Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 31

Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 PJíHtpll Útgefandi nMabtb Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Samdráttur framundan? Sveiflumar í efnahagsmál- um okkar íslendinga eru ótrúlega miklar. Á því hefur engin breyting orðið, þrátt fyrir markvissar tilraunir til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf okkar. Hvað sem slíkum tilraunum líður er það sjávarútvegurinn, sem af- koma okkar byggist á. Þegar góðæri er við sjávarsíðuna breiðist það út um þjóðfélagið með ótrúlegum hraða. Þegar samdráttur er þar hefur hann ótrúlega skjót og lamandi áhrif á a!It annað atvinnulíf. Á viðreisnarárunum fund- um við óþyrmilega fyrir þessum sveiflum. Þá hrundu síldveiðar á einu sumri. í kjöl- farið fylgdi gífurlegt verðfall á afurðum okkar á Banda- ríkjamarkaði og samdráttur í þorskafla. Þetta leiddi auðvit- að af sér mikla kreppu og atvinnuleysi, sem í janúar- mánuði 1969, fyrir nær tveimur áratugum, þýddi að mörg þúsund manns höfðu enga atvinnu. Þessi lífsreynsla viðreisnaráranna varð að sjálfsögðu til þess, að menn vildu reyna að breikka grund- völl atvinnulífsins m.a. með stóriðju. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur, að stóriðjan er ekki síður háð miklum sveiflum en sjávarútvegurinn og nú er ómögulegt að fá nokkurt erlent fyrirtæki til samstarfs við okkur um nýt- ingu auðlinda fallvatnanna. Niðurstaðan af þróun atvinnu- og efnahagsmála í þessi tutt- ugu ár er því sú, að hvort sem okkur líkar betur eða verr, verðum við háð sveiflum í sjávarútvegi um ófyrirsjáan- lega framtíð og verðum að aðlaga okkur þeim. Að þessu er vikið nú vegna þess, að Þjóðhagsstofnun hef- ur sett fram þá skoðun að tímabili góðæris sé að ljúka og samdráttur sé framundan í efnahags- og atvinnulífi okk- ar. Þjóðhagsstofnun telur raunar að góðærið hafí staðið í sl. þrjú ár. Allur almenning- ur mun áreiðanlega telja, að það hafi fyrst komið til sög- unnar í ársbyijun 1986, þegar mikil umskipti urðu í olíuverði og til viðbótar kom vaxta- lækkun á erlendum fjár- magnsmörkuðum og hækkandi verðlag á fískafurðum okkar. En hvað sem því líður er ljóst, að góðærið hefur haft ótrúleg áhrif á skömmum tíma, eins og hvarvetna má sjá. Það er hins vegar full ástæða til að taka aðvörun Þjóðhagsstofn- unar alvarlega. Við höfum langa reynslu af sveiflunum í atvinnulífí okkar. Þegar góðærið kemur til sögunnar erum við fljót að gleyma erfíð- leikatímunum og hugsum gjaman ekki til þess, að þeir geti komið á ný. Viðvömn efnahagssérfræð- inga okkar gefur til kynna að hyggilegt sé fyrir þjóðina að búa sig undir samdráttar- skeið. Ef það er gert strax verður það sársaukaminna en ella. Aðgerðir í þá vem snúa að ríkinu sjálfu, fyrirtækjum og einstaklingum. Það er m.ö.o. nauðsynlegt að hefjast handa um að draga úr útgjöld- um þjóðarbúsins, fyrirtækja og einstaklinga. í því felst m.a. að skynsamlegt er fyrir alla þessa aðila að fara sér hægt í fjárfestingum á næstu missemm. Á næstu mánuðum fara línur að skýrast varðandi kaupgjaldssamninga fyrir næsta ár. Það er auðvitað nauðsynlegt, að aðilar vinnu- markaðarins taki mið af þeim ábendingum, sem fram koma hjá Þjóðhagsstofnun, og sýni raunsæi í samningagerð fyrir næstu misseri. Kaupmáttar- aukning hefur verið mikil nú um skeið, þannig að þjóðin á að geta verið