Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987
17
Einn af mörgum silfurtærum lækjum í hlíðinni.
þakka enda sátu elstu sagnfræðing-
ar okkar við brunn fræðslunnar í
Haukadal og jusu dijúgum af.
Gáfur og gjörvileiki er ekki nóg
til þess að slíkar ættir rísi, nái völd-
um og mannaforráðum og síst á
þessum umrædda tíma. Völdin
byggðust á þeirri auðlegð sem jörð-
in í Haukadal bjó yfir, þótt auðlegð-
in væri aukin og margfölduð annars
staðar. En gróðurinn í Haukadal
var undirstaðan.
Nú er hljótt um Haukadal um
skeið. Klængur býr þar að áliðinni
13. öld og hefur byggt þar kirkju
þegar sonur hans Ormur tekur við
búi 1285.
Þegar „Staðarmálin“ svokölluðu
hefjast settist Klængur í helgan
stein í Viðeyjarklaustri og Staða-
Ámi Þorláksson biskup gerði kröfu
samkvæmt boðskap erkibiskups um
að „allir staðir og tíundir skyldu
gefast í biskupsvald". Þá upphófust
deilur um staðinn (1292—97) sem
fóru á þann veg að réttmætir eig-
endur afsöluðu sér eign sinni til
biskups og þar með hverfur Hauka-
dalur úr ætt þeirri sem er kennd
við staðinn og myrkur miðalda sígur
yfir.
því jörðin fer úr eigu Haukdæla og
fram til siðaskipta. Jörðin hefur þó
sennilega fljótlega komist undir
Skálholtsstól og líklegt að hún sé
setin af ráðsmönnum þaðan eða
leigð biskupum.
Eftir daga Ögmundar biskups
(hann sat eitt ár í Haukadal áður
en hann var tekinn til fanga og
fluttur af landi brott) og þegar Giss-
ur Einarsson biskup hafði lagt búið
í Haukadal undir Skálholt, er oft í
gömlum ritum getið um búrekstur
stólsins í Haukadal.
Til er máldagi Haukadalskirkju
frá 1575. Þar segir að Haukadalur
sé leigustaður frá Skálholti.
Engar upplýsingar eru um gögn
og gæði jarðarinnar frá fýrri öldum
nema í jarðabók Áma Magnússonar
og Páls Vídalíns frá 1709, en af
lýsingunni kemur ýmislegt í ljós
sem enga vitneskju væri hægt að
fá annars staðar.
Þar er þess getið að sandur sé
farinn að ganga á löndin að norðan
og megi gera ráð fyrir að þær
skemmdir haldi áfram. Skógur hef-
ur gengið til þurrðar sem er engin
furða þar sem áhöfn hefur verið
töluvert meiri en landið gat borið.
Beit og útigangur hefur og verið
notaður til hins ýtrasta.
Landkostir rýmuðu mjög síðustu
aldimar tvær — beitin var úr hófí
fram og mikil áníðsla. Engin furða
er þess vegna á því að Haukadalur
hverfur úr tölu höfuðbóla.
Eftir að jörðin komst undir Skál-
holtsstól notaði biskupsstóllinn
skóginn óspart. Brytareikningar
stólsins sýna að kvaðirnar um
mannslán voru oft inntar af hendi
með skógarhöggi og hestlán með
reiðslu af viði. Og Skálholtsstóll fer
ekki að seilast til raftviðarhöggs í
fjarlægum héruðum fyrr en nokkuð
seint á öldum þegar raftviðir hafa
verið gengnir til þurrðar í nágrenn-
inu.
Því var nú svo komið að eftir
1000 ára byggð var Haukadalur
að fara í eyði. Landið var að blása
upp — bara berar og blásnar hlíðar
þar sem áður voru gróðursæl lönd.
En árið 1938 hefst nýr þáttur í
sögu Haukadals.
Kristian Kirk sem áður er nefnd-
ur var verkfræðingur að mennt og
starfaði lengst af í Árósum í Dan-
mörku. Hann var mikill íslandsvin-
ur og vildi koma einhvetju góðu til
leiðar hér landi. Vinur hans.Einar
Munksgaard forlagsbóksali, sem
einnig var mikill íslandsvinur, benti
honum á að mikil þörf væri á að
gera hér eitthvað í skógræktarmál-
um til frama. Árið 1938 var frá því
gengið að skógaijörð yrði keypt,
girt og friðuð og gefín Skógrækt
ríkisins. Haukadalur varð fyrir val-
inu og þáverandi skógræktarstjóra,
Hákoni Bjamasyni, var falið að sjá
um framkvæmdimar. En Kristian
Kirk andaðist í febrúar 1940.
Eftir að Haukadalur komst í eigu
Skógræktar ríkisins var fyrst hafist
handa um að girða landið. Það var
allt 1600 hektarar að stærð en af
þeim voru strax girtir 1350 ha. Tíu
til tólf manns unnu allt sumarið og
langt fram á haust við að hefta
sandfokið. Börð voru stungin niður,
hliðar tyrfðar og hrís lagt í rofin.
Og gerður var vegarslóði heim að
Haukadal frá Geysi. Síðan var strax
farið að vinna að því að koma rækt
í skóginn.
