Morgunblaðið - 22.07.1987, Side 23

Morgunblaðið - 22.07.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 23 Borgarspítalinn: Þriðji hver Reykvík- ingur kom á slysa- deildina á síðasta ári ÁRIÐ 1986 komu 42.770 manns á slysadeild Borgarspítalans vegna slysa eða bráðra veikinda eða að meðaltali 117 manns á dag. Níu af hverjum tíu sem koma á slysadeildina koma frá Reykjavík, þ.a. það lætur nærri að þriðjungur Reykvíkinga hafí heimsótt slysadeildina á síðasta ári. Þetta kemur fram í öðru tölublaði Heilbrigðismála í við- tali við Dr. Gunnar Þór Jónsson prófessor og yfirlækni slysa- deildar. Það kemur fram í viðtalinu að 95% fleiri sjúklingar komu á slysa- deildina 1985 en árið 1970 á sama tíma og íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 20%. Að mati dr. Gunnars eru aðallega þtjár orsakir fyrir þessu. í fyrsta lagi sú, að deildin sinni sífellt fleiri sjúkum, sem hafi ekki aðgang að annarri heilbrigðisþjón- ustu. „Vaktþjónusta lækna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ófullnægjandi og þess var vænst að álagið á slysadeildina minnkaði við þær breytingar sem voru gerðar á vaktþjónustunni fyrir áramótin, en því miður hefur sú ekki orðið raunin." í öðru lagi getur dr. Gunn- ar þess að algengara sé núorðið að fólk komi á deildina vegna minni- háttar meiðsla, meðal annars til þess að fá vottorð vegna skóla eða vinnu. Þriðja orsökin er að mati yflrlæknisins fjölgun slysa. Aðspurður um hvaða slysum hafi íjölgað mest sagði dr. Gunnar að af tölum mætti ráða þá athyglisverðu niðurstöðu að orsökin „högg af hlut“ væri tvöfalt algeng- ari en fyrir áratug, en hugsanlegt væri að skráningin væri orðin betri. Fjórum sinnum..........323 Fimm sinnum eða oftar..170 Einnig gat hann þess að íþróttaslys- um hefði fjölgað mjög í kjölfar aukinnar íþróttaiðkunar, svo og hefði aukinn frítími fólks á síðustu árum átt sinn þátt í þessari fjölgun. KcflftVlkl Um árangur fræðslu og fyrir- byggjandi aðgerða sagði dr. Gunnar að dregið hefði úr sumum tegund- um slysa vegna þessa. Eitrunarslys- um hefði fækkað um helming og umferðarslys hefðu staðið í stað þrátt fyrir mikla aukningu bíla. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Atvikið við Útvegsbankann vakti mikla athygli í Kefíavik í gær. Vörubifreið ók á Útvegsbankann Hvar verða slysin? Úti (ekki við vinnu).10.998 Heimahús..............7.578 Ýmsir vinnustaðir.....3.712 Skólar................1.793 Verksmiðjur...........1.408 Skemmtistaðir.........1.184 Byggingar (í smíðum)....751 Á sjó...................365 Hvernig verða slysin? Fall oghras..........11.521 Högg af hlut..........8.563 íþróttaiðkun..........2.954 Ölvun.................2.288 Umferðarslys..........1.682 Áverki frá öðrum......1.360 Bruni, hiti og kuldi....766 Vélar...................671 Bit.....................301 Hestar..................235 Eitur...................209 Hve oft slasast sama fólkið? Einu sinni...........27.662 Tvisvar...............4.870 Þrisvar...............1.039 Heyskaparhorfur: Þurrkur hefiir víða dregið úr sprettu VEL HEFUR viðrað til heyskap- ar Eyjafírði og búast menn við góðum heyfeng þar. Einnig lítur út fyrir góðan heyfeng víða á Suðurlandi, en sums staðar hafa tún eyðilagst vegna þurrka. Á Austurlandi hefur heyskapartíð verið erfið og þar eru menn ný- byijaðir að slá. Heyskapur er víða langt kominn á Suðurlandi. Þó hefur heyskapar- tíð verið erfið á sumum stöðum, til dæmis í Skaftafellssýslum. Fyrst í stað spratt lítið vegna þurrka, en þegar menn ætluðu að byija