Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRHWUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Alþjóðaþing samtaka lækna gegn kjarnorkuvá: Rætt um afleiðingar Chernobyl-slyssins SJOUNDA alþjóðaþing Sam- taka lækna gegn kjarnorkuvá var haldið f Moskvu 29. maí til 1. júlí sl. Alþjóðleg Samtök lækna gegn kjarnorkuvá voru stofnuð árið 1980 fyrir tilstílli banda- rískra og sovéskra lækna. Síðan hafa þau vaxið hratt og eiga nú 175 þusund læknar í 599 þjóðlöndum aðild að sam- tökunum, þar á meðal læknar á íslandi. Samtökin hafa helgað sig fræðslu almennings um hinar hörmulegu afleiðingar kjarnorku- stríðs og getuleysi almannavarna og heilbrigðisþjónustunnar ef til stríðs kæmi. Einnig hafa þau bent á afleiðingar kjarnorkustríðs og getuleysi almannavarna og heil- brigðisþjónustunnar ef til stríðs kæmi. Einnig hafa þau bent á afleiðingar tilrauna með kjarn- orkuvopn. Læknar hafa einnig sýnt fram á, að þeim gífurlegu fjármunum sem nú er eytt til vígbúnaðar í heiminum væri betur varið til eflingar heilbrigðisþjón- ustu og menntunar, einkum í þriðja heiminum. Árið 1985 fengu Samtök lækna gegn kjarnorkuvá friðarverðlaun Nobels fyrir störf sín í þágu mannkyns. Á þinginu í Moskvu voru sam- ankomnir 3.000 þátttakendur frá ýmsum löndum. Þingið bar yfir- skriftina: „Við verðum að taka upp nýjan hugsunarhátt ef mann- kynið á að lifa af." Var þar vitnað í orð Alberts Einstein þegar hann fjallaði um möguleika kjarnor-' kunnar. Ýmislegt athyglisvert kom fram á þinginu í fyrirlestrum, umræðum og í vinnuhópum. Meðal annars var rætt um læknisfræðilegar afleiðingar af Chernobyl-slysinu fyrir rúmu ári síðan, þá aðallega áhrif geislunar- innar. I umræðum um kjarnorku- ver var mikið rætt um möguleik- ana á þvi að ( stað kjarnorku kæmi virkjun sólarorku og vind- orku. í sambandi við orkumál var fjallað um eyðingu skóga í þríðja heiminum. En þar hefur fólk ekki annan eldivið en tré og tað. Hvort tveggja hefur ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrirfrjósemi jarðarinn- ar. Einnig höfðu þingmenn áhyggjur af eyðingu regnskóg- anna sem mun hafa áhrif á allan heiminn vegna minnkandi súrefn- isframleiðslu þeirra. í ljós kom að hjá 70% barna í Bandaríkjun- um var kjarnorkustríð annað stærsta áhyggjuefni þeirra. í Sov- étríkjunum var það stærsta áhyggjuefni 80% barna. Einnig var kynnt athugun sem gerð var meðal sænskra barna um hvers þau myndu helst óska sér ef þau ættu sér ósk. Efst á blaði hjá flest- um börnunum var að það væri friður í heiminum. Haldinn var ýtarlegur fyrirlest- ur um geimvopnaáætlunina, hvaða tilgangi hún þjónaði hern- aðarlega og möguleika á fram- kvæmd hennar í raun. Á þinginu var haldið upp á að 10 ár eru liðin frá því að bólusótt var útrýmt úr heiminum. Það tókst með bólusetningu, sem gerð var með sameiginlegu átaki þjóða heimsins, og sýnir það vel hvers þjóðirnar eru megnugar ef þær standa saman. Lokaniðurstaða 7. alþjóðþings Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá var sú að halda yrði áfram fræðslu meðal almenning um afleiðingar kjarnorkustríðs, þar sem engin lækning myndi að gagni koma. Því er forvarnarstarf eina raun- hæfa lausnin. Stefna samtakanna er því sú að útrýma öllum kjarn- orkuvopnum úr heiminum. (Fréttatilkyiming) ..........._*SJjZj£L 1 * iSStto**^ -\ X \ Hj -rs Morgunblaðið/Theodór Einhverntíma er allt fyrst, trmmrrin og pabbi eru ekki langt undan og Birgir Pálsson, fyrir miðju, gjald- keri Skugga, fylgist grannt með litlu dömunni. