Morgunblaðið - 22.07.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 22.07.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 53 SUMARHÁTÍÐ UÍA Á EIÐUM Morgunblaðiö/Bjöm Sveinsson Adolf Guðmundsson, formaður UÍA, lét sitt ekki eftir liggja á sumarhátíðinni og sést hér til hægri á fleygiferð í brúsaboðhlaupi. Á stærri myndinni sjást verðlaunahafar hampa gripum sem féllu þeim í skaut. Yfir 500 keppendur á sumarhátíð UÍA YFIR 500 keppendur og 13-1400 gestir komu saman á árlega sumarhátíð Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands, sem haldin var á dögunum að Eiðum og stóð frá föstudegi til sunnudags. Ftjálsíþróttir, sund og Eiðamót 6. flokks í knattspymu vom aðalgreinar. Keppt var í flestum greinum fijálsíþrótta og margir ald- ursflokkar f hverri FráBimi grein. Eins og jafn- Sveinssym an áður vom yngstu á Egilsstöðum keppendumir fjöl- mennastir. í fyrsta sinn tóku félagar úr íþrótta- félögum fatlaðra, Örvari á Egils- stöðum og Viljanum Seyðisfirði, þátt í sumarhátíð UÍA. Settu þeir skemmtilegan svip á mótið og kynntu m.a. nýja íþróttagrein, Boccía. Helztu úrslit á sumarhátíð UÍA urðu annars: Stigahæstu keppendur: 12 ára og yngri: Andri Snær Sigutjónsson.......16 Kristín Svavarsdóttir.........16 13-14 ára: HólmarUnnarsson...............16 Anna María Ingimarsdóttir.....18 Volvo-bikarinn: (Veittur fyrir bezta afrek 14 ára og yngri) Jónas F. Steinsson, Leikni, fyrir 1,60 metra í hástökki. Bezta afrek kvenna: Jóna Petra Magnúsdóttir, Hetti, fyrir 33,10 metra spjótkast. Bezta afrek karla: Gunnar Guðmundsson, Leikni, fyrir 200 metra hlaup. Stigahæsta konan: Helga Magnúsdóttir, Hetti, 28 stig. Stigahæstur karla: Gunnar Guðmundsson, Leikni, 30 stig. Bezta afrek 15-18 ára: Meyjar, stúlkur: Guðrún Sveinsdóttir fyrir 1,55 m í hástökki Sveinar, drengir: Bjöm Hreinsson fyrir 100 m hlaup á 12,2 sek. Stigakeppni félaga: 15 ára og eldri: Höttur.........................254 Súlan..........................227 Leiknir........................177 Huginn, Sf......................64 Neisti....................... 48 Einheiji.................-.....44 Þróttur.........................28 Hrafnkell.......................27 14 ára og yngri: Höttur.........................325 Leiknir........................150 Súlan........................133,5 Þróttur........................105 Huginn........................95,5 Austri..........................44 Hrafnkell.......................40 Neisti..........................35 Mnt FOLK ■ Pétur Pétursson, landsliðsmaður í KR, keypti sér bíl í gær. Það er svo sem ekki í frá- sögur færandi að menn kaupi sér bíl á íslandi, en bíll Péturs er merktur honum og það er ekki eins algengt. Hins vegar tíðkast það hjá leikmönnum erlendis og hver veit nema menn taki upp þann sið hér á landi í ríkara mæli. Pétur mun því aka um á hvítum Uno merktum sér í framtíðinni en einnig er KR-merkið á bílnum þó svo bílakaup Péturs komi því félagi ekkert við. Menn hafa hingað til verið með merki félaga í gluggum bifreiða sinna en Pétur lét það á annan stað. ■ Hópur frjálsíþróttamanna úr ungmennafé- lögunum sem hélt til Danmerkur síðast liðinn föstudag keppir f kvöld á sínu fyrsta móti ytra. Ungmennafélagamir hafa verið óheppnir með veður því linnulaus rigning var í Danmörku alla helgina og tók fyrst að stytta upp í gær. Hópurinn hugðist taka þátt í móti um helgina en þegar hann mætti á staðinn vísuðu forráða- menn mótsins keppendum í burt. Sögðust þeir aldrei hafa samþykkt þátttöku hópsins á mót- inu og hélu íslendingamir sneyptir á braut. Nú hefur hins vegar ræst úr því í kvöld keppir