Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Horft heim að bæjarstæðinu í Haukadal þar 8em kirkjuna ber við himin. Sjálfur bærinn er horfinn og hefðbundnum búskap þar hætt en á hólnum mótar fyrir hlöðnum hringlaga vegg um hin fomu bæjarhús sem gefur til kynna reisn staðarins. GRÓÐURINN ÍHAUKADAL - andlegur og veraldlegur - fyrr og nú Kirkjan í Haukadal — lítíl og snotur. Fyrir altari prýðir hana útskorin Kristsmynd eftir lista- manninn Ásmund Sveinsson. Teitur dó 1110 og Hallur sonur hans tók þá við búi. Hann kunni erlend tungumál, var í miklu áliti, leysti deilur og var kjörinn biskup í Skálholti 1148. Hann lagði í för til Rómaborgar en andaðist á leið- inni heim. Gissur Hallsson lögsögumaður var einkasonur Halls Teitssonar, fæddur 1126. Hann fór líka til Rómar, var talinn merkur maður, fjölhæfur og hámenntaður á þeirra tíma mælikvarða. Hann var og heimildarmaður margra rithöfunda. Um hann er sagt: Málsnjall, frið- samur lögsögumaður í 20 ár, lét sig mörg mál skipta, t.d. breytingar á léngdar- og vogarmálum sem gerðar voru hér í hans tíð og hann hafði afskipti af biskupskjöri 1202. Hann andaðist árið 1206. Ekki er vitað hve lengi hann bjó í Haukadal því hann hafði staðarforráð í Skál- holti lengi, en hann átti Haukadal. Teitur hinn margláti ísleifsson er talinn ættfaðir Haukdæla. Frá honum er kominn fjölmennur ætt- bálkur, margir hámenntaðir höfð- ingjar sem fóru erlendis til að afla sér þekkingar og auðga andann. Með þeim bárust hingað straumar menningar sem dreifðist frá skólan- um víðs vegar um land, segir Hákon Bjamason í fyrmefndri grein. Og ennfremur: Þjóðin á þeim mikið að Haukadalur í Biskupstungum er 65 km frá suðurströnd landsins í um 120 metra hæð yfir sjávarmáli. Bjarnarfell lokar dalnum að vestan. Laugarfell stendur stakt í vestan- verðum dalnum og austan við það er Geysissvæðið en Sandfell rís í norður. Austur af Sandfelli er háslétta, 300 metra yfir sjávarmáli, áður vaxin lyngfi, grasi og birki en er nú uppblásin. Þessi uppblástur gerir það að verkum að óvenju þykkur jarðvegur hefur safnast í hlíðar Sandfells, allt að 2—3 metrar að þykkt. Jörðin Haukadalur, hið foma höfuðból og ættarsetur, er nú í eigu Skógræktar ríkisins. Jörðina hlaut hún að gjöf árið 1938 frá dönskum velgerðarmanni um skógrækt, Kristian Kirk að nafni. Fyrri eig- andi jarðarinnar, Sigurður Greips- son, hafði hætt búskap 1930 og flutt sig niður á Geysissvæðið, þar sem hann setti á stofn íþróttaskóla eins og kunnugt er. Kirk var verk- fræðingur að mennt og mikill athafnamaður í sínu heimalandi, var yfirverkfræðingur jóska símafé- lagsins, gaf t.d. út dagblöð og hafði á yngri ámm starfað bæði í Þýzka- landi og vestan hafs. Áður hafði hann sýnt hug sinn til íslensku þjóð- arinnar með merkri málverkagjöf. Segja má að það sé fyrst og fremst honum að þakka að þessu foma höfuðbóli var bjargað frá eyðingu, því uppblásturinn færðist stöðugt neðar í hlíðar Sandfells. Haukadal hjá Halli Þórarinssyni og Teiti syni ísleifs biskups. Um árið 1026 tekur Hallur við búsforráðum í Haukadal. Ari fróði segir hann mildastan og ágætastan ólærðra manna á íslandi þá. Hann hafði t.d. verið með Ólafi konungi helga og getið sér gott orð. Hann bjó 64 vetur í Haukadal en lést 1090. Þá tekur Teitur við búi en hann þótti einn merkasti maður sinnar tíðar. Ari fróði segir hann spakast- an allra. Teitur hélt skóla í Haukadal — einn hinn fyrsta hér- lendis — og þar varð nafntogað lærdómssetur. M.a. voru tveir bisk- upar lærðir þaðan á dögum Teits. íslendingabók ber þess vitni að margan fróðleik nam Ari af Teiti margláta, sem svo var nefndur. Til gamans skal nú rakin í stórum dráttum saga staðarins á fyrri tíð og er stuðst við grein sem Hákon Bjamason fyrrverandi skógræktar- stjóri skrifaði í Ársrit Skógræktar- félags íslands árið 1940: Feðgamir Þorbrandur og Ás- brandur bjuggu í Haukadal fyrstir að tilvísan Ketilbjamar hins gamla á Mosfeili og landnám þeirra var umfangsmikið. Síðan fara litlar sögur af ábúendum en um árið 1000 fer að birta til og næstu tvær aldir leikur um staðinn frægðar- ljómi. Ari fróði dvaldist í 14 ár í Norrænir skógræktarmenn í skoðunarferð í Haukadal hlusta á sögu staðarins. í baksýn eru skógartré á uppleið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.