Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 21
1, ll MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 21 Hótel Borgarnes. kæmu við á hótelinu. Og síðast en ekki síst þá væri Sæmundur Sig- mundsson sérleyfíshafí með sér- stakar ferðir tvisvar í viku í Surtshelli, sem er í Hallmundar- hrauni ofan Húsafells. Hefði Sæmundur verið með þessar ferðir í nokkur ár og yrðu þær æ vinsælli. „Mikil verslun" „Veðrið segir til sín og við kvört- um ekki," sagði Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borg- fírðinga, Borgarnesi, þegar hann var spurður um verslun ferðafólks. Sagði Ólafur að stöðug fjölgun sum- arbústaða væri í héraðinu og þetta fólk kæmi í Borgarnes til að versla. Og veðurblíðan í sumar sæi til þess að ferðamannaverslun væri lífleg. Þá sagði Ólafur að bæði Borgnes- ingar og ferðafólk verslaði á útimarkaði kaupfélagsins, sem væri opmn á laugardögum. í sama streng tók Stefán Har- aldsson, annar eigandi JS í Borgar- nesi, sagði hann að verslunin tvöfaldaðist hjá JS yfír sumarmán- uðina. Mikið væri um að ferðafólk og sumarbústaðaeigendur kæmu og versluðu hjá þeim, enda hefðu þeir að bjóða alla almennta matvöru, allt á grillið og hreinlætisvöru. Þá sagði Stefán að mikil sala væri í grillvörum, mun meiri en sl. sumar. Bættaðstaða Nýlega hefur verið lokið við frá- Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson gang á stórbættri aðstöðu á tjald- stæði Borgarneshrepps við Brúartorg. Að sögn Guðmundar Finnssonar verkstjóra hefur aðsókn á tjaldstæðið aukist jafnt og þétt á liðnum árum, en stóraukist núna eftir að aðstaðan var bætt. Sagði Guðmundur að nú væri einnig gæsla á daginn og frameftir kvöldi. Þá sagði Guðmundur að innan skamms yrði komið upp tveimur raflýstum vegvísum fyrir ferða- menn til að átta sig á götuheitum og staðsetningu stofnana og fyrir- tækja. Yrði skiltunum komið upp við Brúartorg og í Sandvíkinni þar sem komið er inn í bæinn. Væri það JC félagið í Borgarnesi sem að stæði fyrir gerð þessara vegvísa. - TKÞ ITASGOSÍ Laugarhóll við opnunina þann 17. júní. Bjarnarfjörður: Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Þrír ættliðir reka hótel Ný atvinnutækifæri á Ströndum Laugarhóli. ÞRÍR ÆTTLIÐIR kvenna standa nú í hótelrekstri á StrSndum, við sumarhótelið á Laugarhóli. Þarna reka sjö konur úr Bjarnar- firði hótel i heimabyggð sinni, sem hefir þegar vakið athygli víða um land. Taka þær á leigu heimavist og félagsheimili hér á Laugarhóli sumarlangt, meðan skólinn ekki starfar, og skapa sjálfum sér og fleirum atvinnu, en fjármagn það sem myndast með þessum atvinnurekstri verð- ur eftir í heimabyggðinni. Þessar þrjár konur er standa að rekstri og starfi við sumarhótelið á Laugarhóli eru þær Þórdís Lofts- dóttir í Odda í Bjarnarfirði, dóttir Erna Arngrímsdóttir í Baldurshaga og Aðalbjörg Steindórsdóttir á Klúka. Auk þess starfa við hótelið þær Hafdís Baldursdóttir í Baldurs- haga og Hallfríður Sigurðardóttir á Svanshóli. Konurnar í Bjarnarfírði fóru að ræða málið sín á milli síðastliðið haust og varð endirinn sá að þær gerðu tilboð í rekstur sumarhótels- ins á Laugarhóli, seinnipart vetrar. Var tilboði þeirra tekið af hússtjórn og blómstrar nú rekstur þeirra. Hópar eru bókaðir um hverja helgi í allt sumar, að vísu misjafn- lega stórir, eða allt upp í heilu ættarmótin. Þá koma einnig félög og hópar, sem hafa með sér harm- Þrir ættliðir við hótelið. Frá vinstri: Þórdis, Erna og Hafdís. hennar, Erna Arngrímsdóttir í Baldurshaga, pg enn dóttir hennar, Hafdís Baldursdóttir, til heimilis á sama stað. Tvær þær fyrstnefndu standa að rekstrinum, en sú síðast- nefnda er starfsstúlka við hótelið. Það hefir vakið talsverða athygli að konur í Bjarnarfírði skyldu taka sig til og skapa atvinnutækifæri í Bjarnarfirði á þennan hátt, auk þess að flytja atvinnureksturinn heim í hérað. Ber gestum auk þess saman um góðan viðurgerning hót- elstýranna, sem leggja sig fram um að taka á móti þeim. Það eru eftir- taldar konur sem að rekstrinum standa: Drífa Helgadóttir á Kaldr- ananesi, Alda Sigurðardóttir á Kaldrananesi, Sólveig Halldórsdótt- ir í Framnesi, Arnlín Óladóttir á Bakka, Þórdís Loftsdóttir í Odda, oniku eða eigin skemmtikrafta og gera sér þarna glaðan dag um helgi. Ekki þykir verra að hafa sund- laugina, sem nú er í fullri notkun, eftir að byggingu sundskýlanna lauk. Hana heimsækir einnig fólk úr Bjarnarfirði, frá Hólmavík og Drangsnesi og jafnvel víðar af Ströndum, auk gestanna á hótelinu. Stutt er á rekaviðarfjörurnar fyr- ir mynni Bjarnarfjarðar og margt þar að skoða, fram í Goðdal og Sunndal og svo kemur veiðin í Bjarnarfjarðará. Þá hefir verið þó nokkuð að gera í miðri viku og má segja að sú umferð skili sér vel. Ferðamennska á Strandir er þannig greinilega að aukast, enda er þetta að mestu ónumið land fyrir ferðamenn. SHÞ. Hótelstýra og starfslið: Þórdís, Sólveig, Erna, Hallfríður, Alda, Arnlín og Hafdis. Á myndina vantar Drifu og Aðalbjörgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.