Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Síkhi brenndur til bana Æstur múgur hindúa í bænum Fatehabad á Indlandi réðist á mann af kynþætti síkha og brenndi hann til bana á miðvikudag- inn í síðustu viku, er uppvíst varð um fjöldamorð hryðjuverka- manna síkha á sjötíu og tveimur hindúskum strætisvagnafar- þegum. Hér sjást nokkrir hindúar standa hjá líki síkhans fyrir utan sjúkrahúsið í Fatehabad, lítt snortnir að því er virðist. Bretland: Hyggjast breyta tekjuöf1- unarkerfi sveitarf élaga St. Andrews. Frá Guomundi HeiOari Frímaunssyiii, fréttaritara Morfrunblaosins. MIKIL gagnrýni hefur komið fram á fyrirætlanir ríkisstjórnar- innar um að breyta tekjuöflunar- kerfi sveitarfélaganna úr eignarskatti yfir í nefskatt. Michael Heseltine, fyrrum vurnar- málaráðherra í ríkisstjórn Thatc- her, fer fyrir andmælendum innan flokksins. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gera nú hvað þeir geta til að sannfæra þingmenn íhaldsflokksins og lands- menn um ágæti breytingar þeirra á sköttum sveitarfélaga. Menn óttast mest, að breytingin hafi í för með sér hækkun á gjöldum til sveitarfé- laganna. En eignarskatturinn, sem nú er greiddur, veldur því, að einung- is húseigendur og fyrirtæki greiða gjöld til sveitarfélaga, og í sumum þeirra greiðir meira en helmingur íbúanna ekki neitt til sveitarfélags- ins. Þetta hefur haft í för með sér, að gjöldin hafa hækkað sums staðar mjög verulega og fælt fyrirtækin á brott. Sérstaklega á þetta við um miðhluta stórborganna. Nýja kerfið felst í því. að allir Kínverski kommúnistaflokkurinn: 185 reknir fyrir spillingu Peking, Reuter. Á ÞESSU ári hafa 185 manns verið reknir úr kínverska komm- únistaflokknum fyrir mútuþægni og spiliingu, að sögn dagblaðsins Economic Daifyí Peking í gær. Blaðið hafði það eftir embættis- mönnum í dómskerfinu, að sak- sóknarar hins opinbera hefðu á þessu ári fengið til meðferðar um 22.000 mál er snertu mútur og fjár- málaóreiðu. Aðgerðir væru hafnar í 10.000 þessara mála. Alls hafa 538 verið handteknir vegna gruns um mútuþægni og spillingu, þar af 185 meðlimir í kínverska kommúnistaflokknum, sem allir hafa verið sviptir flokks- skírteininu. Að sögn dagblaðsins Franskir landamæraverðir herskáir: Lömdu íransk- an sendimann til óbóta Genf, Reuter. IRANSKA stjórnin hefur ásakað frönsku landamæralögregluna á flugvellinum í Genf um að hafa barið r'ranskan sendimann til óbóta. Þykir víst, að þetta atvik verði til þess að spiila enn fyrir sambúð írans og Frakklands, sem orðin var mjög slæm fyrir. Atvik þetta gerðist á franska hlutanum á flugvellinum í Genf og var sendimaðurinn, sem heitir Moh- sen Aminzadeh, að koma frá París. Samkvæmt frásögn írönsku frétta- stofunnar IRNA varð að flytja hann á sjúkrahús í Sviss eftir þá með- ferð, sem hann hlaut á flugvellinum. Ahmad Ajallooeian, sendiherra írans í Aþenu, var hins vegar mild- ari í máli, er fréttamenn spurðu hann um þetta atvik í gær. Lýsti hann því sem óhappi og síysi. Sagði hann jafnframt, að það væri stefna írana að hafa góð samskipti við öll lönd „nema ísrael og Suður- Afríku." Kína: 1400árastytt- ur finnast Peking. Reuter. KÍNVERSKIR fornleifafræðing- ar hafa fundið um 1.700 leirstytt- ur sem álitnar eru vera um 1.400 ára gamlar, í fornri keisaragröf, að því er fréttastofan Nýja Kína sagði fyrir helgi. Stytturnar, sem eru af hermönn- um og hestum, fundust í Norður- Kína í Hebei-héraði í keisaragröf frá því um 386-550 eftir Krist. Sumar stytturnar eru af syngjandi og dansandi mönnum og eru þær stærstu allt að því 150 sentimetrar á hæð. Árið 1974 fundust mörg þúsund hermannastyttur í fullri líkams- stærð við borgina Xian og eru þær taldar vera rúmiega 2.000 ára gamlar. voru jafnvel háttsettir embættis- menn flokks og n'kisstjórnar í þeim hópi. Blaðið tók dæmi af