Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 33 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Portúgal: Kosningabaráttu að ljúka og Cavaco Silva spáð sigri ENN EINNI kosninga baráttu í Portúgal vegna þingkosninga er að ljúka og allar spár benda til, að Sósialdemókrataflokkur- inn (PSD) undir forystu Anibals Cavaco Silva, forsætisráð- herra síðustu stjórnar vinni stóran sigur. Silva hefur skorað á menn að veita flokki sínum meirihluta til að stjórnin fengi vinnufrið og gæti setið út kjörtímabil og gert þær ráðstafan- ir sem Silva telur brýnar og stjórn hans var komin nokkuð á veg með. Til þess að komast í meirihlutaaðstöðu þurfa sós- ialdemókratar að fá allt að 46%. Síðustu spár gefa þeim 39- 42%, en portúgaiskir fréttaskýrendur segja, að án efa muni margir kjósendur, sem enn eru í vafa - meðal annars vegna tryggðar við flokk sem áður hefur verið kosinn- ákveða á síðustu stundu, að Sósialdemókratar séu vænlegasti kosturinn og þvi sé hreint ekki útilokað, að Cavaco SUva fái snöggtum meira. Ollum spám ber saman um, að Lýðræðislegi endumýj- unarflokkurinn PRD, sem er í daglegu tali kallaður Eanista- flokkurinn, muni bíða afhroð. Hann tapaði miklu fylgi í borgar og sveitastjómarkosningunum síðustu og ekkert bendir til að hann hafí styrkt sig í sessi síðan. í þingkosningunum þeim einu sem flokkurinn hefur boðið fram í, fyrir tveimur ámm, var fylgi hans töluvert yfír 20% Álitið er, að útkoman nú verði naumast meira en 12-15 prósent - og í bezta falli. Það er Ramalho Eanes, fyr- verandi forseti landsins, sem stofnaði flokkinn og stýrir hon- um, eins og alkunna er. Eanes naut vinsælda sem forseti, en augljóslega hefur hann fátt það til að bera sem þarf til að öðlast tiltrú í stjómmálum. Hann hefur þótt seinheppinn í stjóm flokks- ins og hikandi og það sem er náttúrlega sýnu verstjflokkinn vantar eiginlega starfsgmn- dvöll. Því að Eanes bjó til þennan flokk af þeirri ástæðu einni, að hann vildi ekki hverfa úr sviðs- ljósi eftir að forsetatímabili hans lauk. Svo að flokkurinn byggðist á vinsældum hans persónulega og þegar það sýnir sig svo, að hann hefur sáralítið fram að færa er ekki kyn þótt fari að halla undan fæti. Þá hefur það orðið flokknum álitshnekkir að sýna það dómgreindarleysi að bera fram vantraust á farsæla ríkisstjóm og á röngum tíma. Sósialistaflokkurinn-PS- missti fylgi til Lýðræðislega end- umýjunarflokksins í síðustu þingkosningum, en ýmsir gera því skóna, að slangur af þeim atkvæðum skili sér nú aftur. Þó hefur Sósialistaflokkurinn ekki náð sér á strik eftir að Mario Soares, nú forseti, lét af for- mennsku. Vitor Constancio sem tók við af Soares þykir ekki litríkur og tekst ekki að ná til fólks eins og forveri hans. Mál- efnaleg barátta sósialista nú hefur á allan hátt verið í dau- fara lagi og Sósialistaatkvæðin, sem hurfu frá flokknum síðast, gætu mörg hver farið til PSD. Miðdemókratar, CDS, undir formennsku Adrianou Moreira, fyrmm ráðherra hjá Salazaar, er ekki nema svipur hjá sjón og er honum spáð fylgistapi, úr 12 prósentum í 5-8 prósent. Ailir þeir, sem unnu að stofnun Mið- demókrata eftir byltinguna Ramalho Eanes: hann þykir misheppnaður stjórnmálamað- ur og flokknum er spáð fylgi- stapi 1974, hafa horfíð frá störfum fyrir hann og flokknum tekst ekki að ná til ungra kjósenda eins og fyrir nokkmm ámm. Kommúnistaflokkur Cunhals, PCP, er í samstarfí með nokkr- um öðmm vinstriflokkum. Reiknað er með að hann fái sín venjuleg 16-18%. Kosningabaráttan hefur verið með öðmm brag en