Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 Nýtt verk eftir Hafliða Hall grímsson frumflutt... Úr tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir Gítarleikararnir Paul Galbraith (t.v.) og Einar Kristján Einarsson (t.h.) á æfingu i Áskirkju. Tónlistin og # hrynjandi lífsins Þess er skemmst að minnast, að Hafliði Hallgímsson fékk tónsmíða- verðlaun Norðurlandaráðs í fyrra fyrir verk, sem heitir Poemi. Þetta er verk fyrir fiðlu og hljómsveit og kemur út á plötu frá íslenzku tón- verkamiðstöðinni innan skamms. En það er fleira að frétta af Hafliða og verkum hans. Fyrir tveimur árum spilaði fínnsk hljómsveit æskufóHcs á Edinborgar- hátíðinni. Hafliði heyrði í þeim, fannst mikið til um og í árslok 1986 samdi hann verk handa þeim, Dagdraumar með tölustöfum. ís- lenzk-fínnski menningarsjóðurinn styrkti verkið, sem byggir á íslenzk- um þjóðlögum. Hljómsveitin frum- flutti verkið 4. ág. sl. á Aberdeen hátíð hljómsveita, skipaðar ungu fólki. í viðtali við Glasgow Herald segir Hafliði verkið ætlað ungu fólki, en geri samt strangar kröfur um fjölþætta tónlistarhæfni. Þætt- imir heita Ljósgeisli, Vængjaður hestur stígur upp af hafinu, Vöggu- vísa undir Jökli, Hafsýn og Sálmur við klettinn. Þjóðarstoltið íslenzka bólgnar alltaf svolítið út, þegar getur að lesa eitthvað gott um landann í útlendum blöðum og umsagnir skozkra blaða um verk Hafliða eru sannarlega ánægjuleg lesning. Evening News segir verkin á efnis- skrá hljómsveitarinnar lítt kunn, öll góð en þó ekkert betra en verk „okkar eigin" (já, þetta segja Skot- amir!) Hafliða Hallgrímssonar. The Scotsman nefnir að Edinborg slái núorðið eig sinni á Hafliða. Verkið sé hugmyndaríkt og aðlaðandi, flutt eins og bezt verði á kosið af sveit- inni, sem það sé skrifað fyrir. Glasgow Herald segir verkið deila einkennum með hljómsveitinni. Það sé tápmikið, hljómurinn í því kröft- ugur og víðáttumikill líkt og í hljómsveitinni sjálfri. Flutningurinn undirstriki þá sýn, sem hugmynda- rík þáttaheiti tónskáldsins veki. Það er ekki ófróðlegt að láta það fylgja, að hljómsveitin hefur alls staðar vakið mikla hrifningu, þykir undur þroskuð og öflug í leik sínum. Henni er stjómað af tveimur ung- verskum þræðrum, Czaba og Géza Szilvay. í henni em um 50 ung- menni frá 8 ára og upp í tvítugt, stundum aðeins eldri til stuðnings. Enn einn forvitnilegur vaxtarbrodd- ur í fínnsku tónlistarlífi. Það væri sannarlega gaman að heyra í sveit- Hafliði Hallgrímsson inni hér, ekki sízt með verk Hafliða í farteskinu. Þau hafa nú þegar flutt það sjö sinnum í Finnlandi, Eng- landi og Skotlandi og spila það inn á plötu í Finnlandi fyrir jól. Er ekki listahátíð framundan og svo lista- hátíð eftir þessa? 29. okt. stjómar Hafliði frum- flutningi á verki hér, sem hann hefur haft í smíðum á þessu ári, sumsé söngverk fyrir sópran og hljómsveit. Enska söngkonan Jane Manning syngfur sópranhlutverkið. Þau Hafliði hafa áður verið saman hér. 21. apríl stjómar Hafliði því verki aftur, líka með Manning og svo Dagdraumunum, þá með skozku kammersveitinni og tvö verk eftir Mozart fljóta með. Með skozku sveitinni er hann á kunnmiðum, því hann lék með henni á fyrsta selló frá 1977 til 1983 að hann hætti. Vildi rýma til fyrir tónsmíðum. Sem betur fer hefur Hafliði ekki