Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14, JÚLÍ1987 Seljum markið hærra eftir Öskar Einarsson 1. Inngangur Neyðarþjónusta íslendinga með þyrlum hefur nú yfírstigið mikil- vægan reynsluþröskuld. Undanfar- in ár hefur sannast að íslendingar eru ekki einungis færir um að veita slíka þjónustu heldur hafa og lært af mistökum sínum. Á slíkum tíma- mótum er vert að huga að því sem gerst hefur, þeim skilyrðum sem til staðar voru, hvaða árangur hefur náðst og hvert stefna skuli. 2. Forsaga Saga þyrluútgerðar á íslandi hefur einkennst af mikilli slysa- tíðni. Til skamms tíma virtust öllum þyrlum búin svipleg örlög hér við land. Risjótt veður, mikil ísingar- hætta og reynsluleysi hafa grandað bæði íslenskum og bandarískum þyrlum hér við land. Því er eðlilegt að ríkar efasemdir hafí verið um notagildi þessara tækja hér við land. Alloft höfðu þyrlur þó sannað gildi sitt og þá einkum til sjávar. Erlendis eru þyrlur mikilvægur hlekkur í hvers kyns öryggisþjón- ustu. Allt frá styijöldunum í Kóreu og Víetnam var ljóst að þessi tæki voru ómetanleg við flutning særðra og björgun nauðstaddra. Frá því hafa miklar framfarir orðið, einkum í tækjakosti. Nú er svo komið í nágrannalöndum okkar, að þyrlur eru notaðar við flutning sjúkra sem slasaðra skemmri vegalengdir. At- hyglisvert er, að í Evrópu, þar sem slík starfsemi á sér hvað lengsta sögu, hafa augu stjómvalda beinst æ meir að því að flytja læknishjálp- ina til hins nauðstadda. Síðasta áratug hafa til dæmis björgunar- þyrlur með lækni í áhöfn verið reknar í Noregi með góðum ár- angri. Nú er svo komið að norsk stjómvöld ætla að efla þessa starf- semi verulega, og er ætlunin að fjölga útkallssveitum þar í níu. Með þvf munu nær allir Norðmenn eiga kost á slíkri neyðarþjónustu innan einnar klukkustundar. Skilyrði hérlendis krefjast meira bæði af mönnum og tækjum. ísland einkennist af ísingu og vindum. Haust, vetur og vor ræður ísingin ríkjum þegar komið er inn til lands ellegar upp í loftin. Þessu er öðm- vísi farið á meginlandi Evrópu, Norður-Ameríku eða á Grænlandi þar sem ísingarskilyrði eru mun fátíðari. Sem dæmi má nefna að við Osló telja þyrluflugmenn að ísingarskilyrði nemi tíu til tuttugu dögum árlega. Vegna þess hefur þyrluflug hér gjaman einskorðast við strendur. Stór hluti landsins og þá einkum Norðausturlandið hefur því orðið útundan vegna þess tíma sem tekur að þræða strandlengjuna. Sem fyrr segir hefur saga þyrlu- útgerðar hér á landi verið á köflum sorgarsaga. Reynsluleysi íslend- inga og fljótfæmi við að tileinka sér þessa tækni réð þar miklu um. Nú er viðtekin venja að meta flugtíma til reynslu en áður fyrr var stuðst við lýsingar af Áma í Hraunkoti. Við Norsk Luftambul- anse, stofnun í Noregi er starfrækir sjúkraþyrlur, er krafist 2.000 klukkustunda flugreynslu til að þyrluflugmenn séu gjaldgengir til starfa. Eftir hið hörmulega slys þegar TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum og þær kviksögur sem þá spmttu upp, er furða að ekki hafi verið rit- aður eftirmáli þessarar útgerðar. Hafíð hefur löngum tekið sína tolla. Árlega farast tugir manna í sjóslys- um hér við land. Engum dettur þó í hug að venda kvæði sínu