Morgunblaðið - 29.08.1987, Page 1

Morgunblaðið - 29.08.1987, Page 1
193. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins íranir: Fallast ekkí Sovétríkin: Rússar taka upp ávísana- viðskipti RÚSSAR fá að hefja ávísanaút- gáfu frá og með 1. desember næstkomandi og sagði frá þessu í Prövdu í gær. Að vísu verða Rússar að fara gætilega með ávísanablöðin, því að sögn blaðs- ins fá þeir aðeins eitt ávísana- hefti með 20 eyðublöðum til tveggja ára. í frétt blaðsins var sagt, að þetta myndi verða til hagræðis fyrir neyt- endur, sem þyrftu að hafa á sér miklar flárupphæðir til að gera inn- kaup. Moskvubúum virðist líka nýjungin, en það skilyrði sem verð- ur sett, þ.e. að menn sýni jafnan vegabréf sitt hefur vakið nokkra gremju. á ályktun SÞ Ósló, Reuter. ÍRANIR hyggjast skýra Samein- uðu þjóðunum frá því í næstu viku að þeir muni ekki fallast á vopnahléskröfu Öryggisráðsins, þar sem nokkrir liðir ályktunar ráðsins séu óaðgengilegir. Á blaðamannafundi ráðherrans í Ósló í gær kom m.a. fram að íran myndi opinberlega ekki hlíta álykt- un Öiyggisráðsins frá 20. júlí sl. „Við föllumst ekki á ályktunina, en við afskrifum hana heldur ekki al- gerlega. Það er sá boðskapur, sem við höfum að færa SÞ.“ Það sem íranir telja helst að ályktuninni er að þar eru írakar ekki fordæmdir sem upphafsmenn Persaflóastríðs- ins. Mirmehdi er nú í heimsókn í Noregi þar sem hann ræddi m.a. við Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Norðmanna. Norðmenn eiga um 20% þeirra skipa, sem sigla um Persaflóa. Mirmehdi bað Norðmenn m.a. um að hvetja bandamenn sína í NATO tii að kalla herskip sín á Persaflóa heim. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson LITADYRÐILYSTIGARÐINUM A AKUREYRI Filippseyjar: Uppreisnartílraun- in fór út um þúfur Uppreisnarmenn þó enn á kreiki í Manilu Manilu, Reuter. YFIRMENN Filippseyjahers sögðu í gær að þeir hefðu yfir- höndina í baráttunni uppreisnarmönnum — gegn eftir Ársskýrslajapönsku varnarmálastofnunarinnar: Aukinn herafli Sovét- manna í Austur-Asíu ^ Tókýó, Reuter. ÁRSSKÝRSLA varnarmálastofn- unarinnar var birt í gær og kemur þar fram að Sovétmenn hafa stóraukið herafla sinn í þessum heimshluta á undanförn- um árum. Segir þar ennfremur að Japanir verði að bæta tækja- búnað eigin herafla til að mæta ógninni. „Augljóst er að Sovétmenn hafa sífellt styrkt herafla sinn á þessum slóðum. Á þetta bæði við um fjölda vígtóla og slagkraft þeirra," segir í skýrslunni. Er einnig vikið að nauðsyn þess að japanski herinn fái fullkomnari búnað en hann ræður nú yfir og eru sprengjuflugvélar, ratsjár og herskip nefnd í því við- fangi. Fram kemur að árið 1976 réðu Sovétmenn ekki yfír neinum meðal- drægum kjamorkuflaugum í Austur-Asíu en nú eiga þeir 170 flaugar af gerðinni SS-20. Skip í Kyrrahafsflotanum eru nú 840 en voru 775 árið 1976. Hermenn em nú 390.000 en vom 300.000 að tölu árið 1976 og árásarflugvélar em nú 2.390 í stað 2.030. í skýrslunni er einnig látið að því liggja herafli Japana kunni að fara yfir þau mörk er honum vom sett með lagasetningu árið 1976. Á síðasta ári afréðu stjómvöld í Japan að hafa ekki í heiðri tíu ára gamla skuldbindingu þess efnis að ekki skyldi varið meira en einu prósenti af vergri þjóðarframleiðslu til varn- armála. Kínveijar og fleiri þjóðir gagnrýndu þá ákvörðun og beittu fyrir sig þeim rökum að óviðunandi væri að Japan yrði herveldi. Á þessu fjárlagaári er áætlað að veija um 1000 milljörðum íslenskra króna til hermála en það er rúmt eitt prósent vergrar þjóðarfram- leiðslu. væru aðeins nokkrir dreifðir hópar þeirra i Manilu, höfuð- borg eyjanna, og þjuggust herforingjarnir við því að þeir myndu leggja niður vopn i dag. Einn foringi uppreisnarmanna sagði þó i gærkvöld að hann myndi fylkja 3.000 manna liði til höfuðborgarinnar, svo ekki eru öll kurl til grafar komin enn. „Hættuástandinu er nánast lok- ið ... við búumst við því að lífið muni ganga sinn vanagang í Man- ilu á morgun," sagði Fidel Ramos, yfírmaður hersins á blaðamanna- fundi í gær. Hann sagði að herinn hefði umkringt borgina til þess að koma í veg fyrir liðsflutninga þeirra uppreisnarmanna, sem enn hefðu ekki verið yfirbugaðir. í bardögum í gær féll a.m.k. 31 maður og rúmlega 100 manns særðust. Ramos sagði að enn væru um 50-60 uppreisnarmenn í Aguin- aldo-herbúðunum í Manilu, en stjómarherinn situr nú um þær. Herforingjar í Filippseyjaher komu fram í sjónvarpi í gær og skoruðu á alla löghlýðna Filipps- eyjabúa að halda sig innan dyra. Þeir sögðu ennfremur að hersveit- um þeim, sem eru á hælum Gregorio „Gringo“ Honasan, höf- uðsmanns og uppreisnarforingja, hefði verið skipað að skjóta hann á færi. „Á hann á að skjóta til þess að drepa," sagði einn þeirra. Uppreisnartilraunin hófst í gærmorgun þegar hópur liðsfor- ingja í hernum, sem taldir em hliðhollir stjómarandstöðuleið- toganum Juan Ponce Enrile, gerðu misheppnaða tilraun til árásar á forsetahöllina og kröfðust stjóm- arskipta. Um 800 uppreisnarmenn tóku þá nokkrar útvarps- og sjón- varpsstöðvar herskildi auk Aguinaldo-herbúðanna. Uppreisnarmenn áttu yfírleitt við ofiirefli að etja þar sem stjóm- arherinn beitti bæði flugvélum og stórskotaliði í hemaði sínum, en uppreisnarmenn yfírleitt léttvopn- aðir. Að sögn var þó mjög hart barist og er talið að önnur eins átök hafí ekki verið í Manilu síðan Japanir og Bandaríkjamenn börð- ust um hana í Seinni heimsstyij- öldinni. Sjá ennfremur bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.