Morgunblaðið - 23.07.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
29
Vegagerð í Kaldaðar-
neshreppi boðin út
10 milljónir 1 Selstrandarveg í ár
Laugarhóli.
VEGAGERÐ ríkisins hefír nú auglýst útboð vegarins um Selströnd
í Kaldaðarneshreppi, svokallaðs Drangsnesvegar, en til bygging'ar
hans eru áætlaðar um 10 milljónir króna á þessu ári, samkvæmt
þingsályktunartillögu frá síðasta þingi. Eru þetta um 1,6 kilómetrar
af Selstrandarvegi um miðja vegu milli Bassastaða og Drangsness.
Samkvæmt auglýsingu vega-
gerðarinnar er þama um að ræða
framkvæmdir við Drangsnesveg
1987, en til hans veitti síðasta þing
um 10 milljónum á áætlun um vega-
gerð á Vestíjörðum. Að vísu er
óskað tilboðs, vegalengd sem verður
endanlega 1,5 kílómetrar, en er nú
1,6 kílómetrar.
Samkvæmt upplýsingum um-
dæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á
ísafirði er þama um að ræða tvo
vegakafla. Annar þeirra liggur frá
bænum Hellu og út á Reykjanesið.
Sá kafli er eins kílómetra langur.
Hinn kaflinn liggur milli Hveravíkur
og Birgisvíkur á Selströnd og er
hann um sex hundruð metra langur.
Aftur á móti er vegalengdin milli
þessara tveggja kafla, er nú á að
leggja, sautján hundmð metrar.
Til þess að leggja veginn þama
þarf þó fyrst að framkvæma berg-
skeringar, eins og það heitir á
vegagerðarmáli á fímm þúsund
rúmmetmm og síðan að fylla
fímmtíu þúsund rúmmetra. Burðar-
lagið er svo reiknað fímm þúsund
og þrjú hundmð rúmmetrar.
Að vísu á þessu verki ekki að
ljúka í heild fyrr en 1. ágúst 1988,
en þó segir á útboðsauglýsingu að
Morgunblaðið/SHÞ
Ferðalangar á rústum sundlaugarinnar í Hveravik. Bærinn Hveravik
i baksýn.
hluta þess skuli lokið fyrir 15. nóv-
ember 1987.
Mikill jarðhiti er í Hveravík og
var þar eitt sinn sundlaug. Em enn
ummerki á staðnum frá þeim tíma,
en heita vatnið rennur nú beint í
sjó fram. Þama er einnig Hverá og
Reykjadalur, en viða er jarðhiti á
þessu svæði, m.a. í landareign
Hafnarhólms.
Hveravík hét áður Reykjarvík og
dalurinn Reykjarvíkurdalur, en
einnig er til býlið Reykjavík í Bjam-
arfírði í sama hreppi.
Við sjó em þama Hverakleifar
og klettabrún ein mikil er nefnist
Hverabrún.
Sundlaugin þama var byggð í
kringum 1920, en býlið Hveravík
er frá upphafí fjórða tugs aldarinn-
ar.
SHÞ
Góð veiði hefur verið í Norðurá
að undanfömu, sérstaklega eftir
að tók að rigna öðm hvom í lands-
hlutanum. Láta mun nærri að
hátt í 700 laxar séu komnir á
land. Veiðin hefur verið skrykkj-
ótt í ánni í sumar, byijunin lofaði
góðu sem algengt er, en svo komu
margar magrar vikur með smá-
skotum á milli. Síðustu tvær
vikumar hefur hins vegar bmgðið
til betri vegar, en þó hefur lengst
af alls ekki skort lax svo alvarlega
geti talist. Frá byijun hefur verið
af þó nokkm að taka og miklu er
á leið. Laxinn tók hins vegar djöf-
ullega og grannt. Meðalþunginn
er lágur eins og jafnan í Norðurá,
en þó verður að segjast eins og
er, að óvenjulega mikið hefur sést
og veiðst af stórlaxi. Stærsta lax-
inn veiddi Edward Ólafsson, 22,5
punda, á flugu í Stekknum, og
þeir Bjami Ámason, kenndur við
Brauðbæ, og Mr. Wilson veiddu
hvor sinn 20 punda lax, Bjami
sinn á maðk í Hræsvelg og Wilson
sinn á flugu á Almenningnum.
Wilson dró líka 17 punda físk
nauðugan upp úr sama veiðistað.
Annars bera litlir laxar uppi veið-
ina að mestu nú.
Sogið misgott
Sum svæði í Soginu hafa gefíð
vel, bæði mönnum og selum, upp
á síðkastið, en önnur svæði em
slöpp. Góð er t.d. Alviðra með
eina 70 laxa og góðan tíma eftir.
