Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 57 Risinn á póstkorti: hugmyndin röng? Kaillis: fundarlaun iokkuðu. Papandreou, að hann lægi á hafs- botni nálægt vitanum við höfnina og gaf upp nákvæma staðsetningu. Siglt var með hana þangað f bát, en til þess að leika á hana fór skip- stjórinn með hana í aðra leitarferð frá öðrum stað og sagði henni að vísa á risann. Hún gaf skipstjóran- um merki um að stanza á nákvæm- lega sama stað og í fyrri ,'erðinni. Alekos Eleftheriou, aðstoðar- hafnarstjóri í Rhodos, telur sig hafa séð „hnefann" fyrstur manna þegar María Papandreou fékk hann til að kafa niður að „risanum" ásamt fé- laga hans í október í fyrra. Þeir þóttust geta staðfest „sýn“ Dank- baars og ákveðið var að kanna málið betur. Kaillis fékk Stathis Alexandris siglingamálaráðherra til að leyfa leitina, sem var kostnaðarsöm, og gríska stjórnin reyndi að láta lítið á henni bera. Melina Mercouri hefur harðlega gagnrýnt Alexandris, sem er einn helzti keppinautur hennar, og sagt að hann hafi gert sig að fífli. Andstæðingar hennar segja að henni hafí gramizt að ráðuneyti hennar fékk ekki að stjóma björg- uninni. Til Damaskus Kaillis hefur lengi haft áhuga á risanum á Rhodos, sem hrundi í jarðskjálfta um 70 árum eftir að hann var reistur á árunum 304 til 294 f.Kr. Risinn var minnisvarði um sólguðinn Helios, „vemdara Rhodos", og ákveðið var að reisa hann þegar eyjarskeggjar höfðu staðizt umsáttur Makedóníumanna í eitt ár. Myndhöggvarinn, Chares frá Lindus, fyrirfór sér þegar verk- Hin sjö furðuverk fomaldar: Þýramídarnir í Egyptalandi, núrarnir niklu { Babýlon svifgarðarnir fi Babýlon cru oftar taldir .-uinað ínrðuverkið), Seifslíkneski Feidíasar í Ólympíu, musteri Artemisar Díönu) f, Efesus, grafhýsi Mausolosar ií Halík- arnossos, risastyttan af Helíosi við hafharmynnið á Rhodos og vitinn á eyjunni Faros við Alexandríu. inu var lokið. Sumir sögðu að hann hefði ekki talið sig fá nógu mikla viðurkenningu fyrir afrekið; aðrir að hann hefði komizt að reiknings- skekkju, sem hann hefði gert. Fílon frá Byzantfum (Istanbul) taldi risann eitt af „sjö furðuverkum heims" (sjá teikningu), en hann hmndi í jarðskjálfta 226 f.Kr. Á 1. öld f.Kr. kannaði rómverski sagn- fræðingurinn Plinius hið fallna furðuverk og ritaði: „Þar sem útlim- imir hafa dottið af má greina stór holrúm innan í styttunni." Á lO.öld e.Kr. skrifaði Konst- antín keisari VI að þegar arabíski hershöfðinginn Mavias hefði komið til eyjunnar 663 e.Kr. hefðu leifar styttunnar verið seldar Gyðinga- kaupmanni frá Edessa, sem verzlaði með brotajárn. Hann á að hafa flutt þær til Damaskus á 980 úlföldum og málmurinn mun hafa verið not- aður til að búa til potta og pönnur. Dankbaar telur að flóðalda hafi steypt styttunni um koll. Jarðsig hafi orðið í jarðskjálftanum og sjór flætt yfír hana. Samkvæmt sýn hennar stóð risinn ekki klofvega yfír hafnarmynninu eins og hann er sýndur á póstkortum. Samsæri hafnað Frú Dankbaar hefur sagt Brian Inglis, höfundi hinnar væntanlegu bókar um sálarrannsóknir hennar, að Kaillis hafí reynt að