Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897
Grindavík:
Tilraunaeldisstöð
Hafrannsóknar-
stofiiunar fokheld Morgunblaðið/Kr.Ben.
, Gunnar Sigurþórsson stöðvar-
Giinnar Sigurþorsson raömn stoövarst|on stjóri fóðrar íúðumar.
Grindavík.
Tilraunaeldisstöðin sem
Hafhrannsóknarstofhunin er
að reisa á athafnasvæði ís-
landslax hf. í Grindavík er nú
fokheld en byggingarfram-
kvæmdir hófust í vor. Um
síðustu mánaðamót var nýút-
skrifaður fískeldisfræðingur,
Gunnar Sigurþórsson, ráðinn
stöðvarstjóri og mun hann hafa
umsjón með verklegum fram-
kvæmdum og daglegum
rekstri, en yfimmsjón með til-
raunastarfinu verður í höndum
Björas Björnssonar, fiskifræð-
ings.
Tilraunaeldisstöðin er byggð í
framhaldi af lúðueldinu sem hófst
fyrir rúmu ári og er áætlaður
kostnaður við hana um sex miilj-
ónir króna. í stöðinni sem er 550
fermetrar á að vera fúllkomin
aðstaða fyrir stjómun umhverfis-
þátta sjávardýra með tilliti til
iq'örhita og seltu. Tilraunimar
beinast einkum að fiskeldi í sjó
og einnig til upplýsingaöflunar í
fiskifræði.
Fyrst í stað á að einbeita sér
að lúðueldinu og laxi í sjó, auk
þess sem kannaður verður vaxtar-
hraði ýmissa fisktegunda og
hryggleysingja við mismunandi
hitastig svo hægt sé að finna út
kjörhitastig. Þá verða og kannað-
ar mismunandi tegundir af fóðri.
Byggingarframkvæmdir vom í
höndum Grindarinnar hf. í
Grindavík og er húsið nú fokhelt.
Seinna í sumar verður byijað á
innréttingum og uppsetningu
keija og tækja.
Gunnar Sigurþórsson fiskeld-
isfræðingur, lauk fiskeldisfræðin-
ámi í vor frá Nordland distrikts
högskole í Bodö í Noregi, eftir
tveggja ára nám í þeim skóla. Þar
á undan var hann eitt ár á fiskeld-
isbraut í Averöy videregoende-
skole fískoppdrett, en þar hóf
hann nám eftir að hann !auk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð.
Gunnar sagðist bjartsýnn á
starfsemi stöðvarinnar og mjög
nauðsynlegt að slík starfsemi
komist í gang, sérstaklega fyrir
fiskeldið.
„Fiskeldið á framtíð fyrir sér
hér á landi, einkum í Grindavík
og nágrenni. Það má ekki byggj-
ast á einni eða tveim tegundum,
heldur verður að freista þess að
ná tökum á fleiri tegundum, til
að auka fjölbreytni í fiskeldinu.
Fyrsta tilraunin hér á að ganga
úr skugga um hvort grundvöllur
er fyrir lúðueldi, en lúðan er einn
arðbærasti fiskurinn sem ætti að
standa undir eigin kostnaði.
Hér á eftir að byggjast upp
rannsóknarstarf sem í framtíðinni
verður hluti af fræðimennsku og
kennslu í sjávar- og fiskeldis-
fræðum, og á eftir að verða mikil
lyftistöng fyrir Grindavík," sagði
Gunnar.
Kr.Ben.
Hin fljótandi vörusýning:
Undirbúningur
er í fullum gangi
Færeyjar. Frá Jóhanni V. ívarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
FULLTRÚAR allra íslensku
fyrirtækjanna, sem kynna
framleiðslu sína á hinni fljót-
andi vömsýningu í Fæereyjum,
eru komnir til eyjanna, ásamt
fulltrúa frá Útflutningsráði ís-
lands. í gær var haldinn
blaðamannafundur með öllum
helstu íjölmiðlum í Færeyjum,
þar sem vörasýningin var
kynnt. Þá er búið að dreifa
bæklingum um Fæeyjar með
upplýsingum um viðkomustaði
bátanna.
í gær birtist heilsíðuauglýsing
í Dimmaletting og undirbúningur
sýningarinnar er í fullum gangi,
en bátamir koma formlega til
Færeyja til hafnarinnar í Vest-
manna klukkan 14 á mánudaginn
kemur að staðartíma, hlaðnir
tækjum til smábátaútgerðar.