sátt við að úr henni dragi eða hún verði a.m.k. ekki jafnmikil á næstu mánuðum og verið hefur að undanfömu. Við getum ráðið við sam- drátt af því tagi, sem Þjóð- hagsstofnun boðar, ef við kunnum fótum okkar forráð. En við getum líka lent í stór- felldum erfiðleikum ef við neitum að horfast í augu við þær staðreyndir, sem við blasa. Það verður óskemmti- legt verkefni fyrir nýja ríkis- stjóm að takast á við erfíðleikatíma, sem kunna að vera ffamundan, ef spá Þjóð- hagsstofnunar rætist. En ríkisstjómir hafa áður aukið veg sinn með því að leiða þjóð- ina út úr öldudal eins og fordæmi Viðreisnarstjómar- innar á árabilinu 1967-1969 sýndi. Deilur um hvalveiðar okkar íslendinga vekja upp margslungnar til- finningar hjá þjóðinni. Sennilega fer þeim fjölgandi sem eru andvígir hvalveiðum af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vilja ekki láta drepa þessi stórkost- legu dýr. Þeim mun meira, sem fólk veit um lifnaðarhætti hvala, því ógeðslegra er hvaladráp í augum þess. Á hinn bóginn eru svo aðrir, sem telja tilfínningasemi af þessu tagi fráleita. Þetta fólk segir sem svo, að þær þjóðir, sem búa á norðurslóð- um hljóti að bjarga sér og nýta þau auðæfi, sem þær hafa yfir að ráða. Það komi ekki til mála, að láta menntafólk, sem býr við allsnægtir hjá stórþjóðunum komast upp með að taka lífsframfærið frá því fólki, sem býr við harðari lífsskilyrði hér norður frá. Þessir andstæðu hópar hafa svo til- hneigingu til þess að sameinast í andstöðu við það, að stjórnvöld í Washington D.C. segi okkur íslendingum fyrir verkum í hvalveiðimálum. Það er ekkert nýtt, að rætt sé um bann við hvalveiðum. Þær voru bannaðar um skeið fyrr á öldinni og eru í rauninni merk- ur þáttur í atvinnusögu okkar íslendinga. En nú hafa deilur milli okkar og Banda- ríkjamanna blossað upp á ný og viðræður hefjast milli fulltrúa þessara tveggja þjóða vestan hafs á mánudag. Þess vegna er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr umræðum um þessi mál á undanfömum árum. Að mörgu leyti eru þau orðaskipti, sem nú fara fram milli okkar og Banda- ríkjamanna, nákvæm endurtekning á því, sem gerðist á sama tíma sl. sumar. Á löggjafarþingi því, sem sat 1982-1983, flutti Eiður Guðnason einn af þingmönnum Alþýðuflokksins svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að mótmæla nú þegar samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um al- gjört bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986.“ í greinargerð með þessari tillögu sagði flutningsmaður m.a.: „Síðastliðið sumar samþykkti Alþjóðahvalveiðiráðið að algjört bann við hvalveiðum skuli taka gildi frá og með árinu 1986. Fjölmargar þjóðir, sem þetta bann snertir, hafa þegar komið mót- mælum á framfæri við ráðið. Það hafa íslendingar enn ekki gert... Sé mótmæl- um íslendinga ekki komið á framfæri við ráðið fyrir 1. febrúar 1983 er svo litið á sem íslendingar hafi samþykkt bannið. Mótmæli íslendingar hins vegar fyrir- huguðu hvalveiðibanni eru þeir óbundnir af samþykkt ráðsins." í umræðum um þetta mál á Alþingi hinn 27. janúar 1983, sagði Steingrímur Hermannsson þáverandi sjávarútvegsráð- herra m.a.: „Eg vil segja það að lokum til að draga þetta saman, að ég tel að ákvörðun 34. ársfundar Alþjóðahvalveiði- ráðsins um stöðvun hvalveiða í atvinnu- skyni, úthafsveiða 1985 og veiða frá ströndum eftir árslok 1985, þ.e. 