Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 56

Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 4 Anna Dankbaar, skyggn hollenzk kona frá Ástralíu, fékk Grikki nýlega til að lyfta stör- um kalksteini, sem líktist krepptum vinstri hnefa, upp af sjávarbotni. Hún taldi að steinn- inn væri af „Risanum á Rhodos“, um 33 metra hárri styttu, sem var eitt af „sjö furð- verkum heims“ í fornöld og stóð klofvega yfir innsiglingunni í höfnina á eynni með blys í hendi. Anna Dankbaar: trúir enn á risann. Melina Mercouri virðir fyrir sér steininn ásamt grískum fornleifa- Risinn á Rhodos: týndur í 2000 fræðingum: „Þetta er ekki risinn!“ ár. /v fy Risahneykslið ísindamenn neit- ■■ uðu að trúa ■ft konunni og henni snerist hugur. ■B Jb Grikkir hafi ekki orð- ið eins mikið aðhlát- ursefni síðan þeir fengu spámann til að binda endi á þurrka fyrir rúmum 30 árum. Aðrir eru vongóðir um að styttan muni fínnast og leitinni verði haldið áfram þrátt fyrir þetta „risa- hneyksli." „Steinhnefinn“ við Rhodos er eitt tonn á þyngd, um tveggja metra hár og einn metri á breidd. Honum var lyft upp af hafsbotni um einum kílómetra frá innsiglingunni í Rho- doshöfn, þar sem hann fannst á 52 metra dýpi. Þeir sem stóðu að leit- inni lýstu því strax yfir að þetta væri merkasti fornleifafundur þess- arar aldar. Nokkrum klukkustund- um síðar vísuðu grískir fornleifa- fræðingar þeirri staðhæfingu algerlega á bug og sögðu að aðeins hefði fundizt stór steinn, sem hefði líklega verið varpað í sjóinn fyrir nokkrum árum og rispazt þegar vélskófla hefði rekizt í hann við dýpkunarframkvæmdir í höfninni. Annað, sem fannst, reyndist vera úr fomri súlu, en ekki risanum. Vísindamennimir kváðu upp sinn dóm þegar þeir fóm með Melinu Mercouri, menningarráðherra Grikkja, til Rhodos til að skoða steininn. Sjálf sagði Mercouri: „Þetta er ekki risinn, en rannsóknir kunna að leiða í ljós síðar hvar hann er niðurkominn." Skyggna konan hreyfði mótbámm, en Merco- uri sagði við hana: „Þú ert ekki fornleifafræðingur." „Ekki þú held- ur,“ svaraði frú Dankbaar. Hún telur að Mercouri hafi haft af sér margra milljóna dala fundariaun og reyni að sverta mannorð sitt. Seinna var Anna Dankbaar spurð að því á „Risahótelinu" á Rhodos, þar sem hún dvaldist, hvað hún vildi segja um álit sérfræðinganna. Ollum á óvart kvaðst hún vera þeim sammála. Hún sagðist hafa vitað áður en steininum var lyft að hann væri ekki úr risanum og fengið það staðfest þegar hún snerti hann, en ekki viljað segja frá því. „En ég veit að risinn er þarna,“ bætti hún við. Meira vildi hún ekki segja, því að brezka blaðið „Sunday Times“ hefur tryggt sér einkarétt á birtingu efnis um skyggnigáfu hennar úr bók, sem kemur út á næstunni. Sjónvarpsstjarna Anna Dankbaar, sem er 56 ára gömul, býr í Adelaide í Ástralíu. Hún vakti fyrst athygli seint á síðasta áratug þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti og lýsti því hvernig högum gesta þáttarins væri háttað og hvað á daga þeirra hefði drifið. Hún kvaðst einnig hafa náð sam- bandi við framliðna. Einn gestanna lét sér fátt um finnast og sagði síðar: „Ekkert af því sem gerðist í þættinum kom flatt upp á okkur.“ Háskólinn í Adelaide neitaði að viðurkenna vottorð um hæfileika Dankbaars, sem hún fékk þegar kennari skólans í rafeindaverkfræði hafði prófað hana. Hún hafði rétt fyrir sér í tveimur tilraunum af þremur, þótt niöguleikar hennar væru taldir einn á móti hundrað. Beztum árangri náði hún þegar möguleikar hennar voru taldir einn á móti 10,000. Menn af áhöfh „Poseidon" ásamt „hnefanum": „tröllaukin vonbrigði". Paraschos Kailis, auðugur um- boðsmaður ferðafyrirtækja og skipafélaga á Rhodos, hitti_ frú Dankbaar fyrir þremur árum í Ástr- alíu og sagði henni frá risanum, sem hún hafði ekki heyrt um áður. Hann hvatti hana til að fara til Rhodos til að leita að honum og hún ákvað að gera það. Risinn birtist frú Dankbaar þegar hún dvaldist á Rhodos í apríl 1985. Hún sagði vinkonu sinni, Maríu 'U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.