hópurinn á móti í Árósum og vonandi láta hann ekki smávægilega töf á keppni hafa áhrif á sig. Morgunblaöiö/Árni Sæberg. Pótur Pótursson og Tara, dóttir hans, við nýja bílinn. HANDBOLTI „Avonáað leikameð Víkingi næsta vetur“ - segirSigurðurGunnarsson „ÉG reikna með að þetta gangi allt eðlilega fyrir sig og að það sem eftir er sé aðeins formsat- riði. Ég á því von á að leika með Víkingi nœsta vetur,“ sagði Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik í gœr. að veltur endanlega á forr- áðamönnum Tres de Mayo Rvort félagaskiptin ganga upp, en ég á ekki von á öðru en fá mig lausan," saagði Sigurður. Hann á eftir eitt ár af samningi sínum við spánska félagið Tres de Mayo á Kanaríeyjum, sem hann hefur leikið með undanfarin ár. Sigurður er nú að koma sér fyrir hér heima og sagðist hann eiga von á að botn fengist í félagskipti sín einhvem næstu daga. „Það er tilhlökkun að leika með Víkingi á ný. Þar er góður hópur leikmanna og frábær þjálfari og vonandi góð stjóm á öllum mál- um,“ sagði Sigurður. FRJÁLSAR Einar keppir í Rómarborg EINAR Vilhjálmsson UÍA keppir í kvöld á stigamóti Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins (IAAF) í Rómaborg. Einari var boðin þátttaka í Róm- armótinu og ætlaði hann að afþakka boðið þar sem hann var óánægður með frammistöðu sína á heimsleikum stúdenta í Júgóslavíu í síðustu viku. Við heimkomuna frá Zagreb frétti hann hins vegar af því að hann væri í áttunda sæti í stigakeppninni í spjótkasti og því með góða mögu- leika á að komast á lokamótið í Briissel í september. Ákvað hann að slá til og keppa í Róm. Mótið, sem ítalir kalla „gullveizluna", verður nokkurs konar pmfukeyrzla fyrir heimsmeistaramótið, sem GOLF haldið verður þar í borg 29. ágúst til 6. september. Mun Einar því öðlast reynslu fyrir það mót með Rómarferðinni. Eins og við skýrðum frá er Tom Petranoff með forystu í stigakeppni spjótkastsins, eða 36 stig. Næstur kemur heimsmethafínn Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu með 26, þá Sov- étmaðurinn Viktor Yevsyukov með 25, síðan Mike Hill Bretlandi með 18, Peter Borglund Svíþjóð með 16 og 14 stig hafa Roald Bradstock Bretlandi og Detlef Michel A- Þýzkalandi. Síðan kemur Einar með 11 stig. Fjórir em með 9 stig, þar á meðal Vestur-Þjóðveijinn Klaus Tafelmeier, sem varð Evrópumeist- ari í fyrra. Fyrstu átta menn á mótinu í Róm öðlast stig og til að styrkja stöðu sína þyrfti Einar að verða meðal fjögurra efstu þar. ESSO vann fyrir- tækjakeppni GSÍ GOLFSAMBAND íslands hólt í síðustu viku fyrirtœkjakeppni sína og var hart barist um að komasttil Finnlands en þangað býður finnska sambandið fimm efstu sveitunum. að var ESSO sem sigraði í keppninni sem fór þannig fram að starfsmenn viðkomandi fyrir- tækis sendu tvo keppendur í sveit en gátu sent fleiri en eina sveit. Fyrir ESSO kepptu þeir Jónas H. Guðmundsson og Hjalti Atlason. í örðu sæti varð sveit Útvegsbank- ans í Keflavík en fyrir þeirra hönd slóu Jón Ólafur Jónsson og Jóhann- es Jónsson. Rafmagnsveita Reykjavíkur varð í þriðja sæti og þar héldu þeir Guðmundur Sigur- vinsson og Ólafur Guðjónsson á kylfUnum. Þéttir h.f. varð f fjórða sæti en Jens Jensson og Leifur Bjamason kepptu fyrir þeirra hönd. Flugleiðir hrepptu fímmta sætið en þar léku Einar Guðlaugsson og Sig- urður Lúðvíksson. „Ömmumót (dag“ „Ömmumótið" í goifí verður haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í dag og verður ræst út frá klukkan 13.30. Rétt til þátttöku hafa allar ömmur og konur, sem eru 50 ára eða eldri og eru meðlimir í GR eða NK.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.