alveg sleppt höndum af sellóinu, spilar meðal annars í tríói, Mondr- ian-tríóinu, ásamt Richard Fried- man fíðluleikara og Bryn Turley píanóleikara. Báðir félagar Hafliða koma oft fram sem einleikarar og Friedman stjómar auk þess Sadlers Welis-ballet-hljómsveitinni. Þeir fé- lagar hafa aðeins spilað saman i nokkur ár, en þegar vakið athygli, tekið mikið upp fyrir BBC og gefíð út eina hljómplötu með verkum eft- ir Beethoven og Haydn. Platan er gefín út á vegum Merlin-hljóm- plötufyrirtækisins í London. Þar er íslendingurinn Tryggvi Jóhannsson í forsvari, gaf meðal annars út plötu með Einari Jóhannessyni klari- nettuleikara og Philip Jenkins píanóleikara í vetur. Tríóið kom fram í lok Edinborg- arhátíðarinnar. í blaðaumsögn um þá tónleika segir að hvursu lítið uppnæmur sem gagnrýnandi kunni að vera orðinn eftir þriggja vikna hástemmdar hugsanir og lág- stemmt líf, verði enn að grípa til hástigslýsingarorða til að lýsa því hversu gott og heilsteypt tríóið sé. Svo samrunnið að þeir félagar líkist helzt yfímáttúrulegri skepnu með sex hendur og eitt höfuð, sem geti spilað á öll þtjú hljóðfærin í einu. Állir hljóðfæraleikaramir séu gæddir innsæi, sem smjúgi að dýpsta inntaki tónlistarinnar. Eftir að hafa fjallað um flutning ein- stakra verka á efnisskránni segir að takist tríóinu að halda sér á svo háu stigi, án þess að verða heims- fræjgir, þá sé eitthvað að heiminum. A síðastliðnu ári komu út tvö nótnahefti undir nafni Hafíiða. Annað kom út hjá Ricordi í London í röð nótna fyrir selló og píanó, og hefur fengist í ístóni. Þar hefur Hafliði valið sjö íslenzk þjóðlög í eigin útsetningu, með ungt tónlist- arfólk í huga, segir hann í formála. Textann segir hann torþýðanlegan svo hann velur að láta fylgja þeim teikningar, sem beini huganum inn á braut textanna. Fima skemmti- legar teikningar eftir hann sjálfan. Hitt heftið er gefíð út af skozku tónverkamiðstöðinni, með styrk frá Scottish Arts Council. í því eru fímm stutt verk fyrir píanó: For- spil, Ský, __ Speglun, Hillingar og Draumur. í inngangi heftisins segir að Hafliði hafi samið verkin 1970 er hann var í tónsmíðanámi hjá Peter Maxwell Davies í London. Halldór Haraldsson fmmflutti þau í Reykjavík 1971 og_ síðan hafa ýmsir spilað þau á íslandi og í Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Rússlandi. Leiðir Hafliða og Davies fommeistara hans- hafa síðan legið saman, því Davies semur fyrir og stjómar skozku kammersveitinni ásamt fleirum. En það era sumsé við hér, sem njótum næsta framflutnings á verki eftir Hafliða í október og meira um það, þegar þar að kemur. Fyrir norðan er vonandi að komast á sú skemmtilega hefð að halda sum- artónleika og nú um daginn spiluðu á þeim tveir ungir gítarleikarar, skólabræður frá Manchester á Eng- landi. Þeir komu líka fram í Áskirkju í heimsókn sinni hingað. Annar er íslendingur, Einar Kristján Einars- son, hinn Paul Galbraith. Alveg er það annars ljómandi ágætt, þegar íslenzkt tónlistarfólk tekur með sér góða gesti frá útlöndum. Það er kost- urinn við að dreifa sér sem víðast, hitta sem flesta og sjá sem mest. Og þó tónleikamir séu yfírstaðnir, þá er ekki allt búið enn, því útvarpið tók upp dagskrá með gítarleik Gal- braiths, áður en hann hélt af landi brott, þar sem hann leikur