Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 HUGVEKJA PÉTURSTRÚ | eftir sr. JON RAGNARSSON Þegar við lesum Guðspjöllin og hugum að því, sem þar er sagt um Pétur postula, þá virðist okkur óneitanlega, að Kristur hefði get- að fundið sér ábyggilegri mann til að vera í forystu fyrir lærisvein- unum, og síðar frumsöfnuðinum og enn síðar gjörvallri kristninni. Pétur kemur okkur í fyrstunni fyrir sjónir sem heldur seinheppin persóna, og guðspjall dagsins leið- ir okkur í veg fyrir hann, þar sem hann er nýkominn að í morgun- sárið, eftir að hafa setið nætur- langt við árangurslausan fiskidrátt. Samt hefur hann ör- ugglega þekkt öll mið og strauma og fiskgöngur í Gennesaretvatni frá blautu barnsbeini. Þennan morgun gerir hann fræðaranum Jesú frá Nazaret þann greiða að ljá honum bátinn að sitja í, svo að mannfjöldinn, sem kom til að hlusta á mál hans heyrði og sæi sem best. Fáum klukkustundum síðar er daglegt líf Péturs gerbreytt. Brauðstritið, gæftirnar, aflinn, fiskverðið, afkoman — allt þetta var hætt að skipta höfuðmáli. Það breyttist allt, þegar hann lagði net sín á vonlausu miði, að skipan Jesú, og dró þau bunkuð úr djúpi, sem skömmu áður var gersamlega dautt. „Héðan í frá skalt þú menn veiða." Þú átt að fylgja mér. Læra af mér. Taka þig eftir mér. Boðskapur minn er það net, sem þú átt að leggja í vonlaust og sinnulaust mannhafið. Það gildir einu, hvað þér virðist þú físka á gruggugu vatni. Það er á mínu valdi — ekki þínu — hvernig aflast. Það hef ég sýnt þér í dag. Þetta eru stór orð og mikiir atburðir í lífi eins manns. Enda óar Pétri að standa frammi fyrir svo miklum mætti. Honum finnst þessi reynsla í senn ógnvekjandi og aðlaðandi. Finnst hann sjálfur koðna gagnvart því öllu. Þess vegna biður hann Krist að víkja burt frá sér, syndugum mannin- um. Það er rétt hjá Pétri. Hann er ekkert afbragð annarra manna að gáfum, né afreksmaður á neinu sviði. Hann er óbrotinn, óupplýst- ur hversdagsmaður. Hann skynjar samt guðdóm Krists. Hann er tilbúinn að játast þess- um guðdómi umsvifalaust. Það er játning, sem hefur afleiðingar. Það er ekki alltaf auðvelt að standa við hana og bægja burt öllum efa. Pétur átti oft eftir að bregðast í játningu sinni og glúpna, þegar á reyndi. Hann átti eftir að hlaupa á sig í fljótfærni og hrekjast til stórrar iðrunar og eftirsjár. Hann reis þó alltaf upp, til að játa á ný. Hann hóf enn á ný upp raust sína og segir: „Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs.“ „Þú ert Kristur." Þetta er hinn sami Pétur og tendrast upp í trúarljóma, þegar stormurinn velkir bátinn á vatn- inu. Sá Pétur, sem gengur nokkur skref til móts við Krist í öldurót- inu — en efast að bragði og 5. sd. e. Trin. Lk. 5:1-11. sekkur, svo að Jesús verður að grípa hann. Sú saga er táknræn fyrir okkar mannlegu „Péturstrú". Kristur gripur okkur, þegar efinn og van- trúin ætla að sigra okkur. Hann svarar ákallinu og í fylgd hans missa ógnirnar mátt sinn — blíðkast allt, sem biturt er. Pétur postuli er manngerð Guðs. Það er eitthvað af honum í okkur öllum og við erum öll á sama báti og hann predikar að: „Ekki er hjálpræðið í neinum öðr- um. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“ Líf Péturs var lengi barátta játningar og efasemda. Trúar og vonbrigða. Trú og játning haldast í henduf og koma fram í orði og verki. Trúnni er jafnan hætt og hún er sjaldnast endanleg, í eitt skipti fyrir öll. Það verður að gefa Kristi færi á að starfa — að veita blessun sína. Pétur hlýddi ekki í eftirvænt- ingarfullri trú þegar Jesús sagði honum að leggja netin. Pétur vissi, að þetta var vonlaust mið. Hann hlýddi meira af rælni — kannski forvitni. Hann gaf Kristi færi á sér — og árangurinn varð meiri en hann hafði órað fyrir. Hér er samt ekki um neina töfraformúlu að ræða. Það er ekki verið að segja að það hafi gengið af sjálfu sér að draga bunkuð og blýþung netin og vinna aflann. Fyrir tilurð Krists, þá varð erf- iðið ekki til einskis. Guð gaf erfiðinu ávöxt. Pétur er fulltrúi mannkyns. Fulltrúi okkar hverflyndra og ístöðulítilla manna, sem, þrátt fyrir allt, erum sá efniviður sem Guð vinnur úr og trúir til að duga erindi sínu í heiminum. Sá sami Pétur og afneitaði Kristi þrisvar og efaðist þar áður hvað eftir annað — milli þess sem hann játaðist Kristi — það er sá Pétur sem Jesús útnefndi „klett- inn“ — undirstöðumanninn. Gengi: 17. júlí 1987: Kjarabréf 2,168 - Tekjubréf 1,179 - Markbréf 1,081 - Fjölþjóðabréf 1,030 PAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJ ÁRFESTIN G ARFÉL AGSIN S ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Peir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Pú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum. Pað margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á skrifstofunni í Hafnarstræti 7, Reykjavík. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. Pú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Pú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg FJÁRFESÍINGARFÉLAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík O (91) 28566 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506, Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa visvso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.