Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 53 Metþátttaka í Boðsmóti TR Skák Margeir Pétursson STARFSEMI Taflfélags Reykjavíkur er mun mínni á sumrin en veturnar. Auk æf- inga á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum er ávallt haldið hið svonefnda Boðsmót. Vegna veðurblíðunnar sem ríkt hefur í sumar var ekki búist við mik- illi þátttöku að þessu sinni, en hún sló samt öll met. 80 þátttak- endur mættu til leiks og tefldu 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Stigahæsti þátttakandinn á mótinu, Davíð Ólafsson, vann yfirburðasigur, hlaut sex og hálfan vinning. Hann vann Snorra G. Bergsson í úrslita- skák í siðustu umferð og missti aðeins niður eitt jafntefli við Tómas Björnsson. Fjórar stúlkur voru á meðal þátttakenda og stóð íslands- meistari kvenna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sig mjög vel. Eftir fimm umferðir var hún efst ásamt þeim Davíð og Snorra og eina tapskák hennar var gegn Davíð. Guðfríður stóð sig einnig mjög vei á stúlkna- mótinu í Austurríki um daginn, þótt árangur hennar hafi skilj- anlega fallið í skuggann af heimsmeistaratitli Hannesar Hlífars. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Davíð Ólafsson, TR 6V2 v. af 7 mögulegum. 2. -7. Snorri G. Bergsson, TR (28,0 stig), Tómas Björnsson, TR (26,0), Sigurður Daði Sigf- ússon, TR (25,0), Björgvin S. Guðmundsson, SH (23,0), Sveinn Kristinsson, TR (21,0) og Jón Árni Halldórsson, TS (21,0) 5'/2 v. 8.-15. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, TR, Hrann- ar Baldursson, TR, Siguijón Birgisson, SH, Uros Ivanovic, TR, Ingi Fj. Magnússon, TR, Einar T. Óskarsson, TR, Eirík- ur Björnsson, TR og Eggert ísólfsson, TR 5 v. Skákstjóri á Boðsmótinu var Ólafur Ásgrímsson. * Góður árangur íslensks skákmanns í Politiken Cup Jóhannes Ágústsson, rúmlega tvítugur starfsmaður Borgarfóg- etaembættisins í Reykjavík, kom mjög á óvart á Politiken Cup- mótinu í Kaupmannahöfn, sem lauk um síðustu mánaðamót. Á mótinu tefldu yfir 20 titilhafar, þar af fjórir stórmeistarar, en Jóhannesi tókst samt að ná 10.-16. sæti af 48 þátttakendum. Jafnir honum voru m.a. tékknesku stórmeistaramir Jansa og Plac- hetka. Jóhannes lagði m.a. að velli hina þrautreyndu dönsku, alþjóðlegu meistara Ole „den store" Jakobsen og Svend Ham- ann. Hann var með allra stiga- lægstu keppendunum í efsta flokknum, en þegar ættir Jóhann- esar eru raktar þarf árangurinn ekki að koma neinum á óvart, því afí hans var enginn annar en Guðmundur heitinn Ágústsson, skák- og bakarameistari, sem lést árið 1983. Það munaði aðeins hálfum vinningi að árangur Jóhannesar dygði honum til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og hann hækkar mjög mikið á stigum. Sigurvegari á mótinu varð danski alþjóðlegi meistarinn, Bjöm Brinck-Clausen, sem er reyndar íslenskur í aðra ættina. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Brinck-Clausen (Danmörku) 7'/2 v. af 10 mögulegum. 2. -4. Karlsson (Svíþjóð), Yijola (Finnlandi) og Pavlovic (Júgó- slavíu) 7 v. 5.-9. Mortensen (Danmörku), G. Horvath og T. Horvath (Ung- veijalandi), Van Mil (Hollandi) og Stein (V-Þýzkalandi) 6V2 v. 10.-16. Jóhannes Ágústsson, Con- quest (Englandi), Hazai (Ung- veijalandi), Jansa og Plachetka (Tékkóslóvakíu), Douven og Bart- els (Hollandi) 6 v. 17.-18. Höi og Fries Nielsen (Danmörku) 5V2 v. o.s.frv. Jóhannes fékk óskabyijun á mótinu er hann vann Ole Jakobs- en í býsna laglegri skák. Óli hugðist mgla lítt reyndan and- stæðing sinn í ríminu með óvenju- legri leikjaröð í byijuninni, en tókst aldrei að ná neinu mótspili. Hvitt: Jóhannes Ágústsson Svart: Ole Jakobsen Sikileyjarvöm 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - d6 5. Rc3 - a6 6. Bd3 - Bd7 7. Be3 - Rc6 8. 