Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14.JÚLÍ 1987 '4- + Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup látinn SR. SIGURÐUR Pálsson vígslu- biskup á Selfossi lést í Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt mánu- dagsins 13. júlí. Hann var 86 ára. Sr. Sigurður var fæddur í Hauka- tungu í Hnappadal þann 8. júlí 1901. Poreldrar hans voru Páll Sig- urðsson bóndi þar og kona hans Jóhanna Guðríður Björnsdóttir. Að afloknu guðfræðiprófi frá Háskóla Islands varð séra Sigurður sóknar- prestur í Hraungerðisprestakalli árið 1933. Þjónaði hann því kalli til ársins 1971 en bjó á Selfossi frá 1956. Hann varð prófastur í Árnes- prófastdæmi árið 1965 og sat á kirkjuþingi frá 1958 til 1970. Hann var kjörinn vígslubiskup Skálholts- biskupsdæmis 1966. Árin 1972 til 1977 var sr. Sigurður settur sókn: arprestur í Reykhólaprestakalli. I 30 ár var hann í stjórn Prestafélags Suðurlands og lengi formaður þess. Sr. Sigurður var sæmdur stór- VEÐUR Akranes og Borgarnes: Hitaveitureikningurinn lækkar um 5% - ekki 20% Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Var hann útnefndur heiðursdoktor við Háskóla íslands og heiðursborgari Selfossbæjar. Sr. Sigurður vann brautryðjendastarf á sviði helgisiða í Þjóðkirkjunni og gaf út messubók árið 1961 og rit- aði bók um sögu messunnar sem út kom 1982 auk fleiri rita. Eftirlifandi eiginkona sr. Sigurð- ar er Stefanía Gissurardóttir og eiga þau 7 börn. NY gjaldskrá fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar var samþykkt á stjórnarf undi síðast- liðinn föstudag. Samkvæmt henni lækkar hitunarkostnaður á svæðinu í 1550 krónur hver mínútulítri en hann er nú 1640 krónur. Lækkun gjaldskrárinnar kemur í kjölfar samnings hita- veitunnar við ríkissjóð þar sem rikissjóður yfirtekur 220 milljón- ir af skuldum veitunnar. Hin nýja gjaldskrá tekur gildi 1. júlí. í samningi ríkisins við Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar felst að ríkissjóður yfirtekur 220 milljónir af skuldum veitunnar. Stofnað verður undirbúningsfélag af eigna- raðilum fyrir væntanlegt orkubú Borgarfjarðarhéraðs og það félag yfirtekur 150 milljónir til viðbótar. Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri á Akranesi sagði í samtali við Morgunblaðið að búið væri að berj- / DAG kl. 12.00: r f n 7 r r Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 14.07.87 YFIRLIT á hádegi f g»n Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er hægfara 992 millibara djúp fægð og önnur álíka djúp nokkuð lengra suðsuðvestur f hafi. Báöar þokast austur. Miili íslands og Noregs er 1022 millibara hæð. SPÁ: Suðaustlæg átt á landinu, víðast kaldi (5 víndstig). Sunnan- lands verður dálítil súld eða rigning og hiti á bilinu 10 til 14 Stig. Norðanlands verður víða léttskýjað og hiti á bilinu 15 til 20 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Suðaustlæg átt og fremur hlýtt í veöri um allt land. Dálítil rigning eða súld um sunnanvert landið en þurrt fyrir norðan. ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir V H = Þoka = Þokumóða ' , ' Súld OO Mistur -j- Skafrenningur ÍT Þrumuveður * "m m *L w w > T -k VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hftl veður Akureyri 21 hálfskýjað Reykjavik 13 úrkomaigr. Bergen 20 léttskýjað Helsinki 17 skýjað JanMayen 6 súld Kaupmannah. 16 skýjað Narssarssuaq 9 hálfskýjað Nuuk 3 alskýjað Osló 19 hálfskýjoð Stokkhólmur 16 rigning Þórshöfn 11 skýjað Algarvo 29 skýjaft Amsterdam 21 hálfskýjað Aþena 33 helðskírt Barcolona 28 heiðskírt Berifn 18 skýjað Chicago 21 léttskýjað Feneyjar 28 heiðskirt Frankfurt 19 skýjað Glaskow 16 rigning Hamborg 17 hálfskýjað LasPalmas 26 léttskýjað London 24 nkýjað LosAngoles 17 alskýjað i Lúxemborg 20 hálfskýjað Madrid 26 mlstur Malaga 27 mlstur Mallorca 32 hélfskýjaö Miami vantar Montreal 26 léttskýjað NewYork 24 þokumóða Parfs 24 lóttskýjað Róm 28 hoiðskírt Vfn 26 skýjað Washington 24 þokumóða Winnipeg 12 úrkomaígr. ast fyrir því í mörg ár að fá einhverja úrlausn í málum hitavei- tunnar og þetta væri í fyrsta skipti sem á þeim væri tekið. Gert var ráð fyrir að samkomulagið gerði hita- veitunni kleift að