Ásgarður hefur einnig gefíð vel,
um það bil 50 laxa, en Bfldsfell
og Syðri-Brú hafa bmgðist, eink-
um síðamefndi staðurinn. Um 20
hafa veiðst í Bfldsfelli, en síðast
er fréttist höfðu aðeins 4 laxar
veiðst í Syðri-Brú. Heyrst hefur
að eitthvert rask hafí orðið á
Landaklöppinni í Syðri-Brú
sfðastliðinn vetur er miklu vatni
var hleypt skyndilega úr raf-
magnsveitunni. Ku stórgrýti hafa
farið um klöppina og spillt göml-
um legustöðum laxins. Hið
svokallaða „innra teppi" er að
sögn ekki svipur hjá sjón, en það
var aðalveiðistaðurinn síðustu
sumur. Stærsti lax sumarsins úr
Soginu var 30,2 pund, einnig sá
stærsti fyrir landið til þessa.
Stóra enn líflítil
Stóra-Laxá er enn afar léleg,
innan við tuttugu fískar hafa
veiðst á 3 stangir á tveimur neðstu
svæðunum, örfáir fískar á mið-
svæðinu, en eitthvað um 30 laxar
á efsta svæðinu, öðm hvom meg-
in við 50 laxar hafa því veiðst. á
10 stangir síðan 20. júní. Ekki
beysin veiði það. Um daginn vom
menn á svæði 3 og var dagsveiðin
einn bleikja sem greip stóran Tóbí
í Heljarþrym. Var spónninn næst-
um stærri en bleikjan. Vegna
þessa em mörg andrík tilbrigði í
gestabókunum þar sem menn láta
f'aman álit sitt á málunum í ljós.
veiðihúsinu hjá Hlíð er ýmislegt
að fínna, svo sem ummæli um að
Stóra-Laxá sé „biluð", einnig að
„eina lífsmarkið á svæðinu hafí
verið maður að vinna á gröfu
skammt frá ánni“!
Gengxir vel í
Laxá í Leir
Eftir slaka byijun er farið að
ganga piýðilega í Laxá í Leirár-
sveit og þar hafa nú veiðst hátt
í 500 laxar og mikill lax er bæði
að ganga og kominn fyrir nokkm.
Lax er löngu kominn upp í vötnin
í Svínadal og hefur eitthvað af
honum veiðst þar. Sérstaklega
hefur veiðin verið góð síðustu
Silungsveiði hefur viða verið
góð í sumar, á Amarvatnsheiði
á köflum, í Laxá á urriðasvæð-
unum og einnig í Veiðivötnum,
þar sem stórir fískar veiðast
innan um. Þennan 4 punda ur-
riða veiddi Gunnar Hrafiisson
á Amarvatnsheiði fyrir
skömmu og notaði fluguna Ald-
er nr.14.
tvær vikumar. Stærstu laxamir
til þessa vógu 18 pund, en menn
telja sig hafa séð þá stærri. Er
það sama sagan og í fyrra, en
þá veiddust þeir aldrei þótt menn
hafi gert sér vonir um það.
Lögreglan:
Lýst eftir
ökumanni
Slysarannsóknardeild lögregl-
unnar í Reykjavík leitar enn
ökumanns bifreiðarinnar, sem
ók á vegafaranda á Fríkirkjuvegi
aðfararnótt sunnudagsiiis
siðasta.
Talið er að bifreiðin sé af gerð-
inni Fiat Uno eða Fiat Panda, hvítur
að lit og mun rúða bflsins hafí brotn-
að við slysið. Ökumaður er stúlka
að því er haldið er.
Áð sögn slysadeildar er það mjög
mikilvægt að ökumaðurinn gefí sig
fram til skýrslugjafar. Hinn slasaði f
er iðnaðarmaður, sem verður frá
vinnu um nokkum tíma. Hann fær
hins vegar ekki bætur nema skýrsla
sé gerð um slysið.
Miklaholtshreppur:
Heyskapur mis-
langt kominn
Borg í Mikl&holtshreppi.
MEÐ KOMU hundadaga breytti
hér um veðurfar og hafa síðan
verið suðlægar og vestlægar átt-
ir með nokkurri úrkomu flesta
daga. Vissulega var þörf á að fá
rigningu, jörðin var orðin mjög
þurr og grasvöxtur, þar sem
grunnt er á möl, var í knappara
lagi.
Heyskapur er hér á mörgum stig-
um. Þeir sem bytjuðu snemma em
að mestu búnir með fyrri slátt en
aðrir sem byijuðu seinna em verr
settir og sums staðar er engin tugga
komin í hlöðu. Útlit er fyrir góða
seinni slægju þar sem snemma var
slegið og sumsstaðar borið á á milli
slátta.
Páll
Lánskjaravísi-
talan hækk-
ar um 1,28%
Lánskjaravísitalan fyrir ágúst-
mánuð er 1743, samkvæmt
tilkynningu frá Seðlabanka ís-
lands. Vísitalan hefiir þvi
hækkað um 1,28% frá júlimánuði
og samsvarar sú hækkun 16,5%
hækkun á ársgrundvelli.