Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897
Kjartan Gunnarsson formaður útvarpsréttarnefiidar;
Orkar tvímælis hvort sérstök
lög þurfi um útvarpsmál
„ÞRÓUNIN í þessum málum hef-
ur ekki orðið öðruvísi en maður
bjóst við,“ sagði Kjartan Gunn-
arsson formaður utvarpsréttar-
nefndar, í samtali við Morgun-
blaðið, þegar hann var spurður
að því hver hefði að hans mati
orðið þróunin i útvarpsmálum
íslendinga, eftir að útvarpsrekst-
ur var gefinn fijáls fyrir einu
og hálfii ári siðan. „Fjölbreytnin
hefur aukist og sýnist sitt hverj-
um um ágæti þeirra stöðva sem
hafa verið settar á stofii. En vert
er að hafa í huga að þó manni
finnist sum blöð og tímarit leiðin-
leg þá kennir enginn prentfrels-
inu um það. Útvarpsfrelsi
byggist á sömu forsendum og
prentfrelsi og annað fjáningar-
fi-elsi. Það orkar því mjög
tvímæfis hvort sérstök lög þurfi
um þessa tegund tjáningar. Þetta
tel ég að eigi að taka til endur-
skoðunar þegar útvarpslögin
falla úr gildi í lok ársins 1988.
Almenn prent- og meiðyrðalög-
gjöf ætti að ná yfir ábyrgð á
efiii og einungis þyrfti að setja
reglur um úthlutun tíðnisviða.“
„Samskipti okkar í útvarpsrétt-
amefnd við þessa fjölmiðla hafa öll
verið með ágætum og engin alvar-
leg vandamál hafa komið upp. Við
höfum mótað okkur þá stefnu að
hafa afskipti okkar af útvarpsleyf-
um sem minnst eftir að leyfí hefur
verið veitt, þó höfum við haldið
fundi með forsvarsmönnum út-
varpsstöðvanna og rætt ýmis
stefnumarkandi atriði og verður
ekki annað séð en sjónarmið okkar
fari í stórum dráttum saman. Það
er sérstaklega ánægjulegt hversu
mikill áhugi er á að láta útsending-
ar ná til alls landsins. Það markmið
mun líka verða auðveldara í fram-
kvæmd samfara þeirri tækniþróun
sem á sér stað.
Ljósvakafjölmiðlarnir og ekki
síður prentmiðlarnir hafa áhrif á
þróun tungunnar og íslenskrar
menningar og við verðum að kapp-
kosta að þau áhrif verði jákvæð og
auki samheldni þjóðarinnar frekar
en að sundra henni. Þeim árangri
náum við ekki með valdboði og
ströngum reglum af einu eða öðru
tagi heldur verður þetta að koma
innanfrá. Ég verð að viðurkenna
að ég hef ekki það gott yfirlit yfir
þróunina að ég geti verið að fella
dóma um það hvort þessi breyting
á fjölmiðlun hafi orðið til góðs eða
ills enn sem komið er varðandi
menningarþróunina. Það sem menn
hafa óttast hvað mest eru aukin
erlend áhrif samhliða þessari fjölg-
un fjölmiðla og vissulega er það
rétt að okkur ber að vera á varð-
bergi gagnvart slíku en jafn
heimskulegt og er að gleypa við
erlendri menningu hrárri er að
hafna henni með öllu. Menning
okkar Islendinga hefur snertifleti
við menningu margra annarra ríkja
og því ekki óeðlilegt að einhver
samruni sé þarna á milli og til þess
eru ljósvakafjölmiðlamir mjög vel
fallnir.
Ef við lítum til framtíðar á ég
ekki von á að stöðvum eigi eftir
að Qölga mikið, þó hafa ekki allir
sem fengið hafa leyfi frá útvarps-
réttarnefnd hafíð útsendingar enn
og má sem dæmi nefna Bylgjuna
sem sótti um leyfi fyrir aðra rás
fyrr á þessu ári.
Ríkisútvarpið held ég að muni
smám saman breytast úr því að
vera markaðsútvarp í skóla- og
fræðsluútvarp og útvarp sem flytur
dýrt og vandmeðfarið menningar-
efni. Það er erfitt að færa rök fyrir
því að ríkisstofnun skuli t.d. vera
að vafstra í fréttaflutningi og reka
bæði fréttastofu og fréttaþjónustu
þegar aðrar útvarps- og sjónvarps-
stöðvar verða farnar að ná til
landsins alls. Þarna er máttur van-
ans að verki og æskilegt að breyting
verði á í framtíðinni."
5
Hörpuskjól
- varanlegt skjól.
Skúlagötu 42, Pósthólf 5056
125 Reykjavík, Sími (91)11547
HARPA lífinu lit!
,MEÐ SEX
ITAKINU
...og fer létt með þaó
ÆÉt .... ..
Nu fdstallir drykkirnirfrá Sanitas
rhandhægum sex-pakkningum
<
£2
H__
jjpEPSlj
Sanilas
- J ,, A - ’ -
■ d&'
■m
:-Mb