Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 35 Dal- ton er hinn nýi James Bond í afmœlismynd- inni Logandi hræddir (The Living Dayl- igths). Ástralinn George Lazenby lék Bond aðeins einu sinni. Illmennið í Logandi hræddir leikur hollenski leikarinn Jeroen Krabbe. hennar voru á hvers manns vörum. Það sem lan Fleming gerði var að setja á fót breskt njósnakerfi, sem var mun snilldarlegra og djarfara en það sem raunveruleikinn bauð uppá, og með því nýja tegund njósnara -njósnara sem hafði leyfi til að drepa. Flem- ing kallaði sjálfur sögurnar sínar ævintýri fyrir fullorðna fólkið. Einn hinna fullorðnu, sem las þær mikið, var John F. Kennedy, bandaríkjaforseti." Fyrstu Bondmyndirnar voru gerðar fyrir lítinn pening og það var jafnvel lögð áhersla á persónurnar, segir Burgess. „En þegar peningarnir fóru að fljóta inn urðu til stór- brotnar leikmyndir og tæknibrellur ýmiskon- ar íóku við stjórninni. Óþokkarnir í bókunum eru allt að því sannfærandi. í myndunum eru þeir tæknifræðileg skrýmsli. Stúlkurnar í bókunum voru mjög sannfærandi. í myndun- um eru þær lítið annað en kyntákn, fallegar og erótískar eins og Playboystelpur. Þegar Sean Connery !ók Bond dró hann úr tæknibrellunum. Það var auðvelt að láta manni þykja vænt um hahn. Hin örlítiö skoski hreimur og getan til að sýna sársauka og vantrú hjálpuðu. Með breytingunni frá Conn- ery yfir í Roger Moore upplifðum við aðeins Simon Templar úr sjónvarpsþáttunum um Dýrlinginn, í nýju hlutverki. Með Moore glat- aðist mikið af því sem gaf hlutverkinu bragð og kraft þegar Connery var með það. Maður fann minna fyrir fyrsta flokks leikaranum í hlutverki sem var ekki beint Shakespeare- legt. Moore er annars flokks leikari og rétt hæfur í Bondgerfiö. En gerfinu var breytt og það útþynnt þegar hann tók við.“ Markaðsstjóri Bond-myndanna, Charles Juroe, og samstarfsmaður Broccolis um langt skeið, talaði nýverið um breytinguna á Bond í gegnum árin viö tímaritið American Film. „Fólk sem sá Bond fyrst með Sean,“ sagði hann, „viðurkenndi aldrei Roger og fólk sem sá sína fyrstu Bondmynd með Roger voru aldrei hrifnir af Sean. Myndirnar með Roger fengu meiri aðsókn en myndirn- ar með Sean og raunar setti síðasta myndin hans, Víg í sjónmáli (A View to a Kill) nýtt met. Roger fann sig fyrst í hlutverkinu í myndinni Njósnarinn sem elskaði mig (The Spy Who Loved Me). Það þurfti leikstjóra- skipti til. Lewis Gilbert tók við af Guy Hamilton. Hamilton leit alltaf á Bond með Sean i huga og Roger gat bara ekki gert það sem ætlast var til af honum eins og að slá konu eða vera drápari. John Glen hefur gert í Bretlandi kom nýlega út bók um James Bond, blöð um allan heim hafa fjallað um afmæli hans og rithöfundar eins og Richard Condon og Anthony Burgess hafa látið Ijós sitt skína um kappann ódauðlega sem hefur leyfi til að drepa og pantar sér vodkam- artíni, hristan en ekki hrærðan, þegar hann drekkur, en hann gerir lítið af því. Burgess skrifaði í Sunday Telegraph að breska pressan hafi eytt eins miklu púðri á hinn nýja Bond eins og hún myndi gera við fall ríkisstjórnar. „Sean Connery varð gam- all og Roger Moore líka og nú tekur Dalton við. Hans helstu meðmæli eru þau að hann er ungur (jæja, fertugur). Hann á líka eftir að verða hrukkóttur og þreytulegur og hans óþekkti arftaki er núna að sparka fótbolta á einhverri skólalóðinni." Og Burgess heldur áfram: „Dauöi Bonds af völdum óvina Hennar hátignar er fjar- stæðukenndur möguleiki og sama er að segja um dauða hans vegna minnkandi að- sóknar á Bondmyndirnar. Bond heldur sínu striki. Meira að segja ég, ólíklegasti rithöf- undur í heimi til að tengjast Bond, var eitt sinn