Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 37
4- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 37 Evdokia, fyrri eiginkona Péturs mikla. suma þessa staði fór hann mörgum sinnum. Hann gerði sér tíðkvæmt í kirkjur, var viðstaddur guðsþjónustur hjá kvekurum, átti viðræður við William Penn og konunglega stjörnufræðinga. Hann sótti flotaæfmgar í Portsmouth, þar sem hleypt var af tuttugu og einu skoti honum til heiðurs. Þegar hann var búinn til brottfarar, hafði hann ráðið sextíu sérfræðinga í þjónustu sína og skyldu þeir koma með honum til Rússlands. í hópi þeirra voru teiknarar og skipasmiðir, sem hann hafði unnið hjá í Deptford, og vatnafræðingar. A öllum þessum mönnum þurfti hann að halda til þess að stórdraumar hans um rússneskan flota fengju að rætast. Við hjálp meistara frá Oxford kom hann á fót stærðfræði- og siglingaskóla í Moskvu árið 1701, sýnir þetta sem margt annað fyrirhyggju og menntaáhuga hans. bjó yfír styrkri skaphöfn og skilningsrík aðstoð hennar veitti keisaranum vernd og skjól á erfiðum ríkisstjómarárum hans. Svo er talið að Katarína ein gæti haldið aftur af honum í reiðiköstum hans. Þá hjúkraði hún honum sem væri hann bam, lagði sóttheitt höfuð hans í kjöltu sér og strauk hendinni yfir enni hans og augu til þess að róa hann. Katarína var þó mikil fyrir sér og lifandi félagi í framkvæmdum hans á margan hátt. Stundum slóst hún í för með þessum eirðarlausa eiginmanni í erfiðustu herleiðöngrum, sýndi frábært þolgæði, kvíðalaus og hugrökk í dynjandi skothríð, og frábæran skörungsskap. Það var þó í einum hernaðarleiðangri að kveneðli hennar sagði til sín og hugur hennar dignaði. Hún ól keisaranum tólf börn. Eitthvað þótti Pétur brokkgengur í hjónabandinu og Alexis keisari, faðir Péturs. Natalya Naryshkina, móðir Péturs. Soffia, hálfsystir Péturs, Frá brúðkaupi Péturs mikla og seinni konu hans, Katarínu, árið 1712. Hann hafði mætur á Englandi sér í lagi og var vanur að segja: „Enska eylendan er bezt, fegurst og sælust í víðri veröld." Pétur fór frá Hollandi í fýlgd sextán félaga með skipinu Yorke, sem var flaggskip varaflotaforingjans Sir David Mitchell. Við mynni Thamesfljóts steig hann um borð í lystisnekkjuna Mary. Sjóliðsforinginn slóst í för með honum og snekkjan sigldi upp fljótið til Towerkastala. Pétur bjó til að byrja með í London í íburðarlausu húsi í Norfolk Street og sneri sér óðara að verki af alefli. Hann heimsótti Vilhjálm III. í Kensingtonhöll, þar sem konungur kom því til leiðar að kunnur listamaður málaði mynd af honum. Pétur var önnum kafinn við að heimsækja iðjuver og verksmiðjur og vísindalegar stofnanir. Þá lagði hann sig fram um að kynnast úrsmíði og hvar sem hann kom safnaði hann að sér teikningum, fyrirmyndum og nákvæmum skýrslum. Hann sneri sér brátt að því að nema skipasmíði í konunglegu stöðinni í Deptford. Þar vann hann hörðum höndum eins og hver annar iðnaðarmaður. Á þessu tímabili var hann, ásamt föruneyti sínu, búsettur í Layeshöll, á sveitasetri John Evelyn, kunnum dagbókarhöfundi. Höllin var í nánum tengslum við konunglegu skipasmíðastöðvarnar og Pétur naut þess að fá að fara fijáls ferða sinna um einkadyr í höllinni. Meðan Rússarnir dvöldu þarna fengu þeir fímaháan reikning vegna skemmda á húsgögnum og gluggatjöldum og öðru efni. Af sundurliðaðri lýsingu á skemmdunum má sjá að þeir hafa verið í meira lagi slarkgefnir og fyrirferðarmiklir meðan þeir bjuggu í höllinni. En þrátt fyrir nokkurt svall vann hann af ofurkappi. Þegar hann stóð- ekki að verki í skipasmíðastöðinni, var hann á ráðstefnum með sérfræðingum til að fræðast af þeim um eitt og annað. Hann lagði leið sína í þinghúsið (Parlamentið), Stjömuturninn í Greenwich, Vopnabúrið, Hamptonhöll, Tower og konunglegu myntsláttuna. Á Á þessum dögum réðu Svíar algjörlega yfir Eystrasalti og baltísku löndunum. Rússar drógust inn í átök sem voru hörð og langvinn. Til þess að eignast „glugga út að Evrópu", réðst hann í að byggja upp borg, Pétursborg, árið 1703. Hann lét þegar smíða nokkur skip sem hann hafði sýningu á við vígslu borgarinnar. Þegar hollenzkt skip kom skömmu síðar til borgarinnar með dýrmætan farm, gaf hann skipstjóra og skipshöfn höfðinglegar gjafir. Það urðu snemma í stjórnartíð Péturs árekstrar við Svía, sem enduðu með sigri hans við Poltava árið 1709. Eftir ófriðinn komst hann yfír Kytjalahémðin fínnsku, Ingermanland og Lífland. Á meðal þeirra fanga, sem hann hertók í orrustu var líflenzk bóndadóttir, Katarína Skavronskaya að nafni. Hún varð eiginkona Péturs. Þegar hann hafði skilið við