embættis- manni í hafnarborginni Tianjin, sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að fara fram á mútur að upphæð 430.000 yuan (120.000 krónur) er hann var í forsæti viðskiptasendi- nefndar í Japan árið 1985. Fulltrúar japanska fyrirtækisins, sem verið var að gera samninga við, reiddu upphæðina af hendi en kvörtuðu síðar við yfirmenn embættismanns- ins. Hann hafði þá notað féð til hljómtækjakaupa og greiðslu . fé- sektar vegna 120 kílóa af farangri umfram leyfilega þyngd á leiðinni heim til Kína aftur. Frétt blaðsins siglir í kjölfar opin- berrar yfirlýsingar kommúnista- flokksins fyrr í þessum mánuði, þar sem sagt er að mútuþægni sé skefjalaus í sumum deildum flokks- ins og að flokksmönnum verði tafarlaust vísað úr flokknum verði þeir uppvísir að spillingu, óháð titli eða stöðu. Vestrænir sendímenn í Peking telja að barátta kommúnistaflokks- ins gegn innri spillingu muni enn harðna er nær dregur landsfundi flokksins, sem verður haldinn í október Gengi, gjaldmiðla London, Reuter. HLUTABRÉF snarhækkuðu í verði á markaðnum í London í gssi- og er talið að menn vænti þess að Japanar fjárfesti mikið erlendis á næstunni. Bandaríkja- dalur hækkaði dálítið í verði en gullverð lækkaði lítillega. Sterl- ingspundið kostaði 1.6130 dali en annars var gengið með eftir- farandi hætti: Einn Bandaríkjadalur kostaði: 1.3200 kanadíska dali, 1.8455 vestur-þýsk mörk, 2.0773 hollensk gyllini, 1.5400 svissneska franka, 38.28 belgíska franka, 6.1450 franska franka, 1336 ítalskar lírur, 151.10 japönsk jen, 6.4325 sænskar krónur, 6.7450 norskar krónur og 7.0050 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 444.00 dali. greiða sömu upphæðina, en ellilif- eyrisþegar, stúdentar og öryrkjar fá niðurfellingu á mestum hluta þessa nýja skatts. Fyrirtæki greiða sömu upphæð, hvar sem er í landinu. Rök stjórnarinnar fyrir þessum nýja skatti eru þau, að endurmat húsnæðis, sem fara mun fram, áður en langt um líður, muni hafa í för með sér gífurlega hækkun á eignar- sköttum, því að 14 ár eru frá því að síðasta endurmat fór fram. Önnur rök eru þau, að þeir, sem eyða fénu, beri ábyrgð gagnvart þeim, sem greiða það. Réttarhöld hafin í máli Jef frey Archers Sl. Andrews. Fra Guðmundi Heidari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. JEFFREY Archer, fyrrum vara- formaður íhaldsfiokksins og metsölurithöfundur, sækir nú mál á hendur dagblaðinu The Star. Hann segir blaðið hafa farið með ósannindi, þegar það staðhæfði, að hann hefði átt mök við vændis- konu. Síðastliðið haust sagði Archer af sér varaformennsku íhaldsflokksins vegna þessa máls. Síðastliðið haust birti sunnudags- blaðið News of the World frétt um, að Jeffrey Archer, þáverandi vara- formaður Ihaldsflokksins, hefði greitt vændiskonu 2000 pund, til að hún kæmist úr landi. Blaðið sagði ekkert um frekara samband þeirra, en í ljós kom, að það hafði verið í vitorði með vændiskonu, sem sagðist hafa átt mök við Archer, hafði sam- band við hann og sagði honum, að blöð væru á eftir sér til að fá sög- una. Archer féllst á að greiða vændiskonunni þessa upphæð til að hún kæmist úr landi og ekkert birt- ist í blöðum. Án hans vitundar höfðu blaðamenn News of the World fylgst nákvæmlega með samskiptum vænd- iskonunnar og Archers og tóku myndir af því, þegar lögmaður hans afhenti vændiskonunni peningaupp- hæðina umsömdu. Þegar þetta mál birtist á síðum News of the World, neitaði Archer að hafa nokkru sinni séð vændiskon- una. The Star birti frétt um málið, þar sem staðhæft var, að Archer hefði verið viðskiptavinur hennar. Archer ákvað að fara í mál, sem hófst í síðustu viku og hefur verið aðalfréttaefni flestra blaða síðan. Jeffrey Archer neitar staðfastlega ásökunum blaðsins og hefur leitt að því vitni, að tilgi-eint kvöld, sem vændiskonan, Marianne