Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 63 Bandaríska viðskiptaráðuneytið: Þannig leit húsnæði Málningar hf. út í gærkvöidi. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Slökkviliðsmenn hvíla sig í anddyri húsnæðis Málningar hf. um kvöld- jnatarleytið í gærkvöld eftir erfiði dagsins. fennarri hæð hússins, fór aftur iipp stigann og þar voru rúður jfarnaráð nötra og ráðskonan á jþak og burt. Ég og framleiðslu- jfetjórinn fylgdumst nokkurn ireginn að, vorum samferða út, síðastir allra, og hafði þá allt starfsfólkið komið sér út á tveim- ur mínútum í hæsta lagi frá því að kerfið fór í gang. Eldurinn jfór um húsið eins og eftir kveiki- |þræði," sagði Sigurður. Heyrðum Sprengingu og sáum reyk Björn Árnason starfsmaður Málningar hf. var ásamt fimm jöðrum starfsmönnum við vinnu isína á efnaloftinu á annarri hæð liússins þegar brunabjallan fór í gang. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast. Við sáum reykinn stíga upp frá neðri hæð hússins upp á efri hæðina þar sem við vorum og heyrðum mikla sprengingu strax. Við hlupum strax út, bak við húsið og niður, þangað sem við sáum reykinn koma. Starfsfólkið brást fljótt og vel við og var komið út á örskömmum tíma. Þegar við vorum komnir út, logaði glatt í neðri hæð hússins og hefur eld- urinn breiðst um allt húsið á fjórum til fimm mínútum, allt frá neðstu hæð hússins upp í matsalinn. Svo leið aðeins lengri tími þar til hann var kominn um allt húsið." Framleiðslustöðvun Stefán J. Guðjohnsen fram- kvæmdastjóri Málningar hf. sagðist hafa verið á leiðinni á vinnustað í bifreið sinni þegar eldurinn kom upp og hefði að- koman ekki verið fögur, allt í ljósum logum, en starfsfólkið hefði allt getað komið sér sjálft undan. „Við byggjum þetta ekki upp. Þetta er allt ónýtt. Ég veit ekki hvert framhaldið verður. Það er fyrirsjáanleg framleiðslu- stöðvun um óákveðinn tíma. Eldurinn breiddist út á mjög skömmum tíma enda eldfim efni í verksmiðjunni." Stefán sagði að húseignin hefði verið tryggð hjá Brunabótafélagi Islands, en innbú hjá Almennum trygging- um. Vatnsskortur Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri sagði að neðra húsið hefði verið alelda þegar slökkviliðið mætti á staðinn og því engu hægt að bjarga þar. Hinsvegar hefði verið hægt að ná mjög eld- fimum efnum úr efra húsinu. „Þetta byrjaði allt með heilmik- illi sprengingu. Ekki er ennþá vitað um orsök eldsins, en grun- ur leikur á að kviknað hafi í út frá sellulósaþynni. Það sem einna helst haði slökkvistarfi í gær, var vatnsskortur. Mönnum fínnst það ef til vill skrýtið þar sem húsið stendur nánast við sjvarbakkann. Sjórinn er bara svo óhreinn þarna að sogbark- arnir stíflast hjá okkur ef við reynum að dæla sjónum upp. Það er til nóg vatn fyrir alla venjulega eldsvoða, en þessi er einfaldlega ekki venjulegur. Þetta er stórbruni." Rúnar sagði að húsið yrði ör- ugglega ekki endurbyggt, það væri svo illa farið. „Húsið var í ágætu standi fyrir brunann, en mér hefur skilist að það hafi hvort sem er verið á förum þar sem það er fyrir þeirri íbúðar- byggð sem hér er gert ráð fyrir að rísi," sagði slökkviliðsstjórinn að lokum. Engin ákvorðun verið tekin um viðskiptabann Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandarílqunum Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það i Washington, hvort hvalveiðar íslands í sumar þyki brjóta í bága við samþykktir AI- þjóða hvalveiðiráðsins. Viðskiptaráðuneytið hefur með málið að gera um þessar mundir og þar telja menn að smugunni fyrir hvalveiðar í vísindaskyni hafi verið Iokað á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í IJourneiiioul.il, en íslensk stjórnvöld eru svo sem kunnugt er ekki sama sinnis. I forystugrein stórblaðsins New York Times er giskað á að ef íslendingar hætti ekki við hvalveiðar í vísindaskyni komi til átaka inilli Bandaríkjanna og íslands. „Það er rétt sem segir i New „Ef Japanir brjóta gegn reglun- York Times, að þeirri smugu sem um taka bandarísk lagaákvæði gildi opnað var fyrir í alþjóðasamningn- um um hvalveiðar hefur nú verið lokað," sagði Jack Lacovey blaða- fulltrúi sjávarútvegsdeildar banda- ríska viðskiptaráðuneytisins við fréttaritara