Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI 1987 Grænland: Vonast til að f inna nýja stofna nytjafiska og mið Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, frétlaritara Morgunblaðsins. JAPANSKA fiskrannsóknaskipið rannsókna og tilraunaveiða við Shinkai Maru, sem er um 3000 Vestur- og Austur-Grænland á tonn, er komið til Nuuk á Græn- vegum grænlensku landstjórnar- landi. Verður það notað til innar. Áskorun Evrópubandalagsins: Sovétríkin flytji her sinn frá Afganistan Bjartsýni á stefnu Gorbachevs að öðru leyti Kaupmannahöfn, Reuter. EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) skoraði í gær á Sovétríkin að flytja her sinn burt frá Afganist- an. Það væri sönnun um jákvæð- an vilja stjórnvalda í Moskvu, ef þau létu kalla her sinn heim. Var ályktun þessa efnis samþykkt á fundi utanríkisráðherra EB í Briissel í gær. Þá samþykktu utanríkisráðherr- arnir tólf yfirlysingu, þar sem fram kom ósk um, að Gorbachev myndi takast að koma fram efnahagsleg- um og pólitískum umbótum í Sovétríkjunum. í yfirlýsingunni var aðeins skírskotað til þeirra „nýju möguleika," sem þróunin í Sov- étríkjunum að undanförnu fæli í sér. Jafnframt lýstu ráðherrarnir yfir samþykki sínu við álitsgerð frá Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, varðandi stefnuskrá og baráttumál Mikhail Gorbachevs Sovétleiðtoga. Genscher gerði þeim grein fyrir viðræðum sínum við sovézka ráða- menn í Moskvu, á meðan opraber heimsókn Richards von Weizsácker, forseta Sambandslýðveldisins, til Sovétríkjanna í síðustu viku stóð yfir. Þessar viðræður gæfu ástæðu til bjartsýni um, að Sovótríkstjórnin hygðist draga að einhverju leytí úr hömlum þeim, sem ríktu í efna- hags- og stjórnmálalífi Sovétríkj- anna. Markmið landstjórnarinnar er að finna nýja stofna nytjafiska og ný mið. Grænlenska útvarpið stgir, að þetta sé umfangsmesta og m^tnað- arfyllsta verkefni, sem landstjórnin hafi staðið fyrir. Stjórnin er einkum áhugasöm um rannsóknir á síld, kolkrabba og kolmunna og gerir sér vonir um, að þessar fisktegundir geti orðið grænlenskum sjávarút- vegi ný lyftistöng. Moses Olsen, sem fer með sjávar- útvegsmál í landstjórninni, væntir þess, að veiðarnar standi undir um 30% af kostnaðinum við rannsókn- irnar. Japanska fiskrannsóknafyrir- tækið Jamarc borgar það, sem þá er eftir, og fær í staðinn að not- færa sér niðurstöður rannsóknanna. Landstjórnin fékk neitun í fyrra, þegar hún fór fram á að fá lánað danska rannsóknaskipið Dana, af því að skipið var þá upptekið við önnur verkefni. Stjórnin hafnaði hins vegar boði, sem kom frá ís- landi um lán á rannsóknaskipi. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra Islands, gagnrýndi þá ráðstöfun í Morgunblaðinu í síðustu viku, að Grænlendingar skyldu snúa sér til Japana í máli þessu. Að hans áliti stríðir þessi ákvörðun gegn samningi Norður-Atlantshafsþjóð- anna um að hafa eins mikla samvinnu sín í milli og mögulegt er. T7~ é I I • =í • Reuter Konan a bak viomannmn Undanfarna daga hefur Oliver North, ofursti í Bandaríkjaher verið mikið í sviðsljósinu vegna meintrar hlutdeildar hans í vopnasölumálinu svokallaða. í þingyfirheyrslum hefur hann þótt standa sig með miklum ágætum og hefur almenningsálitið enda snúist honum mjög í hag. Minna hefur hins vegar borið á Betsy, eiginkonu hans, sem sést á meðfylgjandi mynd þar sem hún fylgir manni sínum til yfirheyrslnanna. Henni er lýst sem hæverskri konu, sem staðið hefur við hlið manns síns gegnum þykkt og þunnt. Brezka lávarðadeildin: Sakborningarnir frá Heysel verði framseldir til Belgíu SMÁ ii VORU- ÚRVAUÐ ERHJÁOKKUR HÚSASMIÐJAN SUDARVOGI 3-5 €»687/00 Briissel, Reuter. BREZKA lávarðadeildin, æðsti dómstóll Bretlands, samþykkti í gær að heimila framsal á þeim 26 Bretum, sem sakaðir hafa verið um manndráp í tengslum við óeirðirnar á Heysel-leikvang- iiiurn í Briissel 1985. Jean Gol, dómsmálaráðherra Belgíu, hét þvi um