Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 43
4- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 43 Kveðjuorð: Birgir Harðarson framkvæmdastjóri Birgir frændi er dáinn. Hann dó í fjarlægu landi þar sem hann starf- aði fyrir þjóð sína og vann henni bæði gagn og sóma. Hann var son- ur afa okkar og ömmu, Harðar Guðmundssonar og Guðrúnar Klemensdóttur sem eiga heima í Alfheimum 26 í Reykjavík. Þeir sem með honum unnu ljúka lofsorði á þann velvilja og þá lipurð sem hann sýndi ætíð í samskiptum við annað fólk. En þó að Birgir frændi væri til stórra verka kallaður og hefði mik- il umsvif, bæði hér heima og erlendis, gleymdi hann þó ekki unga frændfólkinu sínu. Systkinum sínum, þeim Kristínu, Pálma og Viðari, sýndi Birgir frændi ætíð mikla tryggð og hjálp. Þau mátu hann öll mikils ekki aðeins sem bróður heldur og líka sem vin og félaga. Við skynjuðum hann ekki sem hinn athafnasama fram- kvæmdastjóra mikils fyrirtækis. Til þess erum við of ung. I okkar huga er hann góður, glaður vinur sem ætíð sýndi okkur hlýhug þegar fundum bar saman. Lítil börn eru líka menn. Eflaust sjáum við tilveruna í öðru ljósi en hinir fullorðnu. Mat okkar á því fólki sem við eigum samskipti við er háð því hvemig það kemur fram við okkur, en óháð öllu hefðar- standi athafnalífsins. Birgir frændi var elskulegur maður sem gott var að eiga að vini. Hann hvarf alltof fljótt héðan frá okkur. Sá sem skilur eftir sig ljúfar minningar í vitund lítils bams gleymist ekki. Gleðigeislarnir lýsa inn í framtíðina og varpa birtu jafnt yfir gengin og ógengin spor. Þannig munum við Birgi frænda og þökkum honum stuttar en góðar samverustundir. Hermann Örn, Linda Björk, Guðrún María. Breytingar á Hótel Borg* MIKLAR breytingar hafa verið gerðar undanfarnar vikur á Hót- el Borg, einkum á veitingasal hótelsins. Sú ákvörðun var tekin að loka ekki hótelinu meðan breytingamar væru gerðar held- ur lofa gestum að fylgjast með framkvæmdum og gefa ábend- ingar. I samtali við Morgunblaðið sögðu þeir Rögnvaldur Olafsson fram- kvæmdastjóri hótelsins og Auðunn Ármannsson aðstoðar hótelstjóri að fyrirmyndin að þessum breytingum væri sótt til Evrópu og Skand- inavíu. Stefnt væri að því að fá fram létt yfirbragð þar sem öll þjón- usta og afgreiðsla gengi fljótt og vel fyrir sig. Þeir sögðu að nýi veit- ingasalurinn væri að hluta til dæmigert kaffihús með úrvali smá- rétta og kaffítegunda en einnig væri boðið upp á hádegishlaðborð með heimilismat og kaffíhlaðborð með lifandi tónlist. Lögð hefur verið áhersla á að draga fram upphaflegan virðuleika hússins. Gylling í lofti hefur verið kölluð fram á nýjan leik, útlit mat- seðla hannað í stíl við hina boga- dregnu glugga og boðið verður upp á lifandi tónlist á eftirmiðdögum. Þeir Rögnvaldur og Auðunn kváðust mjög ánægðir með breyt- ingamar og hvemig að þeim var staðið. Sögðu þeir að í þær vikur sem breytingamar hefðu staðið yfír hefðu ábendingar gesta oft verið teknar til greina og aðsókn að veit- ingasalnum hefði farið stöðugt vaxandi þrátt fyrir litlar sem engar auglýsingar. „Við viljum að þessi staður höfði til allra enda vom bamastólamir það fyrsta sem við keyptum,“ sagði Auðunn að lokum. Nítján ára finnsk stúlka með áhuga á ferðalögum, bréfaskriftum o.fl.: Tiina Aflecht, Laitiala, 16790 Manskivi, Finland. Finnsk kona, 26 ára, með áhuga á ferðalögum o.fl.: Leena Aflecht, Laitiala, 16790 Manskivi, Finland. Einstæð 25 ára finnsk kona, sem á ungan son, vill eignast pennavini á íslandi. Hefur áhuga á útivem, listum og tónlist: Tuula Stranius, Punkkerikatu 4 As 19, 53850 Lappeenranta, Finland. Setán ára finnsk stúlka með áhuga á hundum, tónlist og íþrótt- um: Jaanika Blomster, Aallonhuippu 5A19, SF-02320 Espoo, Finland. Þrettán ára enskur piltur, leikur á trompet og hefur áhuga á sögu víkinganna, teikningu, íþróttum o.fl.: Sam Jones, 196 Cable Street, London E1 OBL, England. Frá Bandaríkjunum skrifar 33 ára karlamaður með áhuga á sögu, tónlist, bókalestri, póstkortum og frímerkjum: Jimmy McVey, P.O.Box 719, Garrison, Texas, U.S.A. steinsnar með Flugleiðum Vissirðu að Flugleiðir fljúga allt að þrisvar í viku til Færeyja? Þessar sérstæðu eyjar er einkar forvitnilegt að sækja heim, til að kynnast grönnum okkar, menningu þeirra og gestrisni, svo og náttúru landsins. S Þér býðst flugið: ^ REYKJAVIK-FÆREYJAR-REYKJAVIK PEX kr. 11.530 Þú átt einnig möguleika á hringflugi, með viðkomu á nokkrum stöðum: REYKJAVÍK-FÆREYJAR-GLASGOW-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 18240. REYKJAVÍK-FÆREYJAR-BERGEN-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 19.360. REYKJAVÍK-GLASGOW-FÆREYJAR-BERGEN-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 25.730. Taktu þig til, Færeyjar eru skammt undan. SD/S FLUGLEIÐIR --fyrir þig_ Miðað er við háannatíma, júní júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.