eigna sér heiðurinn af því að risinn fyndist. Bæði tvö vonuðust til að geta krækt sér í fundarlaun, sem þau gerðu ráð fyrir að gríska stjómin mundi bjóða. Þeir sem finna fommuni í Grikkl- andi fá allt að helming andvirðis þeirra í fundarlaun samkvæmt þar- lendum lögum. Að sögn Inglis hefur hann ekki þekkt Dankbaar lengi. Þegar „Sunday Times“ hafði tryggt sér réttinn til að birta kafla úr bók hans um hana í vor fóru þau saman til Rhodos til að fylgjast með björg- un „risans." Inglis telur fráleitt að ætla að Dankbaar hafí samþykkt að taka þátt í gabbi. Hann heldur að hún hafí í raun og veru „séð“ eitthvað við Rhodos 1985, en trúlega ekki hluta af risanum. Hann viðurkennir að ekki sé óhugsandi að einhver hafi fleygt „hnefanum" í sjóinn. „Sunday Times" dregur í efa kenningar, sem hafa komið fram um samsæri. Blaðið spyr hvemig á því geti staðið, að ef einhver hafi viljað blekkja heiminn hafí hann búið til hnefa, sem auðsætt hafí verið að sérfræðingar mundu ljóstra upp um á skömmum tíma. Það bendir líka á að Rhodos er lítil eyja og slíkt gabb hefði ekki farið fram hjá neinum; þurft margra mánaða undirbúning, kostað mikil fjárútlát, krafízt þó nokkurrar þekkingar og spurzt út. Einnig segir „Sunday Tirnes" að hafí frú Dankbaar tekið þátt í gabbi hafí hún sýnt því merkilega lítinn áhuga þangað til á þessu ári. Hún hafí ekki átt hugmyndina að bók Inglis, heldur vinkona hennar (María?), sem segir að sögn blaðs- ins: „Án mín væri hún ennþá í Adelaide. Hún er ekki vafasöm eða óheiðarleg á nokkum hátt. Anna trúir því enn að risinn sé þarna, hvað sem hver segir.“ John Barron, prófessor í grísku við háskólann í London, sem kann- aði steininn fyrir blaðið, telur að hann sé hvorki hönd, fótur né ein- hver annar hluti af styttunni. Rispumar séu tiltölulega nýlegar, en hins vegar ekki eftir skurðgröfu. Hann telur að mannshönd hafi höggvið rákir í steininn einhvern tíma á síðustu 200 ámm, þótt hann hafí ekki legið á sjávarbotni nema í nokkur ár. Hann kann enga skýr- ingu á þessu, þótt Grikkir séu sannfærðir um að þetta sé síðasta gabbið af mörgum í sögu fomleifaví- sinda. Barron var sýnd kvikmynd, sem var tekin af sjávarbotninum við Rhodos úr björgunarskipinu „Posei- don“. Samkvæmt henni virðist botninn þakinn ýmsum munum, þar á meðal leirkrukkum og fallbyssuk- úlum. Mesta athygli vekur að sögn „Sunday Times" að þar virðist vera hlutur, sem iíkist sólstaf og kann að hafa prýtt höfuð risans. Meinfysní Risamálið á Rhodos hefur valdið Grikkjum hugarangri, en ekki er laust við að meinfýsni gæti í röðum stjómarandstæðinga. í ritstjórnar- greinum grískra blaða hefur „tröl- íaukinn" bamaskapur verið gagnrýndur og sagt að grísku stjórninni hafi orðið á „risastór mistök". Ibúar Rhodos hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þeim gremst að stór- laxar frá Aþenu hafi gripið fram fyrir hendumar á þeim og svipt þá mikilvægum tekjum af ferðamönn- um. Þó telur „Sunday Times“ ekkert benda til þess að ferðaþjón- ustufólk á Rhodos hafí staðið í tengslum við frú Dankbaar. „Ég held að steinninn hafí ekki verið rannsakaður til hlítar,“ segir Kaillis og er greinilega ekki á þeim buxunum að gefast upp. „Ég vil fá fleiri erlenda fomleifafræðinga til að koma og rannsaka hann.