í kross og hætta sjósókn. Á hliðstæðan hátt ber að dást að kjarki og fram- sýni þeirra er hófu þyrlurekstur íslendinga á ný. 3. Tvö ár liðin Liðið er hátt á annað ár frá því að undirritaður flaug fyrst í sjúkra- flug með TF-SIF, þyrlu Landhelgis- gæslu íslands. Framfarir hafa síðan orðið miklar. Nú er ekki lengur verið að eyða dýrmætum tíma í að leita að lækni tilkippilegum í sjúkra- ellegar björgunarflug. í upphafí voru það nokkrir læknar sem ákváðu til reynslu að manna sólar- hringsvakt, þannig að ávallt væri einn til reiðu í allt neyðarflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ætl- unin var að bæta þá neyðarþjónustu „Þyrlur hafa þegar sýnt yfirburði sína á íslandi sem björgunar- tæki við erfiðar aðstæð- ur. Skemmst er að minnast hins frækilega björgunarafreks í vetur við strand Barðans á Snæfellsnesi. Á síðast- liðnu einu og hálfu ári eiga 15 Islendingar á besta aldri líf sitt að launa þyrlu Landhelgis- gæslunnar.“ sem fyrir var í landinu, þjóna sæfar- endum sem ferðalöngum og vera héraðslæknum til aðstoðar í neyð- artilvikum. Fyrsta starfsár þyrlu- vaktar lækna varð viðburðaríkt. Útköll urðu nærri fímmtíu talsins. Þar af var fluttur 31 sjúklingur og varð þjónustan 6 þeirra til lífs en 8 hlutu verulegt gagn af læknis- meðferð. Fljótlega varð ljóst að mikil þörf var fyrir slíka starfsemi. Með stuðn- ingi björgunarsamtaka, Farmanna- og fískisambands íslands, sjó- mannasamtaka og allmargra þingmanna var í lok árs 1986 sam- þykkt að festa þessa vakt í sessi. Síðan hefur verkefnum fjölgað og fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa útköll náð heildarfjölda síðasta árs. Athyglisvert er að beiðni um útkall kemur í allt að helmingi tilvika frá læknum í dreifbýlinu. Þeir hafa ein- mitt lengi gert sér manna best grein fyrir mikilvægi sjúkraflugs. Sem dæmi má nefna að læknafélög bæði á Austurlandi og Vestfjörðum hafa stutt flugfélög ijórðunganna dyggi- lega þegar áföll hafa dunið yfír. Þyrlur koma hins vegar ekki í stað vel útbúinna sjúkraflugvéla heldur taka við þar sem hefðbundin sjúkraflutningatæki henta ekki. Með samnýtingu þessara farkosta má vinna dýrmætan tíma og forða sjúklingum frá örkumlum og dauða. Víðast hvar hefur ávinningur slíkrar þjónustu verið talinn rétt- læta mikinn stofn- og rekstrar- kostnað. Þyrlur hafa þegar sýnt yfírburði sína á íslandi sem björgunartæki við erfíðar aðstæður. Skemmst er að minnast hins frækilega björgun- arafreks í vetur við strand Barðans á Snæfellsnesi. Á síðastliðnu einu og hálfu ári eiga 15 íslendingar á besta aldri líf sitt að launa þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljóst er að þörfín á slíkri þjónustu hérlendis er meiri en nú verður annað með óbreyttum starfsháttum og tækja- kosti. 