Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 46
46 ÍKSfeti MORGUNBLAÐIÐ, ÞRJDJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Julie Cox (eða Kent) eins og hún kallast síðan hún lék í myndinni Giselle á móti Mikhael Barysnikov. Ballettstjörnur úr litlum ballettskóla Frá vinstri: Julia Kent, Thomas Mills og Deidre Byrne ðll fyrrv. nemendur i Maryiand ballettskólanum. eftír Sigurborgu Ragnarsdóttur Innan um nýbyggöa skýjakljúfa í miðborg Bethesda (bær álíka stór og Reykjavík, rétt utan við höfuð- borg Bandarfkjanna) er Maryland- bailettskólinn til húsa. Lftið vissi ég um þennan ballett- skóla fyrr en fyrir u.þ.b. ári að tækifæri gafst fyrir tilstuðlan fslensks nemanda við skólann að sjá meiriháttar afmælissýningu hjá þeim. Þessi afmælissýning var nokk- uð sérstök ekki bara vegna þess að 15 ár voru liðin frá stofnun skólans, heldur einnig vegna þess að einn nemandi skólans hafði stuttu áður unnið eitt af fjórum efstu sætum í árlegri ballettkeppni í Lausanne í Sviss (Prix de Lausanne) og var nú kominn heim til að dansa verðlauna- dansinn fyrir skólafélagana. Blaðamaður Washington Post, Alan Kriegsman, skrifar í blað sitt að sýningu lokinni: „Maryland-ball- ett-flokkurinn er óvenjulegur hópur og sama má segja um sýninguna. Ballettinn „Þymirós" sannar óvenju mikla hæfileika Michelle Lees (starf- andi kennari skólans og fyrrverandi verðlaunadansari) sem setti ballett- inn á svið og Tensia Fonseca stjórn- anda skólans. Fyrrverandi nemendur skólans, en þar eru í broddi fylking- ar sonur Tensiu Fonseca, Peter, Susan Jaffe og Cheryl Yeager, sem öll dansa með Bandaríska ballett- félaginu (The American Ballet Theatre) undirstrika að ballettskól- inn og þeir sem hann reka eru mjög miklum hæfileikum búnir. Alan held- ur áfram og talar um nýjasta undrabarn ballettheimsins, Juliu Cox, sem dansaði Áróru í Þyrnirósu. óvenjulegir hæfileikar þessarar stúlku, útlitið, framkoman og hreyf- ingar hennar gefa strax til kynna að hér er engin meðalmanneskja á ferð, öllu heldur undrabarn, sem oft tekur marga áratugi að finna. Stuttu eftir að þessi blaðadómur birtist bauðst Júlíu að leika aðal- hlutverk í kvikmynd á móti sjálfum Mikhael Barysnikov. Síðan er liðið eitt ár og margt hefur gerst á einu æviári 17 ára stúlku, nafn hennar breyst úr Cox í Kent og hún að mestu flutt til New York, þar sem hún dansar með American Baliet Theatre." Til að forvitnast um hvað liggur að baki rekstri skóla, sem útskrifar marga nemendur er ná á toppinn í mjög miklu samkeppnisþjóðfélagi, náði ég tali af upphafsmanni og stjórnanda skólans. Auk þess ræddi ég við eina islenska nemanda skól- ans, Sif Snorradóttur Þorgeirssonar og Unnar Pétursdóttur, sem bæði eru starfandi vísindamenn við Heil- brigðisstofnun Bandarfkjanna (National Institute of Health). — Hvenær hófstu rekstur skólans og hvers vegna? — Fyrst fékk ég nemendur úr næsta nágrenni og kenndi þeim heima hjá mér. Eftir að ég giftist hætti ég að dansa sem atvinnudans- ari þar sem ég var bundin heima við með eigin börn. Skólinn varð fljótt mjög vinsæll. Ég gat einungis haft 40 nemendur heima hjá mér og sömu nemendur héldu áfram ár eftir ár. Að lokum urðu elstu stúlkurnar svo stórar að það var ekki lengur pláss fyrir þær f kjallaranum hjá mér. Þetta varð til þess að ég stofnaði Maryland-ballettskólann f Bethesda og nemendafjöldinn orðinn 500 maiuis, þar af er helmingurinn full- orðriir. — Hvað með starfsfólkið? — Við höfum samsafn af mjög hæfileikamiklu fólki. Það eru sam- tais 7 kennarar og-6 pfanóleikarar. — Hvernig er fjárhagsrekstri skólans háttað? — Hann er rekinn án nokkurs ágóða. Við höfum heimild til að krefj- ast skólagjalda. Ég ákvað er við fluttum hingað að einungis kennarar og ritari fengju laun borguð, allir aðrir sem hefðu áhuga á því að starfa við skólann yrðu að gera það í sjálfboðavinnu. Og þeir eru margir. Það eru margir sem eyða ótakmörk- uðum tíma hér í sjálfboðavinnu. — Eru það þá aðallega foreldrar? — Já, það er rétt. Þegar börnin þeirra útskrifast, halda foreldrarnir áfram sambandi og vinna hér áfram mikla sjálfboðavinnu. Það eru u.