörðun um gæsluvarðhalds- beiðni og fleira. Þess vegna bæri honum að víkja sbr. 1. og 7. tl. eml. Olafur Gústafsson varpaði fram þeirri skoðun sinni að hann teldi ákvæðið um vanhæfi skoð- unar- og matsmanna geta átt hér við, sbr. 4. tl. með rýmkandi lög- skýringu eða samkvæmt lögjöfn- un. Ólafur taldi það andstætt meginreglum laga og eðli máls að sami maðurinn legði mat á eigin gerðir, enda væri mikið lagt upp úr því að meðferð dómsmála færi í gegnum hendur fleiri en eins óháðs aðila. Taldi Ólafur þetta jafnvel vera í andstöðu við mannréttindasáttmála Evrópu. Tortryggilegar rann- sóknarathaf nir RLR í tengslum við hæfí saksókn- ara til að meta eigin gerðir, kom fram mikil gagnrýni á rannsókn- arathafnir rannsóknarlögregl- unnar í Hafskipsmálinu í tíð Hallvarðar. Yfirlýsing Hallvarðar um Albért Guðmundsson, sem væri aðili að þessu máli, að hann væri valinkunnur sæmdarmaður, hefði verið mjög ankannaleg með tilliti þess að hann virtist ekki hafa séð ástæðu til þess að leið- rétta rangar fréttir í fjölmiðlum um hina ákærðu. Einnig hefðu fjölmargar yfirlýsingar í fjölmiðl- um frá RLR um málið verið til þess fallnar að almenningur felldi dóm yfir þeim mönnum, sem síðar voru ákærðir. Gæsluvarðhaldið var einnig gagnrýnt mjög, þar eð það virtist hafa þjónað litlum tilgangi, að mati verjenda, enda hefðu þrír af fjórum ákærðu verið yfir- heyrðir í aðeins eina til þrjár stundir og sá fjórði ekkert. Einn- ig var bent á að ekki hafði þótt ástæða til að hneppa bankastjór- ana í gæsluvarðhald og engin húsleit gerð hjá þeim. Jónatan sagði í varnarræðu sinni, að vert væri að benda á að Hæstiréttur hefði staðfest gæsluvarðhaldsbeiðnina og vísaði hann á dóminn um það. Einnig fullyrtu verjendur, að hjá RLR hafi engin sjálfstæð rannsókn farið fram áður en sex- menningarnir voru hnepptir í gæsluvarðahald, heldur hefði í blindni verið farið eftir skýrslu skiptaráðenda, sem einungis væru þess umkomnir að óska eftir opinberri rannsókn. Einnig töldu verjendur þá ákvörðun rannsóknarlögreglustjóra að skipta málinu í tvö mál vera mjög tortryggilega. Frávísun mótmælt Varnarræða Jónatans Sveins- sonar, sem talaði fyrir hönd sækjanda, skiptist í tvennt. I fyrsta lagi hljóp hann á nokkrum atriðum, sem komu fram í ræðum verjenda, en síðan hélt hann hina eiginlegu ræðu, þar sem hann lýsti sjónarmiðum sínum til þess- arar frávísunarkröfu. Hefur þegar verið minnst á nokkur þeirra atriða, sem hann hafði við mál verjendanna að athuga. Jónatan taldi að við mat á kröfunni væru það aðallega þrjár spurningar, sem leita þyrfti svara við. Frábað hann sér ýmis þau mál önnur, sem verjendur hefðu drepið á eins og lánveitingu Al- berts, sem ekki kæmu málinu við. Þær spurningar, sem hann taldi skipta mestu máli, voru þessar: 1. Það, að Hallvarður stjórnaði rannsókn Hafskips- málsins sem yfirmaður rannsókn- arlógreglu ríkisins, gerir það hann vanhæfan til þess að taka málið að sér sem ríkissaksóknari? 2. Tók Hallvarður einhverjar þær ákvarðanir við rannsóknina, sem gefa tilefni til þess að álita að hann hafi látið óeðlileg sjónarmið ráða? 3. Verður Hallvarður vanhæfur sem saksóknari í málinu gegn framkvæmdastjórum Hafskips, þar sem bróðir hans er í banka- ráði Útvegsbankans? Um atriðið, sem kom fram í fyrstu spurningunni, sagði Jóna- tan að það væri fráleitt van- hæfisástæða. I fyrsta lagi væri á það að benda að rannsóknarlög- regla og ríkissaksóknari væru ekki tvö óháð embætti heldur greinar á sama meiði og breyttu skipti á störfum þar engu. Hefði Hallvarður einfaldlega verið að hlýða yfirboðara sínum. „Ef skýr- ingar verjenda ættu við, gæti ríkissaksóknari aldrei tekið mál til meðferðar, sem hann hefði fyrirskipað rannsókn á." Taldi hann réttarframkvæmdina hafa hafnað svo rúmri skýringu á 22. gr. laga um meðferð opinberra mála sem verjendur legðu til, þó að e.t.v. lægi skynsamleg hugsun að baki. í öðru lagi benti Jónatan á að síðan Hallvarður varð ríkis- saksóknari, hefði hann tekið ákvörðun um ákæru í mörgum málum, sem hann hefði stjórnað rannsókn á og engar athuga- semdir komið fram við það. Varðandi aðra spurningu sína sagði Jónatan að hann hefði ekki séð neitt í störfum Hallavarðar er benti til vanhæfis. „Ef Hall- varður hefur gerst offari í starfi, er það verjendanna að sanna það og sýnist mér þeir varla hafa gert tilraun til þess." Um þriðju spurninguna sagði Jónatan að það væri réttur skiln- ingur á dómi Hæstaréttar um mál bankastjóra, að Hallvarður hefði verið vanhæfur, vegna þess að Jóhann Einvarðsson hefði get- að verið einn af ákærðu og væru aðrar ályktanir út í hött. Taldi Jónatan að þar með væri Hall- varður ekki vanhæfur í málinu gegn Hafskipsmönnunum, enda væri Jóhann ekki beint aðili máls- ins. Væri hann það aðeins, ef brotastarfsemi beindist beint og milliliðalaust gegn honum sem brotaþola. Að mati Jónatans var þolandinn íþessu máli þeir starfs- menn bankans, sem heimild höfðu til að taka afstöðu til þess hvort skipafélagið nyti lán- strausts og fengi fyrirgreiðslu. Jónatan nefndi til skýringar dæmi af manni sem kæmi í af- greiðslu banka og seldi gjaldkera falsaða ávísun. „Slíkur maður væri ekki að beita bankaráð blekkingum." Að lokinni ræðu Jónatans fluttu verjendur aðra ræðu sína, þar sem þeir gerðu athugasemdir við ýmislegt í máli Jónatans. Var m.a. bent á hið mánaðarlega eft- irlit, sem bankaráð hefði haft á útlánum bankans. Að loknum síðari ræðum verjenda flutti Jón- atan síðari ræðu sína, þar sem hann gerði stuttar athugasemdir. Dómari í máli þessu er Harald- ur Henrysson, sakadómari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.