stundum áður. Þar kemur ýmislegt til. Efnahagsmál hafa ekki verið í brennidepli, í fyrsta skipti frá því lýðræði var komið á. Aðal- lega vegna þess að í tíð minni- hlutastjómar Anibals Cavacvo Silva náðist eftirtektarverður árangur í efnahagsmálum.Svo að þau mál brenna ekki jafn heitt á fólki og áður. Það er þakkað skömlegri og vitlegri stjóm fjármálaráðherrans Cadil- he. Því era nú önnur mál kjósendum og stjómmálamönn- um ofar í huga. Fyrst og fremst hafa mennta- og kennslumál verið rædd. Þeim hefur ekki verið sinnt á viðunandi hátt og Portúgalar segja, að kennsla á öllum stigum sé lakari en boðið er upp á annars staðar. Kannski sé ástandið skást á háskólastigi, en þá sé þess að gæta, að nem- endur komi með magra undir- stöðu í háskólana. Öllum er metnaðarmál, að þama verði gert raunvemlegt átak og enda þjóðarvirðing í veði. Þá hafa umræður snúizt heilmikið um, hvemig verði áfram unnið að því að aðlaga landbúnaðarstefn- una betur að aðild Portúgals að Evrópu bandalaginu. Þótt Portúgalir hafi oft þurft að kjósa síðustu þrettán ár og kosningaleiða hafí gætt, em flestir á því, að þátttaka verði góð nú. Það dæmalausa fmm- hlaup Lýðræðislega endumýjun- arflokksins að flytja vantraust á stjómina í vor og fá Sósialista- flokkinn til styðja tillöguna hefur greinilega kallað fram gremju og vandlætingu hins al- menna kjósanda og mun trúlega Anibal Cavaco Silva: Nær flokkur hans meirihluta á þingi? birtast í fylgisaukningu PSD eins og í upphafí sagði. Cavacou Silva hefur verið hinn sterki maður kosningabar- áttunnar. Hann er góðum gáfum gæddur, harðskeyttur og að mörgu leyti ósveigjanlegur, þeg- ar hann vill koma fram stefnu sinni. Portúgalar vilja líka sterka og afdráttarlausa stjómmála- menn. Og meta þá að verðleikum ef þeir sýna dirfsku og þora að taka áhættu, sem vit er í.And- stæðingar hans segja, að hann sé hrokafullur og ópersónulegur. En allir segja, að hann sé heiðar- legur stjómmálamaður í alla staði. Hann hefur valið góða og hæfa menn til samstarfs með sér, en er vinnuþjarkur og hlífír sér hvergi. Lítill samkvæmis- maður, lifír einföldu lífí og hefur ekki breytt lífsháttum sínum eða fjölskyldunnar, þann tíma sem hann hefur verið forsætisráð- herra. Það líkar löndum hans mæta vel. Það bendir ýmislegt til að það gæti orðið lýðræðinu til styrktar og portúgölsku þjóðinni til góðs, ef niðurstöður kosninganna verða á þá lund, að Sósialdemó- krataflokkurinn næði hinum langþráða meirihluta þann 19.júlí. Rúmenar sigruðu á Ólympíuleikum í eðlisfræði: Islendingur fékk viðurkenningu í fyrsta skipti Jena, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Viðari Agústssyni. VERÐLAUN á eðlisfræðileikun- um í Jena voru í dag afhent i hátiðarsal Fredrich-Schiller-há- skólans að viðstöddum mennta- málaráðherra, borgarstjóra og háskólarektor. Er þar með lokið keppni, sem var Austur-Þjóðveij- um til sóma í alla staði, góður aðbúnaður, vönduð keppnisverk- efni og nákvæmt skipulag. Eðlisfræðileikamir em keppni milli einstaklinga og sigraði Rúm- eninn Catalin Malureanu með 49 stigum af 50 mögulegum. Landi hans varð næstur, Ciprian Necula, með 45 stig, og þriðji Hollending- ur, Bastian Backer, með 44 stig. Besta stúlkan í hópnum var Didina Serban frá Rúmeníu með 42 stig. Gunnar Guðnason varð efstur íslendinganna með 24 stig og fékk hann viðurkenningu fyrir góðan árangur. Er þetta í fyrsta skipti sem íslendingur fær viðurkenningu á eðlisfræðileikunum, en 1984 skorti Vilhjálm Þorsteinsson aðeins hálft stig til að ná viðurkenningu. I