Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Alþjóðaþing samtaka lækna gegn kjarnorkuvá: Rætt um afleiðíngar Chernobyl-slyssins SJÖUNDA alþjóðaþing Sam- taka lækna gegn kjarnorkuvá var haldið í Moskvu 29. maí til 1. júlí sl. Alþjóðleg Samtök lækna gegn kjarnorkuvá voru stofnuð árið 1980 fyrir tilstiUi banda- riskra og sovéskra lækna. Síðan hafa þau vaxið hratt og eiga nú 175 þúsund læknar i 599 þjóðlöndum aðild að sam- tökunum, þar á meðal læknar á íslandi. Samtökin hafa helgað sig fræðslu almennings um hinar hörmulegu afleiðingar kjamorku- stríðs og getuleysi almannavarna og heilbrigðisþjónustunnar ef til stríðs kæmi. Einnig hafa þau bent á afleiðingar kjamorkustríðs og getuleysi almannavama og heil- brigðisþjónustunnar ef til stríðs kæmi. Einnig hafa þau bent á afleiðingar tilrauna með kjam- orkuvopn. Læknar hafa einnig sýnt fram á, að þeim gífurlegu fjármunum sem nú er eytt til vígbúnaðar í heiminum væri betur varið til eflingar heilbrigðisþjón- ustu og menntunar, einkum í þriðja heiminum. Árið 1985 fengu Samtök lækna gegn kjamorkuvá friðarverðlaun Nobels fyrir störf sín í þágu mannkyns. Á þinginu í Moskvu vom sam- ankomnir 3.000 þátttakendur frá ýmsum löndum. Þingið bar yfir- skriftina: „Við verðum að taka upp nýjan hugsunarhátt ef mann- kynið á að lifa af.“ Var þar vitnað í orð Alberts Einstein þegar hann fjallaði um möguleika kjamor- kunnar. Ýmislegt athyglisvert kom fram á þinginu í fyrirlestrum, umræðum og í vinnuhópum. Meðal annars var rætt um læknisfræðilegar afleiðingar af Chemobyl-slysinu fýrir rúmu ári síðan, þá aðallega áhrif geislunar- innar. I umræðum um kjamorku- ver var mikið rætt um möguleik- ana á því að í stað kjamorku kæmi yirkjun sólarorku og vind- orku. í sambandi við orkumál var flallað um eyðingu skóga í þriðja heiminum. En þar hefur fólk ekki annan eldivið en tré og tað. Hvort tveggja hefur ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrirfijósemi jarðarinn- ar. Einnig höfðu þingmenn áhyggjur af eyðingu regnskóg- anna sem mun hafa áhrif á allan heiminn vegna minnkandi súrefn- isframleiðslu þeirra. í ljós kom að hjá 70% bama í Bandaríkjun- um var kjamorkustríð annað stærsta áhyggjuefni þeirra. í Sov- étríkjunum var það stærsta áhyggjuefni 80% bama. Einnig var kynnt athugun sem gerð var meðal sænskra bama um hvers þau myndu helst óska sér ef þau ættu sér ósk. Efst á blaði hjá flest- um bömunum var að það væri friður í heiminum. Haldinn var ýtarlegur fyrirlest- ur um geimvopnaáætlunina, hvaða tilgangi hún þjónaði hem- aðarlega og möguleika á fram- kvæmd hennar í raun. Á þinginu var haldið upp á að 10 ár em liðin frá því að bólusótt var útiýmt úr heiminum. Það tókst með bólusetningu, sem gerð var með sameiginlegu átaki þjóða heimsins, og sýnir það vel hvers þjóðimar em megnugar ef þær standa saman. Lokaniðurstaða 7. alþjóðþings Samtaka iækna gegn kjamorkuvá var sú að halda yrði áfram fræðslu meðal almenning um afleiðingar kjamorkustríðs, þar sem engin lækning mjmdi að gagni koma. Því er forvamarstarf eina raun- hæfa lausnin. Stefna samtakanna er því sú að útrýma öllum kjam- orkuvopnum úr heiminum. (Fréttatílkynning) Morgunblaðið/Theodór Einhvemtíma er allt fyrst, mamma og pabbi em ekki langt undan og Birgir Pálsson, fyrir miðju, gjald- keri Skugga, fylgist grannt með litlu dömunni. Borgarnes: Gróskumikið starf hjá hest- eigendafélaginu Skugga Borgaraesi. GRÓSKUMIKIL starfsemi hefur verið hjá hesteigendafélaginu Skugga í Borgarnesi