1986, sé alls ekki byggð á vísindalegum niðurstöð- um, eins og ætlast er til í þeim sam- þykktum, sem á að fara eftir hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu. Ég tel jafnframt skylt að taka tillit til þess, að vísindanefnd ráðsins, sem meta á ástand hvalveiðistofn- anna, hefur ekki séð ástæðu til að mæla með allsheijarstöðvun hvalveiða. Það er því mín skoðun að heimila eigi að nýta hval, eins og önnur dýr í lífríki okkar, en sú nýting skuli vera undir ströngu vísinda- legu eftirliti með hveijum einstökum hvalastofni, þannig að nýtingin sé hæfíleg. Ég tel því að auka beri vísindalegar athug- anir á hvalastofninum, eins og við höfum reyndar gert síðustu árin, en þurfum að gera í stórauknum mæli. í því skyni má vitanlega nota hvalveiðiskipin. Ég tel veru- lega hættu á því, að mjög dragi úr rannsóknum á hvalastofninum, ef hval- veiðar leggjast niður." í þessum umræðum komu fram sjónar- mið talsmanna annarra hagsmuna, sem töldu sér ógnað með áframhaldandi hval- veiðum. Þannig sagði Guðmundur Karls- son sem þá var einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og þá og nú einn af forystumönnum í fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum: „Ég vona, að ráðstafanir íslendinga verði þær, að bandarískur almenningur hafí ekki ástæðu til að ganga framhjá íslenzkum vörum á bandarískum markaði. Við skulum gera okkur grein fyrir því, hvetjar afleiðingar það getur haft, ef við mótmælum hvalveiðibanninu. Það getur orðið samdráttur í sölu á íslenzkum fiski í Bandaríkjunum eða jafnvel eitthvað ann- að verra. Ég skora á ykkur, háttvirtir þingmenn, í nafni þeirra þúsunda togara- sjómanna, sem stunda þorskveiðar hér við ísland, í nafni þeirra þúsunda bátasjó- manna, sem stunda veiðar hér við Island, í nafni alls þess verkafólks, sem á hags- muna að gæta í frystiiðnaðinum og þeirra tuga fyrirtækja og byggðarlaga, sem allt sitt eiga undir þorskveiðum við Island, að fella þessa tillögu og ég mun sjálfur greiða atkvæði gegn henni.“ Skiptar skoðanir á Alþingi Skoðanir reyndust mjög skiptar á Al- þingi. Utanríkismálanefnd, sem fjallaði um tillögu Eiðs Guðnasonar milli umræðna, klofnaði í afstöðu sinni. Framsögumaður meirihluta nefndarinnar var Halldór Ás- grímsson, sem síðar varð sjávarútvegsráð- herra, og hefur hvalveiðimálið brunnið meira á honum en nokkrum öðrum ráð- herra í ríkisstjórn. Meirihluti nefndarinnar var andvígur tillögu Eiðs Guðnasonar og taldi, að Islendingar ættu ekki að mót- mæla samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. Til rökstuðnings þeirri afstöðu sagði Hall- dór Ásgrímsson m.a. í umræðum á Alþingi 2. febrúar 1983: „Hitt er svo annað mál, að það eru mjög skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar og hér á þingi í máli þessu og þegar svo er, er að mínu mati og meiri- hluta nefndarinnar ekki skynsamlegt að bera fram sterk mótmæli. Það horfir öðruvísi við, ef sameinað afl býr þar að baki og menn hljóta að meta málið að ein- hveiju leyti með hliðsjón af því... Ég vil leggja áherzlu á, að það þarf að sjálfsögðu að taka afstöðu til þess á hveijum tíma, hvemig við stöndum að aðild okkar að alþjóðastofnunum. Eins og ég sagði áðan hefur það verið merki okkar íslendinga að hlíta slíkum alþjóðasamþykktum, en við hljótum hins vegar að vinna að því af fullri hörku á alþjóðavettvangi að vinna því stuðning