Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 36
eser lfji ei fnjo/.auiwtvg .QiaA.iaxvDzof/. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 36 je— + Pétur mikli, stórhuga landsfaðir sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Alexei, sonur Péturs mikla, gat aldrei uppfyllt þær kröfur sem fáðir hans gerði til hans og lagðist í óreglu og iðjuleysi. Hann var dæmdur fyrir landráð árið 1718 en lést áður en dóminum var fullnægt. Péturmikli (1672-1725) Fáir þjóðhöfðingjar hafa verið gæddir jafn miklum lífsþrótti og Pétur mikli. Allt frá unga aldri og til æviloka var hann borinn áfram af einstökum framkvæmdavilja. Þekkingu sína á öllum mögulegum sviðum jók hann jafiit og þétt, ekki sízt á verklegum vettvangi. Að gerð var hann öðrum mönnum fremur til þess fallinn að vera þjóðsagnapersóna. Hann var nokkuð á Qórðu alin á hæð, grannholda, skapfestumaður svo af bar. Heljarmenni að burðum og sagður hafa beygt skeifiir með berum höndum — höndum sem snemma voru hertar við stranga iðju og hverskonar erfiði, sem hann glímdi við. Hann var í senn vélasmiður, skipasmiður, trésmiður, sjómaður, Þessum Qölþætta skömm og hafði óbeit á því er húsasmiður, vopnasmiður, járnsmiður, auk þess sem hann lagði gjörva hönd á margt annað. Auk áhuga hans á erfiðisvinnu og kunnáttusömum vinnubrögðum í iðnaði, var hugur hans síleitandi eftir meiri þekkingu. Hann sneri sér til kunnáttumanna, án tillits til þjóðernis þeirra. Hann komst t.d. yfir stjörnukíki, sem hann kunni að sjálfsögðu ekki skil á, og hafði með sér til Moskvu mann til að leiðbeina sér um notkun hans. Pétur miklu flutti inn til Rússlands fyrsta sjónaukann. Hann kom þar á fót fyrsta sjúkrahúsinu. Með sínum lipru höndum fékkst hann þar við handlækningar og tannlækningar. Þá efldi hann vísindi. essum fjölþætta manni gazt ekki að viðhöfn eða íburði. Hann forðaðist allt tilhald í klæðaburði. Hann kaus óbreytta fæðu, og hafði skömm á óhófsveizlum. En ef hann komst ekki hjá því að halda þær, tók hann sér venjulega sæti úti við dyr, svo að hann gæti komizt út þegar honum hentaði, en varðmenn hafði hann við hendina til þess að líta eftir því að aðrir færu ekki að dæmi hans í þessu efni. Hann fyrirleit öll þægindi, en mat úthald og þolgæði mikils. Á smjaðri hafði hann mikla Eg geri engar kröfur til þess að menn óhreinki klæði sín í forarbleytunni fyrir framan mig,“ á hann að hafa sagt. Guðrækni, sem móðir hans hafði blásið honum í bijóst, entist honum alla ævi. Hann trúði á Guð. Að unnum hemaðarsigri lét hann ávallt syngja Te Deum. Bréfum sínum lauk hann jafnan með orðunum „Verði Guðs vilji“. Að loknu löngu erfiði, tók hann sér nokkra hvi'ld og hófst svo handa að nýju af sama kappi. Það kom þó fyrir að hann leyfði sér að svalla með vinnufélögum sínum, var þá sleitulaust drukkið og sjálfur þoldi hann drykkjuna allra manna bezt. Iðulega tók það drykkjubræðurna nokkra daga að jafna sig. En Pétur var jafngóður strax eftir síðustu svallnóttina og vann þá eins og berserkur. Einu verður að bæta hér við. Til eru ýmsar sögur af villimennsku og grimmd Péturs mikla sem gefa ófagra mynd af honum. Kunn er sagan af því er hann mætti eitt sinn hermanni sem var með stolinn hlut, koparmola sem hafði brotnað úr Sankti Péturskirkjunni í Ríga í þrumuveðri. Pétur lamdi ránsmanninn svo rækilega að hann beið bana á stundinni. Án þess að halda uppi málsvörn fyrir Pétur, þá verður að hafa í huga að hann átti heima í hálfgerðu villimannalandi meðal siðvana þjóðar, og þó svo að sál hans hafi verið vel af Guði gjörð, þá er ekki að furða, þar sem hann var haldinn sterkum ástríðum og búinn afburða h'kamshreysti og hætt við reiðiköstum, að hann yrði valdur að óhæfuverkum. Eftir að hafa í stuttu máli getið höfuðeinkenna í skaphöfn þessa mikilmennis, skulu sögð helztu æviatriði hans. Pétur mikli fæddist árið 1672, einkasonur Alexis keisara. Þegar hann var hylltur sem keisari varð uppþot í lífvarðarsveitinni og Soffía, stjúpsystir hans, krafðist þess að ívan bróðir sinn, sem var þó sjúklingur, yrði meðkeisari Péturs, og svo varð allt til ársins 1696. Soffíu hafði Pétur hneppt í fangelsi Katarína hafði mikil og góð áhrif á eiginmann sinn, sem oft átti erfítt með að hemja skap sitt. nokkrum árum áður, en móðir hennar hafði enn mikil völd, er Sofííu gætti ekki lengur. í bemsku og æsku ól Pétur manninn úti á landsbyggðinni í grennd við Moskvu og sýndi þá þegar mikinn áhuga á hemaðarmálum og stofnaði „leikhersveitir" ásamt ungum vinum sínum. Gamlar skrár gefa til kynna að hann heimtaði byssur og önnur vopn og annan herútbúnað í sífellu því að hann tók þessar æskuathafnir sínar mjög alvarlega. Þegar hann var tuttugu og þriggja ára færðist hann meira í fang. Hann gerði út tvo hemaðarleiðangra gegn Tyrkjum og náði á sitt vald öflugu virki við mynni Donfljóts, við Azovshaf, og náði með því aðgangi að Svartahafi. Hann var einkar áhugasamur um sjóhemaðarmál, og 24 ára hélt hann til útlanda að kynna sér þau og margt annað er sótti á huga hans. Hann dvaldi á víxl í Englandi og Hollandi, og í báðum löndunum gerði hann sér allt far um að kynnast siglingum og vinna í skipasmíðastöðvum. -t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.