Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 60
tjróöleikur og X. skemmtun fyrirháasemlága! P targnafrljiptíÞ TJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Fáskrúðsflörður: Bátarnir farnir á sjó SAMKOMULAG um fiskverð á Fáskrúðsfirði tókst í gærmorgun og héldu togarar og trillur þegar á sjó eftir það. Samkomulagið felur f sér að miðað verður við meðalverð á fiskmarkaði í Hafn- arfirði. Samkomulag hafði tekist um þessa viðmiðun fiskverðs í fyrradag, en í gærkveldi slitnaði upp úr á ákveðnu atriði, þannig að ekki tókst að ganga frá samkomulaginu form- lega fyrr en í gærmorgun, er það ágreiningsatriði var úr sögunni. Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, sagði sjómenn ánægða með þetta samkomulag. Krefur ríkissjóð skaðabóta Keflavíkurflugvöllur: Einstakt tófii- greni unnið KeOavík. „ÞAÐ ER einstakt að vinna tófugreni án þess að fara nokk- urn tíma út af malbikinu," sögðu refaskytturnar Hermann Ólafsson og Sigurbjörn Guð- mundsson, sem unnu fimm tófiir er höfðu komið sér fyrir í ræsi undir flugvélastæði á Keflavíkurflugvelli. Það eru um þriár vikur frá því starfsmenn frá Islenskum aðal- verktökum fundu tófugreni við flugbraut á Keflavíkurflugvelli, en vegna mikilla mannaferða við grenið er talið að tófumar hafi verið að færa sig annað og haft viðdvöl í ræsinu. Refaskyttumar sögðu í samtali við Morgunblaðið, að tófan væri þekkt fyrir að vera vör um sig, og væri það því ein- stakt að tófan væri svo nærri byggð og tófan kæmi sér fyrir þar sem aðeins væru tvær út- gönguleiðir. Þá er mikil umferð þar sem tófumar voru, og refa- skyttumar sögðu að þegar flugvél hefði verið á ferðinni nærri staðn- um, hafi jörðin titrað og mikill hávaði verið. Refaskyttumar sögðu að þeim hefði aldrei dottið í hug að tófu- greni gæti verið á þessum slóðum, en það virðist sem tófurnar hafi aðlagast þessum sérstöku aðstæð- um. Hermann og Sigurbjöm hafa fellt alls 26 tófur í vor og sumar, en tófuveiðin á Reykjanesskaga er þá komin í 75 dýr og stefnir í metveiði. EG Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Refaskytturnar Hermann Ólafsson og Sigurbjörn Guðmundsson með refinn og fjóra yrðlinga er þeir felldu við hið sérstaka greni. 'iMpÞÓRÐUR Hilmarsson fyrrver- andi Qármálastjóri Hafskips hefiir farið fram á það við stjórn- völd, að sér verði greiddar skaðabætur úr ríkissjóði vegna handtöku og gæsluvarðhalds að ósekju. Krafa þessi var nýlega send ríkis- lögmanni og er hún nú til umsagnar dómsmálaráðuneytisins. Þórður var settur í gæsluvarð- hald að morgni 20. maí 1986 ásamt 5 öðram forráðamönnum Hafskips, en leystur úr haldi þann 28 sama mánaðar. Ekki var höfðað opinbert mál gegn honum. Suðurnes: Kappakstur ijórhjóla og bílvelta BÍLVELTA varð skammt fyrir A*htan Sandgerði á föstudags- kvöld. Bifreiðin fór þrjár veltur og er talin ónýt. Ökumaður og farþegi hans sluppu ómeiddir. Lögreglan grunar þann fyrr- nefiida um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Fékk hann að gista fangageymslu þar til á laugardagsmorgun. Þá gerði lögreglan f Keflavík upptæk tvo fjórhjól í Vogum á Vatnleysuströnd á föstudagskvöld. Ökumenn þeirra vora í kappakstri á götum bæjarins og töldust því brotlegir við reglur um meðferð þessara ökutækja. Að sögn lögregl- unnar þurfa eigendurnir að fram- vísa gildu ökuleyfi, greiða sektir og /jKfallinn kostnað þegar þeir sækja hjólin og flytja þau heim í dráttar- vagni. „Við geram þeim erfitt fyrir svo að alvara þessa máls verði ljós,“ sagði lögregluþjónn í samtali við blaðamann. Toppendur á Mývatni Morgunblaðið/KGA Langreyðakvótmn fyllt- ur, áttatíu hafa veiðst Viðræður í Washington á þriðjudag SENDINEFND íslands hélt tU Washington í gær til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um hval- veiðideiluna. Viðræðurnar heQ- ast á þriðjudagsmorgun í viðskiptaráðuneytinu í Washing- ton en sendinefiidin áætlar að snúa heim á miðvikudagskvöld. Veiðimenn Hvals hf. fylltu kvóta íslendinga af langreyði þegar áttugasta hvalnum var landað í Hvalfirði i gær. Báðir bátarnir héldu þó aftur á miðin, að leita sandreyðar sem veidd er seinni hluta sumars. Þeir eru væntan- legir til hafiiar i kvöld. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að ætlunarverk nefndar- manna væri að hlýða á sjónarmið viðmælenda og skýra röksemdir íslendinga fyrir áætluninni um hvalarannsóknir sem Alþingi hrinti í gang. Ríkisstjómin hefði enga ákvörðun tekið um framtíð hval- veiða, heldur biði átekta þar til viðræðunum væri lokið. Aðspurður hvaða augum ríkis- stjómin liti óbeinar hótanir Banda- ríkjamanna um að mælt yrði með viðskiptaþvingunum við forseta sagði Þorsteinn: „Mér kemur ekki til hugar að Bandarikjaforseti muni nokkra sinni samþykkja viðskipta- þvinganir á okkur. Hann hlyti að gera sér grein fyrir afleiðingum þess fyrir samskipti ríkjanna." Sjá Reykjavíkurbréf á miðopnu, þar sem fjallað er um hvalveiðideiluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.