Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 50
f
Ið
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Verkstjóra
vantar í frystihús á Norðurlandi. Æskilegt
að viðkomandi hafi þekkingu á rækjuvinnslu.
Matsréttindi áskilin.
Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og síma-
númer, ásamt upplýsingum um fyrri störf á
auglýsingadeild Mbl. fyrir nk. mánaðamót,
merkt: „Góð vinna — 4520“.
Rafeindavirki óskast
Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða rafeinda-
virkja á verkstæði og í þjónustudeild. Starfið
felst í viðgerðum og sölu. Mjög góð starfsað-
staða.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
31/7 merktar: „I - 4051“.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslustarfa.
Upplýsingar veittar í versluninni á morgun,
mánudag milli kl. 17.00 og 18.00.
Laugavegi73
Sálfræðingur óskast
Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra, ráð-
gjafar- og sálfræðideild, óskar eftir sálfræð-
ingi til starfa næsta skólaár, helst með
aðsetri á Húsavík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf berist fyrir 10. ágúst nk. Nánari
upplýsingar veittar á skrifstofunni.
Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra,
Furuvöllum 13, 600Akureyri,
________ sími 96-24655.
Rekstrartækni-
fræðingur
nýkominn úr námi óskar eftir vinnu. Hef
sveinspróf í járnsmíði. Get byrjað strax.
Upplýsingar í síma 52496.
Ritstjóra vantar
Kennarasamband íslands auglýsir til um-
sóknar starf ritstjóra KÍ við Félagsblað BK.
Um er að ræða V2 starf, en hugsanlegt er
að starfshlutfall aukist frá næstu áramótum.
Umsækjendur þurfa að hafa kennaramennt-
un og kennslureynslu auk þess að hafa áhuga
á félagsstarfi í stéttarfélagi kennara.
Starfið er laust frá 1. september nk. um eins
árs skeið meðan ritstjóri blaðsins er í leyfi
vegna framhaldsnáms.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst og skulu
umsóknir sendar til stjórnar Kennarasam-
bands íslands, Grettisgötu 89, Reykjavík,
merktar „Ritstjórastarf".
Allar frekari upplýsingar á skrifstofu KÍ, sími
91-24070.
Kennarar
Kennara vantar að Grunnskólanum í Olafsvík
næsta skólaár. Kennslugreinar: Stærðfræði,
raungreinar, íþróttir. Góð vinnuaðstaða.
Húsnæði á staðnum.
Upplýsingar veita Gunnar Hjartarson, skóla-
stjóri í síma 93-61293 og Jenný Guðmunds-
dóttir formaður skólanefndar, í síma
93-61133.
Gjaldkerastörf
Bankastofnun í miðbænum vill ráða starfs-
fólk til gjaldkerastarfa. Um er að ræða
framtíðarstörf. Laun eftir starfsreynslu við-
komandi.
Umsóknir og nánari upplýsingar veittar á
skrifstofu okkar.
QlÐNT IÓNSSON
RAÐCjOF fr RÁPNI NCARNON LISTA
TUNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÖSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Einkaritari forstjóra
Fyrirtækið: Er stórt verslunar- og fram-
leiðslufyrirtæki í Reykjavík sem býður góð
laun og starfsskilyrði.
Starfssvið: Bréfaskriftir (sjálfstæðar) erlend-
ar og innlendar, toll- og verðútreikningur,
pantanir, telex, skjalavarsla, skipulagning og
undirbúningur funda og ferðalaga, móttaka
erlendra gesta o.fl.
Við leitum að: Einkaritara með góða mála-
kunnáttu, verslunarmenntun, örugga og
aðlaðandi framkomu sem býr yfir hæfileika
og getu til að starfa mjög sjálfstætt. Starfs-
reynsla skilyrði.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Óladóttir.
Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar.
Hagvangurhf
RÁÐNINCARPJÓNUSTA
CRENSÁSVECI -13, 108 REYKJAVÍK
Sími: 83666
Sendibilstjóri
Þekkt heildverslun óskar eftir að ráða harð-
duglegan, reglusaman og samviskusaman
mann á aldrinum 25-45 ára til útkeyrslu-
starfa. Reynsla æskileg.