Búnaðarbankinn:
Ráðinn útibús-
stjóri 1 Kringlunni
BANKARAÐ Búnaðarbanka ís-
lands réði á fostudag Ólöfu
Magnúsdóttur útibússtjóra í
Kringlunni. Þar verður opnaður
afgreiðslustaður um miðjan
næsta mánuð, þegar verslana-
miðstöðin tekur til starfa.
Ólöf varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reylq'avík árið 1968
Hún hefur starfað hjá Búnaðar-
bankanum síðan þá, lengst af
útibúinu á Hlemmi þar sem hún
gegndi starfi skrifstofustjóra. Eig-
inmaður Ólafar er Kjartan Thors
jarðfræðingur og eiga þau þijú
börn.
Bréfdúfiir keppa
í ratvísi og hraða
BRÉFDÚFNAFÉLAG íslands
stóð fyrir keppni hátt í 200 bréf-
dúfiia í gær og var markmið
hennar hraði og ratvísi dúfii-
anna.
Um það bil 100 dúfur voru sendar
til Húsavíkur frá Reylq'avík,
Keflavík, Akranesi og víðar af Suð-
urlandi auk þess sem dúfur frá
Akureyri og Húsavík tóku þátt í
keppninni. Þeir Oddur Orvar Magn-
ússon og Sigurður Hákonarson á
Húsavík fóru akandi með dúfnahóp-
inn til Möðruvalla snemma í
gærmorgun og voru þeir komnir í
Möðrudal um kl. 5.30 þar sem
sleppa átti dúfunum, en vegna
slæmra veðurskilyrða, rigning-
arsúdda og lágskýja, þótti ekki ráð
að sleppa dúfunum þar. Þá var
ekið með hópinn til Mývatnssveitar
og þeim sleppt þar um kl. 9.00 í
gærmorgun. Húsvísku dúfurnar
fóru að týnast til heimkynna sinna
um það bil klukkutíma síðar.
Embætti borgarlæknis:
Hitaveita Suðurnesja:
Strompgufuvirkjun varla
þjóðhagslega hagkvæm
- segir forstjóri
Landsvirkjunar
FORRÁÐAMENN Hitaveitu Suð-
urnesja vonast til þess að
Landsvirkjun gefi innan tíðar
endanlegt álit á virkjun „stromp-
gufimnar“ er rýkur úr reyk-
háfum virkjunarinnar í
Svartsengi. Talið er að virkjan-
iegt afl gufiinnar sé allt að 6
Mw. Til þess að nýta orkuna
þyrfti að verja rúmum 200 millj-
ónum króna en upphæð orku-
reikningsins frá Landsvirkjun
lækkaði að sama skapi um 60
milljónir króna á ári. Að sögn
Halldórs Jónatanssonar forstjóra
Landsvirkjunar ylli tekjutap fyr-
irtækisins því að hækka þyrfti
orkuverð til allra rafinagn-
sveitna á landinu um 2%.
„Við lítum svo á að virkjunin
uppfylli vart þau skilyrði að vera
þjóðhagslega hagkvæm. Þessi kost-
ur yrði ekki raunhæfur nema sem
eitt af næstu skrefum á eftir
Blönduvirkjun," sagði hann.
Lögum samkvæmt getur Hita-
veitan ekki aukið raforkufram-
leiðslu sína án þess að gera
samrekstrarsamning við Lands-
virkjun. Orkustofnun og Lands-
virkjun hafa mælt gegn virkjuninni
í álitsgerð sinni, meðal annars á
þeirri forsendu að ofgnótt orku sé
til í landinu. Að sögn Halldórs Jón-
atanssonar forstjóra Landsvirkj-
unnar verður virkjunin aðeins leyfð
ef forsvarsmönnum hitaveitunnar
tekst að sýna fram á að þetta sé
fysilegasti kosturinn til þess að
bæta rekstraröryggi hennar. Ein
af röksemdunum með strompgufu-
virkjun er, að sögn Halldórs,
mengun og tæring sem hlýst af
gufunni.
Júlíus Jónsson framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Hitaveitu
Suðumesja álítur að íbúar á veitu-
svæði hennar muni njóta góðs af
virkjuninni. Rekstraröryggi aukist,
ágóða verði varið til aðkallandi end-
urbóta á dreifikerfinu og hugsan-
lega verði síðar hægt að bjóða
raforku við lægra verði. Þá losni
starfsmenn við hvimleiðan hávaða
frá útblæstrinum og tæring á hús-
um og vélbúnaði minnki.
