Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 „Að umskrifa er eins o g að kafa í gegnum textann“ Nýr rithöfiindur gefiir út skáldsöguna París PARÍS-sögubók nefnist skáld- saga sem út kom fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Höfundur hennar, Árni B. Helgason, er 35 ára gamall, Reykvíkingur að uppruna og er bókin það fyrsta sem út kemur eftir hann á prenti. Skáldsagan Parfs er um 400 sfður sem þykir löng bók nú um stundir , hvað þá þegar um fyrsta verk höfundar er að ræða. Blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við hinn nýja höfund í tilefni af útkomu bókarinnar. Fyrst var forvitnast um bak- grunn Áma B. Helgasonar. Hann segist vera fæddur og uppalinn í Reykjavík, „Reykvíkingur í húð og hár.“ Fyrir sjö ámm tók hann sig þó upp og flutti til Grenivíkur. Aðspurður segir hann mun betra að skrifa á svo rólegum stað heldur en í Reykjavík. Bókina hafl hann byijað að setja á blað 1977, þá nemandi f Myndlista- og handíða- skólanum, en síðan gjama unnið við hana á sumrin næstu árin. Síðustu þijú árin hafí skáldsagan hins vegar verið aðalstarf hans. Hafí hann þá farið á sjó í nokkra mánuði á ári til að afla fjár til skriftanna. — Frá hvetju segir í bókinni, Ámi? „Hún er lýsing á samfélagi, bæði hversdagslegu lífí og sunnu- dagslegu í bæ, litlum eða stómm eftir því hvemig á það er litið. Raunar em skiptar skoðanir á meðal sögupersónanna um það hvort það skuli heita bær eða borg, að minnsta kosti eftir því sem líður á söguna." Er Reykjavík fyrirmynd að þessu samfélagi? „Nei, það er engin ein sérstök fyrirmynd að því, en höfundur skáldsögu byggir eðlilega alltaf að einhveiju leyti á reynslu úr því umhverfí sem hann hefur lifað og hrærst f.“ — Hefurðu gengið lengi með rithöfundinn í maganum? „Nei, en áhugi á skriftum spratt upp af myndlistaráhuga. Þar til ég fór að skrifa þessa skáldsögu hafði ég aðeins skrifað fyrir sjálfan mig og aldrei hvarflað að mér að gefa neitt af því út.“ — Hefurðu aðeins glímt við lausan texta, Ámi, þótt fyrir sjálf- an þig væri? „Já, ég hef verið blessunarlega laus við þá náttúm að yrkja, að minnsta kosti fram til þessa, hvað sem síðar verður." Ami gefur sjálfur út bókina, en Prenthúsið sá um vinnslu og prent- un. Hann segist hafa fengið tilboð frá bókaútgáfu um að gefa hana út á næsta ári, þá væntanlega fyr- ir þamæstu jól, en hann hafí ekki getað hugsað sér að bíða svo lengi. Hann hafí viljað setja ákveðinn endapunkt við þetta verk og því ráðist í útgáfu sjálfur. Og vertíðar- hluturinn hafi verið lagður undir. Fjögurhundmð síðna skáldverk þykir langt nú á tímum á íslandi hvort sem rætt er um reynda höf- unda eða óreynda. Það lá því beint við að spyija Áma hvort bókin væri ekki stór biti í fyrstu tilraun. „Hún er vissulega löng á íslensk- an mælikvarða, en hann er líka nokkuð sérstakur. Lengd hennar er ekkert meiri en gengur og ge- rist ef við lítum út fyrir landstein- ana og víðast hvar þætti lengdin ekkert tiltökumál. Útgefendur hér Árni B. Helgason, nýbakaður rithöfundur. Morgunblaðið/Sverrir setja lengd handrita æði þröng mörk. Sumir taka alls ekki við handritum sem em lengri en 250 til 300 síður.“ — Hvemig sérð þú íslenska skáldsagnagerð síðustu ára? „Mér hefur gefíst lítill tími til lestrar undanfarin ár. Hann hefur farið í að hafa í sig og á utan skriftanna. En ég hef reynt að fylgjast með og komast yfír það helsta. Og heldur hefur mér fund- ist skáldsagnagerð í lægð undan- farin ár. Ég hef tölvuna gmnaða um að eiga hlut að máli. Það er eiginlega of auðvelt að lagfæra og breyta texta á tölvu. Þegar maður vélritar eða handskrifar þarf maður að umskrifa allan textann þegar miklar breytingar em orðnar á honum. Við að umskrifa kemst maður í nána snertingu við textann og sér ýmsa vankanta sem manni yfirsjást við lestur. Að umskrifa er eins og að kafa í gegnum text- ann en að lesa hann er eins og að standa á bakkanum og horfa á ein- hvem óviðkomandi svamla í laug- inni. Menn em mjög misjafnlega gerðir. Sumir skrifa aðeins einu sinni eða í tvígang og tekst ágæt- lega upp, en aðrir þurfa að umskrifa mörgum sinnum til að verða ánægðir með textann. Lang- stærsti hlutinn af minni vinnu við bókina liggur í að umskrifa.“ — Hvað um framtíðina, held- urðu að þú haldir áfram að skrifa til að gefa út? „Já, ég geri ráð fyrir því. Ég hef lengi verið með annað verk í undirbúningi og ætla að setjast niður um leið og tími gefst og taka til við skriftir á ný.“ Texti: Jóhann Viðar ívarsson KROSSGÁTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.