Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 1
88 SIÐUR B
161. tbl. 75. árg.
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Noregur:
Rúmensk
íþrótta-
stjarna
biðst hælis
Ósló. Frá Jan Erik Laurc, fréttaritara
Morgunblaðsins.
RÚMENSKA blakstjarnan Crina
Rauta hefur beðist hælis i Nor-
egi. í Rúmeníu á hún eiginmann
og 18 mánaða gamlan son og
vonast hún til þess, að þeim verði
leyft að fara úr landi, svo að Qöl-
skyldan geti sameinast á ný.
Crina bað um landvist í Noregi
í maímánuði þegar hún var þar í
keppnisferð með rúmenska landslið-
inu vegna Evrópumeistaramótsins
í blaki. Ekki hefiir þó verið greint
opinberiega frá máli hennar fyrr
en nú.
Skömmu áður en liðið átti að
fara heim fóru flestar félagskvenn-
anna í innkaupaferð og notaði Crina
þá tækifærið og tók saman föggur
sínar. Hún fór síðan huldu höfði
um götur Óslóborgar, þangað til
hún var þess fullviss, að liðið væri
farið. Þá gaf hún sig fram við lög-
regluna.
Crina segir, að hún hafi ekki
getað hugsað sér að búa lengur í
Rúmeníu. Flóttann skipulagði hún
í samráði við eiginmann sinn og
töldu þau það vænlega leið til þess
að feðgamir fengju einnig að yfir-
gefa landið, þar sem Rúmenía hefur
skrifað undir ASSE-samninginn,
sem kveður á um sameiningu fjöl-
skyldna. Sennilega eiga þó eftir að
líða nokkur ár áður en eiginmaður
og sonur fá brottflutningsleyfi —
ef þeir þá fá það nokkum tíma.
Crina byijar að öllum lfkindum
að leika með norsku blakliði þegar
á hausti komanda.
Bandaríkin:
Hærra olíu-
verð vegna
spennu á
Persaflóa
New York. Reuter.
BÚIST er við, að hráolíuverð
í Bandaríkjunum hækki á nýj-
an leik í næstu viku vegna
óvissu- og spennuástandsins á
Persaflóasvæðinu, að sögn
sérfræðinga.
Verðið hækkaði aðeins lítils
háttar í gær eftir umtalsverðar
hækkanir fyrri hluta vikunnar.
Hækkunin nam meira en einum
dollara á bandarískum mörkuð-
um, og var verðið þá komið í
22,40 dollara tunnan.
Sérfræðingar segja, að verðið
á tunnu kunni að fara upp í 23
dollara í næstu viku, þegar til
þess kemur, að bandarísk stjóm-
völd framfylgja þeirri stefnu
sinni að verja kúvæsk olíuskip
á Persaflóa.
Er nýtt gíslamál í
uppsiglingu í Iran?
London, Washington, Reuter.
ÍRANIR skýrðu frá því i gær, að frönsku sendiráðsmennirnir
í Teheran yrðu handteknir fyrir njósnir og mál þeirra afhent
íslömskum dómstólum. Er óttast, að það sama bíði annarra
franskra borgara í íran.
Iranska fréttastofan IRNA hafði
það í gær eftir Ali Akbar Mohtas-
hemi, innanríkisráðherra írans, að
frönsku sendiráðsmennimir yrðu
handteknir fyrir njósnir og undir-
róðursstarfsemi og afhentir
íslömskum dómstólum. Sagði hann,
að Iranir hefðu undir höndum skjöl,
sem sönnuðu, að starfsmenn sendi-
ráðsins og ræðismannsskrifstof-
unnar í Teheran hefðu hjálpað
gagnbyltingarmönnum við að kom-
ast úr landi. Sagði IRNA í gær, að
lögreglan væri þá að umkringja
franska sendiráðið.
15 manns starfa við sendiráð
Frakka í Teheran en í íran öllu eru
200 franskir borgarar. Óttast
Frakkar, að allt þetta fólk verði
tekið í gíslingu eins og var með
Bandaríkjamennina í Teheran árið
1979 og einnig, að stjómmálaslit-
anna við íran verði hefnt á frönsku
gíslunum í Líbanon. í gær hringdi
maður til fréttastofu í Beirut og
sagði, að tveir franskir gíslar yrðu
líflátnir.
Bofors-málið:
Embættís-
manni í
Singapore
mútað
Stokkhólmi, Reuter.
LÍKLEGT er talið að kæra,
sem lögð hefur veríð fram á
hendur embættismanni í
Singapore fyrir að hafa þegið
mútur af sænska Bofors-fyrír-
tækinu, muni leiða af sér nýja
rannsókn á málum fyrirtækis-
ins. Þetta kom fram í viðtali
við einn af sækjendum máls-
ins, sem höfðað hefur verið á
hendur Bofors í Svíþjóð.
„Það lítur allt út fyrir að við
munum he§a fmmrannsókn á
málum Bofors 5 Singapore," sagði
sækjandinn, Lars Ringberg, í við-
tali við Svenska Dagbladet. Nú
stendur yfir rannsókn sænskra
yfirvalda á athöfnum fyrirtækisins
eftir að Bofors viðurkenndi að hafa
smyglað eldflaugum til ríkja í mið-
austurlöndum, sem samkvæmt
sænskum vopnaútflutningslögum
má ekki selja vopn.
í aprílmánuði stöðvuðu yfirvöld
útflutning fyrirtækisins á vopnum
til Singapore þar sem gmnur lék
á að þau væm endurútflutt til
annarra ríkja á ólöglegan hátt.
Embættismaðurinn í Singapore,
Tan Kok Cheng, var í gær ákærð-
ur fyrir skjalafals.að hafa gefið
rangar upplýsingar og að hafa
þegið mútur að upphæð um
900.000 Bandaríkjadalir (36 millj-
ónir króna) fyrir að hafa heitið
Bofors hjálp við að fá reista eld-
flaugaverksmiðju í landinu. Tan
var framkvæmdastjóri fyrirtækis,
sem sér her Singapore fýrir vopn-
um.
V estur-Þýskaland:
Rannsaka
staðhæfingar
um blóðsmygl
Brussel, Reuter.
TALSMAÐUR belgískra yfir-
valda sagði í gær að verið væri
að rannsaka fullyrðingar vest-
ur-þýska dagblaðsins Bild þess
efiiis að órannsakað mannablóð
frá Afríkuríkinu Zaire hefði ver-
ið flutt með ólöglegum hætti til
V estur-Þýskalands.
Alnæmi (AIDS) er mjög útbreitt
í Zaire og nálægum ríkjum en emb-
ættismaðurinn sagði að strangar
reglur giltu varðandi innflutning á
blóði til Belgíu. Hann sagði að inn-
flutningsleyfi fyrir blóði hefðu ekki
verið veitt í allmörg ár.
Vestur-þýska blaðið hélt því fram
í gær að blóðið hefði uppmnalega
verið flutt til Belgíu og þá verið
merkt sem dýrablóð en síðan hefði
blóðið verið selt sem mannablóð til
vestur-þýskra sjúkrahúsa án þess
að rannsakað hefði verið hvort það
væri sýkt af alnæmi.