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson I'yrla Landhelgisgæslunnar kemur með slasaðan mann á Borgarspít- alann í Reylrjavík. Fjögur sjúkraflug hjá þyrlu Land- helgisgæslunnar Borgarnes: Gróskumikíð starf hjá hest eigendaf élaginu Skugga Borgarnesi. GRÓSKUMIKIL starfsemi hefur verið hjá hesteigendafélaginu Skugga í Borgarnesi að undan- förnu. Haldið hefur verið reið- námskeið að Vindásí á vegum félagsins. Farin var hópferð að Heiðarskóla í Leirársveit til móts við hestamenn frá Akranesi. Haldin var firma- keppni Skugga. Þá var haldið fjölmennt íþróttamót Faxa og Skugga á hringvellinum að Vind- ási. Og nýlega var haldinn árviss barnadagur, en þá er öllum börnum boðið að koma að Vindási og fara á hestbak. Að venju komu margir foreldrar með börn sín að Vindási sem er skammt ofan við Borgarnes og allir brugðu sér á bak með dyggri aðstoð Skuggafélaga. - TKÞ. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, var kölluó út fjórum sinn- um á timabilinu frá aðfararnótt föstudags til klukkan rúmlega ellefu á laugardagskvöldið. Aldrei fyrr hefur þyrlan verið kölluð út f jafnmörg sjúkraflug á svo skömmum tíma. Þyrlan fór á Selfoss aðfararnótt laugardagsins og sótti þar stúlku sem orðið hafði fyrir alvarlegu slysi í Gnúpverjahreppi. Hafði hún lent í óvörðu drifskafti á dráttarvél. Stúlkan missti annan handlegginn og fékk auk þess alvarlega höfuðá- verka. TF-Sif fór í þrjú sjúkraflug á laugardaginn. Fyrsta útkallið kom um klukkan eitt á laugardaginn frá togaranum Mánabergi sem staddur var á Halamiðum. Farið var um borð í togarann og þangað sóttur háseti sem hafði slasast á fingri. Þyrlan lenti með manninn við Borg- arspítalann kl. 16.35. Á laugardagskvöldið kl. 21 fór þyrlan aftur af stað og lenti á Kistu- felli í Esjunni. Þar hafði maður hrapað, lærbrotnað og hnébrotnað. Var flogið með hann á Borgarspítal- ann og lent þar klukkan rúmlega tíu. Síðasta útkallið kom klukkan rúm- lega 11 um kvöldið vegna manns sem hafði fengið hjartaáfall við Surtshelli. Maðurinn var látinn þeg- ar að var komið. Morgunblaðið/Hrefna .1. Frá verðlaunaafhendingu í tölti hjá eldri flokki unglinga á iþrótta- móti Faxa og Skugga sem haldið var að Vindási. Frá vinstri: Sigríður Sjöfn Helgadóttir á Hring, sem varð i 3. sæti, Sigríður Bjarnadóttir á Stubb, sem varð í 2. sæti, Ari Guðmundsson á Glað, sem varð í 5. sæti, Herdís Halldórsdóttir á Hrefnu sem varð í 4. sæti og Kristinn Reynisson á Skuggalisu sem varð í 1. sæti. Morgunblaðið/Hrefna J. Frá verðlaunaafhendingu í fjórgangi, B-flokki, á íþróttamóti Faxa og Skugga sem haldið var að Vindási. Frá vinstri: í fyrsta sætí varð Sigrún Olafsdóttir á Svölu, í öðru sæti varð eiginmaður hennar, Skúli L. Skúlason á íru, í þríðja sæti varð Kari Berg á Smásögu, i fjórða sæti varð Gunnar Egilsson á Léttfeta og í fimmta sæti varð Sjöfn Halldórsdóttir á Lúm. GENGIS- SKRÁNING Nr. 125 - 8. iúlí 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,090 39,210 38,990 Stpund 63,031 63,224 64,398 Kan.dollari 29,574 29,665 29,108 Dönskkr. 5,5887 5,6058 5,6839 Norskkr. 5,7993 5,8171 5,7699 Sænskkr. 6,0855 6,1041 6,1377 Fi.niark 8,7371 8,7640 8,7680 Fr.franki 6,3613 6,3808 6,4221 Itelg. franki 1,0222 1,0254 1,0327 Sv.fnuiki 25,3831 25,4610 26,7615 HoU.gyllini 18,8322 18,8900 18,9931 V.-Þ.mark 21,2042 21,2693 21,39% ítlira 0,02930 0,02939 0,02962 Austurr.sch. 3,0166 3,0258 3,0412 Portescudo 0,2713 0,2721 0,2741 Sp.peseti 0,3072 0,3082 0,3064 Jap.yen 0,25905 0,25985 0,27058 írsktpund 56,817 56,992 57,282 SDR(Sérst.) 49,7184 49,8713 50,0617 Ecu,Evr. 44,0095 44,1446 44,3901 Belg.fr. Fin 1,0185 1,0216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.