Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI 1987 Dalasýsla: Þrjátíu veikjast eftir ættarmót „ Vitum ekki hvað er á f erðinni, en verðum að búast við hinu versta," segir heilsugæslulæknirinn NOKKRIR tugir manna veiktust eftir ættarmót, sem haldið var á sumarhótelinu á Laugum í Sæl- ingsdal í Dalasýslu helgina 4. og 5. júlí sl. Þar voru samankomnir 324 ættingjar, flestir af Suður- nesjum, aðallega frá Keflavík. Gunnar Rafn Jóhannesson, heilsugæslulæknir í Búðardal, sagði í samtali við Morgunblaðið að gest- irnir hefðu farið að kvarta um magakveisur og niðurgang stráx á sunnudeginum og eftir að þeir voru farnir til síns heima, hefðu fréttir Þorsteinn Pálsson f orsætisráðherra: Dregið verði úr af skipt- um ríkisins af banka- kerfinu „VIÐ VERÐUM að einbeita okk- ur að því sem mest dregur úr ríkisafskiptum, nefnilega að minnka afskipti þess af banka- kerfinu," sagði Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra, á fundi með ungum sjálfstæðismönnum á veitingahúsinu Gauk á Stöng í gærkvöldi. Þorsteinn sagði skipt- ar skoðanir vera uppi um þessi mál í stjórnarfiokkunum þremur en hann væri þó bjartsýnn á að ríkisbönkunum yrði breytt í hiutafélög og hlutirnir síðan seldir. Varðandi sölu annarra ríkisfyrir- tækja sagði hann ekki hafa náðst skýrir samningar um þau mál með- al flokkanna. Sum ríkisfyrirtæki, eins og Áburðarverksmiðjan til dæmis, væru líka rekin með miklum halla og því ekki raunhæft að ætla að selja þau eins og málin stæðu. Reksturinn hjá sumum virtist þó fara batnandi og ætti að stefna að því að koma honum í það gott horf að möguleikar á sólu opnuðust. Þorsteinn sagði að lokum að það væri stefna stjórnarinnar að ríkisút- gjöld myndu ekki aukast sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á þessu kjörtímabili. borist af fleirum sem höfðu veikst. „Ég hef heyrt tólur allt upp í 30. Okkur ber auðvitað að rannsaka málið og búast við því versta. Heil- brigðisfulltrúinn hér hefur tekið sýni úr öllum þeim matvælum, sem til voru á hótelinu, en ekkert hefur komið út úr þeim rannsóknum sem bendir til ákveðins sýkils." Gunnar Rafn sagði að verið væri að hvetja sjúklingana til að senda inn saursýni, sem rannsökuð eru á sýklarannsóknadeild Landsspítal- ans, en ekkert hefur komið úr þeim rannsóknum enn sem komið er. „Við getum alls ekki slegið því föstu að um sé að ræða salmonellu þótt tiltölulega stutt sé síðan gestir úr þremur fermingarveislum hér lögð- ust í rúmið með þá veiki. Þá var líka mun auðveldara að sjá hvað um var að ræða, enda var maturinn í allar veislurnar keyptur frá sama hótelinu, Dalabúð. Við erum fyrst og fremst að leita að sýklum, sem hugsanlega geta valdið þeim ein- kennum sem sjúklingarnir hafa fengið," sagði Gunnar Rafn. Gert klárt fyrir flutning flugvélarinnar af stallinum og inn í flugskýli. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Keflavíkurflugvöllur: Flugvélin tekin af stallinum Vogui FLUGVÉLIN sem hefur staðið á stalli á Keflavíkurflugvelli und- anfarin ár hefur verið tekin af stallinum vegna viðgerða. Verð- ur flugvélin flutt inn í flugskýli á vellinum og máluð. Flugvél þessi, sem hefur staðið á stalli í um tíu ár, var notuð hér á landi vegna flutninga fyrir Varn- arliðið innanlands vegna ratsjár- stöðva á Langanesi og við Hornafjörð. Þegar Flugleiðir tóku við þessum flutningum var hlui- verki flugvélarinnar lokið hérlendis, en vegna þess að það þótti of kostn- aðarsamt að flytja vélina á safn í Bandaríkjunum varð hún áfram hér á landi og komið fyrir á stalli. Flugvélin er síðasta flugvélin sem var notuð við þessa flutninga hér á landi. EG Andstaðan við hvalveiðum vestra: íslendingar reiða sig á loforð um viðræður Bandaríski viðskiptaráðherrann hef- ur ekki tekið ákvörðun um aðgerðir MÖGULEIKAR á þvf að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti við Konald Reagan forseta, að hvalveiðar Islendinga dragi úr gildi friðunaráætlunar Alþjóða hvalveiðiráðsins, virðast fara vaxandi. Þetta verður ráðið af svörum embættismanna hérlendis og í Banda- ríkjunum við spurningum Morgunblaðsins í gær. Malcom Baldridge viðskiptaráðherra hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann láti forseta fá staðfestingu þessa, en fjallað hefur veríð um að koma á viðræðum íslenskra stjórnvalda og ráðuneytisins eftir óformlegum leiðum. Á miðri vertíðinni í fyrra var gert hlé á hvalveiðunum til þess að koma í veg fyrir að ráðherrann skuldbindi Reagan forseta til að fara