að undan- förau. Haldið hefur verið reið- námskeið að Vindási á vegum félagsins. Farin var hópferð að Heiðarskóla í Leirársveit tii móts við hestamenn frá Akranesi. Haldin var fírma- keppni Skugga. Þá var haldið fjölmennt íþróttamót Faxa og Skugga á hringvellinum að Vind- ási. Og nýlega var haldinn árviss bamadagur, en þá er öllum bömum boðið að koma að Vindási og fara á hestbak. Að venju komu margir foreldrar með böm sín að Vindási sem er skammt ofan við Borgames og allir bmgðu sér á bak með dyggri aðstoð Skuggafélaga. - TKÞ. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með slasaðan mann á Borgarspít- alann í Reykjavík. Fjögur sjúkraflug hjá þyrlu Land- helgisgæslunnar ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, var kölluð út fjórum sinn- um á tímabilinu frá aðfararnótt föstudags til klukkan rúmlega ellefu á laugardagskvöldið. Aldrei fyrr hefur þyrlan verið kölluð út í jafnmörg sjúkraflug á svo skömmum tíma. Þyrlan fór á Selfoss aðfaramótt laugardagsins og sótti þar stúlku sem orðið hafði fyrir alvarlegu slysi í Gnúpveijahreppi. Hafði hún lent í óvörðu drifskafti á dráttarvél. Stúlkan missti annan handlegginn og fékk auk þess alvarlega höfuðá- verka. TF-Sif fór í þtjú sjúkraflug á laugardaginn. Fyrsta útkallið kom um klukkan eitt á laugardaginn frá togaranum Mánabergi sem staddur var á Halamiðum. Farið var um borð í togarann og þangað sóttur háseti sem hafði slasast á fíngri. Þyrlan lenti með manninn við Borg- arspítalann kl. 16.35. Á laugardagskvöldið kl. 21 fór þyrlan aftur af stað og lenti á Kistu- felli í Esjunni. Þar hafði maður hrapað, lærbrotnað og hnébrotnað. Var flogið með hann á Borgarspítal- ann og lent þar klukkan rúmlega tíu. Síðasta útkallið kom klukkan rúm- lega 11 um kvöldið vegna manns sem hafði fengið hjartaáfall við Surtshelli. Maðurinn var látinn þeg- ar að var komið. Morgunblaðið/Hrefna J. Frá verðlaunaafhendingu í töltí hjá eldri flokki unglinga á fþrótta- mótí Faxa og Skugga sem haldið var að Vindási. Frá vinstri: Sigríður Sjöfn Helgadóttir á Hring, sem varð í 3. sæti, Sigríður Bjaraadóttir á Stubb, sem varð í 2. sæti, Ari Guðmundsson á Glað, sem varð í 5. sæti, Herdís Halldórsdóttír á Hrefnu sem varð í 4. sætí og Kristinn Reynisson á Skuggalisu sem varð í 1. sæti. Morgunblaðið/Hrefna J. Frá verðlaunaafhendingn í fjórgangi, B-flokki, á íþróttamóti Faxa og Skugga sem haldið var að Vindási. Frá vinstri: í fyrsta sæti varð Sigrún Olafsdóttir á Svölu, í öðru sæti varð eiginmaður hennar, Skúli L. Skúlason á íru, i þriðja sæti varð Kari Berg á Smásögu, i fjórða sæti varð Gunnar Egilsson á Léttfeta og i fimmta sæti varð Sjöfn Halldórsdóttir á Lúm. GENGIS- SKRANING Nr. 125 - 8. júlí 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,090 39,210 38,990 Stpund 63,031 63,224 64,398 Kan.dollari 29,574 29,665 29,108 Dönskkr. 5,5887 5,6058 5,6839 Norskkr. 5,7993 5,8171 5,7699 Sænskkr. 6,0855 6,1041 6,1377 Fi.mark 8,7371 8,7640 8,7680 Fr.franki 6,3613 6,3808 6,4221 Bolg. franki 1,0222 1,0254 1,0327 Sv.franki 25,3831 25,4610 26,7615 Holl. gyllini 18,8322 18,8900 18,9931 V.-Þ. mark 21,2042 21,2693 21,39% ítlira 0,02930 0,02939 0,02962 Austurr.sch. 3,0166 3,0258 3,0412 Portescudo 0,2713 0,2721 0,2741 Sp.peseti 0,3072 0,3082 0,3064 Jap. ven 0,25905 0,25985 0,27058 írsktpund 56,817 56,992 57,282 SDR (Sérst.) 49,7184 49,8713 50,0617 Ecu, Evr. 44,0095 44,1446 44,3901 Beig.fr. Fin 1,0185 1,0216

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.