Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987
39
Guðmundur Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 3. ágríst 1896
Dáinn 6. ágúst 1987
í dag er tii moldar borinn afi
minn, Guðmundur Sigurðsson. Ég
mun minnast afa míns sem stór-
brotins manns. Það var gott að
koma í kaffi á Baldursgötuna. Þar
var alltaf tekið á móti manni með
hlýju og glaðværð. Ég mun seint
gleyma þeim ánægjustundum þegar
við sátum saman og töluðum um
sveitina, sem var hans líf og yndi.
Það voru mörg góð ráð sem ég
sótti í sjóð afa um hestamennsku
og ijúpnaveiði. Það var hreykinn
unglingur sem ,kom til afa síns og
sagði honum frá folakaupum. Við
ræddum það löngum stundum
hvernig best væri að fóðra folann
og síðar temja hann. Árangurinn
lét ekki á sér standa, folinn varð
góður og gegn.
Ég vil þakka afa alla þá hvatn-
ingu og uppörvun sem hann veitti
mér í leik og starfi.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég góðan vin og afa. Minning-
in um hann lifír.
Hvíl í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem
Guðmundur H. Baldursson
Guðmundur Sigurðsson, fyrrum
bóndi, hreppstjóri og oddviti frá
Hlíð í Grafningi lést á Vífílsstöðum
6. ágúst sl. og verður kvaddur
hinstu kveðju í dag í Kotstrandar-
kirkju í Ölfusi.
Guðmundur, afí okkar, fæddist á
Gn'mslæk í Ölfusi, sonur hjónanna
Sigurðar Bjarnasonar og Pálínu
Guðmundsdóttur, sem síðar bjuggu
á Riftúni í Ölfusi. Sigurður og
Pálína eignuðust 13 börn. Fimm
þeirra dóu í æsku, en af þeim sem
náðu fullorðinsárum eru Helga, Sig-
urpáll, Svanborg og Vilborg látin.
Eftirlifandi systkini Guðmundar eru
Sigríður, Sigrún og Þorleifur. Einn-
ig var Fjóla Halldórsdóttir, dóttir
Svanborgar, alin upp af þeim hjón-
um.
Fyrir giftingu vann Guðmundur
við bú foreldra sinna og stundaði
sjóróðra á vetuma. Einnig var hann
ijúpnaskytta góð. Hann kvæntist
ömmu, Helgu Jónsdóttur, f. 9. ágúst
1897, þann 31. desember 1926 og
náðu þau því að eiga gullbrúðkaups-
afmæli 1976. Saman eignuðustþau
fjögur börn, Bjöm, kvæntan Berg-
þóm Snæbjörnsdóttur, Sigrúnu,
gifta Halldóri Ásmundssyni,
Vigdísi, gifta Baldri Guðmundssyni
o g Inga, kvæntan Ingibjörgu
Skarphéðinsdóttur. Helga átti tvær
dætur frá fyrra hjónabandi, þær
Fanneyju Benediktsdóttur, d. 1962,
er gift var Halldóri Halldórssyni og
Benediktu Benediktsdóttur, d.
1971, er gift var Ellerti Halldórs-
syni.
Guðmundur og Helga hófu bú-
skap sinn í Reykjavík, þar sem þau
bjuggu í tvö ár, síðan í Þorlákshöfn
í sex ár, og á Hlíðarenda í Ölfusi
í þijú ár. Þá fluttu þau í Hlíð í
Grafningi þar sem þau voru búsett
í um 25 ár eða þar til þau brugðu
búi og fluttu til Reykjavíkur 1963,
þá á efri áram, en þar var heimili
þeirra á Baldursgötu 13. í
Reykjavík starfaði hann í Völundi
fram undir áttrætt.
Lengst af starfsævi sinni var
hann bóndi og alla ævi í hugsun.
Hann vildi veg íslenska landbúnað-
arins sem mestan, sauðkindin var
heilög og að gá til veðurs að morgni
var fastur liður, einnig eftir að á
mölina var komið. Þjóðmál vora
honum hugleikin, pólitíkin var á
hreinu og hann fylgdist vel með í
þeim efnum alla tíð. Afi var þrek-
maður til sálar og líkama. Handtak
hans var ákveðið og þétt og lýsti
vel persónuleikanum. Hann var
stefnufastur og hringlandi honum
fyarri. Hann naut ætíð trausts þar
sem hann var og gegndi margvís-
legum trúnaðarstörfum.
Guðmundur var í hreppsnefnd
Grafningshrepps 1946-63, oddviti
frá 1949 og hreppstjóri frá 1958.
Samtímis var hann sýslunefndar-
maður og í ýmsum nefndum og
ráðum fyrir sína sveit og sýslu.
Einnig var hann umboðsmaður fýr-
ir Branabótafélag íslands o.fl.
Alltaf var gott að koma til afa
og ömmu á Baldursgötuna, þar
skorti aldrei umræðuefni og oft
glatt á hjalla. Ekki vora þau alltaf
sammála en samtaka þegar á
reyndi. Þar var hlýju að finna fýrir
okkur barnabömin, sem erum 27
að tölu og barnabamabörnin, sem
náðu að kynnast langafa og
langömmu.