einn og með Einari Kristjáni. Einar Kristján var í Tónskóla Sig- ursveins áður en hann hélt til Manchester. Aðalkennari hans úti heitir Gordon Grosskey. Einar hefur líka litið við í tímum hjá grískum píanókennara, en meira um Grikkj- ann hér á eftir. Einar er langt kominn með námið úti og þegar byijaður að spila upp á eigin spýtur og með öðr- um, hér og þar. Galbraith var gefínn gítar þegar hann var 8 ára, settist umsvifalaust niður og fór að spila. Það fór strax vel á með honum og hljóðfærinu og hann hefur ekki sleppt því síðan. Annars gerir hann lítið úr gítarnám- inu, hefur líka lært á píanó og að eigin sögn mest um tónlist af grískum píanóieikara og stjómanda, George Hadjinikos, sem hefur reyndar komið hingað á vegum Tónskóla Sigur- sveins. Galbraith segir Hadjinikos kenna mikið með umræðum, en varla getur Galbraith hafa orðið jafn lipurmæltur og hann er, aðeins með því að hlýða á þennan meistara sinn. En hvaða hugmyndir um tónlist era á sveimi þama í Manchester í kringum Hadj- inikos? „Ég kom í opna kennslustund, sem Hadjinikos heldur fyrir hljóðfæraleik- ara, ekki aðeins pianóleikara, þó það sé upphaflega hans hljóðfæri. Slíkt er býsna einstakt. Það er erfítt að lýsa hugmyndum hans í fáum orðum en með því að kenna ekki aðeins á eitt hljóðfæri, reynir hann að komast burt frá hinu einstaka, að sameigin- legri rót allrar tónlistar, komast að því, sem liggur að baki nótunum. Til þess reynir hann að skafa burt allt, sem er ónauðsynlegt, vandamál, sem era flest tilbúin hvort sem er. Þegar þessu er rutt burt, er kannski hægt að komast að sjálfri eðlishvötinni, sem á að liggja að baki allri miðlun í tónlist. Hadjinikos var sjálfur orðinn þekktur píanóleikari og ferðaðist um til að spila. Einhvem veginn fannst honum samt, að því meira sem hann vann eftir þeim brautum, sem hann hafði lært í hefðbundnu tónlistamá- mi, því minna kæmi hann frá sér af sjálfri tónlistinni. Hún bara týndist í aðferðum. Honum sýndist að rótin að meininu lægi í kennslunni og að- eins með því að snúa sér að kennslu, tækist honum að fínna einhveija gæfulegri leið. Hann lét því af að koma fram sem píanóleikari, en sneri sér að kennslu. Eitt af því sem hann leggur höf- Edda Erlendsdóttir með tónleika í Norræna húsinu Edda Erlendsdóttir píanóleikari er á ferðinni með tónleika um þessar mundir, er með tónleika hjá Tónlistar- félagi ísaflarðar á morgun, sunnudag og í Norræna húsinu fimmtudaginn, 3. sept. Edda býr í París, kennir við tónlistarskólann í Lyon, en er auk þess ötul við tónleikahald, hefur kom- ið fram ein og með öðram hér heima, í Frakklandi, Þýzkalandi, Belgíu, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún spiiað í íslenzka, sænska og franska ríkisútvarpinu og gefíð út plötu á vegum fransks fyrir- tækis með verkum eftir Schubert, Alban Berg og Schönberg. Á íonleikunum núna spilar hún sónötur eftir Haydn og Schubert, ijögur stutt verk eftir Liszt, Fantasíu um ljóð eftir Zemlinsky og 12 til- brigði við eigið stef eftir Alban Berg. En hvað segir hún sjálf um efnis- skrána? „í náminu kynntist ég lítið verkum tónskáida, sem eru taldir til seinni Vínarskólans, verkum manna eins og Aiban Bergs og Schönbergs, svo mig langaði að kjmnast þessum skóla. Ég hef áður verið með efnisskrá úr þeirri