Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 38

Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 38 atvirma — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Slökkviliðsmenn — Slökkviliðsmenn Traust þjónustufyrirtæki á sviði eldvarna vill ráða slökkviliðsmann til starfa við sölu- mennsku og fl. Auk faglegs metnaðar og áhuga á brunavörnum þarf viðkomandi að hafa lipra framkomu, góða enskukunnáttu og geta unnið sjálfstætt. Þekking á rafmagni og reynsla í sölumennsku æskileg en ekki nauðsynleg. Svör merkt: „Brunavarnir — 855“ sendist auglýsingadeild Mbl. hið fyrsta. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsmenn til starfa við fjar- skipti á strandastöðvum stofnunarinnar og við radioflugþjónustu í Gufunesi. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun. Góð mála- kunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í ensku. Almennrar heilbrigði ér krafist, aðallega er varðar heyrn, sjón og handahreyfingar. Starfið innifelur nám við Póst- og símaskól- ann í fjarskiptareglum, reglugerðum o.fl. Laun eru greidd meðan á námi stendur. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijósriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvott- orði, berist Póst- og símaskólanum fyrir 1. ágúst nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og símaskólanum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyravörðum Landssímahúss og Múla- stöðvar, ennfremur á póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar á fjarskipta- stöðinni í Gufunesi, sími 91-26000. Reykjavík 9. júlí '87. Póst- og símamálastofnunin. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða loftskeytamann/ símritara/ ritsímaritara til starfa í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar verða veittar hjá stöðvar- stjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum. soíf tfomJkmamw * ©©. Sölufólk Fyrirtækið Rolf Johansen & Co. óskar eftir að ráða sölufólk til starfa strax. Starfið felst í sölu á tóbaksvörum, aðallega á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða almenna menntun, séu á aldrinum 20-25 ára og hafi áhuga á að spreyta sig við sölu- störf. Viðkomandi þyrftu að geta byrjað sem allra fyrst. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí nk. Vinsamlegast athugið að umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka hf. frá kl. 9.00-15.00. Afleysmga- og rádnmgaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - Wi Reykjavik - Simi 621355 Siglufjörður Vantar blaðburðarfólk í afleysingar. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 71489 Hellissandur Umboðsmaður óskast. Upplýsingar hjá umboðsmanni, sími 93-6764 eða afgreiðslu Morgunblaðsins, sími 83033. Stöður skipstjórnar- manna til starfa á Grænhöfðaeyjum Þróunarsamvinnustofnun íslands auglýsir hér með lausar til umsóknar eftirtaldar stöð- ur við fiskveiðiverkefnið á Cabo Verde: 1. Skipstjóra á Feng, 150 smál. fjölveiðiskip stofnunarinnar. Skipið mun stunda veið- ar, veiðitilraunir og fiskirannsóknir við Cabo Verde auk þess að vera notað til kennslu ífiskveiðum. Umsækjendur skulu hafa full skipstjórnarréttindi á slíkt skip og reynslu af fjölbreyttum veiðiskap. 1. stýrimann á skipið, með sömu réttindi og skipstjórar. 1. vélstjóra á sama skip. Umsækjendur þurfa að hafa full vélstjóraréttindi og reynslu við fiskveiðar. Einnig er æskilegt að þeir hafi reynslu í viðgerðum, rafsuðu og logsuðu ásamt almennu viðhaldi skipa. í umsóknum þurfa m.a. að koma fram mennt- un, tungumálakunnátta og starfsreynsla, þar á meðal í þróunarlöndunum, ef um er að ræða. Umsækjendur verða að vera reiðubún- ir til náms i portúgölsku. Gert er ráð fyrir að þeir sem ráðnir verða taki þátt í fjögurra vikna undirbúningsnámskeiði og hefji störf um mánaðamót ágúst/september eða sam- kvæmt nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 25. júlí 1987. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Þ.S.S.Í., Rauðarárstíg 25, sími 622000, til 21. júlí. 2. 3. Verzlunarskóli íslands Ofanleiti 1 Stærðfræðikennari Kennari óskast til að kenna stærðfræði næsta skólaár. Til greina kemur að ráða í fulla stöðu eða hlutastarf Umsóknir skal senda skólastjóra fyrir 1. ágúst nk. Verzlunarskóli íslands. Æ Oskum að ráða 1. Aðstoðarfólk á bókband. 2. Aðstoðarfólk í prentsal. 3. Starfskraft við útkeyrslu. SVANSPRENT HF Auðbrekku 12 Sími 4 27 00 Selfoss Blaðbera vantar á Heiðarveg. Upplýsingar í síma 99-1966. Garðabær Blaðbera vantar til afleysinga í Flatir og Lundir. Upplýsingar í síma 656146. fttofgtnilfó&ife Hafnarfjörður — blaðberar Blaðbera vantar víðsvegar um bæinn til sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 51880. JilórgisttMaMfo Útflutningsfyrirtæki á fatnaði óskar eftir ráða starfskraft í fullt starf. í starf- inu felst: - Umsjón með öllum innkaupum fyrirtæk- isins, - ábyrgur fyrir öllum afhendingum til við- skiptavina, - umsjón með pökkun, - vinna við framleiðslu- og birgðabókhald fyrirtækisins í tölvu. Hér er um að ræða starf sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika en gerir jafnframt miklar kröfur til viðkomandi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Á — 851“ fyrir 25. júlí. Kennarar — fóstrur Við Dalvíkurskóla eru laus störf yfirkennara og kennara í eldri deildum. Æskilegar kennslu- greinar: íslenska, danska og stærðfræði. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 96-61380 eða 96-61491. Fóstrur óskast til starfa við leikskólann Krílakot frá 10. ágúst. Leikskólinn ertveggja deilda með aldursblandaðar deildir 2ja-6 ára. Um er að ræða tvær heilar stöður. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 96-61585. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 15. júlí. íslenskufólk Fyrirtækið er ein af stofnunum Háskóla ís- lands. Starfið felst í þýðingum af ensku á íslensku. Unnið er með aðstoð tölvu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi lokið BA-prófi í íslensku eða séu með samsvar- andi menntun. Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00. Afleysmga- og ráðnmgaþjonusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.