Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897
I*
Pyrmo
__ Bíla- „
snyrtivorur
%
Bón Hreinsiefni Gluggakítti Lökk
Vestur-þýsk gæðavara á góðu verði
Þekk/ng Reynsla Þjónusta
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Eru ekki allir spenntir?
Bílbelti fyrir fram- og aftursæti
Barnabílbelti - barnaöryggisstólar
Barnabílpúðar - burðarrúmsbelti
Öryggið ofar öllu!
ináúst
BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62
Stórmarkaður bíleigenda
F egrunarmeðul úr
ríki náttúrunnar
Um aldaraðir hafa jurtir og
grös verið notuð erlendis til
lækninga og í fegrunarlyf.
Ekki er þetta óþekkt fyrirbæri
hér heima, því margskonar
grasaseyði hafa verið notuð
með góðum árangri til lækn-
inga. Ymsar jurtir og grös sem
hér fást eru notuð i böð og
áburði, og fara hér á eftir
nokkrar ábendingar.
í eldhúsinu eða ísskápnum má
oft finna ágætis efni í húðkrem
sem vinnur gegn feitri, þurri, eða
hrjúfri húð. Þannig eru til dæmis
agúrkusneiðar góðar fyrir feita
húð, og sama er að segja um
hakkaða steinselju hrærða út í
lítinn skammt af jógúrt. Óhreina
húð er gott að hirða með hveiti-
klíði, sem hrært hefur verið út
með soði af rósmarín eða birki-
laufi.
Ef vandinn er þurr eða hrjúf
húð má nota næringarkrem búið
til úr sýrðum rjóma, sem hrært
er saman við örlitla majónsósu og
olíu úr hörfræi. Við hrukkum er
gott að nota áburð sem búinn er
til úr pela af mjólk, örlitlum þeyti-
ijóma og átta spínatsblöðum.
Blöðin eru soðin í mjólkinni í
nokkrar mínútur, soðið síað frá
og blöðin látin kólna áður en þau
eru lögð á húðina. Gott er að láta
blöðin liggja á húðinni í um
hálftíma, síðan er húðin þvegin
með spínatsmjólkinni, og loks er
þeyttur tjómi borinn á húðina.
Fótaböð
Það er nauðsynlegt að hugsa
vel um fætuma til að auka vellíð-
an. Þessvegna ætti það að vera
föst venja að fá sér fótabað svona
tvisvar í viku. Einfaldast er að
bæta aðeins nokkrum skeiðum af
grófu sjávarsalti út í baðvatnið,
og á það að draga úr þreytu. Þá
er hressandi að setja eplaedik út
í vatnið, og einnig má nota ýmsar
olíur, eins og t.d. furunálaolíu.
Þeir sem hafa aðgang að rauð-
smára ættu að tína hann fyrir
fótabað. Þá eru blóm og blöð fyrst
þurrkuð, til dæmis í ofni, sem þó
má ekki vera heitari en rúmlega
30 gráður. Svo er smárinn tættur
niður, og lófafylli bætt út í bað-
vatnið. Svona fótabað er sérlega
gott fyrir þá sem þjást af fótraka.
Ýmislegt
Laukvatn fyrir hárið
Laukvatn er mjög gott hárvatn
fyrir þá sem vilja örva hárvöxt-
inn. Laukurinn er hakkaður og
sjóðandi vatni hellt yfír hann.
Þetta er látið kólna, og vatnið
síðan síað frá og notað sem skol-
vatn.
Olía í asetonið
Aseton, sem notað er til að
taka burtu naglalakkið, fer ekki
alltaf of vel með neglurnar. Það
er því gott að bæta út í asetonið
jarðhnetuolíu, sem verndar fingur
og neglur.
Fyrir þreytt augu
Það er mjög frískandi fyrir
þreytt augu að skola þau úr volgu
saltvatni. Einnig er gott fyrir þá
sem eru að ná sér í kvef að skola
hálsinn úr saltvatni.
Næring fyrir hálsinn
Til að halda húðinni á hálsinum
mjúkri er gott að bera á hana
nærandi áburð búinn til úr jöfnum
skömmtum af hunangi og baðm-
olíu, sem tveimur eggjarauðum
er hrært út í.