Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 64
! 30 DAGAR KRINGWN KblMeNH 3flf*ittmiÞIafrUji Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Dráttar- báturinn Magni til Siglufjarðar SAMKOMULAG hefur tekist með hafnarstjóra í Reykjavík og forsvarsmönnum Dráttarskips hf. um kaup á dráttarbátnum Magna samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra í Reykjavík. Ætlunin er að Magni verði notað- ur til að draga dýpkunarpramma Dýpkunarfélags Siglfirðinga í framtíðinni. Kaupverð er 3,5 milljónir sem greiðast við af- hendingu skipsins . Hannes Valdimarsson aðstoðar- hafnarstjóri í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- komulag þetta væri háð samþykki hafnarstjórnar, sem kemur saman næsta fimmtudag. Magni var smíðaður 1955 í Stál- smiðjunni í Reykjavík og er fyrsta stálskipið sem smíðað var á ís- landi, að sögn Hannesar. Skákþing- „Norðurlanda: Helgi Ólaf s- son vann Maki ÞAÐ gekk á ýmsu hjá íslending- miiim þegar önnur umferð Skákþings Norðurlanda var tefld í gær í Þórshöfn í Færeyjum. Helgi Olafsson vann Maki frá Finnlandi í 63 leikjum, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Wed- berg frá Svíþjóð í 60 leikjum og Jón L. Arnason tapaði fyri Mortensen frá Danmörku. i Mortensen er efstur ásamt Schneider frá Svíþjóð. Þeir hafa tvo vinninga. Helgi er með einn og hálfan vinning og Jón L. og Mar- geir eru með 1 vinning hvor. Þriðja umferð verður tefld í dag og þá hefst einnig keppni í opnum flokki. Slökkviliðsmaður sprautar vatni á eldinn í verksmiðjuhúsi Málningar hf. í Kópavogi svo mikill að hann verður að snúa sér frá eldinum. Morgunblaðið/Bjami i gær. Hitinn er 80 milljóna króna tjón í Kópavogi: - Verksmiðja Málningar brann til kaldra kola Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá sellulósaþynni TALIÐ er að tjón hafi numið um 80 milljónum króna er húseign Málningar hf. á Marbakkabraut 21 í Kópavogi brann til kaldra kola í gærdag og allt það sem inni var. I húsinu var verksmiðja fyrirtækisins til húsa auk skrif- stofuhúsnæðis, birgðageymslu og mötuneytis. 35 manns vinna að staðaldri í verksmiðjunni og sakaði engan þeirra nema hvað einn varð fyrir smávægilegum brunasárum er cldurimi kom upp. Slökkviliðið kom á vettvang um kl. 13.45 fullskipað auk þess sem kallað var á liðsauka frá slökkviliði Reykjavíkurflugvallar. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldhaf var mikið og breiddist það um allt húsið á örskommum tíma. Þá olli vatnsskortur nokkrum erfið- leikum, en þrátt fyrir að hús Málningar hf. stæði næst sjávar- bakkanum, var ekki hægt að dæla á það sjónum vegna óhreininda sem þar eru. Þá hefðu sogbarkarnir í slöngunum stíflast, að sögn Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra. Ibúðarhúsin vestan við hið brenn- andi hús voru í nokkurri eldhættu og var það ráð tekið að rýma þau. Eldurinn kom upp í norðausturhorni hússins á neðri hæð þess og að sögn sjónarvotta heyrðust nokkrar sprengingar áður en eldurinn bloss- aði upp. Rúnar sagði að grunur léki á að kviknað hafi í út frá sellulósa- þynni, sem væri mjög eldfimt efni. Húsið, sem er um 2 þúsund fer- metrar að grunnfleti, er tvílyft og steinsteypt með bárujárnsklæddu þaki. Húsnæðið er að fullu tryggt hjá Brunabótafélagi íslands og inn- .bú er tryggt hjá Almennum trygg- ingum. Stefán J. Guðjohnsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði óvíst hve lengi framleiðslan þyrfti að liggja niðri. Fyrirtækið hefði ekki í neitt hús að venda og ljóst væri að hús þess sem nú hefði brunnið yrði ekki byggt upp. Það væri gjörsamlega ónýtt. Sjá frétt á bls. 62-63. Uppgröfturinn í Aðalstræti: Nokkur hundruð ára krít- arpípa FORNAR mannvistarleifar hafa komið í ljós í uppgreftrinum í Aðalstræti og leifar af öskulagi frá eldgosi í Kötlu sem var um 1500. „Það merkasta sem við höfum fundið til þessa eru leifar af ösku- lagi sem nokkurn veginn er öruggt að sé frá Kötlugosi um 1500 og tvö mannvistarlög. En við erum orðin svartsýn að finna mikið heillegt hér, því mikið rask hefur átt sér stað hér fyrr á árum," sagði Mar- grét Hallgrímsdóttir fornleifafræð- ingur í gær. Mannvistarlögin eru frá 17. öld og annað frá 16. öld, en það eldra liggur beint ofan á gamla sjávarbotninum. Þá hefur fundist fullt af dýrabeinum og hluti af krítarpípu sem Margrét sagði að gæti verið nokkur hundruð ára gömul. Hitamolla á Siglufirði Siglufirði. í GÆR var heitasti dagur sem komið hefur í sumar hér á Siglu- firði og í alskýjuðu veðri fór hitinn upp í 21 stig um klukkan 17. Sól skein fyrri hluta dags og fór til dæmis hitastigið í 26-28 gráður í hádeginu, en um miðjan dag dró fyrir sólu. í gærkvöldi um kl. 21 var hitastigið á Siglufírði 19 gráð- ur. mj Frávísunarkrafa í Haf skipsmálinu: Albert vel- gjörðarmað- ur Hallvarðar MUNNLEGUR máinutningur fór fratn í gær í máli ákæruvalds- ins gegn framkvæmdastjórum Hafskips um þá kröfu verjenda að málinu verði vísað frá dómi vegna vanhæfis ríkissaksóknara, Hallvarðar Einvarðssonar, til meðferðar máisins. Ein meginröksemd verjenda með frávísuninni var sú, að rekstur Út- vegsbankans og Hafskips hefði verið það samofinn, að bankinn hefði haft boðvald yfir fyrirtækið. Hluti af þessu boðvaldi hafi verið Jóhann Einvarðsson bróðir Hall- varðar; hann væri þar með aðili málsins og Hallvarður því van- hæfur. Einnig töldu verjendurnir Hallvarð standa í slíkri þakkarskuld við Albert Guðmundsson, að tor- tryggilegt væri að Albert skyldi sleppa við málssókn. Sjá frásögn á bls 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.