Umsóknir ásamt meðmælum sendist á aug-
lýsingadeild Mbl. merkt. „JÁ — 5182“.
Drífandi
afgreiðslufólk
Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða
drífandi afgreiðslufólk í verslanir okkar við
Stakkahlíð, Dunhaga og Stórmarkað KRON
við Skemmuveg.
Góð vinnuaðstaða og starfsmannafríðindi.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
í síma 22110 eða á skrifstofu KRON Lauga-
vegi 91, 4. hæð.
Hresstfólk
Lítið, vaxandi þjónustufyrirtæki, óskar eftir
að ráða duglega og hressa starfskrafta í eftir-
taldar stöður:
1. Bílstjóra til léttra sendiferða og aðstoðar
við afgreiðslu, þyrfti að geta byrjað sem
fyrst.
2. Tölvu- og skrifstofustjóra. Starfið felst í
útskrift reikninga, bókhaldi o.s.frv., auk
aðstoðar við afgreiðslu. Umsækjendur
þurfa að hafa reynslu á PC-ritvinnslu og
hafa áhuga á tölvum. Viðkomandi getur
hafið störf eftir nánara samkomulagi.
j Upplýsingar um fyrri störf vinsamlegast legg-
I ist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. júlí merkt:
„Hresst fólk — 4529“.
Meinatæknar
Á rannsóknadeild Landakotsspítala eru laus-
ar tvær stöður nú þegar eða í síðasta lagi
1. oktober nk.
Umsóknarfrestur er til 28. júlí.
Upplýsingar gefa deildarmeinatæknar og
yfirlæknir.
Forstöðumaður
þjónustumiðstöðvar
fatlaðra
á Sauðárkróki
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi
vestra óskar að ráða forstöðumann þjón-
ustumiðstöðvar fatlaðra á Sauðárkróki.
Krafist er félagslegrar og/eða uppeldislegrar
menntunar. Aðstoðum við útvegun íbúðar-
húsnæðis.
Nánari upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 95-6232
og forstöðumaður ráðgjafaþjónustu í síma
95-5002.
Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu
Svæðisstjórnar málefna fatlaðra Norðurlandi
vestra, Norðurbrún 9, 560 Varmahlíð fyrir
1. ágúst nk.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
NORÐURLANDIVESTRA
Pósthólf 32
560 VARMAHLÍÐ
Verkamenn
— bílstjórar
Okkur vantar verkamenn og bílstjóra strax.
Upplýsingar gefur Haukur í síma 689506 og
Kristín í síma 84090.
Óskum eftir að ráða starfsmenn í eftirfar-
andi störf á splunkunýjum veitingastað í
Kringlunni.
Skrifstofumaður
Starfið felst í öllum almennum skrifstofu-
störfum, m.a. aðstoð við bókhald, umsjón
með skráningu vörukaupa, símavörslu auk
annars tilfallandi.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu tölu-
glöggir og nákvæmir. Æskileg er einhver
reynsla af skrifstofustörfum eða verslunar-
menntun. Áhersla er lögð á að viðkomandi
séu léttir og þægilegir í umgengni.
Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00.
Gjaldkerar í sal
Störfin felast í móttöku reikninga, umsjón
með greiðslum, kassauppgjöri og sölu smá-
muna/minjagripa veitingastaðarins.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu aðlað-
andi í framkomu, eigi gott með að starfa
sjálfstætt og auk þess, að sjálfsögðu, bæði
nákvæmir og töluglöggir.
Vinnutími er breytilegur þar sem um vakta-
vinnu er að ræða.
Umsóknarfrestur í ofangreind störf er til og
með 22. júlí nk. Ráðningar verða sem allra
fyrst.
Vinsamlegast athugið að umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar
á skrifstofu Liðsauka hf. frá kl. 9.00-15.00.
Alleysinga■ og radningaþionusta
Liósauki hf. W
Skólavordustig la - 101 fíeykfavik - Simi 621355