Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 60

Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 60
tjróöleikur og X. skemmtun fyrirháasemlága! P targnafrljiptíÞ TJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Fáskrúðsflörður: Bátarnir farnir á sjó SAMKOMULAG um fiskverð á Fáskrúðsfirði tókst í gærmorgun og héldu togarar og trillur þegar á sjó eftir það. Samkomulagið felur f sér að miðað verður við meðalverð á fiskmarkaði í Hafn- arfirði. Samkomulag hafði tekist um þessa viðmiðun fiskverðs í fyrradag, en í gærkveldi slitnaði upp úr á ákveðnu atriði, þannig að ekki tókst að ganga frá samkomulaginu form- lega fyrr en í gærmorgun, er það ágreiningsatriði var úr sögunni. Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, sagði sjómenn ánægða með þetta samkomulag. Krefur ríkissjóð skaðabóta Keflavíkurflugvöllur: Einstakt tófii- greni unnið KeOavík. „ÞAÐ ER einstakt að vinna tófugreni án þess að fara nokk- urn tíma út af malbikinu," sögðu refaskytturnar Hermann Ólafsson og Sigurbjörn Guð- mundsson, sem unnu fimm tófiir er höfðu komið sér fyrir í ræsi undir flugvélastæði á Keflavíkurflugvelli. Það eru um þriár vikur frá því starfsmenn frá Islenskum aðal- verktökum fundu tófugreni við flugbraut á Keflavíkurflugvelli, en vegna mikilla mannaferða við grenið er talið að tófumar hafi verið að færa sig annað og haft viðdvöl í ræsinu. Refaskyttumar sögðu í samtali við Morgunblaðið, að tófan væri þekkt fyrir að vera vör um sig, og væri það því ein- stakt að tófan væri svo nærri byggð og tófan kæmi sér fyrir þar sem aðeins væru tvær út- gönguleiðir. Þá er mikil umferð þar sem tófumar voru, og refa- skyttumar sögðu að þegar flugvél hefði verið á ferðinni nærri staðn- um, hafi jörðin titrað og mikill hávaði verið. Refaskyttumar sögðu að þeim hefði aldrei dottið í hug að tófu- greni gæti verið á þessum slóðum, en það virðist sem tófurnar hafi aðlagast þessum sérstöku aðstæð- um. Hermann og Sigurbjöm hafa fellt alls 26 tófur í vor og sumar, en tófuveiðin á Reykjanesskaga er þá komin í 75 dýr og stefnir í metveiði. EG Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Refaskytturnar Hermann Ólafsson og Sigurbjörn Guðmundsson með refinn og fjóra yrðlinga er þeir felldu við hið sérstaka greni. 'iMpÞÓRÐUR Hilmarsson fyrrver- andi Qármálastjóri Hafskips hefiir farið fram á það við stjórn- völd, að sér verði greiddar skaðabætur úr ríkissjóði vegna handtöku og gæsluvarðhalds að ósekju. Krafa þessi var nýlega send ríkis- lögmanni og er hún nú til umsagnar dómsmálaráðuneytisins. Þórður var settur í gæsluvarð- hald að morgni 20. maí 1986 ásamt 5 öðram forráðamönnum Hafskips, en leystur úr haldi þann 28 sama mánaðar. Ekki var höfðað opinbert mál gegn honum. Suðurnes: Kappakstur ijórhjóla og bílvelta BÍLVELTA varð skammt fyrir A*htan Sandgerði á föstudags- kvöld. Bifreiðin fór þrjár veltur og er talin ónýt. Ökumaður og farþegi hans sluppu ómeiddir. Lögreglan grunar þann fyrr- nefiida um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Fékk hann að gista fangageymslu þar til á laugardagsmorgun. Þá gerði lögreglan f Keflavík upptæk tvo fjórhjól í Vogum á Vatnleysuströnd á föstudagskvöld. Ökumenn þeirra vora í kappakstri á götum bæjarins og töldust því brotlegir við reglur um meðferð þessara ökutækja. Að sögn lögregl- unnar þurfa eigendurnir að fram- vísa gildu ökuleyfi, greiða sektir og /jKfallinn kostnað þegar þeir sækja hjólin og flytja þau heim í dráttar- vagni. „Við geram þeim erfitt fyrir svo að alvara þessa máls verði ljós,“ sagði lögregluþjónn í samtali við blaðamann. Toppendur á Mývatni Morgunblaðið/KGA Langreyðakvótmn fyllt- ur, áttatíu hafa veiðst Viðræður í Washington á þriðjudag SENDINEFND íslands hélt tU Washington í gær til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um hval- veiðideiluna. Viðræðurnar heQ- ast á þriðjudagsmorgun í viðskiptaráðuneytinu í Washing- ton en sendinefiidin áætlar að snúa heim á miðvikudagskvöld. Veiðimenn Hvals hf. fylltu kvóta íslendinga af langreyði þegar áttugasta hvalnum var landað í Hvalfirði i gær. Báðir bátarnir héldu þó aftur á miðin, að leita sandreyðar sem veidd er seinni hluta sumars. Þeir eru væntan- legir til hafiiar i kvöld. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að ætlunarverk nefndar- manna væri að hlýða á sjónarmið viðmælenda og skýra röksemdir íslendinga fyrir áætluninni um hvalarannsóknir sem Alþingi hrinti í gang. Ríkisstjómin hefði enga ákvörðun tekið um framtíð hval- veiða, heldur biði átekta þar til viðræðunum væri lokið. Aðspurður hvaða augum ríkis- stjómin liti óbeinar hótanir Banda- ríkjamanna um að mælt yrði með viðskiptaþvingunum við forseta sagði Þorsteinn: „Mér kemur ekki til hugar að Bandarikjaforseti muni nokkra sinni samþykkja viðskipta- þvinganir á okkur. Hann hlyti að gera sér grein fyrir afleiðingum þess fyrir samskipti ríkjanna." Sjá Reykjavíkurbréf á miðopnu, þar sem fjallað er um hvalveiðideiluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.