að við getum nýtt þær auð- lindir, sem við teljum okkur henta... Okkur er ljóst, að rannsóknir á hvalastofn- unum eru ekki fullnægjandi og þær þarf enn að auka. Það hefur komið í ljós, að flest það, sem gert hefur verið, er dregið í efa á alþjóðavettvangi. Það hlýtur að vera nauðsynlegt til þess að slíkar rann- sóknir séu teknar gildar og tekið á þeim mark, að þær séu þannig úr garði gerðar og það trúverðugar, að það sé mark á þeim takandi." Geir Hallgrímsson var talsmaður minni- hluta utanríkismálanefndar í þessu máli og skýrði frá því að minnihlutinn vildi samþykkja tillögu Eiðs Guðnasonar um að mótmæla samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins með þeirri breytingu, að þar segði m.a.: „Jafnframt beinir Alþingi því til ríkis- stjómarinnar að auka enn rannsóknir á hvalastofnum hér við land, í samvinnu við vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins, í því skyni að fyrir liggi sem fullkomnust þekk- ing á þessum hvalastofnum við frekari meðferð málsins.“ Síðan sagði Geir Hallgrímsson: „. . . við íslendingar höfum nýtt auðlindir sjávarins á grundvelli þeirrar vísindaþekkingar, sem fyrir hendi hefur verið á hveijum tíma, og við leggjum áherzlu á í samfélagi þjóð- anna að þjóðir virði vemdun auðlinda á landi og legi. Það er ekki umdeilt í þessu máli, að hvalveiðar íslendinga hafa verið stundaðar með þessum hætti. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar, sem komu til nefndarfundar, gerðu grein fyrir því, að svo hefði verið af hálfu aðila, sem hvalveið- ar stunda hér við land. Þeir töldu þá hvaiastofna, er á okkar mið ganga og veiddir em, ekki vera í hættu. Það er álit okkar í minnihluta nefndarinnar, að það sé ákaflega mikið fordæmi af hálfu okkar íslendinga, ef við viðurkennum, að veiðar, sem stundaðar em á vísindalegum vemd- argmndvelli, séu bannaðar. Þá er unnt að seilast töluvert langt í okkar nýtingu auð- linda hafsins... En ef, eins og allar forsendur benda nú til, tíminn leiðir í ljós, að hér sé um eðlilega nýtingu auðlinda hafsins að ræða, þá emm við að glata að vissu leyti rétti og stöðu, ef við mótmælum ekki og notum þetta tímabil, meðan mót- mælin standa og áður en algert hvalveiði- bann tekur gildi, til þess að taka okkar endanlegu ákvörðun á gmndvelli þess sjón- armiðs, sem við höfum ávallt haft í heiðri, íslendingar, og við megum aldrei glata, nefnilega að vemda auðlindir hafsins, en nýta þær einnig að svo miklu leyti, sem eðilegt er, svo að lífkeðjan verði ekki rof- in.“ Eins og kunnugt er var tillaga meiri- hluta utanríkismálanefndar, sem fól í sér að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins yrði ekki mótmælt, samþykkt með eins atkvæð- is mun, 29 atkvæðum gegn 28. Fyrir þessa atkvæðagreiðslu gerðist það í fyrsta sinn, að bandaríska sendiráðið í Reykjavík gerði tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar á Alþingi. Það var gert með því að vekja athygli fíölmargra þing- manna og áhrifamanna utan þings á því, að aðstæður í Bandaríkjunum væm með þeim hætti, að bandarísk stjómvöld gætu ekki rönd við reist, ef samtök umhverfis- vemdarsinna snemst gegn sölu á íslenzk- um fiski á Bandaríkjamarkaði. Stjómkerfíð þar í landi væri ekki með þeim hætti, að ríkisstjómin gæti haft áhrif á starfsemi fijálsra félagasamtaka af því tagi. Mörg- um fannst nóg um þessi afskipti, en þau reyndust