Þegar amma lést 1983 var eins
og lífskraftur afa minnkaði til muna
enda aldurhniginn og var hann að
mestu á sjúkrahúsum eftir það.
Hann gladdist við hveija heimsókn
og þáði að halda í hendur þeirra,
sem honum þótti vænt um. Hann
hélt níræðisafmæli sitt hátíðlegt
fyrir ári síðan og naut þess þá mjög
að eiga stund með ættingjum svo
og vinum úr sinni fyrri heimasveit.
Þökkum við fyrir hönd aðstand-
enda starfsfólki í Hátúni og Vífils-
stöðum góða aðhlynningu. Sjálfar
viljum við þakka afa okkar margar
ánægjulegar og fróðleiksríkar sam-
verastundir. Blessuð sé minning
hans.
Helga G. Halldórsdóttir,
Erna Bryndís Halldórsdóttir.
Happdrætti Hjartaverndar
Á NÆSTU dögum hefst sala
happdrættismiða Hjartaverndar
en samtökin efna árlega til happ-
drættis til þess að drýgja telqu-
stofn Rannsóknarstöðvar
Hjartavemdar.
Í fréttatilkynningu frá samtök-
unum segir að rannsóknarstöðin
hafi nú starfað í 20 ár en hún var
stofnuð og hefur verið starfrækt í
því augnamiði að freista þess að
fínna áhættuþætti hjarta- og æða-
sjúkdóma svo að koma mætti við
vömum og fyrirbyggjandi aðgerð-
um.
í tilefni 20 ára afmælis rannsókn-
arstöðvarinnar efnir Hjartavemd til
læknaráðstefnu og fræðslumóts
dagana 2. og 3. október næstkom-
andi. Þar munu um 20 sérfræðing-
ar, erlendir og innlendir, flytja
fyrirlestra um „Faraldsfræði hjarta-
og æðasjúkdóma og varnir gegn
þeirn".
Vinningar í happdrættinu eru að
þessu sinni 20 talsins að verðmæti
5.160.000.- króna. Hæsti vinning-
urinn er ein milljón til húsnæðis-
kaupa. Tveir aðrir vinningar era til
húsnæðiskaupa en auk þeirra era
tveir bílar og fyórir ferðavinningar
á vinningaskránni.
Verð hvers miða er 200 krónur
og dregið verðúr úr vinningum þann
16. október næstkomandi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTIJR
Þjóðnýting verður minnkuð og ýtt undir einkaframtak og sózt eftir erlendri fjárfestingu
Víetnam:
Æ fleiri fylkja sér um
stefnu Linhs flokksleiðtoga
SKIPAN tveggja gamalreyndra baráttumanna úr Víetnamstríðinu
i störf forseta og forsætisráðherra nýlega, boðar ekki að hægt
hafi verið á þeim umbótum, sem Nguyen Van Linh, nýr flokksleið-
togi hefur verið talsmaður fyrir. „Vindar breytinga leika um
Víetnam og hver sá sem stendur í vegi fyrir þeim mun fjúka í
burtu,“ er haft eftir ónefndum þingmanni, þegar hann var inntur
eftir því á dögunum, hvaða áhrif þessi skipan myndi hafa á breyt-
ingar, sem hrundið var af stað eftir flokksþingið í desember.
Iritinu Far Eastern Economic
Review segir, að menn orði það
svo, að frá gamla kerfinu til hins
nýja, sem verði smátt og smátt
innleitt séu ekki skref, heldur risa-
stökk. „Einhver verður að fara
með hlutverk þeirra Chemenkos
og Andropovs," sagði annar þing-
maður. Þar af leiðandi má álykta,
að þeir hafi beinlínis verið valdir
til að brúa tímabil, sem verði að
líða, unz einhvers konar Gorbasjev
komi fram á sjónarsviðið.
í fyrra mánuði var ákveðið að
Pham Hung, heilsuveill og hálfátt-
ræður, fyrrverandi skæraliðafor-
ingi yrði forsætisráðherra. Hung
er sex áram yngri en fyrirrennari
hans. Hung er nýrnaveikur og
mun vera hjartaveill. Hann hefur
dvalið sér til lækninga í Sovétríkj-
unum lengst af síðusta árið.
Vo Chi Cong, 74 ára tók við
forsetaembætti af Traong Chinh.
Cong hafði lengi verið í stjórninni
í Norður Víetnam og var þekktur
í stríðinu. Áður en flokksþingið
kom saman, höfðu nokkrir spáð,
að utanríkisráðherrann, Nguyen
Co Thach eða áætlunarmálaráð-
herrann Vo Van Kiet myndu fá
þessi störf. Þeir era aðeins rúm-
lega sextugir að aldri. Þeir styðja
heilshugar efnahagsstefnu Linh
flokksleiðtoga, en era varla nógu
reyndir á víetnamska vísu enn.
En þeir gætu vissulega komið til
greina, þegar rétt stund er runnin
upp.
