Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 31 Víetnam: Ný smuga fyrir flóttamenn Sameiginlegt fyrirtæki lágt settra herforingja í Víetnam og sjómanna í Thailandi og Kambódíu hefur smyglað um það bil 4000 víetnömskum flóttamönnum til Thailands það sem af er þessu ári. Fyrirtækið virðist bæði vel skipulagt og arðvænlegt. Flóttaleiðin er ekki hættuleg. Andstætt „bátafólk- inu“ fyrir nokkrum árum eru flóttamennirnir ekki háðir náð og miskunn sjóræningja, ferðast ekki í gömlum manndrápsboll- um fiskimanna og þurfa ekki að fara langan sjóveg yfir Suð- ur-Kínahaf og Síamsflóa. Þeir ferðast í litlum hraðbátum eða með snyrtilegum fiskiskipum. Ferðin hefst venjulega í kambódísku hafnarborginni Kompong Som eða frá einni af mörgum smáeyjum við ströndina. Það tekur einn eða tvo daga að fetja Víetnamana norður í Trat- hérað í Thailandi, við kambódísku landamærin, en þar eru þeir skild- ir eftir á ströndinni. Þeir losna við siglingu yfir opið haf og thailenska sjóræningja sem heija á vestan- verðum flóanum. Annaðhvort hafa þeir komist til Kambódíu landleið- ina frá suðurhluta Víetnams eða sjóleiðis frá Cau Mau-skaga syðst í Víetnam til Kompong Sam. Gjaldið fyrir ferðina er frá 500 til 2000 Bandaríkjadöium eftir lengd ferðarinnar. Litlu bátamir, sem flytja þá til Thailands, halda aftur til Kambódíu hlaðnir smygl- vamingi t.d. vefnaðarvöru, plast- vömm, vélhjólum, útvarpstækjum og varahlutum sem seldir em á svarta markaðnum í Pnom Penh í Kambódíu og Ho Chi Minh-borg (áður Saigon) í Víetnam. Embættismenn, er fjalla um vandamál flóttamanna, segja að yfirleitt séu ekki fleiri en tíu flótta- menn í hverri fleytu og þeir segja fyrirtækið helst líkjast fetjuútgerð þar sem farþegum er safnað saman á viðkomustöðum. Þeir gera ráð fyrir að starfsemin minnki nokkuð í þessum mánuði vegna monsún- rigninganna en fái síðan aftur byr í seglin í haust. í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Frakklandi gilda sér- stakar undanþágur varðandi flóttamenn sem flúið hafa vegna pólitískra ofsókna eða tengsla við stjóm þá sem Bandaríkjamenn studdu forðum í Saigon. Fæstir flóttamannanna eru í þessum hópi. Aðallega eru þetta bændur og verkamenn sem telja sig geta lifað betra lífi í öðru landi. Allt skipulag virðist gott hjá þeim og embættis- menn í Thailandi segja að margir þeirra þekki nöfn embættismanna vestrænna flóttamannastofnana en þeir hafa margir hvetjir aðsetur í Phanat Nikhom, stærstu flótta- mannabúðum V’ietnama í Thai- landi. Flóttamennimir yfirgefa staðinn þegar þeir hafa fengið landvistarleyfi i vestrænu landi. Vestrænir embættismenn tóku eftir flóttamannastraumnum þeg- ar flóttamannastofnanir urðu varar við það fyrir nokkmm mán- uðum að í fyrsta skipti í sjö ár jókst íjöldi bátafólks frá Víetnam, einkum fólks á leið til Thailands. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna upplýsti nýlega að frá janúar til maí hefði 4071 víet- namskur flóttamaður komið sjó- leiðis til Thailands borið saman við 3886 allt árið í fyrra. í því sambandi skiptir máli að stjómvöld í Víetnam ákváðu í jan- úar á síðastliðnu ári að hætta að leyfa bandarískum embættismönn- um að yfirheyra einstaklinga í landinu í sambandi við áætlun varðandi skipulagða brottfor. Áætlunin var gerð til að reyna að hindra hinn lífshættulega báta- flótta. Víetnömsk stjómvöld báru því við að eftirgrennslun Banda- ríkjamanna gengi of seint. Bandaríkjamenn ásökuðu Víet- nama um að setja á listann nöfn fólks sem ylli víetnömskum stjóm- völdum erfiðleikum en hefði engin tengsl við Bandaríkjastjóm eða fyrrverandi ráðamenn í Víetnam og ætti enga ættingja í Banda- ríkjunum en þessar forsendur eru Víetnömum nauðsynlegar til að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Að sögn bandarísku embættis- mannanna er nöfn flóttamanna í þessari síðustu bylgju sjaldan að finna á listum þeirra. Þau ríki á þessu heimssvæði, sem ekki em undir kommúnista- stjóm, ásökuðu fyrr í mánuðinum Víetnama um að gera mannlega eymd landsins að útflutningsvöru. Suppiah Dhanabalan, utanríkis- ráðherra Singapore og talsmaður Samtaka Suðaustur-Asíulanda (ASEAN), sagði að flóttamanna- straumurinn ætti sér ekki eðlilegar orsakir. Hann sagði auðvelt fyrir stjómina í Hanoi, höfuðborg Víet- nams, að losna við uppreisnarseggi og glæpamenn með því að notfæra sér þá skoðun, sem væri útbreidd á Vesturlöndum, að ríkjum, sem stutt hefðu stefnu Bandaríkja- manna í Víetnam-stríðinu, bæri skylda til að taka við flóttafólki frá Indó-Kína. (Byggt á The Times) Japani ríkasti maður í heimi New York, Reuter. TVEIR ríkustu menn í heitninum eru báðir Japanir og í landi þeirra eru fleiri milljarðamær- ingar en i nokkur öðru landi í heiminum. Kemur þetta fram i síðasta tölublaði bandaríska við- skiptatímaritsins Forbes. Forbes segir, að í Bandaríkjunum sé 21 milljarðamæringur og að sá ríkasti í röðum þeirra sé Sam Mo- ore Walton, stofnandi Wal-Mart verzlanahringsins, en eignir Walt- ons eru metnar á 4,5 miljarða dollara (tæpa 180 milljarða ísl. kr.). í Japan eru 22 milljarðamæring- ar, þeirra á meðal Yoshiaki Tsuts- umi. Eignir hans eru metnar á 21 milljarð dollara (nær 840 milljarða ísl. kr.). Samkvæmt því er hann ríkasti maður veraldar samkvæmt frásögn Forbes. Fjórtán af milljarðamæringum Japans eiga auð sinn að rekja til blómlegs fasteignamarkaðar í landinu. í Tókíó hefur verð á fas- teignum þrefaldast á síðustu 10 árum og lóðir í viðskiptahverfi borg- arinnar eru tíu sinnum dýrari en lóðir í miðborg New York. Samkvæmt frásögn Forbes lagði t. d. Taikichico Mori, næstríkasti maður heims, grundvöllinn að auði sínum með fasteignaviðskiptum, sem hann hóf árið 1959. Eignir hans nú eru metnar á 16 milljarða dollara (nær 640 milljarða ísl. kr.) og þeirra á meðal eru 65 skrifstofu- byggingar í Tókíó. H löföar til _____fólks í öllum starfsgreinum! Loksins á Islandi! BaByliss 20 upphitaðir sveigjanlegir hárpinnar með þægilegri lykkju-festingu. Hárpinnamir rétta sig við að lokinni notkun. Afar léttir og þægilegir í notkun Mjúkir, öruggir og hlífa hárinu. Lokkaflóð og nýtt útlit SKIPHOLTI 19 SÍMI 29 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.