þ.b. 15—20 foreldrar sem eru nátengdir skólanum og eyða hér miklum tíma. Einn sér um allt bókhald skólans, annar sér um alla skipulagningu á stundaskrám kennara og nemanda. Hún er doktor í stærðfræði og þigg- ur engin laun fyrir sitt starf. Svona mætti lengi telja. Bandarískar konur eru ekkert sérlega lagnar við saumaskap — I sýningarskrá sá ég að þú hannar flesta búninga fyrir sýning- ar! — Jú, ég hanna þá og mæður hjálpa mér við ýmiss konar frá- gagn. Amerískar konur eru ekkert sérstaklega lagnar við saumaskap. (Þess má geta að Tensia kemur upphaflega frá Puerto Rico.) Þeim finnst hins vegar gaman að sauma kögur og pífur og allt tekur þetta mikinn tíma. En sjálf sé ég um all- an annan saumaskap. — Þetta hlýtur að vera tfmafrekt miðað við allan annan undirbúning varðandi skólastarfið? — Vissulega, fyrir sýningar sit ég oftast við frá kl. 10-2 á kvöld- in og sauma. — Það er mikið um að foreldrar hjálpi til í skólum barna sinna hér f Bandaríkjunum. Foreldrafélög eru mun virkari hér en þú átt að venj- ast víða í Evrópu. — Það eru a.m.k. 40 foreldrar sem leggja einhverja vinnu af mörk- um fyrir skólann. Það eru mismun- andi hópar eins og þeir sem taka þátt í fjáröflun fyrir skólann. Þeir hittast og raéða um hina ýmsu möguleika, eins og t.d. núna erum við að senda út um 200 bréf til kaupmanna á svæðinu. Við erum að hugsa um að flytja, svo bréfin eru aðallega send í spegla- og pípu- lagningaverslanir, þar sem við biðjum um ýmislegt fyrir skólann. — Er dýrt að læra ballett? — Það er talsvert kostnaðarsamt og ekki á færi nema efnaðri for- eldra að kosta börnin sín í slíkt nám. Skólinn okkar er ekkert dýr- ari en gengur og gerist hér á svæðinu. En það kostar 2.000 doll- ara allt árið fyrir þá nemendur sem eru í efstu bekkjunum. — Hvert er hlutfallið á milli pilta og stúlkna í skólanum? — Við höfum u.þ.b. 180 stúlkur og aðeins 10 stráka eins og er. En við vonumst til að hafa a.m.k. einn strákabekk, þegar við erum komin í nýtt húsnæði. — Hvað eru nemendur lengi hér í námi? — Frá 5—17 ára aldurs. Þegar þeir verða 17 ára eru þeir annað- hvort tilbúnir að fara í háskóla eða að ráða sig í atvinnudansflokk. Ef hvorugt verður fyrir valinu finna þessir nemendur ævinlega vinnu og flestir koma þeir hingað aftur sem fullorðið fólk í framhaldsdeildina. Sif er yndislegur nemandi, sagði Tensia um leið og hún faðmaði hana að sér. Hún er fyrir þá sem hafa hætt að dansa eri vilja halda sér við. Nýtt undrabarn í ballettheiminum — Alan Kriegsman kallar Juliu Kent eða Cox, fyrrverandi nemanda þinn, „Wunderkind" í Washington Post. Er hún besti nemandi sem þú hefur haft? — Nei! (svarar Tensia mjög snögglega). Hún er ein af þeim hæfileikameiri, en við eigum þó nokkra mjög góða dansara. Þrír, þar af sonur minn Peter meðtalinn, hafa verið í American Ballet Theatre-flokknum og á ég þá við Susan Jaffe, Cheryl Yeager. Sú fyrrnefnda er einn besti aðaldans- ari flokksins. (Hér má kannski bæta inn til gamans, að nýlega var mynd af Susan í Time- tímaritinu þar sem sagt var frá því að hún dansi um þessar mundir aðalhlut- verk í Þyrnirósu. Auk þess var nýlega minnst á hana í samkvæmi hvíta Hússins í tilefni af nýlegri heimsókn forsætisráðherra Japan.) — Hvað gerir nemanda eins og t.d. Júlíu að svo góðum dansara? Er það bakgrunnurinn, námið hér eða sambland af þessu? — Það er sambland af ýmsu. Hún er fallegur dansari og hefur sömu hæfileika og hinir sem ég hef talað um áður, en þegar verið var að velja fólk í kvikmyndina Giselle, sem Mikhael Baryshnikov leikstýrir og leikur í, var leitað að ákveðinni manngerð. Þeir þurftu ekki einung- is góðan dansara heldur einhvern með sérstakt aðdráttarafl og Júlía hefur þetta allt. Stöðugur megrunarkúr er það eina sem dugir? — Halda einungis bestu nemend- ur áfram eða hætta hæfileikamiklir nemendur áður en þeir útskrifast? — Það eru því miður nokkrir nemendur sem við höfum misst, annaðhvort af því að þeir flytja, meiðast eða af því að foreldrarnir þrýsta á börnin og segja að ballett sé ekki ákjósanlegasti ferill og vilja að börnin fari í háskóla. Aðrir hætta vegna þyngdar. — Hafið þið uppskrift að ein- hverju sérstöku mataræði sem nemendur geta fylgt? — Nei, en við höfum prófað ýmislegt. Þetta er erfitt. Þessi börn þurfa á mat að halda. Þau eru að vaxa úr grasi og verða að nærast. Ef þau eru stöðugt í megrun, þjást þau og hafa ekki þá orku sem þarf til að stunda alla þessa áreynslu. En ef þau passa sig ekki þá fá þau ekki inngöngu í atvinnudansflokk- ana. Svo það er undir þeim komið. Vilja þau grenna sig og hafa mögu- leika á meiri frama eða hætta og fara í háskóla. Það kemur að því að þau koma og segjast ekki þola þetta lengur og hafa valið að fara í háskóla. Við höfum misst stórkost- lega dansara! — Ertu með þessu að segja að þeir sem hafa mestan sjálfsaga haldi áfram? — Þeir sem ekki þurfa að standa í þessari baráttu eða hafa frá upp- hafi fullkominn líkama eru þeir sem halda áfram. Nemendur sem hafa langa fótleggi, þurfa ekki stöðugt að passa línurnar, eiga metnaðar- gjarna foreldra sem ekki víla fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.