Morgunblaðsins í gær. Síðastliðinn föstudag birti New York Times forystugrein um hval- veiðar, sem heimildamenn í Was- hington segja að beri með sér fingraför Dr. Anthony Calio yfír- manns sjávarútvegsdeildarinnar og fulltrúa Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Greinin birtist í íslenskri þýðingu síðastliðinn laug- ardag í Morgunblaðinu. og gætu kallað á viðskiptaþvingan- ír. Islands bíða einnig átök ef nýja ríkisstjórnin í Reykjavík fellur ekki frá áformum um hvalveiðar í vísindaskyni," segir í New York Times. Jack Laeovey sagði að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um það hvort viðskiptaráðherrann Malcolm Baldrige staðfesti að ís- land brjóti gegn alþjóðasamningum með hvalveiðunum í sumar. Ef slík staðfesting er gerð taka áðurnefnd lagaákvæði gildi og gætu haft við- skiptaþvinganir í för með sér. „Það er víst að enn hefur enginn tekið um það ákvörðun að staðfesta að visindaveiðar íslendinga brjóti í bága við samþykktir Alþjóða hval- veiðiráðsins," sagði Brian Gorman blaðafulltrúi hjá þjónustudeild sjáv- arútvegsdeildarinnar er fréttaritari > ræddi við hann í gær. „Samkvæmt lögunum er viðskiptaráðherra ekki skylt að grípa til staðfestingar inn- an ákveðins tíma. Hann ræður hvenær til þess kemur," sagði Brian Gorman. „Viðmiðunarreglurnar sem voru samþykktar á fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í Bournemouth ollu því að núna hefur ekkert ríki lögmæta rannsóknaráætlun um hvalveiðar," sagði Dean Wilkinson hjá Grænfrið- ungum í Washington í gær. „En að öðru leyti vil ég sem minnst um málið segja og lít svo á að núna verði íslendingar að melta þetta með sér. Mér þætti affarasælast að íslendingar hugleiddu alvarlega hvort hvalveiðáætlunin er skynsam- leg. Vonandi komist þið að þeirri niðurstöðu að réttast sé að hætta hvalveiðum." Hrafnseyri við Arnarfjörð. í forgrunní er minnismerki um Jón Sigurðsson sem reist var 1911. Þjóðhátíðardagnrinn á Þingeyri: Samkoma á fæðingar- stað Jóns Sigurðssonar Þingeyri. SÚ HEFÐ hefur skapast undan- farin ár að Hrafnseyrarnefnd hefur gengist fyrir hátíðarsam- komu á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, á afmælisdegi hans. Á nýliðnum þjóðhátíðardegi var að venju vandað mjög til dag- skrár. Séra Gunnar Hauksson, sóknar- prestur á Þingeyri, flutti messu í Minningarkapellu Jóns Sigurðsson- ar á staðnum með aðstoð kirkjukórs Þingeyrar og undirleik Brynjólfs Árnasonar frá Vöðlum í Önundar- firði. Einnig söng frú Ágústa Ágústsdóttir stólvers við það tæki- færi. Eftir messu var þjóðhátíðarsam- koma sem Jón Páll Halldórsson frá ísafirði stjórnaði. Séra Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur lék ein- leik á selló verk eftir Bach. Prófess- or Sigurður Samúelsson flutti ræðu dagsins. Fjallaði hann meðal annars um veru sína í skóla séra Böðvars Bjarnasonar á Hrafnseyri á sínum tíma, en þar dvöldu við nám marg- ir þjóðkunnir menn. Þá fjallaði prófessor Sigurður um ýmis ætt- menni sín í Auðkúluhreppi fyrr á tíð og sagði sögur af þeim. Ágústa Ágústsdóttir söng síðan einsöngs- lög eftir Eyþór Stefánsson. Þátttak- endur á þessari þjóðhátfðarsam- komu, sem voru á annað hundrað talsins, gerðu mjög góðan róm að dagskrá þeirri sem flutt var. Eftir Hér sést hluti hátíðargesta, sem þáðu veitingar i boði Hrafnseyrar- nefndar og ábúenda staðarins. Veður var með því besta sem gerist á þjóðhátíðardaginn. Gamla kirkjan í baksýn. samkomuna bauð Hrafnseyrar- nefnd og ábúendur á Hrafnseyri öllum viðstöddum upp á veitingar. Safn Jóns Sigurðssonar var formlega opnað á þjóðhátíðardag- inn eins og undanfarin ár. Safn- vörður í sumar verður Ragna Steinardóttir og er safnið opið alla daga frá kl. 13 til 20. Einnig er hægt að fá að skoða safnið á öðrum tímum eftir samkomulagi við safn- vörð. Sumarið 1986 komu alls um 1.600 gestir I Safn Jóns Sigurðsson- ar á Hrafnseyri. I Hrafnseyrarnefnd, sem séð hef- ur um uppbyggingu staðarins og starfað hefur allt frá 1944, eiga nú sæti: Þórhallur Ásgeirsson, for- maður, Hannibal Valdimarsson, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Ágúst Böðvarsson og Jón Páll Halldórsson. - Hulda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.