áttinni og að vissu leyti er þessi skrá framhald. Það hafði komið til tals að ég héldi tónleika með íslenzkri tónlist í Kultur- huset í Stokkhólmi 1985 en eftir að forstöðumenn hússins komust í tæri við plötuna mína, þá skiptu þeir um skoðun og mér var boðið að flytja verk Vínarskólans. Það ár var aldar- afmæli Bergs og þar flutti ég fyrst 12 tilbrigði við eigið stef. Þessi flutn- ingur var sá fyrsti, síðan verkið var flutt á dögum Bergs sjálfs og ég spilaði það nokkuð oft þetta Berg-ár. Þetta er æskuverk, skrifað þegar hann var við nám hjá Schönberg. Ég var búin að lesa um það í bók um tónskáldið og stuttu síðar frétti ég, að Universal-útgáfan í Vín undir- byggi útgáfu á því og fleiri verkum í tilefni afmælisins. Við fyrstu sýn þykir kannski hæpið að draga upp verk, sem höfundur gaf ekki út sjálf- ur en ég hefði aldrei flutt það, nema vegna þess að mér finnst það gott verk og fallegt. Zemlinsky er síðrómantískt tón- skáld og sem slíkur tengiliður eldri og yngri strauma, var meðal annars eini kennari Schönbergs og síðar reyndar mágur hans. Verk Liszts er líka tengiliður, því þar fer hann ótroðnar slóðir, bæði hvað snertir form og hljómasamsetningar. Ég tók svo Haydn sónötuna, því mér fínnst sónötur hans ekki heyrast nógu oft. Þær eru 62 talsins og ég er liklega búin að æfa upp um 10 þeirra. Schu- bert þarfnast engrar útskýringar, en það má segja það sama um sónötur hans og Haydns, að þær. heyrast heldur ekki nógu oft. Þú hefur sinnt Vinarskólanum töluvert, svo það gefur tilefni til að spyija, hvort þú vinnir upp efnisskrár á kerfísbundinn hátt? Edda Erlendsdóttir „í raun ekki, en það er eins og oft þegar byijað er á einhveiju, hvort sem það er nú í tónlist, eða öðra, að það opnast nýjar leiðir, þegar er far- ið að litast um. Það kemur oft fyrir að ég spila efnisskrár eftir pöntun, en sem stendur er þessi eftiisskrá röðuð saman úr óskaverkum. Þegar ég er komin áleiðis með eitt verk, er ég yfirleitt búin að fá auga- stað á því næsta. Það er margt sem mig langar að æfa, hef til dæmis ekki spilað klassísk verk eins og Haydn lengi. Ég spilaði mikið Bach, Mozart og Beethoven í námi. Röðin kemur öragglega að þeim aftur, en allt hefur sinn tíma.“ Hvemig verður píanóleikari sér úti um verkefni? „Ég er svolítið óskipulögð að þessu leyti. Ýmist hef ég framkvæði sjálf að bjóða fram verk, eða það er leitað til mín. En ég hef ekki umboðsmann, hef heldur ekki úthald til að spila oft, get ekki valdið of miklu, því ég hef áhuga á ýmsu öðru, vil háfa tíma til að lifa lífinu. Það hefur komið fyrir að ég hef lent í tímahraki og þá þurft að vinna án þess að geta litið upp. Það þykir mér ekki eftir- sóknarvert til lengdar. Hvað hefurðu verið að fást við undan- farið og hvað er framundan? „Ég spilaði í Bandaríkjunum í júlí 1986. í vetur kom ég fram í Kvint- ett hjá Kammermúsíkklúbbnum og í Frakklandi var ég með þijá einleiks- tónleika, var beðin um að koma fram á íslenzkum dögum í Rochefort, og París og í Montpellier í tengslum við útkomu bókar um ísland eftir fransk- an rithöfund, sem skrifaði þessa bók fyrir nokkram áram. Á þessum tón- leikum flutti ég íslenzka tónlist og svo verk eftir Grieg og frönsk tón- skáld, Ravel, Debussy og Fauré. Nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.