lækka gjaldskrá sína um allt að 20% svo hún væri sambærileg gjaldskrá Rafmagn- sveitna ríkisins. Andrés Ólafsson skrifstofustjóri hjá Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar var spurður um ástæðu þess að einungis er um rúmlega 5% lækkun að ræða á vatnsverði hita- veitunnar. Hann sagði að skráð verð hitaveitunnar væri 1880 krón- ur á lítrann, þar sem samþykkt hefði verið gjaldsrárhækkun í des- ember úr 1640 í 1880 krónur. Sú hækkun hefði átt að taka gildi 1. janúar en verið frestað af stjórn hitaveitunnar. „Hitaveitan lítur því svo á að lækkunin nemi 17% miðað við gildandi gjaldskrá, úr 1880 í 1550 krónur, " sagði Andrés. Hreppsnefnd Borgarness sam- þykkti samkomulag hitaveitunnar við ríkissjóðs einróma á fundi í fyrrakvöld að sögn Eiríks Ólafsson- ar hjá Borgarneshreppi, en það verður tekið fyrir á bæjarstjórnar- fundi á Akranesi í kvöld. Ingimund- ur Sigurpálsson bæjarstóri á Akranesi sagðist telja að menn væru almennt ánægðir með sam- komulagið og þá lækkun á gjald- skrár sem hún hefði í för með sér. Það værí lágmarkskrafa að fólk á svæði hitaveitunnar sem tæki þátt í að greiða niður orkukostnað hjá þeim sem væru með rafhitun þyrfti ekki að greiða miklu hærra verð fyrir eigin húshitun. Gjaldskrá Raf- magnsveitna ríkisins væri í 'raun og veru hið opinbera orkuverð til húshitunar. Hann sagði að nýsam- þykkt lækkun á gjaldskrá hefði miðast við húshitunarkostnað á Vestfjörðum og hjá Rarik. Eiríkur Ólafsson sagðist telja líklegt að gjaldskrárlækkunin þýddi um 700 til 800 króna lækkun á húshitunar- kostnaði fyrir meðalstórt hús á mánuði. Kristján Kristjáns- son, fyrrverandi yfir- borgarfógeti, látinn Kristján Kristjánsson fyrrver- andi yfirborgarfógeti lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 12. júlí sl. 89 ára að aldri, en hann fæddist að Höskuldsstöðum í Laxárdal i Dalasýslu þann 9. september árið 1898. Kristján varð fulltrúi bæjarfóget- ans í Reykjavík, Jóhannesar Jóhannessonar, árið 1928 og full- trúi lögmannsins í Reykjavík, dr. Björns Þórðarsonar, frá 1. janúar 1929 til 17. desember 1942 þegar hann var settur lögmaður í Reykjavík er dr. Björn varð forsæt- isráðherra. Kristján var settur borgarfógeti í Reykjavík í lpk árs 1943 og skipaður í það embætti í september 1944. Hann var skipaður yfirborgarfógeti í Reykjavík þann 12. mars 1963, en fékk lausn frá störfum 1967. Þá fékk hann um- boðsskrá frá dómsmálaráðuneytinu til að fara með 56 uppboðsmál í Reykjavík, en þeim málum var að fullu lokið í október 1968. Kristján var skipaður dómari í félagsdómi og sat þar eitt kjörtímabil. Einnig var hann settur dómari í nokkrum opinberum málum og auk þess sett- ur dómari í Hæstarétti í ýmsum málum. Kristján hlaut Riddarakross íslensku fálkaorðunnar. Kristján Kristjánsson. Eiginkona Kristjáns var Móeiður Margrét Guðjónsdóttir og lést hún árið 1984. Þau eignuðust fjórar stúlkur. Aukinn hraði á Suðurnesjum: Yfir 800 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur Mikil fjölgun umferðarslysa Vogum. Á NÍUNDA hundrað ökumenn haf a verið teknir f yrir of hraðan akstur í umdæmi Keflavfkurlög- reglunnar fyrstu sex mánuði ársins. Það er sami fjöldi og allt síðasta ár. Svo virðist sem hraðinn í um- ferðinni hafi aukist að undanförnu því yfirmenn lögreglunnar hafa ekki lagt áherslu á meira eftirlit með umferðarhraðanum en undan- farin ár. Þá er aukinn fjöldi bíla í umferðinni ekki heldur talin skýring því aukningin á bæði hraðaakstri og slysatíðni hefur verið miklu meiri en fjölgun bíla. í maímánuði var 161 ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur og 204 í júnf og það sem af er júli. Umferðarslysum hefur einnig fjölgað mikið frá því í fyrra en þá voru skráð umferðarslys alls 255 fyrstu sex mánuði ársins, en eru orðin 330 í ár og skiptast nokkuð jafnt á mánuðina. Það er aðeins f þremur tilvika þar sem umferðar- slys hafa orðið að ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur, en lögreglan hefur tekið alls 100 öku- menn grunaða um öivun við akstur í ár. Það er mikil fjölgun frá sfðasta ári en þá voru þeir 62 fyrstu sex mánuði ársins. EG -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.