Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 63 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Frábær árangur Valsmanna Þeir náðu markalausu jafntelfi í Austur-Þýskalandi og eygja möguleika á að komast í aðra umferð „ÞAÐ er ekki spurning. Við œtlum okkur í aðra umferð Evrópukeppni féiagsliða,11 sagði Grímur Sœmundsen formann meistaraflokksráðs Vals í samtali við Morgunblað- ið í gœr eftir að Valsmenn náðu þeim frábœra árangri að gera markalaust jafntefli við Wismut Aue í Austur-Þýskalandi. Veru- lega góð úrslit og nú virðast Valsmenn eiga góða möguleika á að komast í aðra umferð því heimavöllurinn vegur alltaf þungt í keppnum sem þessari. Að sögn Gríms léku Valsstrák- amir frábærlega vel. Þeir héldu knettinum mjög vel og gáfu hinum austur-þýsku engin færi á sér. „Wismut-liðið er gott lið. Þeir leika mjög kerfisbundið og strákun- um var sagt fyrir leikinn að dekka vel svæðin og það gekk ljómandi þannig að þeir komust ekkert gegn okkur," sagði Grímur. Þjóðvetjar fengu nokkur þokkaleg færi og einu sinni þurfti Guðmund- ur Baldursson að taka á honum stóra sínum. Hann varði langskot, hélt boltanum ekki og þeir náðu að skalla frá markteig á meðan Guð- mundur lá á vellinum. Hann var sem elding á fætur og náði að veija. „Markvarsla Guðmundar þarna var með því betra sem maður sér,“ sagði Grímur. Valsliðið fékk ekki nein opin mark- tækifæri en tvívegis sköpuðu þeir sér það sem kalla má hálffæri. Valur Valsson komst í gegn en skaut framhjá og í síðari hálfleik geystist Þorgrímur fyrirliði Þráins- son upp kantinn en missti boltann aðeins of langt frá sér þannig að ekkert varð úr. Það var Sovéskur dómari sem dæmdi leikinn. „Ég er búinn að leika 13 Evrópuleiki og horft á annað eins af slíkum leikjum en ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt. Dómarinn gerði bókstaflega allt til að færa þeim sigurinn á silfurfati, nema að dæma víti, hann lagði ekki í það. Það voru fimm bókaðir hjá okkur en þeir fengu ekkert spjald," sagði Grímur. Þeir sem fengu spjöld voru Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar Jónsson, Njáll Eiðsson, Guðni Bergsson og Magni Blöndal Pétursson. Valsliðið lék eins og áður sagði frá- bærlega og sýndu enn einu sinni að leikmenn í fyrstu deildinni hér heima geta vel staðið sig í leikjum gegn atvinnumönnum erlendis. Þeir gáfu sig alla í leikinn og uppskáru eins og sáð var. Valsmenn áfram? íslandsmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli gegn austur-þýska liðinu Wismut Aue í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni félagsliða. Hér á Valur Valsson í höggi við Ulf Einsiedel í leiknum sem fram fór á Karl Marx-leikvanginum í gærkvöldi. Valsmenn eigja því möguleika á að komast í 2. umferð keppninnar þar sem þeir eiga heimaleikinn eftir. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Leikmenn Sparta Prag voru að öllu jöfnu höfðinu hærri en leikmenn Fram. Þeir höfðu þannig töluverða yfirburði í loftinu. Hér á Amljótur Davíðsson, yngsti leikmaður Fram, örvæntingarfulla tilraun til að skalla knöttinn en mátti sín lítils gegn vamarmanninum Frantisek Straka. Fram nétt hreinu í 80 mínútur - en Tékkarnir skoruðu tvö mörk í lokin FRAMARAR hóldu hreinu í 80 mínútur gegn tékknesku meist- urunum Sparta Prag í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meist- araliða á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Tókkarnir skoruðu síðan tvö mörk með fimm mínútna