eiginkonu þá, sem móðir hans hafði úthlutað honum seytján ára gömlum, kvæntist hann Katarínu og hún reyndist hafa mikil áhrif á hann — og þau góð. Hún ekki svo skírlífur sem skyldi, en alltaf hvarf hann aftur heim til Katarínu sinnar, og gagnkvæmur skilningur hélt áfram velli milli þeirra. Hann stofnaði Katrínarorðuna henni til heiðurs. Árið 1713 gerði keisarinn Pétursborg að höfuðstað Rússlands í stað Moskvu og gerði allt sem í hans valdi stóð til að hvetja erlenda kaupsýslumenn til aukinna skipta við hana sem uppvaxandi hafnarborg. Nú sneri hann sér að því að byggja upp Eystrasaltsflotann. Hann flutti stærðfræði- og siglingastofnunina frá Moskvu til Pétursborgar og setti þar háskóla á stofn og gaf nafnið Flotaakademían. Á þessum árum höfðu margir herleiðangrar hans mistekizt. Herir keisarans höfðu orðið að hopa á hæli frá Tyrkjaveldi, beðið mikinn ósigur við Pruth, og orðið að hörfa frá hinum öfluga Azowirki. Á þessum örvæntingarfullu stundum stóð Katarína sistyrk við hlið keisarans, sannaði hugrekki sitt og hlaut hina mestu virðing og álit manns síns eins og fram kemur í opinberri tilskipun sem hann gaf út 1723. í þessu skjali talar hann skýru máli: „Við skulum ekki minnast á kvenlegan veikleika, sjálfviljuglega hefur hún verið með okkur og hjálpað á allan hátt, og þá einkum í Pruth-orrustunni við Tyrki þegar í hersveitum okkar voru ekki nema 22 þúsund manns. Tyrkir réðu yfir 270 þúsundum. Er allt var komið í óefni, gekk hún fram sem karlmaður, ekki sem kona, eins og allur herinn veit og raunar þjóðin öll. Og fyrir þessi afrek eiginkonu vorrar höfum vér ákveðið fyrir náð æðra valds sem oss er af Guði gefið að hún skuli krýnd verða að Guðs vilja og fari krýningin fram á yfirstandandi vetri...“ Allt til loka ríkisstjórnar keisarans hafði hann gert ítrekaðar tilraunir til að ná yfírráðum á Kaspíahafí og þar kom til vopnaviðskipta við Persa. Það leiddi til þess að hann náði verulegri fótfestu í Bakú og víðar. En þrátt fyrir öll hemaðarumsvifin hélt hann áfram að sinna verklegum framfaramálum af fullum krafti. Hann ferðaðist mikið um Þýzkaland, Frakkland, Danmörku, Áusturríki og Pólland, og ávallt kostaði hann kapps um að bera ráð sín saman við kunna sérfræðinga. Það lá fjarri honum að einangrast bak við ,járntjald“. Hann horfði vel út um gluggann til Evrópu. Honum var ríkt í huga að kynnast sem bezt hverskonar framförum meðal menningarþjóða í öðrum löndum og hann kunni tök á því að hagnast á þeim. Glöggt dæmi um fyrirhyggju hans á þessu sviði voru stöðugar ráðningar hans á afburðamönnum til Rússlands. Til Rússlands kvaddi hann og námusérfræðinga og aðra lærða menn til að kynna sér náttúruauðæfi hins víðlenda ríkis. Honum var ljóst hve áríðadi það var fyrir þróun iðnaðar og margþætta atvinnuvegi, sem hann vildi efla til hagsældar fyrir þjóðina. ' r Þrátt fyrir að hann hafði safnað um sig skörpum heilum og kunnáttumönnum erlendis frá, var óskum hans ekki fullnægt. Hann þráði enn frekar félagsskap og hollráð manna, sem hann gæti fullkomlega reitt sig á. Meðal nánustu samverkamanna sinna taldi hann Patrick Gordon ofursta sem var skozkur ráðunautur hans um hernaðarmál og FranQois Lefort, áður svissneskur lífvörður, en 'honum var falið það verkefni að vera opinber siðameistari. Um skeið á yngri árum var Pétur undir áhrifum þýzkrar frúar, sem hét « & Anna Mons. Hann sæmdi hana lengi vel dýrmætum gjöfum eða allt þar til hann komst að því að hún hafði brögð í tafli í viðskiptum þeirra. í ákafa sínum að breyta Rússum í volduga og menntaða þjóð stofnaði keisarinn skóla og æðri menntastofnanir og réð til þeirra unga og efnilega Rússa og kostaði þá til lengri eða skemri tíma í Vestur-Evrópu. Önnum kafinn við ótal lofsverð áform til framfara gaf hann sér tíma til að sjá um útgáfu á mörgum skólabókum. Hann innleiddi endurbætt stafróf og auðveldaði prentun. Þá gaf hann út fyrsta dagblaðið sem kom út I Rússlandi og vann við það sjálfur. Keisarinn hafði uppi mikil áform um fullkominn háskóla í Sankti-Pétursborg. Þá endurbætti hann skattakerfíð. Hann dó af þvagteppu árið 1725, fimmtíu og þriggja ára að aldri, en allt til hins síðasta braut hann heilann um að koma á fót vísindaakademíu. Pétur mikli hefur réttilega verið !ýst sem „hinum fyrsta nútfma Rússa". Vera má að hann hafi verið of nútímalegur — of fjarri sinni samtíð — fyrir þá menntalausu fólksmergð sem hann vildi vinna gagn, en það var ofurefli mannlegum mætti, þó að mikill væri, hvað hann snerti. Þýtt og endursagt — S.G. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.