Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐE), ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 19 h undirritaðan í timaritinu Sögu 1973 og 1979. Lesandinn mun sjá að hér er verið að leita að rétta svarinu við tiltekinni rannsóknarspurningu. Hér erum við komin að þungamiðju í vfsindalegri sagnfræði: Skipuleg leit samkvæmt almennt viðurkenndum föstum reglum. Auðvitað væri afar auðvelt að benda á ritgerðir, sem tilheyra vísindalegri sagnfræði en eru á þann hátt gallaðar, að gildandi reglum í vfsindalegri sagnfræði er ekki fylgt þar nema að nokkru leyti, en ekki verður farið út í þá sálmahér. Framsetningarsagnfræðin gegnir auðvitað sími hlutverki ekki síður en sagnfræðileg vfsindarannsókn (visindaleg sagnfræði). En það er nauðsynlegt fyrir lesandann að gera sér grein fyrir þvi, um hvort er að ræða, er hann velur sér til lestrar sagnfræðilegt efni. Það er nauðsyn- legt fyrir lesandann að gera sér grein fyrir þvf, að ef um framsetningar- sagnfræði er að ræða, getur hann alls ekki alltaf treyst á það, sem stendur í textanum. Það sem verið er að segja, er kannski alls ekki nið- urstaða af sagnfræðilegri vísinda- rannsókn, heldur bara skoðun höfundarins. Það er t.d. ekki margt f íslandssögu Jónasar frá Hrifiu sem getur talizt niðurstaða af sagnfræði- legri vfsindarannsókn. I þessu sambandi er og rétt að hafa f huga, að stundum getur framsetningar- sagnfræði og sagnfræðileg vfsinda- rannsókn blandazt saman f einu og sama ritinu. Nú kann lesandinn að spyrja: Er ekki hægt að treysta á það, að rit sem er með tilvitnanir f allar heimild- ir, sé vísindaleg sagnfræði? Svarið er nei. Vissulega hefur þá verið farið eftir reglunni um tilvitnanir en þessi regla er bara ein af mörgum. Stundum heyrir maður þeirri skoð- un haldið fram, að sagnfræðin sé ekki vfsindi, Þessu mætti svara þann- ig, að framsetningarsagnfræði er yfirleitt ekki vísindi en getur stund- um verið með nokkru vfsindalegu ívafi, og ef þar er stuðzt við niður- stöður af sagnfræðilegum vísindar- annsóknum, þar sem reglunum hefur verið fylgt í hvívetna, er hægt að treysta á hana svo langt sem þær niðurstöður ná. Segja má þvi, að sumt f sagnfræðinni sé vísindi og annað ekki. Jafnframt má segja, að sagnfræði sé ekki vísindi f höndum allra. Hún er vísindi f höndum þeirra sem fylgja réttum reglum. Efasemdir Þögn Sveinbjörns Rafnssonar gef- ur tilefni til nokkurra efasemda um það, hvort hann sé hæfur í það starf sem hann gegnir. Það virðist ekki vera hægt að treysta honum sem embættismanni. í dómnefndaráliti því sem nefnt er í upphafi þessarar greinar og Sveinbjörn hefur undirrit- að, hefur hann t.d. sleppt nokkrum þýðingarmestu ritgerðum undirrit- aðs, er hann metur framlagðar ritgerðir hans, og aðrar ritgerðir hans hefur Sveinbjörn afgreitt með sleggjudómum án samhengis við markmið þeirra. Auðvitað gefa slfk vinnubrögð ekki rétta mynd af þeim höfundi, sem fjallað er um. En það skyldi þó ekki vera, að Sveinbjörn hafi einmitt viljað gefa allt aðra mynd af viðkomandi en framlagðar ritgerðir gáfu tilefni til? Það er víst ekki hægt annað en hafa Sveinbjörn grunaðan um þetta og ekki dregur það úr grunsemdunum, hvernig hann hefur brugðizt við grein minni 20. maí. Lokaorð