Fyrir liggur að Suðumesin kre§-
ist meiri raforku á næstu ámm.
Þörfin hefur aukist umfram önnur
svæði á landinu. Júlíus nefndi sem
dæmi um nýja og orkufreka kau-
pendur Leifsstöð á Keflavíkurflug-
velli og eldisstöð íslandslax en hvor
þeirra notar nú jafn mikið rafmagn
og heilt byggðarlag á við Sandgerði.
Annar kostur í stöðunni væri að
kaupa meiri orku frá Landsvirkjun.
Til þess þarf Hitaveitan að sækja
rafmagnið á næsta „sölustað" sem
er á Geithálsi og leggja til þess línu
sem kostar rúmar 200 milljónir
króna, sagði Júlíus. „Það er þó al-
veg ljóst að hvort sem við virkjum
strompgufuna eða ekki þarf að
bæta dreifíkerfíð á Suðumesjum.
Skástu línumar em ónýtar og hinar
verri. Ef við gætum virkjað sjálf
yrði hægt að halda verðinu til neyt-
enda lengur niðri og skila ágóðan-
um þannigtil notenda," sagði hann.
Halldór benti á að Landsvirkjun
gengi í útreikningum sínum út frá
smíði nýrrar dreifistöðvar í Kapellu-
hrauni sunnan Hafnarfjarðar. Gæti
hún meðal annars stytt þann veg
sem línan að Svartsengi þarf að
fara. Dreifístöðin á að komast í
gagnið fyrir árið 1990. Kostnaðará-
ætlun hljóðar upp á rúmar 200
milljónir króna en gerð útboðs-
gagna stendur yfir. „Við leggjum
þessa línu og byggjum dreifistöðina
hvað sem öðm líður þar sem nauð-
synlegt er að auka öryggi orkuaf-
hendingar á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Því hljótum því að taka þá
fjárfestingu inn í dæmið þegar við
leggjum mat á virkjunina í Svarts-
engi,“ sagði Halldór. „Við teljum
að það sé hagkvæmara fyrir Hita-
veitu Suðumesja að tengjast þessari
stöð með háspennulínu frá Fitjum
í Njarðvíkum en að virkja gufuna."
Enn leitað
að heimili
til gæslu
eyðnísjákra
„VIÐ TELJUM að gæsla >essa
fólks sé fiillnægjandi oins og er
en framtíðarlausn, sem ar hús
til þessara jþarfa, Iiefiir ekki
fundist,“ sagði Heimir Bjarnason
aðstoðarborgarlæknir aðspurður
hvort heilbrigðisyfirvöld ækju
nú sértstakt gæsluheimili fyrir
sjúklinga ;neð eyðni. Hann sagði
að engar applýsingar yrðu gefii-
ar um fjölda þeirra sem gætt
væri. Þeir væra rnjög fáir.
Spurningum um eðli gæslunnar
og hveijir önnuðust hana svaraði
aðstoðarborgarlæknir á þá leið
að hana annaðist fólk sem fram-
fylgdi fyrirmælum heilbrigðis-
yfirvalda.
í anda laga um farsóttavamir,
en baráttan gegn eyðni fellur undir
þau, hafa heilbrigðisyfirvöld íhugað
hvemig bregðast skuli við því þegar
sjúklingar láta ekki sjálfviljugir af
háttemi sem stuðlað getur að út-
breiðslu eyðniveirunnar. Heimir
staðfesti að leitað væri að hentugu
húsi þar sem gæta mætti eyðni-
sjúklinga í eins konar sóttkví. „Við
teldum æskilegast að aðstæður
væru sem líkastar heimili og þá
væntanlega heimili sjúklingsins.
Svo virðist sem nú hylli undir mjög
farsæla lausn, húsnæði sem hentar
til þessara þarfa.“ i
Heimir sagði að þótt heilbrigðis-
yfirvöld teldu þörfinni fullnægt íi
dag væri engu að síður haldið áframi
að leita að húsnæði. „En þar með
er ekki sagt að það hús yrði ekki
til bráðabirgða. Við vonum að sjálf-
sögðu að einhvemtíma verði engin
þörf fyrir slíkt,“ sagði hann.