að slá fór að rigna. Að sögn Einars Þor- steinssonar ráðunautar í Sólheima- hjáleigu í Mýrdal er talsvert mikið af túnum, á söndum og aurum, ónýt á Rangárvöllum, undir Eyja- Qöllum og í Vestur-Skaftafells- sýslu. Sveinn Sigmundsson hjá Búnað- arsambandi Suðurlands sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkr- ir bændur hefðu byijað að slá í kringum 20. júní. Flestir hófu slátt í byrjun júlí, en einnig væru dæmi þess að menn væru komnir skammt á veg í heyskap. Þeir sem byijuðu snemma að slá hefðu náð inn mjög góðum heýjum og almennt virtist heyfengur all góður. Heyskapur gengur glatt þessa Keflavík. VÖRUBIFREIÐ með aftanívagni var ekið á Útvegsbankann í Kefíavík í gær. Ökumaðurinn er talinn hafa fengið aðsvif og fór vörubíllinn stjórnlaus þvert yfir Hafnargötu, sem er aðalbraut, yfir umferðamerki og hafinaðai að lokum uppi á gangstétt og á gluggalausum vegg bankans. Vörubíllinn straukst við litla fólksbifreið, sem ekið var eftir Hafnargötu, og var mesta mildi að enginn vegfarandi var á þessari leið. Atvikið átti sér stað um tvö leytið og sagði ökumaður litlu fólks- bifreiðarinnar að engu hefði mátt skeika að vörubíllinn hefði ekið á sig. Starfsfólki bankans brá óneitan- lega í brún og sagði að því hefði helst dottið í hug að sprenging hefði orðið í bankanum þegar bflinn skall á veggnum. Ökumaður vörubifreið- arinnar var fluttur í sjúkrahús í Keflavík. Bifreiðin skemmdist tals- vert að framan, en var ökufær. B.B. dagana í Eyjafirði að sögn Guð- mundar Steindórssonar hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar, enda glaðasólskin og þurrkur. Dæmi voru um að heyskapur hæfist um miðjan júní í Eyjafirði, en allur gangur hefur verið á því. Nokkrir bændur sjá fram á að slá aftur, en að und- anförnu hefur verið góð sprettutíð. „Ég held að margir bændur hafi náð inn ágætis heyjum, bæði að magni til oggæðum," sagði Guðmd- undur. „Líklega verður heyfengur meiri nú en í fyrra, en þá voru hey mjög góð. Ástandið er því heldur gott, en dálítið misjafnt eftir svæð- um. Út með firðinum bar sums staðar á kalskemmdum í túnum og um tíma dró nokkuð úr sprettu vegna þurrka,“ sagði hann. Á Austurlandi er sáralítið byijað að slá að sögn Jóns Snæbjömssonar hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Eins og í Skaftafellssýslum dró þurrkur úr sprettu, en er bændur hugðust byija að slá fór að rigna. Fyrir rúmri viku kom svo þurrkur og hófst þá sláttur á mörgum bæj- um, en í síðustu viku fór aftur að rigna. Síðustu daga hefur verið ágætt heyskaparveður. „Ég tel heyskaparhorfur ekkert afleitar, ef tíðin verður góð,“ sagði Jón. „Tíminn verður að leiða það í ljós“. Nýja mjúka heimilistækjalínan er komin Blomberg kynna fyrstir heimmstækja- framleiðenda glæsilegu mjúku línuna Blomberg býður stærra og glæsilegra úrval í innbygging- artækjum en nokkur annar. Verið velkomin, við höfum tímafyrirþig. Mercedes Benz og BMW riðu á vaðið, svo komu húsgagna- framleiðendurnir. Nú kynna Blomberg fyrstir heimilistækjaframleiðenda þessa gullfallegu línu. BA2334 glerhelluborö með rofum. Auðvelt í þrifum. mmm UE614gufugleypir. Kraftmikill en lágvær. KE2520 kæliskápur til innbyggingar með eða án frystihólfs. —- Blomberg BO2230 Ofn með blæstri, grilli og yfir- og undirhita. Þetta er örlítið sýnishorn af tækjum. Líttu ifið, það borgarsig „r Farestveit & Co.hf. orgartúni28, símar 91 -16995, 91-622900. ílheja ivij gÍH 'ugsa 6fici .nnrgov -ejihiflo go iuöiövisJív is Jaitni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.