leið, að sakborningarnir skyldu fá sanngjarná málsmeð- ferð. Samþykkt lávarðadeildarinnar í gær hefur það í för með sér, að sakborningarnir geta nú aðeins komizt hjá því að verða dregnir fyrir rétt í Belgíu með því að skjóta máli sínu til Douglas Hurd, inn- anríkisráðherra Bretlands, en hann hefur úrslitavald í málum, sem varða framsal sakamanna. Eftir Gol var þó haft, að hann væri sann- færður unm, að Hurd myndi heimila framsalið. Fari svo verða sakborningarnir 26 fluttir flugleiðis til Belgíu mjög bráðlega og þeir hafðir í varðhaldi í fangelsinu í Louvain, á meðan réttarhöld yfir þeim standa yfir. Líklegt þykir, að þrír dómarar dæmi í máli þeirra hvers «g eins en ekki kviðdómur. Verði hinir ákærðu fundnir sekir, geta þeir átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. Óeirðirnar á Heysel-leikvangin- um urðu, er úrslitaleikur var að hefjast um Evrópubikarinn í knatt- spyrnu milli enska liðsins Liverpool og ítalska liðsins Juventus. Flestir þeirra 39 manna, sem biðu bana, voru ítalir. Krömdust þeir undir vegg, sem hrundi, er stuðnings- menn Liverpools ruddust inn á svæðið, þar sem stuðningsmenn Juventus höfu tekið sér stöðu. Unnt var að greina hina ákærðu úr mannfjöldanum með aðstoð myndbanda frá sjónvarpi og lög- reglu. Kosningarnar í Ástralíu: Stj órnarandstaðan virðist í kreppu Hawke vinnur yfirburðasigur Sydney, Reuter. ÁSTRALSKA stjórnarandstaðan virðist nú í kreppu eftir þriðja kosningasigur Verkamanna- I lokksins í röð. Er áttatíu prósent atkvæða höfðu verið talin, var ljóst að Bob Hawke, forsætisráð- herra, er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Deilur rísa hins vegar í stjórnarandstöðunni, og gætu jafnvel haft áhrif á flokka- skipan í landinu. Er 143 sætum af 148 í fulltrúa- deild þingsins hafði verið úthlutað, skiptust þau þannig, að Verka- mannaflokkurinn hlaut 82 sæti en stjórnarandstaðan 61 samtals. Samkvæmt tölvuspám mun Verka- mannaflokkurinn fá 18 til 25 sæta meirihluta í deildinni, en hafði 16 sæta meirihluta áður. Sætaskipting í öldungadeildinni mun ekki verða ljós fyrr en eftir nokkra daga vegna hins flókna fyr- irkomulags kosninga til hennar, en flokki Hawkes er einnig spáð stærstum hlut þar. , Svo virðist sem landslag stjórn- málanna í Ástralíu gæti breyst nokkuð á næstunni vegna deilnanna innan stjórnarandstöðunnar. Þjóð- arflokkurinn og Frjálslyndi flokkur- inn, sem báðir þykja íhaldssamir, hafa haft með sér bandalag um fjörutíu ára skeið, en það var rofið fyrir tveimur mánuðum vegna óánægju Þjóðarflokksmanna í fylk- inu Queenslandí Norður-Ástralíu, undir forystu Sir Johs Bjelke-Pet- ersen, með samstarfið við Frjáls- lynda flokkinn. Flokkarnir gerðu með sér lauslegt bandalag á ný skömmu fyrir kosningar, þar sem útlit var fyrir að skortur á einingu í forystu stjórnarandstöðunnar vekti með kjósendum ótta við óstöð- ugleika í stjórn landsins, kæmust íhaldsmenn til valda. Þjóðarflokksmenn í Queensland vilja breikka grundvöll flokks síns og færa ímynd hans til hægri. For- seti Þjóðarflokksins í fylkinu, John Sparkes, sagði í gær að það kæmi ekki til greina að halda áfram bandalaginu við Frjálslynda flokk- inn. Sparkes sagði að uppstokkun í flokkakerfínu myndi leiða af sér stofnun nýs, íhaldssams flokks. Hann sagði: „[Flokkurinn] þyrfti nýtt nafn og nýja stefnu. Hann yrði algerlega nýtt afl, sem tæki yfir Þjóðarflokkinn og hægri arm Frjálslynda flokksins." Formaður Þjóðarflokksins, Ian Sinclair, hefur sett ofan í við þá Bjelke-Petersen og Sparkes og sagst skyldu halda flokknum sam- an, en margir stjórnmálaskýrendur telja að það geti reynst honum erf- itt án stuðnings Queenslandbúa. John Howard hefur látið í ljós þá skoðun að óeiningin í Þjóðar- flokknum og klofningur bandalags flokkanna hafi gert hann ótrúverð- ugan í augum kjósenda og valdið miklu um kosningaósigurinn. En Howard á einnig við vanda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.