aðeins forsmekkur að enn meiri þrýstingi af hálfu Bandaríkjamanna og raunar höfum við átt í útistöðum við fleiri vegna sölu á hvalkjöti, t.a.m. vestur-þýzku stjómina nú nýlega. Miklar sviptingar Þær umræður á Alþingi veturinn 1983, sem hér hefur verið vitnað til, og sú ákvörðun, sem Alþingi þá tók, urðu undan- fari mikilla sviptinga milli íslendinga og Bandaríkjamanna sumarið 1986 vegna áframhaldandi hvalveiða okkar í vísinda- skyni eftir að hvalveiðibannið, sem við höfðum samþykkt með ákvörðun Alþingis, gekk í gildi. Kjama þeirra deilna verður bezt lýst með því að vitna til yfírlýsingar, sem bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út hinn 30. júlí 1986 en þar sagði m.a.: „Rauði þráðurinn í yfírstandandi viðræðum okkar um hvalveiðar íslendinga er skiiyrði í bandarískum lögum. Viðskiptaráðherra verður að setja fram staðfestingarkæru gagnvart erlendu ríki, þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu, að borgarar þess ríkis stundi hvalveiðar, sem draga úr gildi stofn- sáttmála Alþjóðahvalveiðiráðsins eða vemdunarráðstöfunum þess. Staðfesting- arkæran leiðir ekki sjálfkrafa til stöðvunar innflutnings fískafurða. Ef ríki hefur feng- ið staðfestingarkæru þá hefur forsetinn heimild til, en er ekki skuldbundinn til, að banna innflutning að öllu leyti eða hluta á fískafurðum frá viðkomandi ríki að svo miklu leyti, sem það er í samræmi við GATT-samkomulagið um verzlun og tolla. Innan sextíu daga frá staðfestingarkær- unni ber forsetanum skylda til að gefa Bandaríkjaþingi skýrslu um þær aðgerðir, sem hann hefur gripið til í framhaldi af staðfestingarkæmnni. Til að komast hjá staðfestingarkæra hefur Bandaríkjastjóm látið í ljós hversu alvarlegum augum hún lítur núverandi ástand á Islandi og hefur óskað eftir að íslendingar hætti hvalveið- um þegar í stað eða geri hlé á hvalveiðum á meðan viðræðum okkar er haldið áfram. Yfírstandandi viðræður era hluti af við- leitni okkar til að koma í veg fyrir, að nauðsynlegt verði að leggja fram stað- festingarkæru og til að forðast hvers konar erfiðleika í samskiptum okkar við ísland, sem er vinveitt þjóð og í bandalagi við okkur.“ Niðurstaða deilumála Bandaríkjamanna og íslendinga vegna hvaiveiðanna sumarið 1986 kom fram á blaðamannafundi, sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra efndi til hinn 7. ágúst 1986. í fréttum Morgunblaðsins daginn eftir var skýrt frá fundinum á þennan veg: „Halldór Ás- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. júlí grímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær, að hann hefði fengið tryggingu fyrir því, að viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna myndi ekki staðfesta það við Bandaríkjaforseta, að íslendingar hefðu gerzt brotlegir við samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Halldór kynnti á fundinum samþykkt ríkisstjómarinnar frá því á þriðjudag. Megininntak hennar er að veiddir verði 120 hvalir, en einungis 49% afurðanna seldar til útlanda, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Gild- ir þetta annars vegar um hvalkjötið sjálft og hins vegar aðrar afurðir hvalsins, lýsi og mjöl. Gert er ráð fyrir, að hvalveiðar hefjist aftur 17. ágúst næstkomandi. í samþykkt ríkisstjómarinnar segir, að ríkis- stjómin líti svo á, að áætlunin um hvalveið- ar í vísindaskyni hefði í einu og öllu verið í samræmi