Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 59

Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 59 Aðgangshörðustu aðdáendurnir voru unglingsstúlkur sem margar hvetjar hnigu í ómegin af hita og troðningi. Morgunblaðifl/Bjarni Morgunblaðið/Þorkell Gítarleikari hljómsveitarinnar var þokkalegur gitarleikari en litt áberandi að öðru leyti. Morgunblaðið/Bjarni Ágætur hljómborðsleikari A-ha sem sá einnig um kynningar laga og var líflegur á sviðinu. Morgunblaðið/Þorkell Einn Qögurra aðstoðarmanna A-ha, slagverksleikarinn, sem sýndi snilldartakta. var hægt eilítið á ferðinni og gítarleikari sveitarinnar tók sér kassagítar í hönd til að leika lag- ið Hunting High and Low. Góða stund tók að finna hinn rétta hljóm vegna hljóðblöndunarörð- ugleika en all gekk upp um síðir. Vakti það lag mesta hrifningu af þeim lögum sem heyrst höfðu fram að þessu og um tíma stjórn- aði Morten Hackett um fjögur þúsund manna kór með góðum árangri. Morten var þó ekki eins áberandi í hljómsveitinni og margir hefðu ætlað, greinilegt var að félagarnir þrír leggja jafnt af mörkum til ímyndarinnar; ekki bar minna á hljómborðsleik- ara sveitarinnar sem kynnti flest lögin. Það mátti sjá að popp- stjörnur þurfa að vera við öllu búnar, því ekki var Morten fyrr kominn fram á sviðsbrún til að taka í hendur á fólki en riðvaxinn lífvörður var kominn við hlið hans til að forða því að hann hyrfi í mannhafið. Að loknu Hunting High and Low var aftur aukinn hraðinn og leikið lagið Touch Me. Ekki þekktu allir það en þeim mun meiri hrifningu vakti þegar hljómsveitin lék næsta lag, lagið Take on Me, sem sjálfsagt er þekktásta lag SVéitaríi'iiiar. Lokalagið var síðan The Living Daylights, titillag nýjustu James Bond kvikmyndarinnar sem frumsýnd var við hátíðlega at- höfn á föstudag. Það lag er einkar kraftmikið og náði sefjun- in þá hámarki. Ekki kæmi það á óvart þó það lag ætti eftir hreyf- ast hratt upp vinsældalista næstu vikur. Svo mikið gekk á í flutningi lagsins að hljómborðs- leikari sveitarinnar, sem talað hafði nær óaðfinnanlega ensku ailt kvöldið, var allt í einu farinn að eggja múginn á norsku. Að þessu loknu þökkuðu hljómsveit- armeðlimir fyrir sig og hurfu á braut. Áhorfendur vildu þó fá meira og linntu ekki látum fyrr en hljómsveitin kom aftur á svið- ið eftir dijúga stund. Hún hóf þegar að leika lagið Train of Thought og einu iagi betur. Enn héldu sveitarmenn af sviðinu og enn var klappað og stappað. Hljómsveitarmenn sáu sitt óvænna og komu á sviðið aftur og bættu við tveimur lögum til áréttingar áður en öllu var form- lega lokið og hver fór heim til sín. Lokalagið varð Manhattan Skyline. Ekki er hægt að segja að þeim svipi mikið saman þessum tveim- ur stórhljómsveitum sem hér hafa haldið tónleika í þessum mánuði, A-ha og Europe. A-ha er greinilega mun stærra nafn í tónlistaheiminum, það sýndi sá fjöldi vinsælla laga sem þeir höfðu yfir að ráða og allur um- búnaður tónleikanna kannski einna helst. Allt þetta sýnir að þeir A-ha piltar eru líklegir til að halda sig framarlega í þeim hópi sem dregur árar um vin- sældir almennings. Norðmenn- irnir þrír sem skipa A-ha voru allir vel spilandi þó aðstoðar- mennirnir Qórir hafi verið liprari svona yfirleitt. Þar fremstur meðal jafningja fór ásláttar- hljóðfæraleikarinn norski sem var framúrskarandi og átti stór- an hlut í heildarhljóminum. Fyrir tónleikana voru margir sem óttuðust að ógerningur væri T að flytja tónlist A-ha á sviði svo vel væri; lögin væri eingöngu hægt að leika í hljóðveri við bestu aðstæður. Sá ótti reyndist ástæðulaus, og mörg laganna voru að flestu leyti skemmtilegri í tónleikabúningi en af hljóm- plötu. Þó var millikaflinn í lögunum oftast hinn sami, en það gerði ekki ýkja mikið til. Ljós- kastararnir þijúhundruð og fimmtiu sem upp voru settir í Laugardalshöllinni gáfu tónlist- inni iðulega ævintýralegan blæ, og muna elstu menn ekki aðra eins sýningu. Við þetta má síðan - bæta að öll framkvæmd tónléi- kanna var til mikillar fyrirmynd- ar og vonandi gefur það hversu vel tónleikarnir heppnuðust góða von um að fleiri hljómsveitir eigi eftir að koma til landsins áður en langt um líður. 4*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.