millibili í lokin. Úrslitin verða að teljast sanngjörn og má búast við að róðurinn verði erfiður fyrir Fram í seinni leikn- um ytra. Framarar léku ágætlega í upp- hafi leiksins, spiluðu þá skyn- samlega og létu boltann ganga en reyndu full lítið að byggja upp sókn- ir. Tékkarnir komu Valur meira inn í leikinn Jónatansson undir lok fyrri hálf- skrífar leiks og skall þá oft hurð nærri hælum við mark Fram. Friðrik, markvörð- ur, greip þá oft vel inní. Eina færi Framara í fyrri hálfleik kom á 5. mínútu er Ragnar Margeirsson átti hörkuskot eftir homspymu, sem markvörður Sparta varði glæsilega í hom. Framarar yfirspilaðir Seinni hálfleikur var algjörlega eign Tékka ef frá er talið dauðafæri Guðmundar Steinssonar er hann skallaði rétt framhjá eftir góðan undirbúning Ormarrs Örlygssonar og Ragnars Margeirssonar um miðjan hálfleikinn. Tékkar yfirspil- uðu Framara á stundum. Létu boltann ganga vel á milli sín og voru mjög hreifanlegir. Framarar áttu ekkert svar við þessu og reyndu Fram-Sparta P. 0 : 2 Evrópukeppni meistaraliða, 1. umferð, Laugardalsvöllur miðvikudaginn 16. september 1987. Mörk Sparta Prag: Jomas Skuhravy (80.), Jan Musil (85.) Gult spjald: Pétur Ormslev (52.), Frantisek Straka (89.). Dómari: Tore Hoilung, Noregi. Línuverðir: Erling Haugen og Harald Hansen, Noregi. Áhorfendur: 875. Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, (Arljótur Davíðsson vm. 59. mín.), Viðar Þorkelsson, Krist- inn R. Jónsson, Pétur Arþórsson, Guðmundur Steinsson, Ragnar Mar- geirsson, Jón Sveinsson og Ormarr Örlygsson. Lið Sparta Prag:Streskal, Straka, Hasek, Vrabec, Bilek, Bieiek, Cho- vanec, Jaroiim, Nemecek, Skuhravy, Griga, (Musil vm. 83. mín.). að veijast og það tókst þar til út- haldið þraut er 10 mínútur voru til leiksloka. Tvöódýr mörk Framarar fengu á sig tvö mörk á 5 mínútum og komu þau bæði eftir mistök í vöminni. Fyrst skoraði Tomas Skuhravy (nr. 10) með skoti af stuttu færi eftir að Þorsteini hafði mistekist að hreinsa frá. Að- dragandinn að seinna markinu var mjög svipaður. Þorsteinn hreinsaði frá í vítateignum en ekki vildi betur til en að knötturinn fór í Jón Sveins- son og datt fyrir fætur Jan Musil sem þakkaði fyrir sig með því að skora með hörkuskoti í bláhomið frá vítateig. Framarar áttu við ofurefli að etja í þessum leik. Þeir áttu aðeins möguleika í byijun, en síðan réðu Tékkamir ferðinni. Að mínu mati vom Frarnarar of varkárir í sóknar- leik sínum og reyndu að hanga of mikið á boltanum og léku oftast til baka. Ef lið ætlar sér að komast í aðra umferð hlýtur það að reyna að ná hagstaeðum úrslitum og sækja meira. Vamarleikur Fram hefur ekki verið þeirra sterkasta hlið í sumar. Viðar, Ormarr og Ragnar Margeirsson vom sterkustu leikmenn liðsins. Friðrik stóð sig einnig vel í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Sparta Prag er mjög gott lið. í því em stórir og stæðilegir leikmenn sem em mjög hreifanlegir og láta boltann ganga. Maður hafði það á tilfinningunni að þeir tækju ekki á öllu sínu í þessum leik. Bestu leik- menn liðsins vom fyrirliðinn Josef Chovanec (nr. 8) sem stjómaði leik liðsins eins og herforingi. Fram- heijinn Tomas Skuhravy var einnig mjög sterkur og skapaði ávallt mikla hættu. Nórski dómarinn Tore Hollung sýndi eitthveija bestu dómgæslu sem sést hefur á Laugardalsvelli í langan tíma, ólíkt landa sínum Presberg sem dæmdi leik ÍA og Kalmar FF í fyrra kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.