Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JULI 19897 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —atvinna — atvinna Gjaldkeri Þjónustufyrirtæki í miðbænum vill ráða aðila með stúdents- eða verslunarpróf til að þjálfa sig upp í gjaldkerastarf. Öllum umsóknum svarað. Umsóknir merkt- ar: „Gjaldkeri — 2425“ sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 23. júlí. Starfskraftar óskast í hið nýja þvottahús okkar á Borgartúni 27. Afgreiðsla o.fl. Þvottahúsið Grýta, Borgartúni 27, sími 13397. Starfsmaður hjá félagasamtökum Fyrirtækið er félagasamtök í miðborg Reykjavíkur. Starfið felst í umsjón með rekstri samtak- anna, skrifstofuhaldi og útleigu á húsnæði samtakanna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi stjórnunarhæfileika og eigi gott með að tala við fólk. Æskilegur aldur er 35-50 ár. Vinnutími er samkomuleg, en í byrjun er um 75% starf og ræða, sem gæti síðar orðið 100%. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá ki. 9.00-15.00. Skolavordustig 1a - 101 Reyk/avik - Simi 621355 Hvammstanga hreppur Kennarar — fóstrur Hvammstangahreppur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Kennara við grunnskólann, einkum til kennslu í raungreinum og tölvufræði en ann- að kemur til greina. í skólanum eru u.þ.b. 160 nemendur og er andi meðal starfsfólks og nemenda góður. Upplýsingar veitir Flemming Jessen skóla- stjóri í símum 95-1367 og 1368. Forstöðukonu við leikskólann — Fóstru við leikskólann Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 95-1353. Sjúkraþjálfar Heilsugæslustöðin á Hvammstanga óskar eftir að ráða sjúkraþjálfa til starfa. Góð vinnu- aðstaða í nýju húsnæði. Upplýsingar í síma 95-1348. Hvammstangi er miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og er u.þ.b. 3 klst. akstur í hvora áttina sem er. Staðurinn er þjónustu- miðstöð fyrir V.-Húnvetninga og með vaxandi útgerðarstarfsemi. Þar er ný heilsugæslu- stöð, hótel og sundlaug og nýlega hefur viðbygging við grunnskólann verið tekin í notkun. Á Hvammstanga búa nú tæplega 700 manns og hefur staðurinn vaxið ört síðustu ár. Bjóðum nýtt fólk til starfa Erum flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Gils- búð 9, Garðabæ. Góð aðstaða. Svo að nú vantar fólk í eftirtalin störf: Bílstjóra til framleiðslustarfa, í uppvask og þrif. Vinnutími er sveigjanlegur. Upplýsingar á staðnum. Sóma-samiokur, Gilsbúð 9, Garðabæ. Sölustarf Söluvarningurinn er franskar snyrtivörur og kvenfatnaður, þekkt merki. Umsækjendur þurfa að geta ferðast tals- vert. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Vaktavinna Laus störf við tvískiptar vaktir í veitingaþjón- ustu. Tvennskonar vaktafyrirkomulag í boði. Auk þess vantar okkur fólk á skrá til fjöl- breyttra skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni virka daga kl. 9.00-15.00. TyVETTVANGUR ^ STARFSMIÐLUN Skólavörðustíg 12, sími 623088. Mælingamaður Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða mælingamann til starfa við mælingar fyrir stólpum, línum og lögnum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á við- haldi bygginga og æskilegast að hann sé iðnmenntaður. Upplýsingar um starfið gefa starfsmanna- stjóri og deildarstjóri byggingadeildar. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra Rafmagnsveitunnar á Suðurlandsbraut 34, Reykjavík fyrir 1. ágúst nk. Hárgreiðslusveinn Hárgreiðslusveinn eða hárgreiðslumeistari óskast til starfa á Hársnyrtistofu Dóra. Upplýsingar á stofunni, Langholtsvegi 128 næstu daga. ALLT hugbúnaður óskar eftir að ráða kerfisfræðinga, sem hlotið hafa reynslu við forritun í fjölnot- enda umhverfi. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 10. ágúst nk. Allar umsóknir verður farið með sem trúnað- armál. ALLT hugbúnaðurhf., Skeifan 17, 108 Reykjavík. Forstöðumaður sambýlis á Sauðárkróki Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi vestra óskar að ráða forstöðumann sambýlis fyrir fatlaða sem fyrirhugað er að taki til starfa á Sauðárkróki fyrir áramótin. Krafist er félagslegrar og/eða uppeldislegrar menntunar. Aðstoðum við útvegun íbúðar- húsnæðis. Nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 95-6232 og forstöðumaður ráðgjafarþjónustu í síma 95-5002. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar málefna fatlaðra, Norður- landi vestra, Norðurbrún 9, 560 Varmahlíð, fyrir 1. ágúst nk. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDl VESTRA Pósthólf 32 560 VARMAHU'Ð RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Umboðsmenn- Ræstingavörur Globus hf., heildsöludeild vill komast í sam- band við umboðsmenn (fyrirtæki eða ein- staklinga) sem staðsettir eru vítt og breitt á landsbyggðinni (ekki í Reykjavík). Hér er um að ræða þær ræstingavörur sem Globus hf. hefur umboð fyrir: Holmen Hygien: Katrin pappír bæði hand- þurkur og wc pappír (margar stærðir og gerðir) ásamt statífum. Darenas: Ýmsar gerðir hreinsiefna, bón, ýmis áhöld og tæki til hreingerninga. Arrow: Ýmsar gerðir efnablanda og hand- hreinsiefna. Umboðsmenn koma til með að selja og sjá um dreifingu vörunnar á sínu afmarkaða landssvæði. Starfssemin verður þróuð smátt og smátt með námskeiðum, nýjum vörum og aðstoð frá Globus hf. Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn Péturs- son, deildarstjóri heildsöludeildar, í síma 91-681555. Vinsamlegast sendið inn itarlegar umsóknir til Globus hf., P.O. Box 8160,128 Reykjavík. G/obusi Lágmúla 5 128 Reykjavík V>\G'- Sölumaður Traust og góðkunn heildverslun ætlar nú að bæta við sölumannahópinn. Við leitum að góðum sölumanni, með reynslu, sem er tilbúinn að leggja á sig krefj- andi starf við sölu á góðum vörumerkjum til matvöruverslana. Hér er um framtíðarstarf að ræða og æski- legur aldur er 20-30 ár. Snyrtimennsku og agaðra vinnubragða er krafist. Þetta er fjöl- breytilegt starf sem gefur mikla möguleika. Umsóknarfrestur er til og með föstud. 24. júlí nk. Skrifstofu- og afgreiðslustörf Fyrirtækin: Framleiðslufyrirtæki, heildverslun og smásöluverslun. Við leitum að hæfileikafólki til vinnu á framan- greindum sviðum. Spennandi framtíðarstörf, ýmist laus nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. Allar nánari upplýsingar veita Sigurður Jón- asson og Jónína Pálsdóttir á almennum skrifstofutíma. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta |áT Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.