“ Virtur vísindamaður virtist vilja gera gott úr öllu og sagði: „Það jákvæða, sem þetta hefur haft í för með sér, er að leitinni að risanum kann að verða hraðað," Ion Papac- hristodoulou, forstöðumaður þjóðminjasafns Tylftareyja, sagði: „Hrein hending ræður því að steinn- inn líkist mannshendi. Á honum eru engar sjávarlífverur svo að heitið geti. Honum hefur greinilega verið hent í sjóinn ekki alls fyrir löngu." Þrátt fyrir allt þykir steinn frú Dankbaars svo merkilegur að hann er varðveittur á hluta af lóð Kross- farahallarinnar, sem er lokaður almenningi. GH Bandaríkin: 95 milljón- ir dollara í skaðabætur* Washinglon. Reuter. DÓMSTÓLL í Washington í Bandaríkjunum úrskurðaðií vi- kunni sem leið, að lyQafyrirtæki eitt þar i landi skyldi greiða átta ára dreng, er fæddist vanskapað- ur, 95 milljónir dollara í skaða- bætur (tæpl. 3,8 milljarðar ísl.kr.). Móðir drengsins hafði á með- göngutímanum notað lyfið, Bendectin, við ógleði. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að aGA lyfjafyrirtækið, Merrell Dow, hefði sýnt vítaverða vanrækslu er lyfíð var prófað og síðar sett á markað. Hefði átt að vara almenning við hvaða afleiðingar neysla þess gæti haft. Talsmaður fyrirtækisins sagði í gær að úrskurði þessum yrði áfrýj- að til æðri dómstóls. Ítalía: Vilduláta gestinn borga fyrir andrúms- loftið Mílanó. Reuter. FERÐAMAÐUR, sem pant- aði herbergi á ítölsku hóteli nýlega, var beðinn að borga aukalega fyrir loftræstingu vegna eiginkonunnar, „því að tveir anda meira lofti að sér en einn“. Þetta kom firam í tilkynningu frá neytenda- samtökunum á ítaliu. I Samtökin kváðu þetta tilfelli eitt af mörgum, þar sem hótel og veitingahús plötuðu ferða- menn til að borga meira en þeim bæri. Meðal annarra klækjabragða, sem nefnd voru í tilkynningunni var „ferða- mannaspagettí" á einum veit- ingastaðnum. Það var töluvert dýrara en venjulegt spagettí, en í engu frábrugðið því. Breskar getraunir: Vörubíl- stjóri fékk metvinnisig London. Reuter. V ÖRUBÍLSTJÓRI, sem hreppti metvinning í bresku knattspyrnugetraununum, 1,3 milljónir sterlingspunda (um 86 millj. ísl. kr.), sagði, að sér hefði fyrst komið í hug, þegar honum var til- kynnt um vinninginn, að hann þyrfti endilega að fáera eiginkonu sinni nýjan ísskáp. 4 Vörubflstjórinn, Jim Ander- son, borgaði 40 pence (um 25 kr.) fyrir miðann og fékk átta rétta. „Ég vildi helst halda áfram að vinna, en ég veit ekki, hvort það verður mögulegt,“ sagði hann, þegar honum var af- hentur vinningstékkinn á miðvikudag. Anderson hefur farið ofan um þrjúleytið á næt- umar og ekið kjötflutningabfl um þvert og endilangt Bret- land. Eiginkona hans, Ann, sem unnið hefur við hreingemingar fyrir tvö sterlingspund á tímann (um 130 kr.), sagðist hlakka til þeirrar stundar, er hún losnaði við gamla ísskáp- inn, sem hún erfði eftir móður sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.