óopinberri keppni þjóðanna urðu Rúmenar yfírburðasigurveg- arar, aðrir urðu Vestur-Þjóðveijar, en Kínveijar vom í þriðja sæti. Næstir og jafnir vom Áustur-Þjóð- veijar, Ungveijar, Pólveijar, og Rússar. íslendingar náðu sínum besta árangri hingað til, höfnuðu í 19. sæti af 25 með betri árangur, en Ástralía, Kanada, Ítalía, Tyrk- land og Kuwait. Næstu Ólympíuleikar í eðlisfræði verða í Bad Ischel í Austurríki í lok júní á næsta ári. Hefur öllum núver- andi þátttökuþjóðum verið boðið til leikanna og er búist við allt að 150 keppendum. 18. ólympíuleikarnir í eðlisfræði: „Auðvitað Jena- gler í tilrauninni“ Frá fréttarítara Morgunblaðsísins í Jena, UNGMENNI frá 25 þjóðum anda nú léttar í Jena þar sem þeirra hlutverki er lokið á 18. ólympíu- leikunum í eðlisfræði. Eftir er vinna dómnefndar og fararstjóra við að meta lausnir keppenda og raða í vinningsröð. Verklega verkefnið fjallaði um ljósbrot í gleri og vatni. Auðvitað var notað prisma framleitt í Jena sem fræg er fyrir linsugerð og gler- vöra. Fengu keppendur það verk- efni að framkvæma að vild mælingar til að reikna brotstuðlana. Tilraunin og skýrslugerðin tóku fímm klukkutíma. Hjörtur frá MA var hinn eini íslensku þremenninganna sem áður ðari Ágústssyni. hafði gert prisma-tilraun. „Ég þekkti tilraun þar sem kíkt var á títupijóna í gegnum prisma og framkvæmdi svipaða tilraun með strikum á blaði," sagði Hjörtur sem fór nærri réttum brotstuðli glersins. „Hins vegar náði ég ekki að reikna brotstuðul vatnsins." Leið keppenda lá í stjömuathug- unarstöðina í Jena þar sem rann- sökuð er innbyrðis afstaða stjamanna í fortíð, nútíð og framtíð. Þá fara keppendur einnig í skoðun- arferð til Buchenwald-útrýmingar- búðanna í Weimar sem enn standa sem minnisvarði um mannvonsku nasista. Hækkun áhættugjalds á ríkisábyrgðir: Nær að láta gjald- ið ná til allra skuldbindinga - segir Bragi Hannesson fram- kvæmdasljóri Iðnlánasjóðs „Ég tel eðlilegt að þeir sem njóta ríkisábyrgðar greiði fyrir hana áhættugjald, en aftur á móti hefði verið nær að láta þetta gjald ná til allra skuldbindinga, þar með talið innlendra, i stað þess að hækka gjaldið á erlend- um skuldbindingum einvörð- ungu“, sagði Bragi Hannesson, framkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs, þegar Morgunblaðið innti hann álits á þeirri ákvörðun rikis- stjórnarinnar að hækka áhættu- gjald fyrir ríkisábyrgðir um 0,5%. „Sem dæmi má nefna að ríkis- bankamir auglýsa að ríkisábyrgð sé á innlánum í þeim en fyrir hana er ekki borgað neitt áhættugjald. Það hefði verið betra að hafa gjald- ið almennara og lægra. Samkvæmt bráðabirgðalögunum verður einnig settur á sérstakur skattur á erlendar lántökur, 1-3% eftir lengd lánstímans, og mun hann án vafa hækka fjármagnskostnað fyrirtækjanna og veikja samkeppn- isstöðu þeirra. Það er mikið um framkvæmdir um þessar mundir og bjartsýni ríkjandi í mörgum grein- um iðnaðar og menn verða að passa sig á að slá ekki um of á þá bjart- sýni. Þama er verið að gera hluti sem eiga eflaust eftir að skila sér í auknum hagvexti þegar fram í sækir. Það leikur þó enginn vafi á því að þessi skattur mun þjóna þeim tilgangi sínum að draga úr eftir- spurn eftir erlendu fjármagni og er mun betur til þess fallinn en gamla skömmtunarkerfíð. Það hefði þó verið æskilegra ef þessi skattur hefði verið lagður á sem liður af endurskipulagningu skattkerfisins en ekki í snarhasti til þess eins að hjálpa til að brúa halla ríkissjóðs," sagði Bragi að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.