Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 15 XJöfóar til II fólks 1 öllum starfsgreinum! til hagsmuna fyrir útflutning sinn til Bandaríkjanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að fjármálaráðherra verði falið að semja við aðrar þjóðir um að sett verði á stofn sjálfstætt fyrir- tæki, sem kaupi, með afslætti, ián, sem þriðjaheims ríki skulda. í þessu sambandi skal bannað að nota skattfé bandarískra borgara til kaupa á þessum skuldum. Banna skal erlendum fyrirtækj- um að kaupa bandaríska banka eða aðrar fjármálastofnanir nema þær þjóðir, sem sækjast eftir slíkum við- skiptum, veiti Bandaríkjamönnum sömu kjör í sínu landi. FVumvarpið myndi veita forsetanum vald til að koma í veg fyrir, að erlend fyrir- tæki kaupi bandarísk fyrirtæki, ef hætta er talin á, að slík eignaskipti gætu sett öiyggi þjóðarinnar í hættu. Menntun og þjálfun Frumvarp öldungadeildarinnar gerir ráð fyrir að veittar verði 980 milljónir dollara til nýrra námskeiða fyrir verkamenn sem misst hafa atvinnu sína vegna lokunar verk- smiðja, eða vegna þess, að tekin hefur verið upp ný tækni í fram- leiðslunni, jaftivel þótt ekki verði sú breyting rakin til aukins inn- flutnings í sömu atvinnugrein. Veittar verði 485 milljónir dollara til námsstyrkja í skólum sem stuðla að aukinni menntun á sviði stærð- fræði, vísinda og kennslu á erlend- um tungumálum. Ýmislegt fleira í pokahorninu Gerðar verði ráðstafanir til að lögsækja og hegna hveijum sem gerir tilraun til að múta opinberum starfsmanni erlendis í þeim til- gangi, að bandarískt fyrirtæki hagnist viðskiptalega á slíku fram- ferði. Viðskiptafulltrúa ríkisins verði falið að rannsaka hvort erlendar þjóðir virði ekki bandarísk einka- leyfi og gera ráðstafanir til að þau verði í heiðri höfð. Krafist verði af atvinnuveitend- um, sem hafa fleiri en 50 verka- menn í sinni þjónustu, að þeir tilkynni yfirvöldum, með 60 daga fyrirvara, ef þeir hafa í hyggju að hætta framleiðslu og segja fólki upp vinnu. Afnema skal svokallaðan skyndi- gróðaskatt á innlendri olíu, sem tefir notið hagnaðar, sem er meiri n af algengu gangverði. Miðbæjarskólinn úr norðri frá Lækjartorgi. Ráðhús á þeim stað myndi blasa við frá öllu Lækjargötusvæðinu. UAsmyndir/ómarÞ.Ragnarsson Ný lausn ráðhúsvandans? eftirÓmarÞ. Ragnarsson „Engin vil ég homkerling vera,“ sagði Hailgerður. Það á komandi ráðhús Reykjavíkur heldur ekki að vera, heldur að standa á besta fáan- lega staðnum i miðbænum. Við Tjömina, en án þess að skerða hana. Ef við föllumst á þetta, hver er þá besti staðurinn? Norðvestur- hom Tjamarinnar, þar sem á að hola því núna? Nei, fjandakomið ekki. Besti staðurinn í miðbænum er frekar hinum megin við Tjömina (ekki úti í henni). Þar sem Mið- bæjarskólinn stendur núna. Eins og þið getið séð á myndun- um, sem fylgja þessari grein, blasir þessi staður við af öllu Tjamar- svæðinu, meira að segja suður fyrir Hljómskálagarð, þaðan sem NV- hom Tjamarinnar sést ekki. Hann blasir einnig við frá Lækjargötu, Lækjartorgi, Kalkofnsvegi, neðri hluta Arnarhóls og Bankastrætis og frá Stjórnarráðshúsinu. Þótt Miðbæjarskólinn sé merki- legt hús, sem ekki má rífa, á ráðhús betur skilið að vera á þessum frá- bæra stað, sem sést svo víða að, vegna þess að lóðin stendur fremst á víðu homi eða beygju, á mótum Fríkirkjuvegar og Lækjargötu, en ekki inni í krók eins og í NV-homi Tjamarinnar. Miðbæjarskólann má hins vegar flytja, t.d. vestast í Vest- urbæinn, þar sem enn em nokkrar auðar lóðir og hann yrði í félags- skap eldri húsa. Auð lóð við Ánanaust gæti hentað honum, einn- ig autt svæði á Bráðræðisholti, þar sem nokkur gömul timburhús þrá félagsskap við fleiri sína líka. Kostirnir fleiri en ókostirnir Kostimir við þá hugmynd sem hér er varpað fram em helst þess- ir, miðað við það að reisa ráðhúsið í NV-homi Tjamarinar: 1. Tjömin er ekki skert með þessari nýju lausn, heldur mætti jafnvel stækka hana í þessa átt, Miðbæjarskólinn úr suðri frá Tjamarbrúnni. Áberandi og skerðir útsýni norður eftir Lækjargötu. „Þótt Miðbæjarskólinn sé merkilegt hús, sem ekki má rífa, á ráðhús betur skilið að vera á þessum frábæra stað.