Svo er sennilegt að þeir Thach
og Kiet verði áhrifamiklir á næst-
unni, þegar haft er í huga, að
forsætisráðherrann er óvinnufær
vegna veikinda. En með því að
velja Hung, að minnsta kosti að
nafninu til, tryggir flokkurinn
ákveðið pólitískt jafnvægi innan
stjómkerfísins, meðan unnið er
að þeim breytingum, sem Linh
miðar ótrauður að.
Þó svo að Víetnamar velji helzt
aldurhnigna menn í forystusveit
og þetta sé því í sjálfu sér eðlileg
ráðstöfun, eru ekki allir á eitt
sáttir. Einn þingmaður sagði í
viðtali við Far Eastem Economic
Review að hann hefði viljað, að
breytingum yrði hraðað. Víetnam
hefði setið á botninum frá því
Linh, flokksleiðtogi nýtur vax-
andi virðingar
stríðinu lauk, efnahagslífíð væri
ekki bara staðnað, heldur í sömu
ijúkandi rústum og það var fyrir
tíu áram og hagur þjóðarinnar
hörmulegur.
Cong forseti hefur einnig látið
í ljós eindreginn stuðning við
hana, en hann er ekki sagður
njóta almenningshylli. Hann þykir
almennt heldur lítill bógur. En
hann setur sig væntanlega ekki á
móti umbótunum og hvetur heldur
til þeirra. Þeir sem hafa reynt að
fylgjast með málefnum Víetnams,
firá því í desember þykir einsætt
að krafa Linhs flokksleiðtóga um
„endurbyggingu" hafí fengið
hljómgrann um gervallt landið.
Innan flokksins er stuðningurinn
augljós, og mönnum þykir orðið
löngu tímabært að vekja upp þann
kraft sem í þjóðinni býr og virkja
hann, alþýðu mannatil hagsbóta.
Blaðamenn sem hafa undan-
fama mánuði verið í Víetnam
segja, að Linh njóti ákaflega mik-
ils trausts, hvort sem er í hópi
tryggra flokksmanna eða hins
óbreytrta alþýðumanns. Hann
þykir sýna hispursleysi og hrein-
skilni og hann bregst við skjótt,
ef fyrir hann era lögð mál til af-
greiðslu. Sjálfur segir hann
hikstalaust að skriffinnska sé eit-
ur í sínum beinum. Þá hefur það
mælzt vel fyrir, að hann hefur
ferðazt mikið um landið. Hann
notar ekki einkaflugvélar, eins og
fyrirrennaramir hafa gert. Hann
fer með áætlunarvélum Air Víet-
nam og með honum era aðeins
tveir eða þrír ráðgjafar í staðinn
fyrir hirð upp á nokkra tugi ná-
inna starfsmanna og jafnvel
fyölskyldna líka, eins og var al-
siða. Linh hefur veitt ákúrar
ýmsum héraðsstjóram, ef honum
finnst þeir berast of mikið á. í
Hai Hung, fyrir austan Hanoi,
segja menn hressir frá því, að
bæjarstjórinn þar ferðist nú um á
hjóli, en forveri hans hafí ók um
í stórum Volgubíl.
Það vakti óskipta athygli á
dögunum, þegar grein birtist í
málgagni flokksinsATian Dan þar
sem greinarhöfundur, sem skrif-
aði undir stöfunum N.V.L. réðst
óvægilega á forystu landsins og
sakaði hana um dugleysi, mis-
beitingu valds og almennt, að hún
stæði í vegi fyrir framförum í
landinu. Flestir Víetnama þykjast
sannfærðir um, að Linh hafi skrif-
að þessa grein, sem bar yfirskrift-
ina „Það sem verður að gera hér
og það strax."
Stjómarerindreka í Hanoi
greinir á um, hvort Linh hafí skrif-
að þetta. Og þá greinir sömuleiðis
á um, hvort hún sýni styrkleika
eða veikleika hans sem foringja.
Flestir hallast að hinu fyrmefnda
og segja, að óþolinmæði Linhs
hafi verið hvati greinarinnar. Við-
brögð manna innanlands sýni
einnig, að menn fylki sér æ þéttar
að baki honum.
Hreinsanir innan flokksins hó-
fust fljótlega eftir þingið og hafa
haldið áfram. Hver sá sem er
granaður um svindl, svik eða eitt-
hvað þaðan af verra á nú yfír
höfði sér að vera rekinn úr flokkn-
um með skömm. Talað er um, að
hér gæti verið um að ræða allt
að tvær milljónir manna. Nú þeg-
ar hafa ýmsir héraðsstjórar og
embættismenn verið látnir víkja
úr störfum sínum.
Blaðamenn sem koma til Víet-
nams nú, segja óhemju mikla
geijun þar á öllum sviðum. Blaða-
mönnum hefur verið gert tiltölu-
lega auðvelt að koma til landsins
og nú stefnir stjómin að því að
fá ferðamenn til landsins. Að visu
tekur enn einn eða tvo mánuði
fyrir ferðamenn að fá áritun og
það verður stefnt að því, að þeir
ferðist um í litlum hópum og und-
ir sérlegri Ieiðsögn. En það er þó
byijun, sem lofar góðu, miðað við
hvemig málum var komið í Víet-
nam fyrir undraskömmu.