við samþykktir Alþjóðahval- veiðiráðsins. Hins vegar sé ágreiningur milli stjómvalda íslands og Bandaríkjanna um hvemig túlka eigi orðalag ályktunar Alþjóðahvalveiðiráðsins um hvalveiðar í vísindaskyni frá því í júní sl., þar sem segir, að kjötið ásamt öðram afurðum, eigi fyrst og fremst að nota innanlands. íslenzk stjómvöld túlki þetta svo, að hvetja eigi til innanlandsneyzlu en alls ekki þuifí að takmarka eða útiloka útflutning. Bandarísk stjómvöld líti á hinn bóginn svo á, að einungis megi flytja út innan við helming hvalkjötsins annars vegar og inn- an við helming annarra afurða hins vegar." Þrýstingur af hálfu Bandaríkjamanna vegna málsins vakti upp umtalsverða reiði meðal fólks í þeirra garð sumarið 1986. Þannig sagði Matthías Á. Mathiesen, þá- verandi utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið hinn 25. júlí 1986: „Hitt er annað mál, að með þessu era Bandaríkja- menn að þvinga okkur á mjög óviðeigandi hátt og því verður að sjálfsögðu svarað kröftuglega, þótt auðvitað verði að líta á hvalveiðimálið í víðara samhengi og taka með í reikninginn þá hagsmuni, sem í húfí era á öðram sviðum." Þegar þáverandi utanríkisráðherra var spurður, hvort ríkisstjómin mundi nota vamarstöðina í Keflavík, sem vopn í viður- eigninni við bandarísk stjómvöld, sagði Matthías Á. Mathiesen: „Það verður ekki gert. Öryggis- og vamarmálin hljóta að vera aðskilin frá einstökum deilumálum, sem koma upp við okkar samstarfsþjóðir. Þannig hefur það verið og ég sé ekki ástæðu til að breyta því nú. En þessi vinnu- brögð Bandaríkjamanna era afar óskjm- samleg og ekki líkleg til að skapa þarlendum stjómvöldum jákvæða umræðu. I þeim felst mikill tvískinnungur, ef við höfum í huga þeirra eigið hvaladráp." Sama dag segir í frétt í Morgunblaðinu: „Steingrímur Hermannsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann teldi eins og Matthías, að ekki eigi að blanda herstöðinni á Miðnesheiði í þetta mál.“ Viðhorfin nú Eins og kunnugt er samþykkti Alþjóða- hvalveiðiráðið í lok júnímánaðar tillögu, þar sem ráðið fellst ekki á áætlun íslend- inga um hvalveiðar í vísindaskyni „vegna þess, að íslendingar uppfylltu ekki full- komlega skilyrði um leyfí til vísindaveiða og hefðu ekki gefíð fullnægjandi upplýs- ingar um gildi veiðanna. Einnig var lagt til að ríkisstjóm íslands afturkalli leyfí til sérstakra vísindaveiða þar til vísindanefnd ráðsins hefur fengið nægilega skýr svör við spumingum og efasemdum, sem þar hafa vaknað," eins og segir í frétt Morgun- blaðsins um niðurstöðu síðasta fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það er á grundvelli þessarar samþykkt- ar, sem Bandaríkjastjóm þrýstir nú á íslenzk stjómvöld. Það liggur í loftinu, að fallist íslendingar ekki á kröfur Banda- ríkjamanna um stöðvun hvalveiða nú eða a.m.k. veralega minnkun þeirra muni við- skiptaráðherra Bandarílqanna senda forsetanum staðfestingu þá á „broturn" okkar, sem sami ráðherra féll frá að senda frá sér fyrir einu ári. Hins vegar vekur það athygli, að nú er staðið á allt annan veg að málum en í fyrra. Talsmenn Bandaríkjastjómar hafa verið nánast ófáanlegir til þess að láta hafa nokkuð eftir sér við fjölmiðla um málið. Ástæðan mun vera sú, að bæði utanríkisráðuneytið í Washington og Hvíta húsið hafa lagt áherzlu á að halda opin- beram umræðum í skefjum af sinni hálfu. Bandarísk