Coghlan, segist hafa farið með honum inn á hótelherbergi, hafi hann verið annars staðar. Verjendur blaðsins fengu segulbandsspólu, sem lögð hefur ver- ið fram sem gagn í málinu og hefur að geyma samtöl Archers og þáver- andi ritstjóra News of the World. Á henni kemur fram, að Archer þrábað ritstjórann að birta ekki söguna og sagði, að hún mundi eyðileggja frama sinn í stjórnmálum, og skipti þá engu, hvort sagan væri sönn eða login. Hann neitaði í þessum sam- tölum að hafa nokkru sinni séð vændiskonuna. Vændiskonan, sem hefur stundað iðju sína í 20 ár, var leidd fram í réttinum á fóstudag og benti þá á Archer og sagði vera viðskiptavin sinn umrætt kvöld. Hún hefði þegið 50 pund fyrir greiðann og 20 pund að auki, því að þau höfðu ætlað að taka sér góðan tíma. Þessu hefði hins vegar öllu verið lokið á tíu mínútum. Annar viðskiptavinur hennar, sem var næstur á undan Archer þetta kvöld, bar kennsl á rit- höfundinn, að sögn, og kom sögunni á framfæri við blöðin. Réttarhöldunum verður haldið áfram í þessari viku. Sunday Times birtir kafla úr bók njósn- arans Peter Wright St. Andrews. Frá Guðmundi Heidari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. The Sunday Times birtir síðast- liðinn sunnudag kafla úr bók fyrrum njósnara, Peter Wright, sem nú er búsettur í Tasmaníu. Bresk yfirvöld hafa itrekað reynt að koma í veg fyrir útgáfu þessar- arbókar og staðið í málaferlum í Ástralíu gegn Peter Wright og útgáfu bókar hans þar. Fimm dag- blöð í Bretlandi eru i málaferlum við yfirvöld, vegna þess að þau hafa birt endursagnir úr bókinni. Bók Peter Wright, Spycatcher (Njósnaraveiðarinn), verður gefm út í Bandaríkjunum nú í vikunni, og The Sunday Times keypti réttinn til að birta útdrætti úr bókinni. Forlag- ið Viking Penguin gefur bókina út í Bandaríkjunum og hefur skipulagt auglýsingaherferð á flugvóllum þar, þar sem breskum þegnum er bent á, að nú sé síðasta tækifærið til að kaupa bók Wright, áður en komið er til Bretlands. Nokkrir breskir blaðamenn ætla sér að koma með bókina, gefa hana upp í tollinum og sjá, hvernig brugðist verður við. Ritstjóri The Sunday Times, Andrew Neil, fór mjög leynt með efnið úr bókinni. Fáeinir ritarar á blaðinu og nánir aðstoðarmenn hans vissu af því, að til stóð að birta þessa kafla. Hann segist sjálfur gera sér grein fyrir því, að verði blaðið talið hafa sýnt réttarkerfinu óvirðingu með birtingu þessa efnis, geti hann lent í fangeísi. En lögfræðingar blaðsins telja, að það hafi ekki gert það. Neil segir einnig, að það sé óþolandi, að allir aðrir en Bretar geti innan tíðar lesið bók Peter Wright. Yfirvöld byggja andstöðu sína á því, að allir starfsmenn leyniþjón- ustunnar skrifi undir lögin um ríkis- leyndarmál og þeim sé bannað að ljóstra upp um þau, þótt þeir starfi ekki lengur fyrir ríkið. í málaferlun- um í Ástralíu gera yfírvöld einnig kröfu til alls hagnaðar af bókinni. Peter Wright segir, að ekkert, sem kemur fram í bókinni, varði ríkis- leyndarmál, og flest af því hafi komið fram annars staðar. í þeim köflum, sem birtust í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag, segir frá hugmyndum leyniþjón- ustunnar um að koma Harold Wilson, þáverandi forsætisráðherra og leið- toga Verkamannaflokksins, frá völdum, vegna þess að hann væri undir áhrifum frá sovéskum njósnur- um. Auk þess segir frá yfirheyrslum á Anthony Blunt (Peter Wright yfír- heyrði hann), njósnum um breska kommúnistaflokkinn og sendiráð Frakka og Egypta í London. Það hefur einnig komið í ljós, að einn af nánustu aðstoðarmönnum Harolds Wilsons, George Caunt, veitti leyni- þjónustunni upplýsingar um Wilson og aðstoðarmenn hans. Dómsmálaráðherrann, sir Patrick Mayhew, hóf málsókn á hendur The Sunday Times og ritstjóra þess í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.