Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 21

Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 21
Hótel Borgames. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson kæmu við á hótelinu. Og síðast en ekki síst þá væri Sæmundur Sig- mundsson sérlejrfishafi með sér- stakar ferðir tvisvar í viku í Surtshelli, sem er í Hallmundar- hrauni ofan Húsafells. Hefði Sæmundur verið með þessar ferðir í nokkur ár og yrðu þær æ vinsælli. „Mikil verslun“ „Veðrið segir til sín og við kvört- um ekki,“ sagði Olafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borg- firðinga, Borgamesi, þegar hann var spurður um verslun ferðafólks. Sagði Ólafur að stöðug fjölgun sum- arbústaða væri í héraðinu og þetta fólk kæmi í Borgames til að versla. Og veðurblíðan í sumar sæi til þess að ferðamannaverslun væri lífleg. Þá sagði Ólafur að bæði Borgnes- ingar og ferðafólk verslaði á útimarkaði kaupfélagsins, sem væri opinn á laugardögum. í sama streng tók Stefán Har- aldsson, annar eigandi JS í Borgar- nesi, sagði hann að verslunin tvöfaldaðist hjá JS yfir sumarmán- uðina. Mikið væri um að ferðafólk og sumarbústaðaeigendur kæmu og versluðu hjá þeim, enda hefðu þeir að bjóða alla almennta matvöra, allt á grillið og hreinlætisvöra. Þá sagði Stefán að mikil sala væri í grillvörum, mun meiri en sl. sumar. Bætt aðstaða Nýlega hefur verið lokið við frá- gang á stórbættri aðstöðu á tjald- stæði Borgameshrepps við Brúartorg. Að sögn Guðmundar Finnssonar verkstjóra hefur aðsókn á tjaldstæðið aukist jafnt og þétt á liðnum áram, en stóraukist núna eftir að aðstaðan var bætt. Sagði Guðmundur að nú væri einnig gæsla á daginn og frameftir kvöldi. Þá sagði Guðmundur að innan skamms yrði komið upp tveimur raflýstum vegvísum fyrir ferða- menn til að átta sig á götuheitum og staðsetningu stofnana og fyrir- tælq'a. Yrði skiltunum komið upp við Brúartorg og í Sandvíkinni þar sem komið er inn í bæinn. Væri það JC félagið í Borgamesi sem að stæði fyrir gerð þessara vegvísa. - TKI> Morgunblaðið/Sigurður H. Þoreteinsson Laugarhóll við opnunina þann 17. júni. Bjarnarfj örður: Þrír ættliðir reka hótel Ný atvinnutækifæri á Ströndum Laugarhóli. ÞRÍR ÆTTLIÐIR kvenna standa nú í hótelrekstri á Ströndum, við sumarhótelið á Laugarhóli. Þarna reka sjö konur úr Bjarnar- firði hótel i heimabyggð sinni, sem hefir þegar vakið athygli víða um land. Taka þær á leigu heimavist og félagsheimili hér á Laugarhóli sumarlangt, meðan skólinn ekki starfar, og skapa sjálfum sér og fleirum atvinnu, en fjármagn það sem myndast með þessum atvinnurekstri yerð- ur eftir í heimabyggðinni. Þessar þijár konur er standa að rekstri og starfí við sumarhótelið á Laugarhóli era þær Þórdís Lofts- dóttir í Odda í Bjamarfirði, dóttir Ema Amgrímsdóttir í Baldurshaga og Aðalbjörg Steindórsdóttir á Klúka. Auk þess starfa við hótelið þær Hafdís Baldursdóttir í Baldurs- haga og Hallfríður Sigurðardóttir á Svanshóli. Konumar í Bjamarfirði fóra að ræða málið sín á milli síðastliðið haust og varð endirinn sá að þær gerðu tilboð í rekstur sumarhótels- ins á Laugarhóli, seinnipart vetrar. Var tilboði þeirra tekið af hússtjóm og blómstrar nú rekstur þeirra. Hópar era bókaðir um hveija helgi í allt sumar, að vísu misjafn- lega stórir, eða allt upp í heilu ættarmótin. Þá koma einnig félög og hópar, sem hafa með sér harm- Þrír ættliðir við hótelið. Frá vinstri: Þórdfs, Erna og Hafdís. hennar, Ema Amgrímsdóttir í Baldurshaga, og enn dóttir hennar, Hafdís Baldursdóttir, til heimilis á sama stað. Tvær þær fyrstnefndu standa að rekstrinum, en sú síðast- nefnda er starfsstúlka við hótelið. Það hefir vakið talsverða athygli að konur í Bjarnarfírði skyldu taka sig til og skapa atvinnutækifæri í Bjamarfirði á þennan hátt, auk þess að flytja atvinnureksturinn heim í hérað. Ber gestum auk þess saman um góðan viðurgeming hót- elstýranna, sem leggja sig fram um að taka á móti þeim. Það era eftir- taldar konur sem að rekstrinum standa: Drífa Helgadóttir á Kaldr- ananesi, Alda Sigurðardóttir á Kaldrananesi, Sólveig Halldórsdótt- ir í Framnesi, Amlín Óladóttir á Bakka, Þórdís Loftsdóttir í Odda, oniku eða eigin skemmtikrafta og gera sér þama glaðan dag um helgi. Ekki þykir verra að hafa sund- laugina, sem nú er í fullri notkun, eftir að byggingu sundskýlanna lauk. Hana heimsækir einnig fólk úr Bjamarfirði, frá Hólmavík og Drangsnesi og jafnvel víðar af Ströndum, auk gestanna á hótelinu. Stutt er á rekaviðaríjöramar fyr- ir mynni Bjarnaríjarðar og margt þar að skoða, fram í Goðdal og Sunndal og svo kemur veiðin í Bjamarfjarðará. Þá hefir verið þó nokkuð að gera í miðri viku og má segja að sú umferð skili sér vel. Ferðamennska á Strandir er þannig greinilega að aukast, enda er þetta að mestu ónumið land fyrir ferðamenn. SHÞ. Hótelstýra og starfslið: Þórdís, Sólveig, Erna, Hallfríður, Alda, Amlín og Hafdís. A myndina vantar Drífu og Aðalbjörgu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.