stjómvöld gera sér ljóst, að áberandi opinber þrýstingur af þeirra hálfu getur vakið upp öldu almenningsálits gegn þeim hér á landi. Bandarílqamenn vilja komast hjá því, um leið og þeir halda fast við afstöðu sína og vísa til þess, að við- skiptaráðherra beri lögum samkvæmt að senda forsetanum staðfestingu ef íslend- ingar sjái ekki að sér. Nú er reynsla Norðmanna sem fengu á sig slíka stað- festingu í fyrra sú, að hún hafi engin áhrif haft á físksölu þeirra, enda beitti forsetinn ekki valdi sínu til þess að setja innflutningsbann á norskan físk. Hins veg- ar mundi mörgum íslendingum áreiðan- lega þykja hart að sér vegið, ef slík staðfestingarkæra yrði send Bandaríkja- forseta. Það er svo annað mál, að jafnvel þótt það yrði gert er nánast óhugsandi að Reagan forseti mundi fylgja henni eftir með því að setja innflutningsbann á íslenzkan físk. En þá yrði hann jafnframt að rökstyðja þá afstöðu gagnvart Banda- ríkjaþingi. Staðfestingin og þær umræður, sem hún mundi hugsanlega leiða til væra íslenzkum hagsmunum ekki til framdráttar vestan hafs og óljóst, hvaða áhrif hún kynni að hafa á einstaka viðskiptamenn okkar þar. Afstaða Morgnnblaðsins Ekki er úr vegi í þessu sambandi að rifja upp hver afstaða Morgunblaðsins hefur verið til þessara mála. í forystu- grein sumarið 1985, þegar skýrt var frá áformum um hvalveiðar í vísindaskyni, sagði Morgunblaðið: „Við megum alls ekki gefa höggstað á okkur með því að fara í kringum þær samþykktir, sem leyfa vísindalegar hvalveiðar. Það gæti stefnt miklum hagsmunum svo sem á Banda- rílqamarkaði í hættu fyrir minni hagsmuni; engri þjóð, sízt af öllu smáþjóð, líðst það að byggja stefnu sína og ákvarðanir á tvöföldu siðgæði." Hér á þessum vettvangi var sagt hinn 18. janúar sl.: „Svo efnuðu fyrirtæki, sem Hval hf., ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bregðast rétt við, áður en allt er komið í óefni og við eram knúnir til að sættast á hvalveiðibann. Það er bama- skapur að halda að þróunin verði ekki í þá átt, nema almenningsálitið í heiminum snúist á sveif með okkur. En það er harla ólíklegt. . . Við eram ekki ein í heiminum og náttúran á ekki að vera ofvemduð frek- ar en mannlífíð. Við eigum ekki að búa um okkur í ógerilsneyddri veröld né um- gangast umhverfí okkar eins og það sé dauður líkamshluti í formalíni. En við eig- um ekki heldur að taka þátt í að ganga á viðkvæman dýrastofn. Meðalhófíð er vandratað." Því má svo bæta við hér í lokin að margir íslendingar era mjög viðkvæmir fyrir því að vera orðaðir við hvalveiðar, ef þær koma óorði á heilindi okkar hvað snertir umhverfísvemd og skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi. „Talsmenn Bandaríkjastjórn- ar hafa verið nánast ófáanleg'ir til þess að láta hafa nokkuð eftir sér við Qölmiðla um málið. Ástæð- an mun vera sú, að bæði utanríkis- ráðuneytið í Washington og Hvita húsið hafa lagt áherzlu á að halda opinberum umræðum í skeQ- um af sinni hálfu. Bandarísk stjórn- völd gera sér ljóst, að áberandi opinber þrýsting- ur af þeirra hálfu getur vakið upp öldu almennings- álits gegn þeim hér á landi. Bandaríkjamenn vilja komast hjá því, um leið og þeir halda fast við afstöðu sína og vísatilþess, að viðskiptaráð- herra beri lögum samkvæmt að senda forsetanum staðfestingu ef Islendingar sjái ekki að sér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.