4. Staðan nú Landhelgisgæslan hefur nú til umráða eina björgunarþyrlu af meðalstórri gerð útbúna til úthafs- flugs. Flugdrægi hennar er þó takmarkað. Frá eldsneytisstað get- ur hún flogið um 150 sjómflur, dvalist hálfa klukkustund yfír staðnum og flogið aftur til baka. Eldsneytisstaðir eru enn sem komið er fáir hér á landi og ekki er unnt að taka eldsneyti sem geymt er um borð í varðskipi. Sem fyrr segir er ísing helsti farartálminn drjúgan Karlakórinn Heimir Skagafirði eftir Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur Yndislegt vorkvöld 16. júní sl. átti ég þess kost að hlýða á söng karlakórsins Heimis frá Skagafirði. Kórinn var þá í söngferð um Suður- land og gerði stuttan stans í Langholtskirkju. Ég bið kórfélaga og söngstjóra afsökunar á hversu seint þetta til- skrif birtist. Tilgangurinn er að þakka þeim fyrir stórkostlegan söng. Söng sem fór beint í æð ef svo má segja. Kirkjan var þéttsetin þetta kvöld og þeir félagamir hafa áreiðanlega fundið að þeir voru á meðal ein- lægra aðdáenda, því að lófatak glumdi vel og lengi eftir hvert lag. Eg hef oft áður heyrt kórinn syngja og sennilega hefur hann sjaldan eða aldrei verið betri. Samhljómur kórsins er hreinn og tær og tónninn mjúkur, en hinn skemmtilegi léttleiki, sem hefur jafnan einkennt þennan kór, er einnig á sínum stað. Mér hefur alltaf fundist þessi kór eins og sál Skagafjarðar. Þetta er upphaflega og enn að meginstofni „Mér hefur alltaf fund- ist þessi kór eins og sál Skagafjarðar. Þetta er upphaflega og enn að meginstofni bændakór og kórfélagar hafa jafnan lagt á sig mikið erfiði til að kórinn geti dafnað.“ bændakór og kórfélagar hafa jafn- an lagt á sig mikið erfiði til að kórinn geti dafnað. Starfíð hefur einkennst af miklum dugnaði og einskærri sönggleði. Bændumir hafa ekið um langan veg eftir erf- iði dagsins til að komast á æfíngar. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir um landið og til Noregs fór kórinn 1980. Það eru nokkur atriði sem mig langar að minnast sérstaklega á. Fyrst er að nefna söngstjórann unga, Stefán R. Gíslason frá Mið- húsum í Blönduhlíð. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfíleika sína. Faðir hans, Gísli í Miðhúsum, hefur sungið með kómum um ára- bil og einnig í kirkjukór Miklabæjar- kirlqu, auk þess sem hann spilar af fingrum fram nánast hvaða lag sem er á píanó, orgel eða harmon- iku. Stefán Gíslason er mér minnis- stæður allt frá því hann var í Bamaskóla Akrahrepps og yljaði það gömlu kennarahjarta ða sjá hann halda um tónsprotann þetta kvöld. Hann stjómaði kómum af stakri prýði og nákvæmni. Stefán er sprottinn úr sama jarðvegi og kórfélagamir, hann gjörþekkir þá og samstilling kórs og söngstjóra var til fyrirmyndar. Gaman var að hlusta á þá bræð- uma frá Miðhúsum, hvemig þeir unnu saman í laginu „Undir blá- himni", en Jón St. Gíslason lék undir á harmoniku í því lagi. Pétur Pétursson söng einsöng í mörgum lögum. Pétur er af ætt tónlistarmanna. Hann er náskyldur Bimi heitnum Ólafssyni frá Krit- hóli. Bjöm var organisti í fjölda- mörg ár og mjög fágaður tónlistar- maður. Meðal annars raddæfði hann karlakórinn Heimi í áratugi. Ég vil sérstaklega minnast á lagið „Erla“ sem Pétur söng af þvílíkri snilld og fágun að ég hef ekki heyrt það lag betur flutt. Ég nefni líka hluta ársins hér við land. Vegna þessa neyðast þyrlur til að fljúga lágt meðfram ströndum þar sem ísingarskilyrði eru fátíðust. Slfld lengir leiðina til Norður- og Norð- austurlands verulega. Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki búin afísingartækjum líkum þeim sem nú eru í notkun á nokkrum stærri þyrlutegundum. Burðargeta vélar- innar er einnig takmörkuð. Slíkt kom í ljós við björgun skipveija á Barðanum í vetur þegar fara þurfti tvær ferðir út í skip til að forðast yfírhleðslu. Mannafli Landhelgisgæslunnar er takmarkaður og veldur slíkt vemlegum áhyggjum þeirra sem til þekkja. Gleggst kemur slíkt fram í vinnuframlagi þyrluáhafnanna. Út- köll eru nú að jafnaði tvisvar í viku og fer fjölgandi. Vegna mannfæðar þarf að gæta vel að hvíldartímum enda lífsnauðsynlegt þar sem erfíð verkefni gera ekki boð á undan sér. 5. Náin framtíð Af framanrituðu má vera ljóst að stjómvöld þurfa skjótt að huga að þessum málum. Löngu er tíma- bært að íslendingar eignist stóra björgunarþyrlu sem sinnt gæti allri landhelgi okkar. Slík þyrla ætti hæglega að geta borið skipsáhöfn. Koma þarf upp þéttriðnu neti elds- neytisstöðva. Fjölgun þeirra og útbúnaður sem gerir eldsneytistöku frá varðskipum mögulega bætir flugdrægið. íslendingar þurfa að eiga tvær stórar björgunarþyrlur, annað er kotungsháttur. Ein slík þyrla kann að virðast dýrkeypt enda verð hennar fullbúinnar um 300 milljónir króna. Fyrir peninga þá sem nýja flugstöðvarbyggingin á Keflavíkurflugvelli fór fram úr kostnaðaráætlun hefði þó mátt kaupa tvær slíkar þyrlur. Huga þarf að nýráðningum þyrluáhafna og þjálfun þeirra. Að lokum þarf að koma upp aðstöðu á norður og norðausturlandi þar sem ein björg- unarþyrla yrði ávallt til taks. Með slíku yrði öllum landsmönnum tryggt lágmarksöryggi, ekki síst íslenskum sjómönnum er gera út á fjarlægari mið. Verkefnin eru mörg sem þarfn- ast athugunar og úrlausnar. Það starf verður að mestu í höndum okkar íslendinga. Ekki dugar að treysta sífellt á frumkvæði Atlants- hafsbandalagsins í þessum málum. Síðustu árin hefur ýmislegt bent til minnkandi umsvifa björgunardeild- ar þess hér á Keflavíkurflugvelli. Þyrlur deildarinnar eru aldurhnign- ar og erfíðar í viðhaldi en ekkert hefur enn heyrst um endumýjun þeirra. Eðlilegt er að framlag okkar Islendinga til eigin öryggismála aukist og ætti uppbygging þyrlu- björgunardeildar að vera þar fyrst útgjalda. Óneitanlega yrði tilbreyt- ing í slíkri framsýni hér á landi. Höfundur er læknir við fram■ haldsnám i Bandaríkjunum. lagið „Bærist varla blað á grein“, en þar hljóp Pétur í skarðið fyrir bróður sinn, Sigfús, sem ekki gat verið með þetta kvöld. Pétur var stjama kvöldsins að mínum dómi. Söngur hans var áreynslulaus og svo dásamlega eðlilegur, að slíkum stundum er erfítt að lýsa með orð- um. Framkoma hans öll einkenndist af hógværð. Hann söng þannig að grun hef ég um að tár gleði og grifningar hafí blikað á hvarmi margra þetta kvöld. Með kómum söng einnig ungur og upprennandi söngvari, Páll Jó- hannesson. Mér er sagt að hann sé af skagfirsku bergi brotinn. Páll söng auk þess nokkur lög við undir- Íeik Ólafs Vignis Albertssonar. Þessi efnilegi söngvari hreif áheyr- endur sannarlega og fannst mér hann syngja lagið „Hóladans" mjög skemmtilega. Undirleikari kórsins að þessu sinni var ung kona, Katharina L. Seedell. Hún skilaði hlutverki sínu með miklum ágætum. Höfundur er kennari og nýbraut- skráður sjúkraþjálfari frá Há- skóla fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.