“ láta hana liggja undir brú á Fríkirkjuveginum og jafnvel ná inn undir sjálft ráðhúsið. 2. Miðbæjarskólinn skerðir nú útsýni í báðar áttir milli Lækjar- götusvæðisins og Tjamarsvæðisins. Lóð skólans er það stór að ráðhúsið gæti staðið aftar en skólinn gerir nú og opnað útsýnið og tengt þessi tvö miðbæjarsvæði. 3. Vegna nálægðar við Fríkirkj- una gæti ráðhúsið teygt tum eða tuma (öndvegissúlur) jafn hátt og kirkjutuminn og gefið arkitektum meira svigrúm upp á við í sköpun hússins en í norðvesturhomi Tjam- arinnar. 4. Ráðhúsið myndi sjást mun víðar að til allra átta og gæti orð- ið jafn tilkomumikið og gott tákn borgarinnar og ráðhús annarra höf- uðborga, þar sem þau em ekki höfð í felum. 5. Norðan við ráðhúsið er nú skrúðgarður og opnun til miðbæjar- ins, sem yrði stórprýði fyrir Lækjargötusvæðið, ekki síður en tengsl ráðhússins við Tjömina. Að- koma að húsinu yrði glæsileg úr tveimur áttum í stað einnar, eins og er í NV-homi Tjamarinnar. 6. Ráðhúsið stæði á góðum grunni með möguleika á gerð bíla- geymslu undir Laufásveg. 7. Ráðhúsið stæði eftir sem áður við Tjömina og byði upp á skemmti- lega útfærslu Tjamar og húss. Ókostir þessarar hugmyndar gætu verið þessir: 1. Hanna þyrfti húsið upp á nýtt. Það kostar fé. 2. Kostnaður er fólginn í flutn- ingi Miðbæjarskólans, og einhver eftirsjá að honum á þessum stað. 3. Óttast má að ráðhús félli verr inn í umhverfið en Miðbæjarskólinn. 4. Hugmyndin er of róttæk og byltingarkennd. Um þessa ókosti er það helst að segja, að það er nú búið að hanna ráðhús svo oft, að varla ætti slíkt að standa í vegi. Vel skal vanda það sem lengi á að standa! Ef menn ætla sér að reisa ráðhús á besta stað miðbæjarins á annað borð, hlýtur að vera hægt að hanna það svo að það falli vel inn í um- hverfið, ekki síður en í núverandi skammarkrók, þar sem á að hola því. Lítið þið bara á myndimar sem fylgja þessari grein og setjið þið ykkar óskaráðhús í stað Miðbæjar- skólans! Róttækt og byltingarkennt? Það er matsatriði. Eiffel-tuminn var byltingarkennd hugmynd, en hér er aðeins um að ræða þá hugmynd að hafa forgangsröð á staðsetningu tveggja húsa, þannig að hvort um sig sé á stað sem því hæfir. Hús á góðum stað — úr skammarkrók í öndvegi Þegar neftid eru merkilegustu húsin í gamla miðbænum era Stjómarráðshúsið, Alþingishúsið, Dómkirkjan og Menntaskólinn venjulega nefnd. Bráðum bætist ráðhús við. Miðbæjarskólinn er aft- arlega á lista, þótt merkilegt sé. Farið þið niður í miðbæ og sjáið hvað hann er frekur á rými og lok- ar fyrir útsýni til og frá Tjöminni. Hann stendur á besta staðnum við Tjömina og jafnvel á besta staðnum í öllum miðbænum. Hér er aðeins verið að viðra þá hugmynd, að ráðhús eigi svo frábæran stað betur skilið og að til þess að svo megi verða, þurfi ekki að farga Miðbæjarskólanum, heldur megi fínna honum verðug- ann stað í vesturhluta borgarinnar og flytja hann þangað. Reiðhjólaútsalan er byrjuo í Hjólasporti Allt fyrsta flokks reiðhjól. 30% afsláttur. Tryggið ykkur gæðahjól á frábæru verði. Sendum í póstkröfu um allt land. Hjólasport, Gnoðarvogi 44, sfmi 34580.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.