Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 29

Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 29 Bretland: Andrew prins o g Söruógnað Vopnaður maður handtekinn London, Reuter. MAÐUR vopnaður hnífi var handtekinn I áhorfendahópi í nánd við hertogann af Jórvík og konu hans þar sem þau voru í heimsókn í Sheffield á Bretlandi í gær. Talsmaður lögreglunnar segir að Andrés prins og Sara kona hans hafi aldrei verið í neinni hættu. Maðurinn var tekinn höndum af óeinkennisklæddum lögreglumanni eftir að áhorfandi hafði gefíð lög- reglunni ábendingu um að hann væri grunsamlegur. Maðurinn var sakaður um að bera ólöglegt vopn og gert að mæta fyrir rétti. Talsmaður konungsQölskyldunn- ar í Buckingham-höll sagði: „Okkur hefur verið gerð grein fyrir at- burðinum en höfum ekkert frekar um málið að segja. Það er nú í höndum lögreglunnar." Öryggisvarsla konungsfjölskyld- unnar og Margrétar Thatcher forsætisráðherra hefur verið aukin að undanfömu vegna ótta við hefndaraðgerðir IRA í tengslum við ráðstefnu íhaldsfiokksins í næsta mánuði. Gestapó-for- ingi fyrir rétt í Dresden Austur-Berlín, Reuter. RÉTTARHÖLD hófust á þríðju- dag í Dresden yfir Henry Schmidt, fyrrum yfirmanni Gestapó, leyni- lögreglu Hitlers. Að sögn austur- þýzku fréttastofunnar ADN er hann sakaður um að hafa stjómað aftökum á 700 Gyðingum og pynt- ingum á öðrum eins fjölda. Að sögn ADN hefur Schmidt nafn- greint að minnsta kosti 723 Gyðinga, sem bjuggu í Dresden og næsta ná- grenni, og líflátnir voru í fangabúðun- um í Theresienstadt og Auschwitz á tímabilinu apríl 1942 til febrúar 1945. ADN sagði ennfremur að Schmidt, sem nú er 74 ára, hefði stjómað yfir- heyrzlum yfir mörghundruð Gyðinga og fyrirskipað hrottalegar pyntingar á þeim. Hefði hann misþyrmt mörg- um fanganum sjálfur. Fréttastofan greindi ekki frá þvi hvenær Schmidt hefði verið hand- tekinn eða hvar, en sagði aðeins að hann hefði sætt varðhaldi vegna rannsóknar málsins frá því í apríl í fyrra. Pólsk og tékknesk yfirvöld hafa lagt til sönnunargögn í máli Schmidt og sent embættismenn til að fylgjast með réttarhaldinu, að sögn ADN. I marz í fyrra voru tveir fyrrum Gestapó-foringjar dæmdir í fangelsi í Austur-Þýzkalandi fyrir stríðsglæpi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.