Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 50
f Ið 50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verkstjóra vantar í frystihús á Norðurlandi. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á rækjuvinnslu. Matsréttindi áskilin. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og síma- númer, ásamt upplýsingum um fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. fyrir nk. mánaðamót, merkt: „Góð vinna — 4520“. Rafeindavirki óskast Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða rafeinda- virkja á verkstæði og í þjónustudeild. Starfið felst í viðgerðum og sölu. Mjög góð starfsað- staða. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31/7 merktar: „I - 4051“. Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslustarfa. Upplýsingar veittar í versluninni á morgun, mánudag milli kl. 17.00 og 18.00. Laugavegi73 Sálfræðingur óskast Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra, ráð- gjafar- og sálfræðideild, óskar eftir sálfræð- ingi til starfa næsta skólaár, helst með aðsetri á Húsavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf berist fyrir 10. ágúst nk. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra, Furuvöllum 13, 600Akureyri, ________ sími 96-24655. Rekstrartækni- fræðingur nýkominn úr námi óskar eftir vinnu. Hef sveinspróf í járnsmíði. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 52496. Ritstjóra vantar Kennarasamband íslands auglýsir til um- sóknar starf ritstjóra KÍ við Félagsblað BK. Um er að ræða V2 starf, en hugsanlegt er að starfshlutfall aukist frá næstu áramótum. Umsækjendur þurfa að hafa kennaramennt- un og kennslureynslu auk þess að hafa áhuga á félagsstarfi í stéttarfélagi kennara. Starfið er laust frá 1. september nk. um eins árs skeið meðan ritstjóri blaðsins er í leyfi vegna framhaldsnáms. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst og skulu umsóknir sendar til stjórnar Kennarasam- bands íslands, Grettisgötu 89, Reykjavík, merktar „Ritstjórastarf". Allar frekari upplýsingar á skrifstofu KÍ, sími 91-24070. Kennarar Kennara vantar að Grunnskólanum í Olafsvík næsta skólaár. Kennslugreinar: Stærðfræði, raungreinar, íþróttir. Góð vinnuaðstaða. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar veita Gunnar Hjartarson, skóla- stjóri í síma 93-61293 og Jenný Guðmunds- dóttir formaður skólanefndar, í síma 93-61133. Gjaldkerastörf Bankastofnun í miðbænum vill ráða starfs- fólk til gjaldkerastarfa. Um er að ræða framtíðarstörf. Laun eftir starfsreynslu við- komandi. Umsóknir og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. QlÐNT IÓNSSON RAÐCjOF fr RÁPNI NCARNON LISTA TUNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÖSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Einkaritari forstjóra Fyrirtækið: Er stórt verslunar- og fram- leiðslufyrirtæki í Reykjavík sem býður góð laun og starfsskilyrði. Starfssvið: Bréfaskriftir (sjálfstæðar) erlend- ar og innlendar, toll- og verðútreikningur, pantanir, telex, skjalavarsla, skipulagning og undirbúningur funda og ferðalaga, móttaka erlendra gesta o.fl. Við leitum að: Einkaritara með góða mála- kunnáttu, verslunarmenntun, örugga og aðlaðandi framkomu sem býr yfir hæfileika og getu til að starfa mjög sjálfstætt. Starfs- reynsla skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Katrín Óladóttir. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar. Hagvangurhf RÁÐNINCARPJÓNUSTA CRENSÁSVECI -13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Sendibilstjóri Þekkt heildverslun óskar eftir að ráða harð- duglegan, reglusaman og samviskusaman mann á aldrinum 25-45 ára til útkeyrslu- starfa. Reynsla æskileg. Umsóknir ásamt meðmælum sendist á aug- lýsingadeild Mbl. merkt. „JÁ — 5182“. Drífandi afgreiðslufólk Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða drífandi afgreiðslufólk í verslanir okkar við Stakkahlíð, Dunhaga og Stórmarkað KRON við Skemmuveg. Góð vinnuaðstaða og starfsmannafríðindi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 22110 eða á skrifstofu KRON Lauga- vegi 91, 4. hæð. Hresstfólk Lítið, vaxandi þjónustufyrirtæki, óskar eftir að ráða duglega og hressa starfskrafta í eftir- taldar stöður: 1. Bílstjóra til léttra sendiferða og aðstoðar við afgreiðslu, þyrfti að geta byrjað sem fyrst. 2. Tölvu- og skrifstofustjóra. Starfið felst í útskrift reikninga, bókhaldi o.s.frv., auk aðstoðar við afgreiðslu. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu á PC-ritvinnslu og hafa áhuga á tölvum. Viðkomandi getur hafið störf eftir nánara samkomulagi. j Upplýsingar um fyrri störf vinsamlegast legg- I ist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. júlí merkt: „Hresst fólk — 4529“. Meinatæknar Á rannsóknadeild Landakotsspítala eru laus- ar tvær stöður nú þegar eða í síðasta lagi 1. oktober nk. Umsóknarfrestur er til 28. júlí. Upplýsingar gefa deildarmeinatæknar og yfirlæknir. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fatlaðra á Sauðárkróki Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra óskar að ráða forstöðumann þjón- ustumiðstöðvar fatlaðra á Sauðárkróki. Krafist er félagslegrar og/eða uppeldislegrar menntunar. Aðstoðum við útvegun íbúðar- húsnæðis. Nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 95-6232 og forstöðumaður ráðgjafaþjónustu í síma 95-5002. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar málefna fatlaðra Norðurlandi vestra, Norðurbrún 9, 560 Varmahlíð fyrir 1. ágúst nk. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Pósthólf 32 560 VARMAHLÍÐ Verkamenn — bílstjórar Okkur vantar verkamenn og bílstjóra strax. Upplýsingar gefur Haukur í síma 689506 og Kristín í síma 84090. Óskum eftir að ráða starfsmenn í eftirfar- andi störf á splunkunýjum veitingastað í Kringlunni. Skrifstofumaður Starfið felst í öllum almennum skrifstofu- störfum, m.a. aðstoð við bókhald, umsjón með skráningu vörukaupa, símavörslu auk annars tilfallandi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu tölu- glöggir og nákvæmir. Æskileg er einhver reynsla af skrifstofustörfum eða verslunar- menntun. Áhersla er lögð á að viðkomandi séu léttir og þægilegir í umgengni. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. Gjaldkerar í sal Störfin felast í móttöku reikninga, umsjón með greiðslum, kassauppgjöri og sölu smá- muna/minjagripa veitingastaðarins. Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu aðlað- andi í framkomu, eigi gott með að starfa sjálfstætt og auk þess, að sjálfsögðu, bæði nákvæmir og töluglöggir. Vinnutími er breytilegur þar sem um vakta- vinnu er að ræða. Umsóknarfrestur í ofangreind störf er til og með 22. júlí nk. Ráðningar verða sem allra fyrst. Vinsamlegast athugið að umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka hf. frá kl. 9.00-15.00. Alleysinga■ og radningaþionusta Liósauki hf. W Skólavordustig la - 101 fíeykfavik - Simi 621355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.