0-0 - Rf6 9. f4 - Dc7 10. Df3 - Be7 11. Hael - 0-0 12. Khl Hvítur hefur fengið að hafa fijálsar hendur í byijuninni og náð að stilla liði sínu upp í ákjósan- legri stöður en yfirleitt er kostur á gegn Sikileyjarvöm. 12. - Hac8 13. Dg3 - g6 14. Rf3 - Rb4 15. e5 - Rh5 16. Dh3 - Rxd3 17. cxd3 - Bc6 18. Rd4 - Hfd8? Svartur vanmetur hættumar og eftir þessi mistök verður stöðu hans ekki bjargað. 18. — Rg7 var eðlilegur vamarleikur. 19. f5! - dxe5 20. Rxe6! - fxe6 21. fxg6 - Rf6 21. - fxg6 22. Dxe6+ Kh8 23. Hf7 var ennþá lakara. 22. Dxe6+ - Kh8 23. Bg5! Hvítur vinnur nú manninn til baka og kemst út í léttunnið enda- tafl. 23. - Hf8 24. Hxf6 - Bxf6 25. Bxf6+ - Hxf6 26. Dxf6+ - Dg7 27. Dxe5 - Dxe5 28. Hxe5 - hxg6 29. d4 - Kg7 30. d5 - He8 31. Hxe8 - Bxe8 32. Re4 - Bf7 33. d6 - Kf8 34. a3 - Ke8 35. Rf6+ — Kd8 36. h4 og svartur gafst upp. • Millisvæðamótið í Júgóslavíu Senn fer að ljúka fyrsta af þremur millisvæðamótum sum- arsins, en það fer fram í júgóslav- nesku borginni Subotica. Að loknum tólf umferðum á mótinu var heildarstaðan þessi: 1.-3. Ribli, Short og Speelman 8 v. 4. Tal 7V2 v. 5. Rodriguez, (Kúbu) 6V2 v. 6.-7. Maijanovic og Zapata 6 v. 8. Sax 5'/2 v. og 2 biðskák- ir. 9.-10. Emst og Alburt 4V2 og biðskák. 11. Smyslov 4 v. og 2 biðskákir. 12. Popovic 4 v. og bið- skák. 13. Chemin 4 v. 14. Xu 3'/2 v. 15. Prasad 2'A v. 16. Hamed IV*. Úr þrettándu umferðinni hafa borist þær fregnir að Tal tapaði mjög óvænt fyrir Prasad, en Short vann Ribli. Speelman gerði hins vegar jafntefli. Englendingamir tveir virðast því nokkuð ömggir með að komast áfram í ásko- rendamótið, en það gera Ijórir efstu menn. Skákþáttur þessi er endur- birtur vegna mistaka sem urðu við frágang hans hér í blaðinu síðastliðinn laugar- dag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu Iínubili. Blómastofa FriÖfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavik. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SKARPHÉÐINN GUÐBRANDSSON frá Bifröst, Ólafsvfk, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 12. júlí. Útförinferframfrá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlíkl. 15.00. Laufey Þórðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Fósturbróðir og bróðir okkar SVEINBJÖRN MAGNÚSSON fró Skuld, Hrlngbraut 73, Hafnarfiröi, verður jarðsunginn fró Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Stefanía Elfsdóttir, Slgrfður Ketilsdóttir, Jón Magnússon. t Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Ragnar Jakobsson, Árni Ragnarsson, Guðfinna Halldórsdóttir, Kristján Ragnarsson, Kristfn Möller, Kristinn Ragnarsson, Elfn Jóhannsdóttir, Sigrfður Ólafsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR PETRÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Rauðalæk 18. Snorri Júlfusson, Guðrún Snorradóttir, Jón Ingibergsson, Hilmar Snorrason, Guörún H. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för fósturmóöur minnar og ömmu okkar, ÖNNUJÓNSDÓTTUR frá Hvallátrum, Langholtsvegi 132. Gyða Guðmundsdóttlr, Anna Guðrún Marfasdóttir, Svanhildur Ósk Marfasdóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS GUÐJÓNSSONAR, Esjubraut 6, Akranesi. Guðrún Ólafsdóttir, Hörður Ólafsson, Rósa Jónsdóttir, Gyða Ólafsdóttir, Halldór Kjartansson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför SVEINBJÖRNS L. HERMANSEN. Fyrir hönd aöstandenda, Guðný Hermansen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför SÖLVA M. SIGURÐSSONAR frá Undhóll, Bjarkargötu 8. Jóhannes Sölvason og fjölskylda. Lregsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.