Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 Dótturdóttir Charcots í pílagrímsferð til Islands Madame Vallin-Charcot, sonardóttir landkönnuðarins dr. J.B Charcots, er komin ásamt manni sínum til íslands til að sjá m.a. staðinn þar sem skip afa hennar fórst fyrir 50 árum. Til íslands eru komin frönsk hjón, Vallin-Charcot. Konan er dótturdóttir dr. Jean Babtiste Charcot, vísindamannsins fræga og landkönnuðarins, sem fórst með svo sviplegum hætti með skipi sínu„ Pourquoi pas?“ við Mýrar 15. september 1936, svo sem ýtarlega var írá sagt í blöðum hér á landi á sl. hausti. Nú er dótturdóttir hans komin til íslands. Hún hafði alltaf heyrt mikið talað um afa sinn, en allar þær minningarhátíðir og sýningar, sem efht var til í Frakklandi á liðnu ári, bæði í París og St. Malo, þegar 50 ár voru firá dauða hans, urðu til þess að henni fannst hún þurfa að koma til íslands í nokkurs konar pílagrímsfor. Madame Charcot var mánað- argömul þegar sjóslysið varð við Mýrar. En dr. Charcot fékk að vita um fæðingu þessa nýfædda bamabams síns í bréfi, sem hann fékk hér í Reyjavík, segir hún. Pourquoi pas? kom inn til Reykjavíkur úr Grænlandsleið- angri 3. september 1936 til að fá vélaviðgerð og var henni ekki lok- ið fyrr en 13. september og skipið sigldi svo þann 15. úr Reykjavík- urhöfn á vald örlaga sinna. En meðan þeir dvöldu hér fékk leið- angursstjórinn sem sagt fréttina, sem gladdi hann svo mjög, um að honum væri fædd dótturdóttir. Og þá var slegið upp veislu um borð. Tveir aðrir leiðangursmanna höfðu líka fengið í bréfum fréttir af fæðingu barna sinna og ný- fæddu börnunum þremur var vel fagnað. Því má skjóta hér inn í, að í bók sinni um dr. Charcot segir Thora Fridriksson, sem var mikil vinkona fjölskyidunnar, frá að- draganda þessarar fæðingar eða brúkaupi elstu dóttur Charcots, móður konunnar sem nú er komin til íslands í pílagrímsför:„Faðir hennar vildi að hjónavígslan ætti að fara fram í hinni litlu og gömlu kirkju í San Servan, litla bænum rétt hjá St. Malo. Ef dóttir hins þekkta og fræga Charcots hefði gifzt í einni skrautkirkjunni í París, þá hefði það verið viðburður í heimsborginni og hann þurft að bjóða fjölda mikilmenna sem voru vinir hans; en það var honum á móti skapi. I brúðkaup dóttur sinnar vildi hann aðeins bjóða þeim sem höfðu verið hásetar og félagar hans á hinum hættuiegu ferðum hans. Hann sat þarna umkringdur einungis sjómönnum, konum þeirra og dætrum: þetta þótti honum vera sín íjetta íjöl- skylda og allir gestirnir ljómuðu af gleði af því að sjá átrúnaðar- goð þeirra hamingjusaman". Og margir þeirra hafa verið sömu sjómennirnir og leiðangursmenn- irnir sem sátu sumarið eftir síðustu veisluna til að fagna fæð- ingu dótturdótturinnar um borð í Pourquoi pas? í Reykjavíkurhöfn. Dótturdóttirin kveðst hafa alist upp við sögur um dr. Charcot, þótt ekki hefði hún séð hann sjálf- an. Fjölskylda hennar býr enn í stóra húsinu í Neully, þar sem engu hefur verið breytt frá því dr. Charcot fórst fyrir 50 árum. Skrifstofan hans er enn eins og hann skildi við hana og húsinu er vel haldið við, var tekið í gegn í fyrra áður en athyglin beindist svo að öllu sem dr. Charcot við- kom. Lýsti franska útvarpið því í langri dagskrá um vísindamann- inn og landkönnuðinn á sl. hausti hvernig allt minnti þar á þennan fræga mann. Madame Vallin- Charcot segir að móðir sín sé nú orðin of heilsutæp og gat því ekki verið við hátíðahöldin. Ekkja Charcots dó 1971.,, Hún var dásamleg kona. Og skyndilegt fráfall hans lagðist lengi þungt á hana. Hún hafði heitið því þegar hún giftist þessum æfintýra- manni, sem var svo mikið í burtu á íjarlægum og hættulegum slóð- um, að hún skyldi vera hugrökk og aldrei gráta. Og það efndi hún. Felldi ekki tár fyrr en eftir að hann var horfinn. En þá grét hún líka! Hún var mikil kona og skapföst." „Það er mjög mikilvægt að halda við slíkum minningum og minjum, svo að börnin læri eðli- lega um það og þekki rætur sínar. Þetta stendur mér allt mjög nærri. Þegar minningarathöfnin var í St. Malo í fyrrasumar, þá vorum við þarna samankomin við messu afkomendur mannanna sem fórust með Pourquoi Pas? Það snart mann djúpt. Og því er ég nú komin til Islands til að kynn- ast öllum þeim stöðum sem afi kom á hér. Við erum að fara upp í Borgarnes og á Mýrar, til að sjá með eigin augum staðinn þar sem Pouquoi Pas? fórst. Við munum hitta fólkið sem enn er á lífi og upplifði atburðinn og bjargaði Gonidec, eina skipvetjanum sem komst af og við ætlum til Akur- eyrar, þar sem skipið kom. Við erum búin að fara í Þjóðminjasaf- nið, þar sem eru munir úr skipinu , sem fundust við köfun. Og á einni háskólabyggingunni þarna rétt hjá ( húsi jarðfræðideildar) er upphleypt ur minningarskjöld- ur með andlitsmynd af dr. Charcot. Geturðu sagt okkur hvar er leiðið með minningarskildi í kirkjugarðinum? Við viljum fara ein og hljóðlega þessa pílagríms- för hér“, sagði Madame Vallin- Charcot og auðfundið var að maður átti að leyfa henni að eiga þessar stundir á Islandi sem mest í friði. - E.Pá. Flug og bíll: í veröinu sem miöast viö íióra í bíl í eina viku er inniíaliö: Kaskótrygging, ótakmarkaöur akstur, sölu- skattur og flugferðir báöar leiöir. Hægt er aö bjóða góöan barnaafslátt. Feröamiöstööin hefur einnig úrval sumarhúsa í Evrópu. Komdu og fáöu bæklinga og þú getur skipulagt þína eigin ferö meö okkar aöstoö. FWG 06 BÍU ! LUXEMBURG ■ 13.095 j l KAUPM.HÖFN 13.905 | ■ LONDON 17.571 ■ ! AMSTERDAM 15.150 ; i HAMBORG 15.800 1 SALZBURG 18.936 j 1 GLASGOW 15.489 | L • j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.