í grein minni oftnefndri (20. maí) benti ég á nauðsyn þess að setja á stofn stjórnarnefnd heimspekideild- ar, sem sinnti tilteknum verkefnum til eftirlits með deildinni. Frammi- staða Sveinbjörns Rafnssonar, sem einmitt er prófessor í heimspekideild, er auðvitað frekari röksemd fyrir nauðsyn slíkrar stjórnarnefndar. Þörf er því nýrrar lagasetningar með því sniði, sem lýst er í grein minni, og ég vænti þess, að háttvirtum al- þingismönnum sé smám saman að verða það ljóst, að sú sjálfstjórn, það frelsi, sem heimspekideild nýtur og hefur notið frá upphafi, á ekki við lengur í alveg óbreyttri mynd. Hin eldri skipan hvfldi á siðferðilegum grunni, sem er ekki lengur fyrir hendi eftir að Gunnar Karlsson, Sveinbjörn Rafnsson og Gísli Gunnarsson hafa tekið að setja mark sitt á störf deild- arinnar. Ilöfundur er sagnfræðingur. Opið bréf til ríkisstjórn- ar og þingmanna eftírJóhann Tómasson í stefnuyfirlýsingu og starfsáætl- un nýskipaðrar rfkisstjórnar Þor- steins Pálssonar fjallar 11. kafli um heilbrigðismál. Þar kemur fram, að ríkisstjórnin hyggst leggja höfuð- áherzlu á forvarnir og heilsuvernd og sérstaka áherzlu á að styrkja ávana- og ffkniefnavarnir. Þetta er gleðiefni. Það vekur hins vegar ugg, að höfundur þessarar ríkis- stjórnar, Jón Baldvin Hannibalsson, er helzti talsmaður lögleiðingar bjórs á íslandi og hefur „lofað" að bera bjórfrumvarpið upp að nýju á Alþingi. Heiztu kunnáttumenn á sviði ávana- og ffkniefna með prófessor Tómas Helgason í broddi fylkingar hafa ítrekað varað við hættu af bjórnum. Sjálfur er ég ekki f vafa um, að bjórinn yrði við- bót við aðra neyzlu áfengis og að íslendingar myndu setja enn eitt heimsmetið, sbr. myndböndin, far- sfmana, reiðhjólin, fjórhjólin og ruglarana. Ég skora því á íslenzka þingmenn og Jón Baldvin sérstaklega að hugsa sig vel um, áður en þeir vinna Íiað óhappaverk að lögleiða bjór á slandi. Forvarnir eru góðar, en forvarnir eru ekki bara verkefni heilbrigðis- starfsfólks. Raunar held ég að forvarnir fari að verulegu leyti fram utan heilbrigðisþjónustunnar. For- varnarstarf er fyrst og fremst pólitík og öll pólitík er heilbrigðis- pólitík (eða óheilbrigðispólitík) — eins og einn þekktasti læknir 19. aldar, Virchow, benti á. Og pólitík er að vilja, eins og Olov Palme benti Jóhann Tómasson oft á. Mættu háttvirtir þingmenn minnast þess. Með vinsemd. Höfuadur er læknir. HEMSMYND JULi KU. 297 LÍKAMSDÝRKUN OG Mnútíma KONAN Júlíblaðið er fullt af spennandi og f jörlegu efni Staða formanns Sjálfstœöisflokksins Lúxusveiöar og stórlaxar Konur í Arabaríkjum Lífiö á Grœnlandi Frumkvööull tísku 20. aldarinnar - Hver er staða kvenna í löndum Araba? - Æsispennandi líf frétta- manna erlendis. - Er lífið á Grænlandi tómt fyllerí og sóðaskapur? - Hver er staða Þor- steins Pálssonar eftir kosn- ingaósigur og klofning? - Viðar Eggertsson: kemur frægð hans að utan? - Hverjar eru fimm efnilegustu söngkonur ; landsins? - Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur. - Coco Chanel og tískan, arkitektúr, matur, kvikmynd- ir, skák, bókmenntir, fólk og margt fleira. Ungfrú ísland 1987, Anna Margrét Jónsdöttir Ástrós Gunnarsdóttir dansari ¦n, _____-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.