Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚU 19897 41 Séra Hubert Oremus - Sjötugur Á morgun, mánudaginn 20. júlí er Þorláksmessa á sumar. Hún var haldin hátíðleg í minningu þess að þann dag, árið 1198, var helgur dómur Þorláks Skálholtsbiskups tekinn úr jörðu og skrínlagður. Og á þeim degi, árið 1917, var séra Hubert Oremus borinn í þennan heim í borginni Zeist í Hollandi. Hann segir sjálfur svo frá náms- ferli sínum að árin 1921—23 hafi hann gengið í leikskóla í Zeist, 1923—29 í barnaskóla í Zeist og Bussum, 1929—36 í lægri presta- skóla í Wernhout, og 1936—1943 í æðri prestaskóla í Panningen. Hann gekk í reglu Lazarista (Con- gregatio Missionir) 1936 og átti því 50 ára „regluafmæli" á sl. ári. Þá reglu stofnaði hl. Vincent, kenndur við Pál postula, árið 1625. Reglunni var fengin í hendur Saint-Lazare- kirkjan í París árið 1633 og er þaðan komið heitið „Lazaristar", eins og prestar þessarar reglu eru að jafnaði nefndir, en orðið „Laz- are“ er komið af heitinu „Laza- retto“ sem merkti holdsveikrahæli. Skírnarnöfn séra Oremusar eru: Hubertus Theodorus. Ættarnafn hans, Oremus, kemur mörgum kyn- lega fyrir sjónir því latneska orðið „oremus" þýðir: Vér skulum biðja. Hafa því sumir þeir, sem ekki eru málum kunnugir, haldið að prestur- inn sjálfur eða einhverjir forfeður hans hafí tekið sér þetta nafn til að benda á bænrækni sína eða til að minna sjálfa sig á að láta ekki deigan síga í bænalífinu. En reynd- in er önnur: Árið 1690 flúði forfaðir séra Oremusar, sem var húgenotti, frá Frakklandi til Hollands, því húgenottar voru þá engin eftirlætis- böm Frakka, svo sem kunnugt er af sögunni. En nafn þessa manns var Orésmes. Þegar Hollendingar spurðu manninn að nafni, heyrðist þeim hann segja „oremus" og glöddust þeir mjög við, því þeir þóttust skilja af þessu að nafnið væri tekið úr latnesku messunni og mundi maðurinn vera rammkaþ- ólskur. Festist nafnið Oremus síðan við fjölskyldu mannsins og hugsar nú enginn lengur um uppmna þess. Þegar Hugbjartur Teódór var fjögurra ára gamall, fékk hann köllun, að honum fannst, til að verða trúboði í Kína. Á þeim árum voru böm kvödd í árlegar „trúboðs- skrúðgöngur" og í þeim göngum klæddust þau allskonar dulargerv- um, sum voru dýrlingar, önnur nunnur, einhver var páfi, annar indí- áni, þriðji blökkumaður, fjórði eskimói og fimmti Kínverji, og Hugbjartur litli vildi alltaf að fá að vera Kínveijinn. Þriðja árið sem hann tók þátt í skrúðgöngunni kom hann of seint til leiks og neyddist til að vera prestur úr reglu „hvítu feðranna“ og féll honum það mjög þungt. Að loknum barnaskóla sagði hann föður sínum frá þeim framtíð- ardraumum sínum að verða trúboði í Kína en var þá sagt að af því gæti ekki orðið því nú væri hann orðinn nógu gamall (11 ára) til þess að hjálpa til að vinna fyrir fjöl- skyldunni, enda elstur 8 systkina. Um haustið varð honurr. þó að nokkru leyti að ósk sinni því þá gafst honum tækifæri til að fara í trúboðsprestaskóla. Eftir sjö ára nám þar höfðu nemendur náð all- mikilli leikni í sex tungumálum: hollensku, frönsku, ensku, þýsku, latínu og grísku. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur bætti við sig tíu tungumálum eftir því sem árin liðu en telur sig nú vera farinn að ryðga allmikið í sumum þessara 17 mála. Þegar hann hafði lokið námi í guðfræði og heimspeki og öðru því sem til prestskapar heyrði, þáði hann prestvígslu (19. júlí 1944) og hélt svo enn áfram að afla sér Hið árlega kappflug Bréf- dúfhafélags Reykjavíkur og Visa íslandi var haldið þann 20. júní s.l. Lagt var af stað frá Fagurhóls- mýri og flogin 364 km leið. Eigendur þeirra fugla sem reynd- ust hraðfleygastir eru Þórir meiri þekkingar. Lauk hann prófum í trúboðsfræði, lækningu hitabeltis- sjúkdóma, kínversku, sögu, list og bókmenntum Kínveija, svo og í blaki. Frá 1948 til 1967 kenndi hann tungumál, kínverska bókmennta- sögu og trúarbragðafræði við háskóla í Hollandi, París, Istanbúl og Alexandríu. Alls var hann 16 ár í Miðausturlöndum, þar af 6 ár í Tyrklandi. Egyptaland varð honum þó hugfólgnast allra landa þangað til hann kom hingað til lands. Nú finnst honum að hann hafi aldrei í betra landi verið en íslandi. Hann var sóknarprestur í Hol- landi 1955—61 en kom hingað til lands 10. júní 1978. Hann þjónaði Karmelsystrum hollensku í 5‘/2 ár, hinum pólsku eftirkomendum þeirra í V2 ár og sóknarprestur í Hafnar- firði hefur hann verið í 2‘A ár. Hann býr í gamla prestahúsinu á Jófríðarstöðum, ásamt séra van Hooff, presti Karmelsystra, og mundi mörgum þykja það húsnæði þröngt sem harin hefur þar fyrir sjálfan sig. En hann tekur því með hinni mestu rósemi og æðruleysi og býður gestum sínum sælgæti úr dós, vitandi að á himnum muni verða rýmra um hann. „Mótlæti og kross er manninum gott og gagn- legt til þess að hann gleymi því ekki að hann er maður,“ segir hann brosandi og bregður fyrir sig kínverskum málshætti, „eins og það er gott og gagnlegt fyrir hundinn að hafa dálítið af flóm svo hann gleymi því ekki að hann er hundur." Séra Oremus hefur eignast marga vini hér á landi en engan óvin. Enginn efast um góðan vilja hans og einlægni og ég hef aldrei frétt að hann hafi komist í illt skap í þau níu ár sem hann hefur dvalist hér; og það er út af fyrir sig afrek. Á morgun les hann messu klukk- an 6 síðdegis í kapellu St. Jósefs- spítala í Hafnarfírði, til minningar um hl. Þorlák. Eftir messuna gefst vinum hans tækifæri til að óska honum til hamingju með afmælið og það, hversu vel hann ber aldur sinn. Má sjá á svip hans hversu hollt það er hvetjum manni að leggja rækt við gott skap og hafa frið við alla menn, að því leyti sem það er unnt og á mannsins valdi. Innilegar hamingjuóskir á af- mælisdaginn, séra Oremus. Torfi Ólafsson. Eggertsson, Halldór Guðbjömsson og Ómar Bjarnason. Visa-mótið er eitt stærsta mót sumarsins en verðlaun verða ekki veitt sigurvegurum fyrr en á upp- skeruhátíð Dúfnaræktarsambands íslands að keppnistímabili loknu. Bréfdúfur í kapp- flugi 364 km. leið Hyaða kostur er bestur? margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver '■*(B/C) rakvél dugar jafii- lengi og eitt rakvélarblað. MACINTOSH Works Fjölnotakerfið Works er nú að verða mest notaða forritið á Macintosh. Á námskeiðinu er farið rækilega í þá möguleika sem forritið býður upp á. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun Macintosh. * Teikniforritið MAC-PAINT. * Ritvinnsla, æfingar. * Gagnagrunnur, æfingar. * Töflureiknir, æfingar. * Flutningur gagna á milli þátta forritsins. * Umræður og fyrirspurnir. Tími: 25. og 26. júlí kl. 9-16. Innritun I símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Lslðbeinandl: QuAmundur Karl GuAmundsson, sAlu- maAur hjá RadlóbúAlnnl. frá LERKIH frá kl. 9-6. LERK SKEIFAN 13. 108 REYKJAVIK SIMI82877 82468 v--:.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.