fram á viðskiptabann gagnvart íslendingum. Halldór Ásgrímsson sjávarút- hann um hvalwiðimálið. „Banda- vegsráðherra átti fund með sendi- ríkjamenn hafa lofað okkur að þeir herra Bandaríkjanna í gærmorgun muni ekki aðhafast neitt nema að og ræddu þeir meðal annars við undangengnum viðræðum. Þær kynnu að hefjast fljótlega en um það er enn ekkert ákveðið," sagði Halldór. Á fundi hvalveiðiráðsins í Bo- urnemouth í júnímánuði var samþykkt tillaga Bandaríkjamanna þess efnis að þeim þjóðum er stundi hvalveiðar í rannsóknarskyni beri að leita samþykkis vísindanefndar ráðsins. Jafnframt samþykkti ráðið að fallast ekki á vísindaveiðar ís- lendinga þar sem þær uppfylli ekki sett skilyrði. Samkvæmt bandarískum lögum ber viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna að gera forseta viðvart ef íslendingar, eða önnur hvalveiði- þjóð, fara út fyrir þann ramma sem Deilan um Rockall-svæðið tekur nýja stefnu: Bretar falla frá andstoðu við raimsóknarleiðangurinn Rannsóknir íslendinga, Dana og Færeyinga geta staðist áætlun SENDIRÁÐI íslands í London hefur verið gerð grein fyrir því að Bretar muni gera sitt til að áætlun um rannsóknarleiðangur íslendinga, Dana og Færeyinga á Hatton-Rockall-svæðið í næsta mánuði standist. Áður höfðu Bretar lýst því yfir að leiðangur- inn samrýmdist ekki þeirra rannsóknum á svæðinu. Gæti ekki af honum orðið fyrr en í september, en þá eru skilyrði orðin slæm til slikra ferða. Kveð- ur nú við annan tón. Steingrímur Hermannsson utanrikisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að íslensk stjórnvöld fögnuðu þessum sinnaskiptum Breta. „Sem betur fer hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að ekki þurfi að koma til árekstra út af þessum rannsóknum. Eg held að það sé ákaflega mikiivægt fyrir okkur að vita hvort eftir einhverju sé að sækjast á þessu svæði. Öll slík vitn- eskja mun koma okkur til góða í framtíðinni," sagði Steingrímur. „Ég hef alltaf treyst því að sá dagur kæmi að Bretar tækju upp samstarf við okkur, Dani og Færey- inga um réttargæslu á Rockall- svæðinu og löglega meðferð málsins," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismála- nefndar Alþingis þegar þessi yfir- lýsing Breta var borin undir hann. „Að vísu er biðin orðin æði löng því að málið var fyrst flutt á Al- þingi haustið 1978." Eyjólfur sagði að hér væri um að ræða mun þýðingarmeira mál en menn hefðu almennt gert sér grein fyrir. „Tilhliðrun á borð við þessa er vísasti vegurinn til að málið leysist farsællega, eftir rétt- um lagaleiðum og í samvinnu og fullri vinsemd. Sá farvegur hefur nú myndast," sagði hann. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljón króna framlagi ís- lendinga til rannsókna á Hatton- Rockall svæðinu. Undirbúningur leiðangursins er í fullum gangi og verður sérsmíðað skip til leitar á hafsbotni leigt til fararinnar. friðunaráætlun Alþjóða hvalveiði- ráðsins setur. Þegar staðfesting ráðuneytisins berst forseta Banda- ríkjanna getur hann farið þess á leit við fjármálaráðherra að sett verði viðskiptabann á vörur viðkom- andi lands. Taki hann ákvörðun um að aðhafast ekki ber honum að til- kynna Bandaríkjaþingi það innan 60 daga. Engin staðfesting fékkst á því í gær að Bandaríkjamenn hefðu þeg- ar óskað eftir viðræðum um hval- veiðarnar og aðgerðir viðskipta- ráðuneytisins. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sagði að þessa stundina væri verið að athuga þessi mál mjög gaum- gæfilega og hugsanlega yrðu hafnar viðræður, en nánari stað- festingar og ákvörðunar væri ekki að vænta fyrr en á næstu dögum- Síðastliðið sumar létu íslending- ar undan þrýstingi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og gerðu hlé á hvalveiðum. Þá hafði ráðuneytið tilkynnt íslenskum sendifulltrúum ' Washington að forsetanum yrði gert viðvart létu íslendingar ekki af hvalveiðum tafarlaust. Á fundinum í Bournemouth sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra að samþykkt fundarins um vísindaveiðarnar byndi ekki hendur íslendinga þar sem hún bryti í bága við stofnsamning ráðsins. í ræðu sem hann hélt í upphafi fundarins sagði ráðherrann efnislega að við- skiptaþvinganir myndu ekki breyta neinu um veiðar Islendinga þar sem þjóðin hefði aldrei látið undan slíkum hótunum. Samkvæmt heimildum blaðsins er líklegt að staðan í hvalveiðimál- inu verði meðal umræðuefna á ríkisstjórnarfundi í dag. Sjá frétt á blaðsíðu 63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.