Kirkja var á staðnum en í mik-
illi niðumíðslu. Hákon Bjamason
segist í greininni áðurnefndu aldrei
hafa séð hrörlegra guðshús en hún
hafði verið byggð árin 1842—43.
Þessi kirkja var nú rifin, steyptur
undir hana grunnur og hún byggð
að nýju í sömu mynd með örlitlum
breytingum og endumýjuð að inn-
an. (Fyrsta kirkja í Haukadal var
byggð árið 1030).
Við eigum Kristian Kirk mikið
að þakka. Ef ekki hefði komið til
þessi höfðinglega gjöf hans, bendir
allt til að allur gróður á þessu svæði
hefði gereyðst og ekkert staðið eft-
ir nema tilgátur um lífvænlegt
umhverfi á fyrri öldum. Og væri
okkur Íslendingum til lítils sóma.
Næstu ár var hafíst handa um
plöntun í landið innan girðingarinn-
ar á vegum Skógræktar ríkisins.
Fyrsta gróðursetning var árið 1943.
Þá vom gróðursettar 1500 norskar
skógarfurur (sú stærsta þeirra er
nú 5,2 m á hæð og 14,3 sm í þver-
mál, segir í bæklingi sem Skógrækt
ríkisins lét prenta árið 1980 í til-
efni heimsóknar norrænna skóg-
ræktarmanna hingað). Þess má
geta að skógarfuran eyðilagðist að
mestu af lús og er nú hætt við að
planta henni frekar. Alls hafði árið
1980 verið plantað um 600.000
plöntum og síðan hefur stöðugt
verið bætt við.
Rauðgreni og sitkagreni sýndu
mestan vöxt í fyrstu og contorta-
fura lofaði góðu. Af öðrum tegund-
um sem þama hefur verið plantað
má nefna t.d. birki, lerki og ösp.
Og allt hefur náð góðum þroska.
Gróðursetningin hefur að lang-
mestu leyti farið fram í hlíðum
Sandfells þar sem jarðvegur er góð-
ur og rakinn hæfílegur vegna fjölda
smálækja sem renna þar um. Vöxt-
ur tijánna hefur verið ótrúlega
mikill þessi ár sem liðin eru síðan
gróðursetningin hófst. Það sjá allir
sem leggja vilja leið sína þama um.
í Haukadal var auk þess gerð
tilraun með sáningu birkis á plægt
og herfað slétt svæði og hefur það
gefíst vel. Þá var og gróðursett
contorta-fura, birki og lerki á plægt
mýrlendi og fleira mætti telja.
Hæsta tréð á svæðinu árið 1980
segir í fyrmefndum bæklingi, er
sitkagreni, gróðursett 1949 og er
þá 9,10 metrar að hæð og hefur
sjálfsagt bætt við sig síðan.
Best fer á því að ljúka þessum
pistli um hið foma höfuðból og
lærdómssetur okkar íslendinga til
foma í Haukadal í Biskupstungum
með niðurlagsorðum Hákonar
Bjamasonar í títtnefndri grein í
Ársriti Skógræktarfélags Islands
frá árinu 1940:
„ ... Gjöf Kristians Kirk verður
til þess að Haukadalur rís úr niður-
lægingu, einhveiju sögufrægasta
höfuðbólinu er forðað frá tortím-
ingu, stórfellt sandfok er stöðvað,
landeyðing hættir og upp kemur
iðgræn jörð og fagrir lundir. Feg-
urri minnisvarða munu fáir geta
reist sér ..."
Nú em rúmlega 46 ár síðan þessi
orð voru skrifuð. Trén í Haukadal
hafa haldið áfram að teygja sig til
himins ár frá ári og allur gróður
hefur tekið þar miklum framförum.
Hann mun gleðja augað og sálina
og verða vitnisburður þess á kom-
andi öldum að íslendingum var ekki
alveg sama um afdrif jarðarinnar í
Haukadal.
En óvíst er hver þau hefðu orðið
hefði ekki komið til hjálpandi hönd
þessa danska velgerðarmanns.
—H.V.
Elsti máldagi kirkjunnar í
Haukadal er frá 1269 og sá næsti
frá 1331. Á þeim tíma hefur kirkj-
unni bæst mikið fé. Bókum hefur
að ví_su fækkað en allt annað auk-
ist. Árið 1362 brann kirkjan og í
næsta máldaga frá 1397 eru
„instrument og omament" kirkj-
unnar fátækleg en svipuð og í
hinum fyrri.
Um hveri og laugar í landi
Haukadals er fátt sagt í fomum
heimildum. Fyrst er þeirra getið í
annálum 1294 þegar eldur er í
Heklu og jarðskjálftar á Suðurlandi
og upp komu stórir hverir.
Árið 1630 er hveranna aftur get-
ið. Þarna er stærsta hverasvæði á
landinu og hefur áður verið miklu
stærra en nú er, hefur náð alveg
upp að túnfætinum í Haukadal.
Þangað eru tveir kílómetrar frá
núverandi hverasvæði, en þess sjást
merki af jarðlögum með hvera-
hrúðri.
Lítið er vitað um Haukadal frá
Úr skógvaxinni hlið Sandfells.
.VM'