dreginn i net njósnamyndanna. Dag einn við Fimmta stræti í New York fékk fram- leiðandinn Cubby Broccoli mér ferðaritvél og bunka af auðum blöðum. Hann var að reyna að gera Njósnarann sem elskaði mig (The Spy Who Loved Me). lan Fleming hafði raunar bannað að gerð yrði kvikmynd eftir þeirri sögu og tengsl við hana máttu aðeins vera að nafninu til. í herbergiskytru á Holiday Inn hóteli hamraði ég saman söguþráð um Orson Welles-líkan óþokka sem hvorki þjónaði Rússum eða Mammon heldur vildi niðurlægja heim- inn. Söguþráðurinn krafðist ótrúlegra tæknibrellna og það var í honum meiri nekt og kynlíf en Bond-mynd gat nokkru sinni verið þekkt fyrir. Handritinu var, eins og búast mátti við, hafnað en olíuflutningaskipið mitt Fyrsti Bondinn: Barry Nelson lék James Bond í sjónvarpsgerð sögunnar Casino Royale árið 1954. höll fyrir erkifjandann) fékk að halda sér.“ Bond varð til á réttum tíma, segir Burg- ess. „Hann var harður og hugaður breskur föðurlandssinni og minnti breska les- endur á eiginleika sem þeir virtust hafa glatað. Hin drungalegu kald- astríðsár voru í algleymingi og Bretland hafði misst áhrifamátt sinn í heimspólitíkinni en fylgd- ist með úr fjarska á meðan stórveldin áttust við. Breska leyniþjónustan var ekkert til að hrópa húrra fyrir og hneykslin vegna kynvilltra svikara innan Nýja Bond- stúlkan: Maryam d'Abo v- Logandi hræddir. síðustu fjórar myndir og hahn er ekki mjög bundinn af því sem gert hefur verið áður í Bond-myndunum.“ En hver er þá þessi nýi Bond, þessi Timot- hy Dalton? íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna kannski helst eftir honum úr hinni leið- inlegu smáþáttaröð, Dóttir málarans, og stórmyndinni María Skotadrottning, sem Sjónvarpið sýndi í vor, en í henni lék hann á móti ástkonu sinni, Vanessu Redgrave. Hann er 43 ára, 10 árum eldri en Sean Connery þegar hann fyrst lék Bond en yngri en Roger Moore : sinni fyrstu Bondmynd. Connery er Skoti, Moore Englendingur effr Dalton er Walesbúi. Hann var síður en svo eini leikarinn sem kom íil greina í hlutverkið. Ástralarnir Mel Gibson og Bryan Brown voru orðaðir við það en þeir voru aðeins tilbúnir að gera eina mýnd og það dugar ekki þegar Bond á í hlut. Nýsjálendingurinn David Warbeck (sem keppti við Roger Moore um rulluna) var líka á iista yfir hugsanlega Bonda og einnig Mic- hael Praed. Bandaríski leikarinnTom Selleck kom líka til greina á tímabili. En það var sjón- varpsstjarnan Pierce Brosnan (Remington Steele), írskur að uppruna, sem var næstur þvi að hreppa hlutverkið. Hann var hins veg- ar á samningi um sjónvarpsþáttagerð hjá MGM og fékk sig ekki lausan þaðan. Svo Timothy Dalton hreppti hnossið. Það er ekki víst að Bandaríkjamaður eins og Selleck eða Ástrali eins og Gibson hefði hrifið Bondfríkin (Ástralinn George Lazenby þótti standa sig hræðilega í Bondmyndinni, I þjónustu hennar hátignar (On Her Majes- ty's Secret Service), enda var hann módel og hafði enga leikreynslu). Bond-myndirnar eru , eins og Anthony Burgess segir, ákaf- lega bresk framleiðsla. „Kvikmyndatæknin er bresk," segir hann „og umfram allt eru þær breskar í lýsingu sinni á heldur huggu- legri leyniþjónustu sem á rætur í siðareglum breska flotans. Og hvort sem Connery leikur Bond eða Moore eða Dalton núna, þá er hann eins breskur og Breti getur framast orðið." Það er líklega best að tala ekki of mikið um nýjustu myndina, Logandi hræddir. Það hefði líka ekki mikið að segja; tæknibrellurn- ar verða á sínum stað, illmennin og stúlkurn- ar líka og nýi Bondinn, sem yngdur hefur verið upp og á kannski eftir að fylgja okkur inn í 21. öldina. -ai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.