Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 54
¦<1 54 Mor Itfft t>r arjíHOmmste ni.t*,iniAiirnloM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 fclk í fréttum Á sunnudagsrölti f"f inn tilvonandi faðir, Woody Allen, er hér á sunnudagsrölti í Central Park, New York, ásamt konu sinni Miu Farrow og tveggja ára gamalli stjúpdóttur, Dylan. Reuter Otemjureið I Javid Peters frá Pottsboro í Texas sýnir mikil tilþrif þar sem hann þeysir berbakt á hestinum sínum sem heitir því undarlega nafni Strídsmálning. Hann var í hópi fjölda kúreka sem tóku þátt í árlegu kúrekamóti í borginni Calg- ary í Kanada nú fyrir skömmu. Þessi átta ára gamla bandaríska stúlka ver frístundum símini í útgáfu fréttablaðs sem hún skrifar sjálf. Átta ára gamall ritstjóri Ameðan flest átta ára gömul skólabörn nota tímann eftir skóla til að leika sér eða horfa á sjónvarpið sest Heather Cook við skrifborðið sitt og tekur til við að skrifa fréttir. Það eru þó ekki fréttir af stjórnmálamönnum eða slysförum sem hún er að skrifa. Heather gefur nefnilega út frétta- blað þar sem hún segir frá helstu viðburðum innan fjölskyldunnar og dreifir því til ættingjanna í hveijum mánuði. Blaðið er ekki stórt, aðeins átta síður, en hún handskrifar það og ljósritar og dreifír því til rúmlega áttatíu ættingja víðs vegar um Bandaríkin. Frænka hennar teiknar myndir með fréttunum og móðir hennar leiðréttir stafsetn- ingarvillur. Heather ver u.þ.b. fímm klukkustundum í mánuði til að safna efni í blaðið. Hún hringir í ættingjana eða heimsækir þá til að verða sér úti um sögur sem hún síðan, eins og alvöru rit- stjóri, flokkar og velur það sem henni líkar best til birtingar í næsta blaði. Auk smáfrétta af helstu víðburðum í fjölskyldulíf- inu, eins og t.d. þegar einhver kaupir nýjan bíl eða veggfóðrar hjá sér stofuna, skrifar hún stund- um lengri greinar um málefni sem varða alla fjölskylduna eins og skipulag garða. Helsta ástæðan fyrir því að Heather fór út í blaðamennsku var löngun til að svala forvitni sinni og svo hafði hún veitt því athygli að eftir því sem fjölskyld- an stækkaði og dreifðist víðar fór að bera á sambandsleysi. Hún ákvað að reyna að bæta úr því með því að skrifa niður helstu viðburði og koma þannig á reglu- bundnum samskiptum innan fjölskyldunnar. Þetta framtak hennar hefur fallið í mjög góðan jarðveg hjá ættingjunum og sömuleiðis hafa bandarískir fjölmiðlar hrifist af þessarri framtakssömu stúlku og hefur hún m.a. komið fram í sjón- varpi og viðtöl við hana birst í dagblöðum. Hún er staðráðin í því að halda áfram á sömu braut. „Ég ætla að halda áfram að gefa út Fjölskyldufréttir þangað til ég verð eldgömul" segir hún, „að minsta kosti átján ára". Fyrrum kyrkislanga Michaels Jackson. Þessi myndarlega kyrkislanga er nú til sölu í gæludýraverslun einni í Kaliforníu. Söngvarinn varð víst eitthvað leiður á gæludýrinu sem vegur um 40 kg og er rúmlega fímm metra langt. Hann skilaði slöngunni því aftur í búðina þar sem hún var upphaflega keypt og hefur eigandi hennar síðan notað nafn Jacksons í auglýsingaskyni fyrir gæludýraverslunina. Fyrr- um kyrkislanga Mickahels Jackson til sölu" hljómar svo sem nógu spennandi, eða hvað? En þó salan hafí aukist í versluninni eru um- boðsmenn Michaels Jackson víst ekki jafn ánægðir. Lazlo de Borondy er kampakátur þar sem hann hampar kyrkislöng- unni sem hefur auglýst gæludýra- verslunina hans svo rækilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.